Leita í fréttum mbl.is

Bryndís Ísfold: Húsnæðiskjör mun hagstæðari í Evrópu og Norðurlöndum

 Bryndís Ísfold HlöðversdóttirBryndís Ísfold Hlöðversdóttir (mynd), framkvæmdastjóri Sterkara Ísland, skrifar athylisverða grein á blogg samtakanna um kjör á lánum. Þar eru borin saman kjör á Íslandi og Evrópu og byggir grein Bryndísar m.a. á gögnum frá Neytendasamtökunum.

Bryndís skrifar: 

",Það hallar verulega á íslenska neytendur þegar kemur að húsnæðislánunum. Þetta er helsta niðurstaða skýrslu sem Neytendasamtökin hafa unnið í samvinnu við neytendasamtök í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Írlandi, Hollandi, Þýskalandi og Austurríki.” Þetta er niðurstaða könnunar  sem birtust á vef Neytendasamtakanna árið 2005 – það er áhugavert að skoða lánakjörin í kjölfarið á þeirri þróun sem var svo næstu ár á eftir þegar íslenskum neytendum var ýtt út í það að taka lán í erlendri mynt.   Þegar kjörin á lánum hér á landi voru langt um dýrari en það sem spár allra helstu sérfræðinga spáðu til um að gengissveiflur gætu kostað lántakandann sem veðjaði á að taka lán í erlendri mynt.   Enginn sá fyrir að íslensku bankavíkingarnir okkar myndu éta bankana upp að innan og hér myndi allt hrynja – a.m.k. sáu íslenskir neytendur það ekki fyrir – hvað þá að lánin væru ólögleg?!

Því eins og góðum neytendum sæmir tókum við – mörg hver, besta tilboðið sem markaðurinn bauð uppá.  Bíllinn var festur í körfum og sumir létu vaða og fjárfestu í húsnæði með eingöngu láni í erlendri mynt.

Þó svo um 5 ár séu síðan skýrsla Neytendasamtakanna var gerð gefur hún enn ágætan  samanburð milli þeirra kjara sem okkur Íslendingum býðst og þess sem Evrópubúum býðst þegar taka skal lán til fasteignakaupa.

Það blasir við að kjör almennings í Evrópusambandsríkjunum séu öllu betri en okkur býðst hér á  Íslandi."

Einnig segir í greininni að ...."það er og hefur verið lengi,  miklu ódýrara að taka lán til fasteignakaupa í ESB ríkjunum en á Íslandi – sama hvað tautar og raular þá verður ESB aðild er einfaldlega góð fyrir budduna hjá almenningi, – og hver vill ekki þannig?"

Öll greinin

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband