Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Gunnarsson um Evrópuumræðuna

Guðmundur GunnarssonGuðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, skrifar góða grein um Evrópuumræðuna á svæðið sitt á eyjan.is í dag. Þar segir hann meðal annars:

,,Það tíðkast að búa til allskonar gróusögur um herskyldu, að fiskimiðin fyllist af útlendum togurum og þjóðin farist úr matareitrun. Þó svo tugir þúsunda Íslendinga ferðist þangað árlega og nærist og komist heim lifandi.

Icesave-málið ber ætíð á góma þegar aðild er rædd. Það liggur fyrir að íslenskt efnahagslíf mun ekki ná sér af stað án þess að Icesave-deilan leysist, það er algjörlega óháð hugsanlegri ESB-aðild. En þeir sem eru andstæðir ESB nýta sér þennan hnút til þess að afvegaleiða umræðuna.

Einnig er vinsæl klisja hjá þessum einstaklingum, að einhverjir útlendingar ásælist íslenskar auðlindir, fyrirtæki og allt sem íslenskt er. Á sama tíma eru íslensk útgerðarfyrirtæki að fjárfesta í útgerðum innan ESB. ESB á engar auðlindir. Danir og Bretar eiga t.d. sínar gas- og olíulindir í Norðursjó. Finnar eiga sín skóglendi og þannig mætti lengi telja. Það háir íslensku atvinnulífi og bankastarfsemi hversu ófúsir erlendir fjárfestar eru að koma hingað með fjármuni, sama þó við bjóðum upp á vildarkjör í sköttum og raforkuverði."

Hægt er að lesa greinina í heild sinni á þessari slóð:

http://gudmundur.eyjan.is/

(Mynd: DV)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband