17.5.2010 | 08:12
Til hamingju Norðmenn!
Í dag er ,,syttonde mai", 17.maí. þjóðhátíðardagur Norðmanna. Við óskum frændum vorum í austri hjartanlega til hamingju með daginn!
Samkvæmt nýrri könnun eru um 55% Norðmanna andvígir inngöngu í ESB, en um 33% með, tæp 13% eru óöruggir. Þessa andstöðu rekja menn til stöðu efnhagsmála í Evrópu.
Ekki er nokkur vafi að ESB myndi styrkjast til muna með Norðmenn innanborðs, en margir sem vel þekkja til í norskum stjórnmálum hafa lýst því hvernig Norðmenn eru utangátta á margan hátt í Evrópusamstarfi. Þeir eru ekki með þegar verið er að taka mikilvægar ákvarðanir um málefni Evrópu.
Það sama gildir um Ísland.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Tek undir með ykkur um hamingjuóskir til Norðmanna á þjóðhátíðardegi þeirra 17 maí.
Ég hef sjálfur upplifað það að vera í Noregi á þessum stóra degi þeirra og fagnað með þeim þjóðfrelsinu og sjálfstæðinu, sem er þeim mjög mikilvægt.
En ég vil einnig nota tækifærið og óska þeim til hamingju með að vera gallharðir í andstöðunni við ESB aðild og verjast ásælni ESB yfirráðabandalagsins.
Aldrei hefur andstaðan þar verið öflugri gegn ESB aðild en nú. Eða vel yfir 60% af þeim sem afstöðu taka. Nú er andstaðan í meirihluta í öllum stjórnmálaflokkum Noregs, nema litla Hægri flokknum. Meira að segja í Verkamannaflokknum (Norsku Samfylkingunni) eru andstæðingar ESB aðildar nú í meirihluta.
Þetta er mjög athyglisvert og augljóst að Norðmenn ekki frekar en Íslendingar eru ekkert á leiðinni inní ESB.
Svo er það alrangt hjá ykkur að Norðmenn séu utangátta í alþjóðastarfi. Því fer síður.
Miðað við að Noregur er í raun aðeins smáþjóð á heimsvísu, þá eru þeir engu að síður stórveldi á alþjóða vettvangi þar sem þeir hafa beitt sér á ýmsan hátt sem sáttasemjarar í friðarmálum og friðargæslu. Þeir eru gríðarlega sterkir í ýmsum alþjóðasamtökum sem máli skipta og þeir veita meiri þróunaraðstoð til fátæku þjóðanna en margar af stórþjóðum Evrópu.
Norðmenn eru gríðarlega öflugir í verslun, siglingum og viðskiptum um allan heim.
Utangátta hvað !
Þið eruð bara illa utangátta hér á síðunni ykkar.
Nafli alheimsins er nefnilega alls ekki þetta fallandi og spillta valdakerfi ESB apparasins eins og þið haldið !
Gunnlaugur I., 17.5.2010 kl. 09:10
Vil vekja athygli á því, að ,,sjuttonde maj" er sænska og þarmeð er þetta móðgun við Norðmenn (það var kannski ætlunin..??). Á norsku er þetta "syttende mai"..!
Snæbjörn Björnsson Birnir, 17.5.2010 kl. 09:18
@Snæbjörn: Það var alls ekki ætlunin að móðga norska vini okkar, skolaðist aðeins til, enda mjög lík mál! Gaman að sjá að bloggið er lesið í Noregi, eða þú ert þar, er það ekki?
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.5.2010 kl. 10:04
Það er við hæfi að óska Norðmönnum til hamingju með sinn þjóðhátíðardag og minna á að norsk þjóð hefur í tvígang neitað inngöngu í ESB, þrátt fyrir áhuga öflugra stjórnmálaafla, embættismannakerfis og fleiri aðila þar í landi á samrunaferlinu á meginlandinu.
Einhverjir kynnu að segja að olíuauðurinn ráði hér nokkru um. Ætli maður verði ekki að þakka fyrir það, því með inngöngu Noregs í ESB yrði verulega að okkur íslendingum vegið í hafsmunabaráttunni í norðurhöfum. Vert er og að minna á að Norðmenn hafa ekki verið nein lömb að leika við í þeim slag, alla jafna staðið harðast þjóða gegn því að Íslendingar sæktu rétt í fjarlæg höf, að ekki sé nú talað um yfirgang Norðmanna við Svalbarða gagnvart okkur.
Allt tal um frændsemi við Norðmenn og aðra íbúa Skandinavíu eru í besta falli broslegar tilraunir til smjaðurs. Norðmenn eru nágrannar Íslendinga og þrátt fyrir skyldeika sem nær aftur um 1000 ár eða meira er sífelld endurtekning frændskapar hvimleiður ávani. Átta mig ekki alveg á slíkum endurtekningum. Í Skandinavíu er þetta lítið stundað, er þó nærtækari skyldleiki þar á milli þjóða en þekkist yfir til Íslands.
Norðmenn hafa um aldir reynt að "eigna" sér ýmsar hetjur Íslandssögunnar og til skamms tíma kenndu þeir ungviði sínu að Leifur Eiríksson hafi verið norskur, einnig að verulegu leyti Snorri goði. Eins og menn vita var Leifur með tvöfalt "ríkisfang", grænlenskt og íslenskt. Verst er að sumir hérlendir menn hafa í krafti þessa viðhorfs Norðmanna farið með betlistaf til Noregs og sótt fé til uppbyggingar menningarsetra og kirkna.
Frændsemistalið ríður röftum í sumum fjölmiðlum á Íslandi. Ekki einungis gagnvart Norðmönnum, heldur einnig öðrum þjóðum Skandinavíu. Jafnvel Finnar eru settir í þennan bás og er þá miklu til jafnað. Þó svo að menn geti verið frændur á fleiri sviðum en ættartengslum er þessi iðja allt of margra Íslendinga á köflum óþolandi og væri vel til fundið að leggja slíkt tal á hilluna og kalla það fram einungis á viðhafnartækifærum þegar elítan tjáir sig sín á milli.
Ólafur Als, 17.5.2010 kl. 12:24
með það í huga að ég bý í noregi og hef búið hér lengi, þá finnst mér Ólafur Als bulla út í eitt og hafi ekki hugmynd um hvernig norðmenn hugsa til íslendinga og íslands.
Varðandi ESB umræðuna hér þá er hún vart sjáanleg en ég veit að mörgum norðmönnum finnst það skrítið að þeir þurfi að borga allt að tvöfalt meira fyrir matvörur en td svíar gera. að þeir þurfi að borga ofurtolla af bílum sem svíar gera ekki.. að járnbrautakerfið þeirra standist ekki ESB reglur líkt og það gerir hjá svíum...
cheers
Óskar Þorkelsson, 17.5.2010 kl. 16:01
Já, það er margt athyglisvert í sambandi við Noreg, t.d. NIÐURSKURÐUR vegna ríkidæmis Norðmanna, en Gísli Kristjánsson segir frá þessu í þessum pistli.
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.5.2010 kl. 16:50
góður pistill hjá Gísla, þetta er líklegast rétt hjá honum..
Óskar Þorkelsson, 17.5.2010 kl. 17:05
Já, hann Óskar er samur við sig - ávallt reiðubúinn að leggja til málanna málefnalegar athugasemdir. Vistin í Noregi virðist ekki hafa kennt honum mannasiði.
Ólafur Als, 17.5.2010 kl. 18:20
Við Íslendingar yrðum stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu, þar sem samkeppnisstaða okkar myndi batna gagnvart Norðmönnum með niðurfellingu tolla og þeir yrðu að semja við okkur um aflakvóta úr deilistofnum sem forystuþjóð Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum.
Norðmenn eru okkar aðal keppinautar í fiskútflutningi til Evrópusambandslandanna, þar sem tollar okkar af sjávarafurðum myndu falla niður með aðild að sambandinu.
Við greiddum um 650 milljónir króna í tolla af sjávarafurðum í Evrópusambandinu árið 2008 og greiðum þar yfir 5% toll af ferskum flökum, til dæmis karfaflökum, 2% af heilum ferskum fiski sem seldur er á uppboðsmarkaði, humri, síld og öðrum afurðum.
Evrópska efnahagssvæðið er langstærsta markaðssvæði okkar Íslendinga og þangað fóru um 84% af öllum okkar útflutningi árið 2009.
Útflutningur okkar á vörum og þjónustu hvílir á þremur stoðum, iðnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Árið 2009 fluttum við út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Gjaldeyristekjur okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010
Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12
Þorsteinn Briem, 17.5.2010 kl. 19:08
jamm Ólafur Als þetta svar þitt segir allt um þitt hugarfar. Þú bullar um hluti sem þú veist lítið eða ekkert um og ef einhver svarar þér þá ertu ekki fær um að rökstyðja það að norðmenn séu svona vondir við íslendinga..
hér er eitt dæmi tekið frá því sem þú skrifaðir hér að ofan :
Norðmenn eru nágrannar Íslendinga og þrátt fyrir skyldeika sem nær aftur um 1000 ár eða meira er sífelld endurtekning frændskapar hvimleiður ávani. Átta mig ekki alveg á slíkum endurtekningum. Í Skandinavíu er þetta lítið stundað, er þó nærtækari skyldleiki þar á milli þjóða en þekkist yfir til Íslands.
Málið er að svíar og norðmenn líta á hvorn annan sem bræðraþjóðir sem eiga meira sameiginlegt en það sem skilur þær að. Íslendingar hinsvegar í sínum hroka líta frekar niður á norðmenn af einhverrri óskiljanlegri minnimáttarkend. Eftir að hafa búið hér til fjölda ára og í skamman tíma í svíþjóð þá veit ég að norðmönnum og svíum þykir vænna um íslendinga en íslendingum þykir um þá.
Ef í harðbakkan slær á íslandi þá er ég sannfærður um að einmitt norðmenn, sem þú hefur svo lítið álit á, munu bjarga rassgatinu á klakverjum.. og þar á meðal þér. Þeim munar ekki mikið um að borga okkar skuldir ef þeir kærðu sig um það, en norðmenn eru heiðarlegt fólk og vilja síður senda peninga þangað sem óráðsía og spilling ræður ríkjum.. þótt undantekningar megi finna á þeim peningasendingum.. td stuðningvið kongó, og önnur gerspillt afríkuríki.. þeir gera kannski bara sömu kröfur til íslendinga og sjálfrar sín..
Varðandi ESB hér í noregi þá er sterk sveifla innan iðnaðarins hér að gerast aðili vegna þess að skattaumhverfið í ESB er hagstæðara atvinnulífnu en það er hér í noregi.. sömu sögu má segja um fiskeldisfyrirtækin.. og þau eru öflugur málsvari þess að ganga inn í ESB.. Almenningur í noregi finnur vel verðmuninn á milli noregs og svíþjóðar , verðmunur sem mjög erfitt er að verja af stjórnvöldum. Að staðan sé 55 eða 60 % andvíg í dag endurspeglar sterkt umræðuna um grikkland ..
Óskar Þorkelsson, 17.5.2010 kl. 19:19
góður Steini
Óskar Þorkelsson, 17.5.2010 kl. 19:23
Mikill meirihluti Norðmanna hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið í hverri einustu skoðanakönnun sem gerð hefur verið Í Noregi síðan árið 2005. Þetta er m.ö.o. ekkert nýtt og hefur minnst með stöðu efnahagsmála í sambandinu að gera þó sú söguskýring henti kannski Evrópusamtökunum.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.5.2010 kl. 20:09
Þetta er ekki rétt hjá þér Hjörtur, af og til þá koma skoðanakannanir sem sýna meirihluta með ESB. en þær eru miklu fleiri sem eru á móti það er rétt. Það er með þessar skoðanakannanir eins og allt annað sem er gert í pólitískum tilgangi.. það er verið að spila með statistikk einhverjum í hag hverju sinni.
Óskar Þorkelsson, 17.5.2010 kl. 20:13
Ég vil benda Steina á eina staðreyndarvitleysu. Hann segir að árið 2009 hafi verið fluttar út iðnaðarvörur fyrir 244 miljarða króna og 90% af því hafi farið á evrópska efnahagssvæðið. Staðreyndin er að frá Íslandi er megnið af þessum iðnvarning flutt á evrópska höfn, þaðan fer síðan þessi varningur um allann heim. Þar að auki er megnið af afurðum stóriðjunnar, sem er væntanlega stæðsti hlutinn, seldur með verðmið við dollar, í hvaða mynt sem svo greitt er. Því gerir evran okkur lítið gagn fyrir iðnaðinn.
Hvort fleiri vitleysur eru í málflutning Steina hef ég ekki skoðað en gera má ráð fyrir því.
Gunnar Heiðarsson, 17.5.2010 kl. 20:19
Óskar, enn ertu við sama heygarðshornið. Það er gott og vel að þjóðir nálægt séu vinveittar okkur en ég var bara ekkert að fjalla um það, heldur hinn hvimleiða ávana allt of margra Íslendinga að frændgera nágrannaþjóðirnar. Ég líki því við smjaður sem á stundum mælist ekki of vel fyrir hjá þeim þjóðum sem málið varðar. Þeim þykir það stundum hálf vandræðalegt - en þó ekki alltaf.
Sjálfur hef ég búið í Skandinavíu í meira en áratug og hef því kynnst viðhorfum Skandinava til Íslendinga og Íslands frá fyrstu hendi. Þar lærði ég til dæmis þá mannasiði að kalla ekki annarra manna tal bull, eins og þér er svo tamt. Í því liggur m.a. skortur þinn á mannasiðum, sem mér þykir forvitnilegt að Norðmenn hafi ekki náð að kenna þér í vist þinni í þeirra landi. Norðmenn eru alla jafna dagfarsprútt fólk og er ekki tamt að segja aðra fara með bull.
Hvað sumum hér á landi finnst um Norðmenn er umræða af öðru tagi og nenni ég ekki að fjalla um það, enda mínu máli óviðkomandi. Það sem ég sagði um ýmislegt er varðar samskipti okkar við Norðmenn stendur, sbr. átök um sjávarútvegsmál og þann yfirgengilega sið Norðmanna að eigna sér menn á borð við Leif Eiríksson og Snorra goða. Ef þeir eru hættir að kenna ungviði sínu þessar firrur er það vel en það eru ekki mörg ár síðan ég lenti í orðræðu við Norðmenn um þessi mál, hvar þeir fullytru að nefndir menn hafi verið Norðmenn. Sú þjóð, skyldi maður halda, hefur úrval frækinna söguhetja úr að velja og ekki góður siður að gefa þeim það eftir að ræna okkur þeim fáu sem okkur bjóðast.
Það er gott að Norðmenn og Svíar hafi dálæti á þér Óskar, e.t.v er það af vorkunnsemi. Skyldi þá aldrei vera. En að öllu gríni sleppti, þá væri það til bóta að þú réðist að orðum manna en ekki mönnunum sjálfum. Það veit ég eftir langa vist í Skandinavíu að telst ekki góður siður.
Steini; langt síðan ég hef rekist á þig - heimsæki orðið sjaldan inn þennan vettvang. Er ekki alveg viss hvað þú varst að fara með orðum þínum, nema þá helst að við ættum að viðhalda góðum samskiptum/viðskiptum við lönd efnahagssvæðisins evrópska. Sú litla fjárhæð sem þú nefnir, 650 milljónir króna, eru lítið gjald, virðist mér, fyrir þessi ágætu og arðbæru samskipti. Alltjent mun lægri upphæð en sú sem við þyrftum að reiða af hendi fyrir aðgengi í klúbb ESB þjóða.
Ólafur Als, 17.5.2010 kl. 20:45
Góðann Daginn 18 maí
Það er óvenjulega hressandi að finna blogg þar sem umræðan um hugsanlega aðild að ESB fær svona nokkurnveginn"edrú" og skynsamlega meðferð, undantekningarnar finnast þó hér líka sem á hinum ýmsu "öfga" bloggum á báða bóga, og það tilheyrir svosem og bara lifa við það.
það er heldur ekkert að því að vera nú þegar búinn að taka sína persónulegu ákvörðun um hvernig hver og einn notar sitt atkvæði þegar þar að kemur, á þeim upplýsingum sem fyrir liggja, en held að ýmislegt af því veigamesta sé ekki á borðinu enn, þannig að þetta verður eins og er næstum trúarbragða og/eða tilfinningakennt.
En hvernig í veröldinni Ólafur Als, nær að blanda þessari barnalegu minnimáttarkennd gegn Norðmönnum og kannski bara flestum erlendum þjóðum, inn í þetta, er mér lítt skiljanlegt, hann er þó ekki einn um þetta þekki fleiri og hef stundum þegar ég hef nennt, sett menn "upp við vegg" hversvegna þeim finnist norðmenn svona "vondir" við Íslendinga, það verður gjarnan fátt um skynsöm svör, gjarnan tínt til eitthvað um að þeir hættu við að byggja álver, eru að stela Leif Eiríksyni (í alvöru ???) oft enda þessar umræður á þessu: "já en þeir eru svo ríkir að þeir geta alveg leyft okkur að fá svoldið" ??og svo kom jú smugan og Svalbarði eins og himnasending handa þeim. sbr, þetta:
"Norðmenn hafa ekki verið nein lömb að leika við í þeim slag, alla jafna staðið harðast þjóða gegn því að Íslendingar sæktu rétt í fjarlæg höf, að ekki sé nú talað um yfirgang Norðmanna við Svalbarða gagnvart okkur. "
Norðmenn eru engar "rolur" í samningum, en taka sér kannski lengri tíma áður en gengið er til undirskrifta,(kallað vandvirkni) meðan Íslendingar "hoppa" alltaf í það fyrsta og besta sem þeim dettur í hug,(kallað flaustur)
Og allir heilvita menn sem nenna að lesa um og setja sig inn í þá deilu svona eftirá, geta fljótlega séð hvers "yfirgangur" og "hroki" tafði mest fyrir samkomulagi þar.
Ólafur Als hefur búið í áratug í "Skandinavíu" og er þar með dómbær á þetta allt (ha ha) það lyktar pínu Danmörk af þessari "Skandinaviudvöl" hans, veit hann þá hvernig álit Danir (svona almennt) hafa á Íslendingum?
Skandínavia er Noregur,Danmörk og Svíþjóð, bætir þú við Finnlandi, Íslandi, Álandseyjum , Færeyjum og Grænlandi erum við komin með "Norden" eða Norðurlönd eins og það heitir á ástkæra ylhýra.
MBKV að "Utan" (Noregi)
Og góðar óskir um skynsamar og "edrú" umræður um þetta mikilvæga mál sem við verðum fyrr eða seinna að taka ákvörðun um í þjóðaratkvæðagreiðslu, og munið skoðanakannanir eru eins og hitamælir, mælir ástands sjúklings á því augnabliki sem mælt er, ekki heilsufarið eftir viku,mánuði eða ár.
KH
Kristján Hilmarsson, 18.5.2010 kl. 11:21
Þrátt fyrir sumt skynsamlegt sem Kristján nefnir fæ ég ekki skilið hvers vegna hann þarf að taka upp hanskann fyrir Norðmenn í ljósi orða minna. Orð mín voru ætluð þeim Íslendingum sem stunda ótímabært smjaður við norrænar þjóðir með því að sífellt frændgera þær. Enn fremur að minna á að samskipti okkar við þessar þjóðir hafa verið með ýmsu móti og ekki ávallt eftir okkar höfði.
Norðmenn, líkt og aðrar þjóðir, vernda sína hagsmuni með oddi og egg, ef svo ber undir. Þegar sú iðja þeirra hefur beinst að Íslendingum hafa margir hér þótt að sér vegið, m.a. í ljósi uppgerðrar frændsemi - líkt og Norðmenn skuldi okkur aðra meðferð vegna meints skyldleika. Á köflum hafa margir hér heima þótt að sér vegið - verið sárir og kvartað mikið.
Þrátt fyrir þetta er enn haldið áfram að frændgera nágranna okkar og eins ég sagði áður, þykir Skandinövum þetta á köflum hálf vandræðalegt - skynja stundum að í þessu felist helst til mikið smjaður.
Kristjáni kann að þykja það léttvægt að Norðmenn hafi til skamms (langs?) tíma kennt ungviðinu þar í landi að Leifur Eiríksson hafi verið norskur en þá erum við bara ósammála - e.t.v ræður hér nokkru að ég bý á Íslandi en hann í Noregi.
Já, það er þetta með yfirgang Norðmanna við Svalbarða og víðar. Um það mætti hafa langt mál og varðar réttindi þjóða á alþjóðahafsvæðum. Í krafti sjálftekinni réttinda á Svalbarða hafa Norðmenn m.a. meinað Íslendingum aðgang að hafsvæðinu þar í kring. Það er óásættanlegt til lengri tíma. Íslendingar hafa verið, að mínu áliti, afar sanngjarnir gagnvart Norðmönnum þegar kom að skiptingu hafsvæðisins á milli Íslands og Jan Mayen en einnig um nýtingu ýmissa flökkustofna sem heimsækja Íslandsmið.
Um meint flaustur Íslendinga þá er ekki úr vegi að minnast á baráttu Íslendinga á sviði hafréttinda, sem nóta bene færði Norðmönnum stærri efnahagslögsögu á haf út en flestum öðrum þjóðum - þar voru Íslendingar í fararbroddi og sjálfsagt að halda því til haga. Ef Kristján vill kalla það flaustur þá má hann það mín vegna en palladómur hans gerir orð hans ótrúverðug. Samningur um aðgang Íslendinga að hafsvæðinu við Svalbarða kannast ég ekki við að hafi verið undirritaður.
Reynsla mín af því að hafa dvalist í Skandinavíu nær allt til upphafs sjöunda áratugarins. Hún hefur verið af ýmsu tagi, oftast jákvæð. Segja má að Norðmenn og Svíar - skv. minni reynslu - séu Íslendingum jákvæðari en t.d. Danir. Þó mátti á árum áður greina nokkuð stærilæti hjá tilteknum elítum Svía í garð Íslands - og e.t.v. víðar. Ungt fólk nú á dögum er blessunarlega laust við slík viðhorf.
Að Kristjáni takist að túlka orð mín sem barnalega minnimáttarkennd hefur mögulega með það að gera að Kristján hefur dvalið lengi erlendis og skilur ekki mál mitt nógu vel. Hvað sem öðru líður þá virði ég Norðmenn fyrir að hafa í tvígang hafnað aðild að Evrópusamrunanum. Það er einlæg von mín að Íslendingar feti ekki aðra braut en nágrannar okkar í austri hafa farið og hafni ESB aðild þegar til kastanna kemur.
Góðar stundir ...
Ólafur Als, 19.5.2010 kl. 02:13
Þú ert gífurlega miskilin maður Ólafur Als
Óskar Þorkelsson, 19.5.2010 kl. 18:10
Einstrengingsháttur kann að ráða nokkru um misskilninginn, Óskar, ... og sitthvað fleira?
Ólafur Als, 20.5.2010 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.