Leita í fréttum mbl.is

Vill MBL að Evran hrynji?

Varðliðar UngverjalandsMorgunblaðið heldur áfram að dreifa ESB-andúð sinni á síðum blaðsins. Nú síðast í leiðara dagsins í dag, undir yfirskriftinni Áhyggjur ESB. Leiðarahöfundurinn, annhvort Davíð eða Haraldur segja þar t.d. frá ,,myntinni sem er að molna sundur" og eiga þar að sjálfsögðu við Evruna.

Það má lesa á milli línanna að það er næstum eins og leiðarahöfundar MBL nánast óski einskis annars en að Evran hrynji, með öllum þeim ósköpum sem því myndu fylgja, efnahagslegum og pólitískum glundroða. Er það vilji eða ósk leiðarahöfunda Morgunblaðisins? Þeim ætti að vera kunnugt hvaða afleiðingar það hefur þegar gjalmiðlar hrynja! Hvað þá á efnahagssvæðisvæði sem telur um 330 milljónir manna!

Pólitísk upplausn og glundroði hefur farið afar illa með Evrópu og leitt til hluta á borð við tilkomu fasisma og nasisma. Ýmislegt bendir til þess að hægri-öfgamenn séu nú, t.d. í Ungverjalandi, að komast á skrið. Vill Morgunblaðið það líka?

Nei, það er miklu nær að reyna að laga og betrumbæta það kerfi sem fyrir er, að standa fyrir svokölluðum umbótum. Upplausn er ekki það sem Evrópa (og umheimurinn) þarf um þessar mundir.

Og ef Morgunblaðið kynnir sér málin, þá er hið mikla atvinnuleysi á Spáni t.d. ekki ESB að kenna! Þar skipta miklu máli reglur á vinnumarkaði, sem Spánverjar hafa sjálfir sett sér! Spánverjar eru frjáls þjóð og geta sett sínar eigin reglur, t.d. varðandi vinnumarkað. Það skín nefnilega í gegnum málflutning MBL að þar er látið í veðri vaka að ESB stjórni bara öllu sem gerist í Evrópu!

Slíkt er hinsvegar langt frá sannleikanum. En það er kannski ekki algjört lykilatriði hjá Morgunblaðinu og et.v. er lögð meiri áhersla á að koma með s.k. ,,Mogga-sannleika."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já.  Þetta er orðið verulega pínlegt hjá moggagreyinu.

Svo mikið ofstæki að ekki er sæmandi dagblaði.

Annars er maður hættur að lesa fréttir í mbl. ef eg sé að hún snýst um esb.. Þá bara:  Ok. Mogginn að esb-fóbast.  Geisp o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2010 kl. 17:46

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er undarlegt ef mogginn og ritstjórar þess mega ekki fjalla um ESB. Þessi miðill hefur reyndar ekki staðið sig sem skyldi, það hefur verið allt of lítið fjallað um það hrun sem stefnir í á evrusvæðinu af mogganum. Maður hefur þurft að lesa visir.is eða fréttablaðið til að fá almennilegar fréttir af því sem er að ske í Evrópu. Þar eru helstu fréttir af yfirvofandi hruni evrunnar, auk þess sem erlendir fjölmiðlar og þá helst Evrópskir, eru fullir af þeim fréttum.

Moggann má helst skamma fyrir fréttaleysi af þessum atburðum, sem eiga eftir að verða eimhverjar mestu hörmungar sem evrópubúar hafa lennt í eftir stríð, jafnvel lengur.

Gunnar Heiðarsson, 21.5.2010 kl. 19:21

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sálfur er ég eindreginn andstæðingur undirgefni okkar við ESB. Að evran hrynji hef ég hinsvegar engan áhuga á, reyndar vildi ég helst að vel tækist til að koma evrulöndum út úr vandræðunum. Það er enginn sem óskar þvílíkra hörmunga sem evruhrun mun valda íbúum Evrópu, en því miður eru óskir og vonir okkar ansi léttvægar þegar að þessu máli kemur.

Það er ekki að sjá að þær aðgerðir sem ráðamenn evruríkjanna eru komnir fram með, muni skila árangri. Hugsanlega tekst þeim þó að bjarga sér fyrir horn en samkvæmt þeim fréttum sem maður les erlendis verður það ansi tæpt ef ekki útilokað.

Hvort mogginn vilji að evran hrynji veit ég ekki, en efast þó stórlega að svo sé.

Gunnar Heiðarsson, 21.5.2010 kl. 19:30

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnar, engin ríki eru með undirgefni við ESB, sem eru bara safn 27 ríkja, og íslendingar margir hverjir eiga erfitt með að skilja þá staðreynd.

Davíð Oddsson sagði þetta um evruna árið 2007. Þegar hann var seðlabankastjóri á Íslandi.

"

„Ég segi hins vegar persónulega frá mér,“ sagði Davíð, „að það að kalla hér einhverja spekinga – sem segja að lönd sem ekki hafa ráðið sínum eigin fjárhag og hafa hengt sig aftan í til að mynda dollara vegna vandræðagangs síns, að bjóða upp á það að horfa á slíka spekinga eins og naut á nývirki að bjóða upp á það sé einhverja lausn fyrir Íslendinga, mér finnst það sprenghlægilegt, satt að segja,“ sagði Davíð Oddsson og bætti við: „Þetta er ekki ályktun bankastjórnarinnar, ég svona lýsi þessu fyrst að þu spyrð, mér finnst það sprenghlægilegt satt að segja.“"

Tekið héðan.

Jón Frímann Jónsson, 22.5.2010 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband