Leita í fréttum mbl.is

ESB-fýla Morgunblaðsins

Jón Steindór ValdimarssonJón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins skrifar pistill um ESB-fýlu Morgunblaðisins á bloggi Sterkara Íslands. Hann segir m.a.:

,,Ólund Morgunblaðsins vegna umsóknar Íslands að Evrópusambandinu vex stöðugt. Enginn er hissa á því sem sagt er um þau mál í þeim hlutum blaðsins þar sem skrifað er nafnlaust í leiðurum, Staksteinum og Reykjavíkurbréfi. Ekkert er við það að athuga að ritstjórarnir, annar eða báðir, sjái rautt þegar aðild Íslands ber á góma. Hitt er verra þegar fréttaflutningur blaðsins er farinn að draga dám af skoðunum ritstjóranna.

Þeir virðast hafa verið fljótir að gleyma hátíðlegum loforðum um annað í bréfi til stórs hluta áskrifenda blaðsins sem sagði upp áskrift að blaðinu þegar þeir tóku við blaðinu og óskuðu eftir að fá að sanna sig með hlutlausum fréttaflutningi."

Lesa má alla færsluna hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er algjörlega óþarfi að blanda Morgunblaðinu eitthvað sérstaklega í þetta.

Það er nefnilega svo að ólund þjóðarinnar vegna umsóknar Íslands að Evrópusambandinu vex stöðugt.

Það kemur Morgunblaðinu í sjálfu sér ekkert við, þó svo að 2/3 hlutar þjóðarinnar vilji ekkert með þetta ESB apparat hafa að gera.

Ef eitthvað er þá liggur skítafýluna nefnilega frá höfuðstöðvum ESB í Brussel.

Vandræðagangur og björgunarpakkar á elleftu stundu, fallandi Evra hækkandi skuldatryggingarálög og hræðsla við að EVRAN sé að sogast inní efnahagslegt svarthol er það sem ráðmenn ESB apparatsins skjálfa nú og nötra á beinunum yfir.

Hvort þessi skýrsla um ESB umsókn Íslands var samin af þessu ESB- ráðinu eða hinu skiptir engu höfuðmáli og deilur um það eru eins og deilur um keisarans skegg og aðeins gert til að setja málin á dreif.

Það sem kom fram í þessari skýrslu er það sem skiptir máli og það fer nefnilega ákaflega mikið fyrir brjóstið á ESB innlimunarsinnum og segja má að margir þar á bæ séu nú með böggum hildar og fýldir á svip. 

Enda blasir sú nöturlega staðreynd nú við ESB innlimunarsinnum sem skoða málin raunsætt að ESB draumurinn þeirra er gjörsamlega runninn útí sandinn.  Ónýtur !

Ísland mun ekki ganga í ESB apparatið í nánustu framtíð, sem betur fer fyrir land okkar og þjóð !

Þeir eru þess vegna margir hverjir í FÝLU eins og berlega kemur fram í þessari FÝLUGREIN Jóns Steindórs Valdimarssonar framkvæmdastjóra SA !

Gunnlaugur I., 24.5.2010 kl. 09:46

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er á báðum áttum varðandi ESB. Það hefur sína kosti og galla. Það ber lítið á fræðilegri umræðu um málið. Það virðast bara vera öfgar í báðar áttir.

Ps. það er ennþá hópur eldri borgara sem fæddust hér á landi þegar Danaveldi stjórnaði. Íslenska lýðveldið er nú ekkert eldra en það.

Sumarliði Einar Daðason, 24.5.2010 kl. 10:51

3 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Sumarliði: Þú ert ekki einn um að vera á báðum áttum, það eru margir í slíkri stöðu.

Viljum hinsvegar benda þér á www.evropa.is (ef þú veist ekki um þann vef nú þegar). 

Þar er að finna mjög fínar greinar eftir fjölmarga höfunda um málefni Íslands og ESB. 

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 24.5.2010 kl. 12:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir eru EKKI kosningar, Gunnlaugur fyrsti.

Jón Gnarr
er ekki orðinn borgarstjóri í Reykjavík og enginn veit nú hversu mörg atkvæði Besti flokkurinn fær í borgarstjórnarkosningunum í þessari viku, hvað þá hversu margir vilja aðild Íslands að Evrópusambandinu ÞEGAR aðildarsamningurinn liggur fyrir, sem verður nú engan veginn á næstunni.

Skoðanakannanir nú skipta því engu máli
varðandi umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, enda liggur umsóknin nú þegar fyrir og hefur legið fyrir frá því 17. júlí í fyrra, studd af fólki í flestum eða öllum stjórnmálaflokkum hér.

Samningur um aðildina liggur hins vegar ekki fyrir og ekki er hægt að vera með skoðanakannanir um samning sem ekki er til.

Skömmu fyrir alþingiskosningarnar í fyrra reiknaði enginn með að Borgarahreyfingin fengi mann kjörinn á Alþingi en hún fékk fjóra menn kjörna og nú hefur Borgarahreyfingin engan þingmann.

Og fyrir þremur mánuðum hvarflaði ekki að nokkrum manni að Jón Gnarr gæti orðið borgarstjóri í Reykjavík.

Allir hefðu
hlegið að slíkum vangaveltum.

Í febrúar í fyrra voru 38% vinstri grænna hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu og 56% hlynnt viðræðum um aðild að sambandinu.

Viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins - Febrúar 2009


Þorsteinn Briem, 24.5.2010 kl. 12:53

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ÉG hef nú engar áhyggjur af skoðanakönnunum um ESB núna. Það lyggur ljóst fyrir að við Íslendingar eigum eftir að flúga inn.

Þegar kosningar nálgast þá fáum við allann þungann á umræðuni okkur í hag. ESB er þegar búinn að opna "útibú" í Reykjavík og það mun hjálpa okkur mikið. ESB mun ausa peningum í þetta vegna þess að það er mikið hagmunamál fyrir ESB að fá Ísland inn. Það vita allir að Íslandi fylgir Noregur. 

ESB er með margfalt meiri peninga heldur en t.d heimssýn sem lifir á styrkjum frá gjalþrota útvegsfyrirtækjum og fátækum bændum.

Í seinasta lánarpakka frá AGS var kveðið á að Ísland þarf að borga Icesave. Þegar styttist í kosningadaginn um ESB þá mun ESB koma með loforð um að borga Icesave fyrir Íslendinga gegn því að við göngum inní sambandið. Hvað haldið þið að Jóhanna og José Barroso voru að tala um fyrir nokkrum mánuðum?

Ísland mun fara inn í ESB. Það lyggur alveg ljóst fyrir. Sama hvað Mogginn eða aðrir segja. 

Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2010 kl. 16:42

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ísland og Íslendingar verða ekki keyptir jafn auðveldlega og þið haldið Sleggjan & Þruman.

Ykkur skjátlast alveg hrapalega !

Ísland og sjálfstæði og frelsi landsins er og verður ekki til SÖLU  til ESB APPARATSINS !

Gunnlaugur I., 24.5.2010 kl. 17:57

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I. Enda tapast hvort við inngöngu í ESB. Það sem hinsvegar tapast er tangarhald sérhagsmuna aðila á íslensku þjóðfélagi. Það sem skiptir máli þar er sú staðreynd að við inngöngu í ESB verður tekið upp allskonar eftirlit hérna á landi sem mun gera samtökum eins og Bændasamtökunum að slumpa á hagtölur og ljúga að ríkisstjórninni til þess að væla út meiri pening. Einnig sem að Bændasamtökin þyrftu einnig að fara að gefa upp hvernig því fjármagni sem ríkið lætur þau fá er varið.

Hvernig er annars á Spáni ?

Ég ætla einnig að benda á að ESB hefur aldrei svo ég viti til skipt sér að kosningabaráttu umsóknarríkis og aldrei lagt til þess fjármagns.

Það reyndar breytir ekki þeirri staðreynd að Heimssýn verður orðin gjaldþrota, eða illa fjársvelt þegar það kemur að kosningum um ESB aðild á Íslandi. Það á nefnilega mikið vatn eftir að renna til sjávar á næstu árum.

Jón Frímann Jónsson, 26.5.2010 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband