Leita í fréttum mbl.is

Úr skýrslu Össurar

Össur SkarphéðinssonUtanríkismálaskýrsla Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, er yfirgripsmikil og gefur gott yfirlit yfir stöðu mála. Mikið er tekið úr afar góðu meirhlutaáliti Utanríkismálanefndar Alþingis, sem gefið var út um ESB-málið á sínum tíma. Það er ekki úr vegi að kíkja á nokkrar tilvitnanir úr skýrslu Össurar:

,,Samráðshópur:
Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar er lögð áhersla á mikilvægi þess að eiga náið samráð við breiðan hóp hagsmunaaðila í umsóknarferlinu. Lagði nefndin til að settur yrði á fót sérstakur samráðshópur í þessu skyni en í honum sætu m.a. fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi.Hlutverk samráðshóps er að vera samninganefnd og ríkisstjórn til ráðgjafar um samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðum við ESB. Í því felst að samráðshópurinn verður reglulega upplýstur um stöðu og framvindu aðildarviðræðna og gefst tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri." (bls.23)

,,Sjávarútvegsmál: Að því er fram kemur í áliti meirihluta utanríkismálanefndar skulu markmið, er lúta að forræði yfir sjávarauðlindinni með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi, sett á oddinn í samningaviðræðunum. Hér er einkum átt við forræði á stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna, svo og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og kostur er þegar málefni lúta að íslenskum hagsmunum. Jafnframt verði áhersla lögð á að halda í möguleika á að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi. Þátttaka Íslands við mótun sjávarútvegsstefnu ESB verði skýr og framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt." (bls.25)

,,Landbúnaðarmál: Samkvæmt áliti meirihluta utanríkismálanefndar skal stefnt að því að niðurstaða samningaviðræðna við Evrópusambandið valdi sem minnstri röskun á högum bænda, skapa íslenskum landbúnaði sem hagstæðast rekstrarumhverfi, ásamt því að tryggja búsetu í dreifbýli verði Ísland aðili að sambandinu."

,,Byggða- og sveitarstjórnarmál: Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar um byggðamál er lögð áhersla á að tekið verði tillit til sérstakra aðstæðna á Íslandi í viðræðunum og tryggður greiður aðgangur að því fjármagni sem til ráðstöfunar kann að verða komi til aðildar. Horft skal sérstaklega til nýsköpunar í atvinnumálum á landsbyggðinni. Styrkjakerfi og skilgreiningar landsvæða skal skoða heildstætt og skal skoðunin ná til landsins alls."

,,Myntbandalag: Í áliti utanríkismálanefndar um gjaldmiðilsmál er lögð áhersla á að leitað verði eftir samkomulagi við ESB og Seðlabanka Evrópu um stuðning við krónuna sem fyrst þannig að Ísland geti við fyrsta mögulega tækifæri hafið þátttöku í samstarfi ESB á sviði efnahags- og peningamála (ERM II). Jafnframt skuli tryggt, í samræmi við fyrri fordæmi, að mikil skuldsetning ríkissjóðs komi ekki í veg fyrir að Ísland geti tekið upp evruna þegar þar að kemur enda liggi þá fyrir raunhæf áætlun um lækkun skulda." (bls.31)

Þessi svið sem týnd eru til þér eru án nokkurs vafa þau mikilvægustu, sjávarútvegs og landbúnaðarmál, byggðamál og síðast en ekki síst gjalmiðildmál. Niðurstöður í aðildarsamningi í þessum málaflokkum muna ráða miklu um framvindu málsins. Þessvegna er mjög mikilvægt að haft verði sem víðtækast samráð og samstarf hagsmunaaðila. 

En í sumum málaflokkum er tregða til staðar, t.d. í landbúnaðarmálum. Bændasamtökin neita t.d. að ræða ESB-málið eða koma að því með nær engum öðrum hætti en neikvæðum. Um er að ræða niðurnjörðvaða og einstrengingslega afstöðu. Hvergi er að finna jafn mikla þekkingu á landbúnaðarmálum og innan samtakanna. Bændur ættu því að vita hvað þeir þurfa til þess að hagur stéttarinnar verði sem bestur. Hversvegna neita að vera með í ráðum?

(Leturbreytingar: ES-blogg)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mjög góð færlsa og frábær útlistun á meginmálunum í sambandi við ESB ferlið.

Þá sérstaklega gengismálin að með aðild fáum við sem fyrst aðstoð frá seðlabanka evrópu og komumst í ERM2. Þá getur krónan loksins fengið það skjól sem hún þarfnast. 

Það gæti líka verið að þessi leið er eina leiðin til þess að losna við gjaldeyrishöftin.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.5.2010 kl. 23:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kýpur og Malta fengu aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004, kýpverska pundið og maltneska líran Gengissamstarfi Evrópu, ERM II, 2. maí 2005 og evrusvæðinu 1. janúar 2008.

Í ERM II er hægt að festa gengi viðkomandi gjaldmiðils gagnvart evru með 15% vikmörkum en gengi gjaldmiðlanna hefur yfirleitt ekki sveiflast meira en 1% frá gengi evru.

Aðildarríkin geta hins vegar þrengt vikmörkin og þannig getur danska krónan sveiflast um 2,25% frá gengi evru.

Og aðildarríkin geta tekið upp evruna eftir að hafa verið tvö ár í ERM II uppfylli þau eftirfarandi skilyrði Maastricht-sáttmálans:

Verðbólgan
ekki meiri en 1½% í þeim þremur Evrópusambandslöndum sem eru með minnstu verðbólguna.

Meðalnafnvextir á langtímabréfum hafi í eitt ár ekki verið hærri en 2% í þeim þremur löndum Evrópusambandsins sem eru með minnstu verðbólguna.

Viðkomandi land hafi verið í gengissamstarfi Evrópu, ERM II, í tvö ár innan vikmarka.

Fjárlagahalli ekki meiri en 3% af vergri landsframleiðslu.

Heildarskuldir hins opinbera ekki meiri en 60%
af vergri landsframleiðslu.

Í Lissabon-sáttmálanum er grein í kaflanum um efnahagslega samheldni, þar sem segir að sérstakt tillit skuli tekið til nyrstu svæða Evrópu, þar sem byggðir eru strjálar, svo og til eyja, landamæra- og fjallasvæða.

Viðmælendur nefndar um Evrópumál töldu líkur á að við Íslendingar getum fengið sérlausnir í fiskveiðistjórnun Evrópusambandsins, þar sem við höfum sérþekkingu og sýnt árangur í verndun fiskstofna, stjórnun veiða og sjálfbærri þróun.

Cyprus looks forward to major economic benefits through the adoption of the euro

Skýrsla nefndar um Evrópumál í apríl 2009

Gengissamstarf Evrópu (ERM)


Evrusvæðið

Þorsteinn Briem, 16.5.2010 kl. 04:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband