Leita í fréttum mbl.is

Meira um viðskipti...

ViðskiptiÍ færslunni hér á undan er rætt um þá sérkennileg þversögn meðal ESB-andstæðinga innan Sjálfstæðisflokksins að vera á móti sambandi, þar sem verslun og viðskipti eru lykilþáttur. Efirfarandi tilvitnun eru úr utanríkismálaskýrslu Össurar Skarphéðinssonar:

,,ESB hefur ávallt lagt mikla áherslu á fjölþjóðlegt viðskiptasamstarf sem hornstein utanríkisviðskiptastefnu sinnar. Því eru það vonbrigði fyrir sambandið að ekki hefur tekist að ljúka Doha-viðræðunum innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Hægagangur Dohalotunnar  hefur vakið áhuga ESB, sem annarra ríkja heimsins, á gerð tvíhliða samninga um viðskipti, þ.m.t. um fríverslun. Skammt er síðan viðræðum ESB og Suður-Kóreu um fríverslunarsamning lauk og er gert ráð fyrir að um miðbik ársins taki samningurinn gildi tilbráðabirgða. Fríverslunarviðræðum er lokið við Kólumbíu og Perú, en viðræður standa m.a. yfirvið Indland, Kanada og Úkraínu. Við mögulega aðild Íslands að ESB yrði Ísland hluti hinnar sameiginlegu viðskiptastefnu ESB.

Í áliti framkvæmdastjórnar ESB um umsókn Íslands um aðild kemur fram að Ísland þurfi vegna þessa að segja upp öllum gildandi fríverslunarsamningum sínum við þriðju ríki og endurskoða aðra samninga þannig að þeir samræmist regluverki ESB. Ísland mun einnig þurfa að beita öllum alþjóðaviðskiptasamningum ESB sem og reglum sambandsins á þessu sviði. Enda þótt fríverslunarsamninganet Íslands annars vegar og ESB hins vegar nái í flestum tilvikum tilsömu ríkja og veiti sambærilegan markaðsaðgang fyrir helstu útflutningsafurðir Íslands, er það þó ekki algilt. Því mun í einhverjum tilvikum verða breyting á markaðsaðgangi fyrir íslenskfyrirtæki þ.e. að einhver markaðsaðgangur ávinnist inn á markaði utan sambandsins og tapist á öðrum. Þess ber þó að geta að í dag njóta, í flestum tilfellum, Ísland og ESB sambærilegra kjara um markaðsaðgang inn á helstu markaði utan ESB s.s. Bandaríkjanna, Japans, Kína og Rússland."

Á vef Utanríkisráðuneytisins er að finna yfirlit yfir fríverslunarsamninga. Einnig er þar að finna lista yfir samninga við lönd utan ESB.

Af þessum lista sést að EFTA er í viðræðum við lönd á borð við Indland og Úkraínu. En meginmálið er að við aðild myndi Ísland fá aðgang að einni mestu "viðskiptamaskínu" heims.

Af hverju eru margir Sjálfstæðismenn á móti því?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband