Leita í fréttum mbl.is

Morgunblaðið spyrðir Icesave við ESB - Línan lögð!

Frá HollandiÞað er athyglisverð fréttin og vinklun Morgunblaðsins um ESB og Icesave í gær. Svo virðist vera sem MBL sé búið að ákveða línu: Icesave og ESB eru tengd mál og að nú sé þetta deila á milli ALLRA ESB-ríkjanna og Íslands. Í fréttinni segir m.a :

“Hollenskir embættismenn innan Evrópusambandsins telja sig hafa fullvissu fyrir því að Icesave-deilan sé ekki lengur milliríkjadeila á milli Íslands annars vegar og Hollands og Bretlands hins vegar heldur deila á milli Íslands og ESB-ríkjanna 27, að því er blaðamaður EU Observer greinir frá.

Morgunblaðið ræddi við Leigh Phillips, blaðamann EU Observer, fyrir stundu undir lok vinnudags í Brussel.

Phillips fjallar um umsókn Íslendinga í grein á vef EU Observer sem er endurbirt á vef Business Week en á síðara staðnum er fyrirsögnin á þá leið að það sé á brattann að sækja fyrir Íslendinga í inngönguferlinu.

Aðspurður um fyrirsögnina tekur Phillips fram að hún sé frá öðrum komin. Hitt sé annað mál að hátt settir embættismenn hafi staðfest í samtölum við hann að José Manuel Barroso, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, hafi nýlega lýst yfir áhyggjum af því hversu klofin íslenska þjóðin væri gagnvart aðildarumsókninni.

Phillips hafi lesið þetta út úr ummælum Barroso - þar sem hann sagði ESB tilbúið að hefja aðildarviðræður við Ísland ef Íslendingar vildu ganga í sambandið - og fengið það staðfest í samtölum við embættismenn sem vilji ekki koma fram undir nafni."

Þetta er mikil ,,kremlarlógía,” spekúleringar,túlkanir og leyndó, vægast sagt!

Fyrirsög MBL-fréttarinar er einnig athyglisverð: Eining ESB í Icesave-deilunni

Mogginn klikkar ekki!! Nú skal ESB og Icesave kyrfilega spyrt saman! Allt ESB á móti okkur!

Vonda fólkið í Evrópu gegn Íslendingum! Og landsfundur Sjálfstæðisflokksins nálgast.

(Leturbreytingar í tilvitnun: ES-blogg)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

EFTIR þjóðaratkvæðagreiðsluna í vetur hafa ALLIR þingflokkar hér, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Hreyfingarinnar, verið í viðræðum við Breta um HVERNIG EN EKKI HVORT íslenska ríkið skuli greiða IceSave-reikningana.

Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 00:54

2 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Fylgizt þi ekkert með fréttum?

Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, sagði við fréttamenn í Brussel í morgun að Holland muni ekki standa í vegi fyrir aðildarviðræðum Evrópusambandsins við Ísland.

„En áður en landið verður aðili verður það að uppfylla skyldir sínar gagnvart Bretum og Hollendingum," sagði hann.

---

Innlent | mbl.is | 26.11.2009 | 13:50

Evrópusambandið skorar á Alþingi að staðfesta Icesave-samkomulagið við Breta og Hollendinga. Að öðrum kosti sé aðild Íslands að ESB í hættu. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttastofunnar. Fjallað var um stækkunarmál ESB á Evrópuþinginu í Strassborg í gær.

/http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/11/26/skora_a_althingi_ad_samthykkja_icesave

"Að vísu" – segir Elle Ericsson í innleggi hjá mer um þetta mál – "er orðalagið of milt þarna í mbl frétinni, þvi í Bloomberg segir að Evrópubandalagið hafi ÞRÝST Á Alþingi:"

The European Union today pressed Iceland’s parliament to ratify the accord, saying the EU membership bid may be at stake. The European Parliament said the degree of Iceland’s compliance with the European Economic Area agreement should be an “essential element” in a forthcoming assessment of the country’s membership application.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 19.6.2010 kl. 00:57

3 identicon

Nú verð ég aðeins að verja Moggann. 

Mér leiddist í gær og gúgglaði evrópskt dagblöð sem fjölluðu um aðild Íslands að ESB.

Í flestum þeirra var talað um að Ísland þyrfti að ganga frá Icesave áður en að Ísland verður aðili að ESB.  

Ég geri því ráð fyrir því að þetta sé satt eða þá að þetta er alþjóðlega útbreiddur misskilningur sem Mogginn er að byggja sínar fréttir á.

Áhugavert var að sum blaðanna minntust á hvalveiðar og umhverfisvernd  sem mál sem Íslendingar þyrftu að taka sig á í áður en að Ísland fengi aðild.  Ég reikna með að með umhverfisvernd hafa þetta dagblað átt við hvalveiðar.

Annars lít ég á þetta mjög björtum augum.  Nú er að sjá hvort íslensk stjórnvöld og Samfylkingin hafi kjark og þor til að gana fá samningum með hagsmuni landsins að leiðarljósi þannig að aðlögun landsins að ESB verði okkur sem hagstæðust.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 00:57

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég ætlaði að hafa þetta þarna fyrir ofan hann Stefán í mínu nafni, ekki Þjóarheiðurs, en það kemur út á eitt – við í Þjóðarheiðri höfum lengi vitað af tengslum Icesave-málsins og Evrópubandalagsins (og umsóknarinnar hans Össurar).

Jón Valur Jensson, 19.6.2010 kl. 01:01

5 identicon

Annars var hér fyrirspurn frá Nuno Melo á Evrópuþinginu vegna Icesave.

Hér er svo svarið. Það er frá Stefan Fühle

Þá höfum við það.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 01:24

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef Alþjóða hvalveiðiráðið samþykkir í þessum mánuði að ekki megi selja hvalkjöt til annarra landa leggjast veiðar á stórhvelum hér af.

Hrefnukjötið er hins vegar eingöngu selt hér innanlands og það kemur í stað kjöts frá íslenskum bændum, er svokölluð staðkvæmdarvara, þannig að enginn þjóðhagslegur hagnaður er hér af hrefnuveiðum.

"Ákvæði er einnig í tillögunni um að afurðir af hvölum verði einungis seldar á heimamarkaði en það ákvæði er innan hornklofa sem þýðir að um það er ekki samkomulag."

Málamiðlunartillaga um hvali - mbl.is


Málamiðlunartillagan

Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 01:42

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Íslendingar eru ekki ginnkeyptir fyrir þessari málamiðlunartillögu.

Það eru gagnrýnendur hvalveiða ekki heldur!

Annars er alveg óþarfi fyrir Steina að reyna að krafsa yfir þá staðreynd, að bæði þýzka þingið og Evrópubandalagið beita sér eindregið gegn hvalveiðum á vegum bandalagsríkjanna.

Svo eru það líka selveiðarnar, sem yrðu bannaðar skv. vilja Brussel-manna. Þær eru þó aukabúgrein hér á landi frá landnámsöld.

Ennfemur er sala hákarla-afurða bönnuð innan ESB.

Hvað getið þið haft það betra, reglugerðarvinir?!

PS.: Brussel-bannbandalagið, það væri réttnefni á þetta.

Jón Valur Jensson, 19.6.2010 kl. 01:48

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Það er VÍST hagnaður af hrefnuveiðum; þær útvega vinnu og tekjur – og skaffa neytandanum gott kjöt, sem reyndar er kallað kjöt fátæka mannsins.

Jón Valur Jensson, 19.6.2010 kl. 01:54

9 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

...ritari var nú aðalleg að vekja athygli á vinklun/stíl fréttarinnar, sem honum fannst athyglisverður, einhverskonar "spákonustíll."

Ritari hefur t.d. fylgst mjög vel með deilu Slóvena og Króata og öðrum deilum.

Segja má að ESB leggji ALMENNT áherslu á að menn nái sáttum og lendingu í deilumálum. Enda mjög skynsamlegt.

En þetta er mál sem "kveikir í" mönnum. Vááá!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 19.6.2010 kl. 02:00

10 identicon

Auðvitað kveikir þetta í mönnum.  Icesave kveikir í mér.

En þess vegna setti ég linkinn á evrópuþingið svo hægt væri að lesa þetta beint frá uppsprettunni;)

Það er svo leiðinlegt að lesa fréttir þar sem vitnað erí fjölmiðil þar sem svo er vitnað í fjölmiðil.

En umræðan um ESB er því miður allt of oft svona.

Ég yrði nú samt hissa ef við fáum inngönu í ESB án þess að vera búin að leysa Icesave deiluna við Breta og Hollendinga.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 02:05

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Hversu margir Íslendingar lifa á selveiðum og hákarlaveiðum?

Sjómenn veiða bæði sel og hákarl án þess að ætla sér það sérstaklega og enginn kemur í veg fyrir að það kjöt sé nýtt.

Súrsaðir selshreifar geta því staðið út úr eyrunum á þér nótt sem nýtan dag, enda þótt Ísland verði í Evrópusambandinu.

Hrefnuveiðar hér skapa ENGAR sérstakar tekjur, því hrefnukjötið kemur Í STAÐ kjöts frá íslenskum bændum, sem missa þannig spón úr aski sínum til hrefnuveiðimanna.

Þar að auki eru hvalveiðar hér einungis SUMARVINNA. Íslenskir bændur vinna hins vegar allt árið.

Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 02:13

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og hákarl er ekki hvalur, heldur fiskur, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 02:23

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heldurðu í alvöru, að ég sé einhver afglapi, Steini? Hvenær hef ég kallað hákarl hval?!

En þetta innlegg þitt, æst og yfirdrifið, var í anda sumra annarra frá þér, þegar þú stendur höllum fæti í umræðunni – þá er t.d. gripið til aðkastsorða eins og þessara: "Súrsaðir selshreifar geta því staðið út úr eyrunum á þér nótt sem nýtan dag" ...

Segðu okkur svo, af hverju hrefnukjöt komi í stað annars íslenzks kjöts, en ekki innfluttra rétta?

Á Breiðafirði og víðar um land stunda menn selveiðar, og þær þarf raunar að auka, selastofninn er allt of stór. En það er ekki við það komandi, ef við göngum í Bannbandalagið brusselska.

Svo er harla lítið um það, að sjómenn veiði sel "óvart", það gerist t.d. aldrei eða nánast aldrei á togurunum, og varla er mikið um þetta á línuveiðum, selurinn rífur þá bara línuna.

Jón Valur Jensson, 19.6.2010 kl. 02:46

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hundrað og fimmtíu hrefnur eru einungis um 0,3% af hrefnustofninum hér og 150 langreyðar um 0,7% af langreyðarstofninum. Þar að auki er langreyðurin einungis hluta af árinu hér við land og hér voru veiddar einungis 69 hrefnur og 125 langreyðar í fyrrasumar.

Langreyðurin heldur sig á djúpslóð og er fardýr, líkt og flestir aðrir hvalir hér við land, og um þessi fardýr gilda alþjóðlegir samningar.

Af fæðu hrefnunnar er ljósáta 35%, loðna 23%, síli 33% og þorskfiskar 6%. Og langreyðar éta svifkrabbadýr (ljósátu), loðnu og sílategundir, samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunar.

Norðmenn hafa einnig étið hrefnukjöt en Norðmenn hafa sjálfir veitt töluvert af hrefnu, þannig að ekki seljum við hrefnukjötið til Noregs.

Og við gætum eingöngu selt langreyðarkjöt til
Japans en Japanir veiða sjálfir stórhveli og verð á hvalkjöti þar myndi væntanlega lækka með auknum innflutningi.

Japanskir hvalveiðimenn yrðu nú ekki hrifnir af slíku og Japanir ráða því sjálfir hvort þeir leyfa innflutning á langreyðarkjöti hverju sinni.

Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 02:48

15 identicon

Af hverju deilum við ekki frekar um það að fá gömlu vegamerkingarnar aftur, það er gula litinn í staðin fyrir hvíta.

Hvalveiðar eru ekki lengur mikið mál, ekki heldur hákarlaveiðar.  Selveiðar er annar handleggur. 

Það er alltaf hægt að tína til smáhluti sem ekki má ef við göngum í ESB.

Ég vil minna ykkur á að nautaat er leyfilegt á Spáni.  Af hverju megum við þá ekki veiða hval og hákarl?  Þetta verður að koma í ljós.

Ég ætla rétt að vona að íslenska samninganefndin reyni að semja um þessi mál.

Ísland hætti að veiða hval áður en að landið gekk í EES.  Það voru efnahagslegar ástæður sem réðu því að þeim var hætt.

En eitt er gott að ef ESB fær Íslendinga til að borða aftur hvalkjöt og selkjöt.

Svo skulum við spyrja okkur hvers hagur það er að veiða seli og hvali. Þetta er í raun smámál.  Ég veit að þið eruð ekki sama sinnis.

Jón Valur:  Við höfum fengið 2 seli síðastliðin 4 ár í troll.  Auðvitað óvart.  Maður vonar bara að hann sé dauður því það er ekki gaman að eiga við hann;) 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 02:59

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Það kemur töluvert af sel og hákarli Í
NET án þess að menn ætli sér það sérstaklega.

Íslendingar lifa hins vegar ekki á selveiðum og hákarlaveiðum.


"Innflutningur á kjöti og mjólkurafurðum er takmarkaður og dróst umtalsvert saman á árinu 2009 vegna lækkunar á gengi krónunnar."

Hagtölur landbúnaðarins 2010


Og það er engan veginn æsingur af minni hálfu, enda þótt ég geri stólpagrín að þér, elsku kallinn minn. Ég hef bara gaman af því. Húmorgenið vantar hins vegar gjörsamlega í kollinn á þér og ENGINN æsir sig meira hér á Netinu en einmitt þú, til dæmis út af fóstureyðingum.

Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 03:37

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Steini, það þarf að veiða og éta miklu meira af hrefnu – EKKI MINNA!

Stefán, reyndu að segja þeim, sem borða hákarl, að hákarlaveiðar séu "ekki lengur mikið mál"! Og ef þær eru það ekki, til hvers er þá Brusselbannbandalagið að banna sölu á hákarli?!

Svo létum við ekki blöffast inn í þetta ofríkisbandalag, þó að þeim í Brussel dytti í hug að reyna að hitta hér á veikan streng með því að leyfa eitthvað af þessu. (Og hvers vegna ættum við að sækja okkur leyfi til Brussel?!) Menn eiga nefnilega eftir að átta sig á hinu hrikalega löggjafarvalds-afsali, sem felst í því, sem svo sakleysislega er kallað "aðild", en er í reynd innbyrðing landsins í stórt yfirríki sem setur okkur eftir það öll helztu lög og stjórnar hér öllu í reynd, t.d. því að koma hér í gagnið hentugum æfinga-herflugvelli og herskipahöfn – ekki af því að þeir hafi sálfir fullyrt það, heldur af því að það blasir bara við. M.a. hafa flugsveitarmenn frá Frakklandi o.fl. löndum komizt hér í feitt við æfingar, að eigin sögn, af því að svigrúmið er mun minna í þeirra eigin löndum vegna þéttbýlisstaða. Þar að auki vill þetta ESB sækja fram í norðurátt og eiga aðgang að Norður-Íshafi, með tilliti til stórfelldra sjóflutninga um það og hernaðarlegra varnarsjónarmiða. Að Norður-Noregi frátöldum væri Ísland bezti kostur þeirra, enda felst heldur minni ögrun við Rússa í herstöðvum hér.

Og reynið ekki að tala eins og friður sé bara eitthvað sem sé komið á og verði alltaf til staðar! Mannkynssagan kennir okkur allt annað.

Jón Valur Jensson, 19.6.2010 kl. 03:47

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

ENGINN stundar hér veiðar af nokkru tagi nema þær borgi sig og
ENGIN þjóð myndi kaupa af okkur fisk ef við dræpum hvali án þess að nýta þá.

Við verðum að virða alþjóðlega samninga um veiðar eins og aðrar þjóðir í heiminum o
g veiða fisk með ábyrgum hætti.

Íslenskt merki fyrir ábyrgar fiskveiðar


Siðareglur um ábyrgð í fiskimálum


Úthafsveiðisamningur Sameinuðu þjóðanna


Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna

Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 05:07

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 1980 voru taldir um 34 þúsund landselir hér við land en 15 þúsund árið 1997 og einungis 10 þúsund árið 2003.

Og árið 1990 voru taldir um 12 þúsund útselir hér en einungis 5.500 árið 2002.


Landselur - Wikipedia


Útselur - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 07:04

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem moggi gerir, eða própaganda punkturinn sem hann betir er, að hringla öllu saman og búa til rugludallagraut sem miðast að því ef innprenta eða búa til þá ímyndun í huga fólks, að ef engin aðildarumsókn væri að ESB - þá myndi icesaveskuldin bara gufa upp!  Hverfa.

Þ.e. þeir hringla og grauta saman, nokkuð sneddýlega própagandatæknilega séð, aðildarumsókn og fullri og formlegri aðildarsamþykkt gagnvart Íslandi.

Sko, að sjálfsögðu þarf að leysa þetta mál.  Eru það fréttir fyrir fólki eða?  Afhverju samþykktu sjallar dæmið í meginlínum haustið 2008 ef þess þurfti ekkert og afhverju skrifaði Dabbi ma. sjálfur undir það?

Það hefur bara legið fyrir frá hausti 2008 að öll EES ríkin (EFTA+ESB) telja að ísland eigi að axla sýnar alþjóðlegu skuldbindingar varðandi icesave  og greiða B&H. 

Eða hvað, heldur fólk að það sé bara hægt að humma málið fram af sér og því verði gleymt?

Það er bara ótrúlegt hve hægt er að spila með suma ísl. með einfaldri própagandatækni.  Alveg með ólíkindum og að mínu áliti stórt áhyggjuefni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2010 kl. 12:03

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Við Íslendingar höfum gengist undir alls kyns alþjóðlegar skuldbindingar varðandi fiskveiðar og dýraveiðar.

Og aðrar þjóðir myndu einfaldlega setja á okkur VIÐSKIPTABANN ef við stöndum ekki við alþjóðlegar skuldbindingar okkar.

Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 15:27

23 Smámynd: Elle_

ÞAÐ ER BEIN TENGING MILLI EU-UMSÓKNARINNAR OG ICESAVE.

Það hefur oft komið fram og þið getið ekki neitað þessu.  Þeir sem ætla að neita þessu eru að fara með rangfærslur, óviljandi eða viljandi.   Það á að PÍNA OKKUR án dóms og gegn lögum til að borga Icesave-nauðungina fyrir að fá að vera með í Bandaríkjum Evrópu sem stærri hluti þjóðarinnar VILL EKKI.  Og Steini, ég nenni ekki að þrasa við þig. 

Elle_, 19.6.2010 kl. 15:37

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska ríkið þarf að greiða IceSave-reikningana, hvort sem Ísland verður í Evrópusambandinu eða ekki.

Það þarf nú ekki að þrasa um það.

Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 16:02

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta svar þitt til mín kl. 15.27 er í andstöðu við staðreyndir, Steini. Við höfum stundað hvalveiðar, sel- og hákarlaveiðar um langan aldur og gerum það enn, skítt með allar vitlausar alþjóða-yfirlýsingar, enda er ekki verið að drepa hér nein dýr í útrýmingarhættu; það áttir líka þú að vita!

Svo er alrangt hjá þér, að við þurfum að borga Icesave-reikninga prívatbankans Landsbankans. Jafnvel tilskipun Evrópubandalagsins, 94/19/EC, kveður í raun á um sakleysi íslenzka ríkisins og þjóðarinnar í þessu Icesave-máli, og það er full ástæða til að leita réttar okkar fyrir dómstólunum.

En það er ykkur EU-sinnum (t.d. Ómari Bjarka, Jóni Frímanni, Össuri og þér) líkt að ætlast til þess af íslenzku þjóðinni að borga þessa gerviskuld. Þið viljið jafnvel hlífa FSCS (brezka tryggingasjóðnum) við því, sem hann á að borga vegna þessa máls, en hann er ábyrgur fyrir öllu, sem á vantar um tryggingu upp að 50.000 punda innistæðum á Icesave-reikningum eins og öðrum brezkum bankareikningum.

Íslenzka ríkið á ekkert að borga, ekki eitt einasta penný, hvað þá evrucent!

Jón Valur Jensson, 19.6.2010 kl. 16:17

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Hreyfingarinnar vilja ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Hvers vegna hafa ÞEIR þá EFTIR þjóðaratkvæðagreiðsluna hér í vetur verið í viðræðum við Breta um skilmála fyrir greiðslu íslenska ríkisins á IceSave-reikningunum EN EKKI HVORT íslenska ríkið muni greiða þessa reikninga
?!

Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 16:20

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af því að þeir taka ekki ábyrga afstöðu gagnvart þjóð sinni og lögbundnum réttinfum hennar (m.a. í nefndri tilskipu og í stjórnarskrár okkar).

Jón Valur Jensson, 19.6.2010 kl. 16:26

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið ofurflýtinn!

Jón Valur Jensson, 19.6.2010 kl. 16:26

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Andstæðingar Evrópusambandsins.

Einu sinni á ári fór bóndi nokkur í kaupstað og kom þá ætíð sauðdrukkinn heim með þessa yfirlýsingu:

"Ég er húsbóndi á mínu heimili!"

Aðra daga ársins minntist hann aldrei á þetta atriði, enda var hann engan veginn húsbóndinn á bænum, því húsfreyjan gegndi því hlutverki og ansaði aldrei þessu fyllerísrausi eiginmannsins.

Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 16:30

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þið getið haldið áfram að vaða í villu og svíma um þetta atriði en ég er farinn út að skemmta mér!

Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband