31.5.2010 | 12:52
Gauti Kristmannsson skrifar um óróa og evruna
Gauti Kristmannsson, dósent við H.Í., skrifaði áhugaverða grein í Fréttablaðið um helgina. í henni segir Gauti m.a.:
"Fróðlegt hefur verið að fylgjast með umræðu um Evrópusambandið hér á landi eftir hrunið. Eins og alltaf í þjóðernislegri umræðu hafa rökhugsun og skynsemi orðið að láta undan gífuryrðum og ósannindum. Helsta aðferð andstæðinga hefur verið að benda á hræðileg dæmi um ófarir Evrópubúa í hruninu, eins og ekkert hafi gerst hér á landi. Tekur þó steininn úr þegar leiðari Morgunblaðsins talar um evruna í öndunarvél vegna þess að hún hefur lækkað um að giska 20% miðað við Bandaríkjadal. Vitaskuld hefur ritstjóri Morgunblaðsins ágæta reynslu af hrynjandi gjaldmiðli hafandi haldið um stjórnartauma Seðlabanka Íslands, en undir hans stjórn féll krónan yfir 100% gagnvart evru.
Allur samanburður við Evrópu hefur verið á þessum nótum. Fyrir hrun var mikið talað um atvinnuleysi í Evrópu eins og það væri evrunni að kenna, og að hátt atvinnustig á Íslandi væri krónunni að þakka en ekki innspýtingu erlends lánsfjár. En atvinnuleysi hafði verið viðvarandi í Evrópu um áratugi, alveg frá olíukreppu og ekki síst eftir fall Berlínarmúrsins. Síðan hrundi krónan og það varð "evrópskt" atvinnuleysi hér þrátt fyrir hana. Reyndar töpuðust hlutfallslega miklu fleiri störf hér en það kemur ekki fram í atvinnuleysistölum vegna þess að fjöldi útlendinga flutti af landi brott. Og nú halda menn því fram að krónan sé að "bjarga" Íslendingum þegar hún hefur í raun aðeins lækkað laun okkar flestra umtalsvert og þeir sem hagnast eru fyrirtæki í útflutningi, sægreifar og álfyrirtæki."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Nær allur fiskur sem íslensk skip veiða er seldur erlendis og eðlilegast að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiði sjómönnum og fiskverkafólki hér laun í evrum, þar sem um 80% af íslenskum sjávarafurðum eru seld á Evrópska efnahagssvæðinu.
Um 90% af iðnaðarvörum sem fluttar eru út, þar á meðal ál (97%) og kísiljárn (94%), fara á markað á Evrópska efnahagssvæðinu og því einnig eðlilegast að iðnfyrirtæki hér greiði laun í evrum.
Um 70% af erlendum ferðamönnum hér eru búsettir á Evrópska efnahagssvæðinu og því eðlilegast að fyrirtæki hér í ferðaþjónustu greiði laun í evrum.
Evrópska efnahagssvæðið er langstærsta markaðssvæði okkar Íslendinga og þangað fóru um 84% af útflutningi okkar árið 2009, þar af um 80% af sjávarafurðum okkar, 60% af landbúnaðarvörum og 90% af iðnaðarvörum.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010
Þorsteinn Briem, 31.5.2010 kl. 15:11
Skuldir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru aðallega í erlendri mynt og þær voru 543 milljarðar króna í árslok 2008, eða 81% meiri í íslenskum krónum en í árslok 2007 en þá voru þær 300,3 milljarðar króna, samkvæmt Tíund, fréttabréfi Ríkisskattstjóra.
Á sama tíma hækkaði gengi evru gagnvart íslensku krónunni um 97% og um 80% af íslenskum sjávarafurðum voru seld á Evrópska efnahagssvæðinu árið 2009.
Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru 22.675 milljarðar króna í árslok 2008 en 15.685 milljarðar króna í árslok 2007 og þar af voru heildarskuldir sjávarútvegsins 2,4% í árslok 2008 en 1,9% í árslok 2007.
"Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ, segir þessar tölur ekki koma á óvart.
"Við höfum aldrei dregið dul á að skuldir sjávarútvegsins eru umtalsverðar en umræðan um atvinnugreinina hefur verið á villigötum allt of lengi. Þessar tölur eru algjör andstæða þeirrar dökku myndar sem dregin hefur verið upp af skuldastöðu sjávarútvegsins undanfarin misseri," segir Adolf.
Sjávarútvegsfyrirtæki koma áberandi best út úr yfirliti um stöðu útlána Íslandsbanka í erindi sem Birna Einarsdóttir bankastjóri flutti á opnum fundi Samkeppniseftirlitsins í síðustu viku.
Þannig eru 82% lána til sjávarútvegsfyrirtækja í skilum, 10% í endurskipulagningu, 8% á athugunarlista og vanskil engin.
En þegar horft er til allra útlána bankans til fyrirtækja eru 46% í skilum, 41% í endurskipulagningu, 9% á athugunarlista og 4% í vanskilum."
Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)
Þorsteinn Briem, 31.5.2010 kl. 15:21
Gauti Kristmannsson er ágætur bókmenntafræðingur, en sýnir það hér, að hann er afleitur í peningamálafræðum. Makalaust raunar, að hann mælir líka með innlimum í Evrópubandalagið, sem myndi hirða til sín fullveldi þjóðarinnar. Sá ætti á endanum eftir að vakna upp við vondan draum, ef af slíkri innlimun ("inngöngu") yrði. Sem betur fer er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarnnar andvígur slíku ráðslagi.
Jón Valur Jensson, 31.5.2010 kl. 15:46
Verðbólga nú 1,6% á evrusvæðinu
Euro area - Interest Rates - One-year interbank market - Percent per annum (nú 1,2%)
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja:
11.1.2009: "Ég held að ástæðan fyrir því sé sú að með inngöngu fáum við stærri og sterkari gjaldmiðil, lægra vaxtastig og þá efnahagslegu umgjörð sem aðrir í Evrópu búa við."
Það lifir enginn við þessa vexti - Þorsteinn Már Baldvinsson
Þorsteinn Briem, 31.5.2010 kl. 16:05
Þessi ummæli Þorsteins Más Baldvinssonar eru augljóslega úrelt.
Jón Valur Jensson, 31.5.2010 kl. 16:59
Jón Valur: Þú heldur þig við þín "innlimunarfræði", en prófaðu að skreppa til Danmerkur, Svíþjóðar eða annars ESB-ríkis og spurðu fólk hvort hafi misst sjálfstæðið? Þú býrð í Reykjavík: Vaknaðu!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 31.5.2010 kl. 17:50
Já, þeir norrænu hafa misst mikið af sínum fullveldisréttindum. Vaknið!
Jón Valur Jensson, 31.5.2010 kl. 17:57
Þessi grein segir allt sem segja þarf um skilning þess ágæta mans á umfjöllunarefninu.
Evran er ekki lengur til. Gjaldmiðillin sem heitir evra í dag er ekki sami gjaldmiðillin og hét evra fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Umskiptin urðu þegar tekin var pólitísk ákvörðun í ESB um að ECB keypti ríkiskuldabréf hinna gjaldþrota Evruríkja.
Þetta gerði svo það að verkum að Þessi ríki ,Grikkir, Portúgal og fl. eru ekki legur gjaldþrota alveg eins og ísland varð ekki gjaldþrota vegna þess að það var ekki með evru þá eru þessi lönd ekki gjaldþrota lengur vegna þessa búið er að breyta evrunni í gjaldmiðil sambærilegan við Íslensku krónuna.
Það sem ég ekki skil er, hvað fær eiginlega sæmilega vel gefna einstaklingar sem augljóslega hafa ekki grænan gun um hvað fyrir hvað hugtakið fiat penigar stendur, til að skrifa langar greinar í blöð til þess eins að gera sig að fíflum.
Guðmundur Jónsson, 31.5.2010 kl. 19:04
Samherji hefur að sjálfsögðu ekkert á móti því lengur að við Íslendingar verðum hér með mun stærri og sterkari gjaldmiðil og mun minni verðbólgu og lægri vexti en við höfum nú.
Tekjur Samherja eru að mestu leyti í evrum og því eðlilegt að fyrirtækið greiði hér einnig öllu starfsfólki sínu laun í evrum.
Samherji hefur ákveðið að greiða hér öllum starfsmönnum í landi 60 þúsund króna viðbótar orlofsuppbót nú um mánaðamótin og það er í þriðja skiptið á rúmu ári sem Samherji greiðir starfsfólki sínu launauppbót umfram kjarasamninga.
Við Íslendingar ferðumst aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og því einnig hagstæðast fyrir okkur Íslendinga almennt að fá greidd hér laun í evrum til að kaupa þar vörur og þjónustu, enda er íslenska krónan nánast verðlaus erlendis.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja:
11. janúar 2009: "Ég held að ástæðan fyrir því sé sú að með inngöngu [í Evrópusambandið] fáum við stærri og sterkari gjaldmiðil, lægra vaxtastig og þá efnahagslegu umgjörð sem aðrir í Evrópu búa við."
11. janúar 2009 kostaði evran 170 krónur en hún kostar 159 krónur nú, eða 6% færri krónur.
Stýrivextir hér voru þá 18% en þeir eru 8,5% nú og verðbólgan var 18,6% en hún er 7,5% nú.
Næsta vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands verður tilkynnt 23. júní næstkomandi.
Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,2% sem jafngildir 5% verðbólgu á ári.
Í lok janúar í fyrra voru stýrivextir Seðlabanka Íslands 18% og höfðu verið það frá 28. október 2008, þegar þeir voru hækkaðir úr 12%.
Stýrivextir á evrusvæðinu eru nú 1% og verðbólga 1,6%.
Gengi evru gagnvart bandaríkjadal er nú 140, miðað við 100 í árslok 2001.
Þróun verðbólgunnar hérlendis frá janúar 2008 til janúar 2009
Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010
Seðlabanki Íslands - Skýringar og svör
Þorsteinn Briem, 31.5.2010 kl. 19:29
Ekki aðeins hafa vextir hér hrapað síðan 11. janúar 2009, Steini, heldur hefur "the instability of the Euro" orðið að ómótmælanlegri staðreynd, sem m.a. er umtöluð í BBC. Krónan spjarar sig, meðan evran gerir það ekki.
Jón Valur Jensson, 31.5.2010 kl. 19:50
Fullyrðingar andstæðinga ESB hérna eru alltaf jafn hlægilegar og alltaf jafn vitlausar.
Jón Valur, krónan hefur ekkert spjarað sig. Enda er hún í dag með kút, kork og súrefniskút að auki svo að hún virki. Íslenska krónan hefur ekki verið á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði síðan haustið 2008.
Á þessu tíma hafa stýrivextir farið hæst uppí 18%, sjá hérna.
Skuldakreppan í Evrópu er að leysast, enda er aðeins ein leið til þess að laga skuldakreppu og það er með því að borga niður skuldir sínar.
Á meðan vextir og verðbólga hafa verið háir hérna á Íslandi. Þá hafa vextir verið 1% á Evrusvæðinu og verðbólgan fór alveg niður í -0.5% á öllu evrusvæðinu á meðan þessu stóð. Í dag er verðbólgan 1.6% á evrusvæðinu.
Fyrir þá sem ekki vita, þá er ECB einfaldlega að kaupa skuldir evruríkjanna. Eitthvað sem Seðlabanki Bandaríkjanna hefur verið að gera í mörg ár núna. Enda eiga Bandaríkjamenn sínar skuldir sjálfir, í dollurum og geta því borgað þær í dollurum.
Seðlabanki Íslands er núna í dag farinn að nota þessa sömu aðferðarfræði til þess að lækka erlenda skuldastöðu Íslands.
Málflutningur andstæðinga ESB á Íslandi er gjaldþrota, og hefur verið lengi.
Jón Frímann Jónsson, 31.5.2010 kl. 21:51
Það sem þið eruð ekki að kveikja á er að evran var gjaldmiðill sem átt hafa þá sérstöðu að vera með fyrirfram föstum hámarksafskriftum (3% leyfilegur fjárlagahalli). Þegar búið er að sparka þeim stoðum undan henni er hún orðin að hefðbundnum fiat gjaldmiðli sem er feldur eftir þörfum hagkerfisins hverju sinni. Nú ætla ég ekki að dæma um hvort hún versnaði eða batnaði við þetta en þetta er annar gjaldmiðill og þess vegna eru öll rök sem notuð voru með eða á móti evrunni fyrir okkur íslendinga fyrir þessar breytingar ekki nothæf í dag.
Þegar maður sér svo hvern spekingin á fætur öðrum stíga fram með yfirlýsingar um ágæti evru án þess að gera sér grein fyrir að þetta er ekki sama evran og hann var að tala um fyrir ári síðan þá rennur upp fyrir manni að viðkomandi hefur ekki og hafði aldrei grænan grun um hvað hann var að tala.
Guðmundur Jónsson, 31.5.2010 kl. 22:44
Guðmundur, það að ríki hafi brotið þessar reglur segja sína sögu. Enda er hérna um að ræða brot á Vaxtar og Stöðuleikasáttmála ESB.
Hinsvegar er einnig augljóst að Framkvæmdastjórn ESB mun taka á þessu vandamáli á komandi mánuðum. Í samræmi við reglur ESB eins og þær eru lagðar fram í sáttmálum ESB.
Það er ennfremur áhugvert að andstæðinga ESB á Íslandi tala ekkert um stöðu Íslands til samanburðar. Enda er skuldsetning Íslands sem hlutfall af GDP mun hærra en hjá mörgum ESB ríkjum. Enda er það þannig að staðan á Íslandi er mun verri en í löndum ESB, þar sem allt er í kaldakol hérna á landi. Hérna er góð grein um það.
Andstæðingar ESB á Íslandi ættu að hætta þessu bulli og kynna sér staðreyndir málsins. Hinsvegar grunar mig að það sé enginn áhugi fyrir slíku hjá andstæðingum ESB.
Jón Frímann Jónsson, 31.5.2010 kl. 22:57
Það voru ekki einstök ríki sem brutu þessa reglu það var sambandið sjálft sem ákvað að ECB skildi kaupa skuldabréf af "gjaldþrota" evruríkjum Því annars hefðu þau orðið gjaldþrota. Það sem gerist við þetta er að auður sem búinn var að safnast fyrir hingað og þangað um sambandið aðallega í þýskalandi er tekin og honum er deilt út til þeirra skuldsettu, og þar með er í raun öll efnahagsstjórn á evrusvæðinu kominn í hendur Evrópusambandsins.
Evran og Evrópusambandið sem þú varast að tala fyrir í fyrra er ekki til lengur Jón Frímann. í fyrra var þetta bandalag sjálfstæðra ríkja með sameiginlega utanríkistefnu og sameiginlegan gamaldags gjaldmiðil. Í daga er þetta bandalag "sjálfstæðra" ríkja með sameiginlega utanríkistefnu, sameiginlegan fiat gjaldmiðil og sameiginlegan efnahag.
Guðmundur Jónsson, 31.5.2010 kl. 23:41
Þetta er rangt hjá þér Guðmundur. Í þessum reglum er hvergi talað um það Seðlabanki Evrópu ætti aldrei að kaupa þessi skuldabréf, það þótti hinsvegar óhagstæður kostur og var því bannað hingað til. Þú getur lesið frétt um það hérna. Seðlabanki Íslands hefur verið að standa í svipuðum aðgerðum undanfarið, til þess að minnka skuldir íslenska ríkisins og lækka skuldatrygginarálagið.
Síðan mæli ég með því að þú lesir "Staðreyndir og goðsagnir um skuldakreppuna á evrusvæðinu".
Hættu síðan þessu bulli um að ESB og evran séu ekki til í dag. Bæði eru til í dag, og eru að komast í gegnum kreppuna þessa dagana. Þvert á spár andstæðinga ESB á Íslandi og annarstaðar.
Jón Frímann Jónsson, 1.6.2010 kl. 00:40
Krónan skilar því sem hún þarf, fyrir bæði útflutningsgreinar og samkeppnisgreinar innan lands, og gerir það jafnframt með þeim hjálpartækjum sem hún þarf á að halda og eru einmitt á okkar færi, af því að við erum ekki undir Seðlabanka Evrópu.
Jón Valur Jensson, 1.6.2010 kl. 01:07
Gengi evru er nú um 40% hærra gagnvart bandaríkjadal og sterlingspundi en í árslok 2001 en evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002.
Um mitt ár 2008 var gengi evru gagnvart bandaríkjadal um 80% hærra en í árslok 2001 og um 70% hærra síðari hluta 2009.
Útflytjendur á evrusvæðinu höfðu þá áhyggjur af mjög háu gengi evrunnar.
Í árslok 2009 kostaði evran 181 krónu, eða tvöfalt meira en í árslok 2007 þegar evran kostaði 91 krónu. Og nú kostar evran 159 krónur hérlendis, eða 75% meira en í árslok 2007.
Hins vegar kostar evran nú um 280 íslenskar krónur erlendis.
Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010.
Nú er spáð rúmlega 1% hagvexti á evrusvæðinu á þessu ári og 1,5% á næsta ári.
Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010, sjá bls. 20 og 24
Þótt verðmæti álútflutnings okkar sé nú ámóta mikið og sjávarafurða munar enn miklu á hreinu framlagi þessara greina, þ.e.a.s. eftir að aðföng hafa verið dregin frá útflutningstekjunum.
Þannig var vægi sjávarútvegs nær þrefalt meira en vægi
orkufreks iðnaðar árið 2008, sem er hluti skýringarinnar á því
að viðskiptakjör hafa ekki sveiflast meira en raun ber vitni, þrátt fyrir
að vægi áls í útflutningi hafi vaxið mikið.
Viðskiptakjör og raungengi
Þorsteinn Briem, 1.6.2010 kl. 01:31
Jón Valur, það eina sem krónan skilar eru hærri skuldir, óstöðugt verðlag, háa vexti, háa verðbólgu. Einnig sem að krónan veldur því að laun fólks lækka vegna verðbólgu, vaxta og gengisfellinga á krónunni. Gjaldeyrishöftin hafa einnig verið í gildi núna. Það er einnig þess virði að benda á þá staðreynd að krónan hefur fallið að raunvirði um 99,99% á sjötíu árum, eða síðan íslenska krónan skildi við dönsku krónuna á pari.
Þessi aðdáun þín á krónunni er mjög misskilin, en kemur ekkert á óvart miðað við öfgafullar þjóðerniskennd sem þú boðar hérna og annarstaðar.
Jón Frímann Jónsson, 1.6.2010 kl. 02:03
Er búinn að nota evrur síðustu þrjár vikurnar. Ég er búinn að vera á Ítalíu og get borgað þar með þýskum evrum og svo hér heima í Þýskalandi borgaði ég með ítölskum evrum. Evran er enn þá til.
Írar eru búnir að þéna u.þ.b. 6 milljörðum evra meira frá upphafi þessa árs vegna falls evrunar. Fall evrunar gerir evrulöndin samkeppnishæfari í Asíu. Þetta er fengið frá BBC.
Frá þýskum fréttamiðlum eins og Deutschlandfunk þá er sagt að pólitíkusar hafi meiri áhyggjur af evrunni en fyrirtæki vegna þess að þeir fyrrnefndu hafa sagst að evran sé sterkur gjaldmiðill. Fyrirtækin eru sátt því nú geta þeir selt meira af sinni framleiðslu fyrir utan ESB.
Af hverju má ekki evran falla? Það er vegna þess að við það styrkist dollarinn og það er vont fyrir Bandaríkin.
Það er fjármálakrísa í heiminum. Hún er í ESB eins og alls staðar annars staðar.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 08:42
Já, nú er það allt i einu gott að evran sé að falla, áður var það "styrkleiki hennar" og "stöðugleiki" sem átti að heita eitthvert galdraorð til að mæla með henni. Vitaskuld er það gott fyrir Íra og Suður-Evrópumenn að hún er að falla!
Jón Frímann þarf að þvo á sér tölvuputtana, það gengur ekki að skrifa svona. Ég vísa til föðurhúsanna álygum hans um að með mér bærist "öfgafull þjóðerniskennd".
Svo er hreint ekki gott fyrir neinn að lifa í viðlíka afneitun eins og hann. Öll þjóðin veit það nú orðið, að gengisfall krónunnar hefur hjálpað útflutningsatvinnuvegum okkar og ferðaþjónustunni og líka bætt samkeppnisstöðu innlends iðnaðar og matvælaframleiðslu gagnvart innfluttum vörum; jafnvel gamlar greinar, sem höfðu orðið að gefast upp, eru að lifna við aftur, auk nýsköpunar líka.
Nú fær hann ekki fleiri orð frá mér um þetta, ég læt nægja að vitna í orð marktæks manns, Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, í viðtali við hann í Viðskiptablaðinu 6. fyrra mánaðar, s. 16:
"Elliði segir það hafa sýnt sig að veiking krónunnar, eftir bankahrunið, hafi skipt sköpum fyrir sjávarútveginn og lagt grunninn að því að hann hafi náð að halda stöðugum tekjum. "Ég veit ekki hvernig staðan væri hér ef krónan hefði ekki fallið og þar með styrkt samkeppnisstöðu útflutningsgreina. Það er ekki spurning í mínum huga að sú hraða aðlögun að breyttum aðstæðum sem krónan gefur möguleika á hefur skipt sjávarútveginn sköpum," segir Elliði."
Jón Valur Jensson, 2.6.2010 kl. 00:23
Jón Valur, evran hefur ekki lækkað neitt á við íslensku krónuna. Lækkun evrunar hefur aðeins verið eitthvað í kringum 10% eftir því sem ég hef heyrt. Íslenska krónan hefur hinsvegar fallið vel yfir 50% frá árinu 2008 þegar allt hrundi. Gengi evruna gagnvart bandaríkjadollar má skoða hérna. Ennfremur þá eru vextir og verðbólga mjög stöðug innan evrusvæðisins, og verðlag að auki. Eitthvað sem þekkist ekki á Íslandi í dag.
Jón Valur, þú ert öfgafullur þjóðernissinni. Það þýðir ekkert fyrir þig að neita því. Þú hefur fyrir margt löngu komið upp um þig þar, og eins og staðan er í dag þá hefur þú bara versnað eftir því sem tíminn líður og ESB aðild Íslands nálgast óðfluga.
Jón Frímann Jónsson, 2.6.2010 kl. 15:16
Hættu að rægja mig opinberlega, Jón Frímann Jónsson!
Lestu ÞESSA GREIN MÍNA, og segðu svo lesendum þitt mat á því, hvort þar sé mælt með eða MÓTI öfgafullri þjóðernishyggju!
Jón Valur Jensson, 4.6.2010 kl. 05:11
Lestu þar einkum kaflann 'Hvað segir Biblían um “útlendingana í landinu”?'
Jón Valur Jensson, 4.6.2010 kl. 05:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.