Leita í fréttum mbl.is

FRBL: Látum staðreyndir ráða umræðunni

Ólafur StephensenÓlafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, skrifar leiðara blaðsins í dag. Hann ræðir þar ESB málið undir fyrirsögninni: UMRÆÐA Á GRUNNI STAÐREYNDA. Ólafur segir m.a.:

"Samþykkt Evrópusambandsins um að hefja aðildarviðræður við Ísland þýðir ekki að Ísland verði aðildarríki ESB. Það ræðst ekki fyrr en þjóðin greiðir atkvæði um aðildarsamning. En ákvörðunin er vendipunktur að því leyti að nú er aðildarferlið formlega hafið og þá er vonandi hægt að færa Evrópuumræðuna á Íslandi á grunn staðreynda.

Fólk getur þá rætt málið út frá því hvað sett er fram við samningaborðið, af hálfu ESB og Íslands, en ekki með hliðsjón af ágizkunum, tröllasögum eða bábiljum á borð við þær að ESB-aðild hafi herskyldu í för með sér eða að fiskimiðin fyllist af útlendum togurum. Þá verður sömuleiðis hægt að halda sig við það sem ESB-ríkin setja fram sameiginlega og forðast andlegt uppnám eins og það sem varð í lok þinghaldsins í fyrradag, þegar alþingismenn fengu skyndilega miklar áhyggjur af þekktri afstöðu Þjóðverja í hvalveiðimálum.

Evrópusambandið hefur marga galla og marga kosti. Nú hefst smíði aðildarsamnings, sem mun vafalaust innihalda hvort tveggja. Á grundvelli hans mun þjóðin svo gera upp hug sinn, að einhverjum árum liðnum. Ekki er hægt að segja til um það í dag hver verður þá niðurstaðan. Rétt er að hafa í huga að reynslan sýnir að afgerandi málamiðlanir, sem snúa að grundvallarhagsmunum ríkja sem sækja um aðild að ESB, eru yfirleitt ekki gerðar fyrr en á lokaspretti samningaviðræðna."

Allur leiðarinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

,,Látum staðreyndir ráða umræðunni." Tek undir það heilshugar. Þær hafa hins vegar alltaf legið í loftinu en gott að fá þær upp á borðið - letraðar í stein. Það dugar ekkert minna fyrir aðildarsinna.

Jón Baldur Lorange, 18.6.2010 kl. 12:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þið hafið löngum verið miklir brandarakarlar, Jón Baldur Lorange og Gunnlaugur fyrsti, og STAÐREYNDIRNAR vefjast engan veginn fyrir ykkur.

Þetta eru sem sagt STAÐREYNDIR:


"Ísland og íslendingar muni kolfella innlimun lands okkar í þetta þungglammalega og gjörspillta stjórnkerfis- yfirraðabandalag sem heitir  ESB."

Og þetta segir maður sem hefur KOSIÐ að búa í Evrópusambandslandinu Spáni.

Þorsteinn Briem, 18.6.2010 kl. 12:52

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Baldur, staðreyndinar hafa aldrei verið til vandræða hjá þér. Enda hefur þú tekið uppá því að fjalla sem minnst um staðreyndinar, og koma þess í staðinn með eitthvað bull um ESB í fullyrðingum þínum um ESB aðild Íslands ef til hennar kæmi.

Jón Frímann Jónsson, 18.6.2010 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband