Leita í fréttum mbl.is

Fréttablaðið: Ísland styrkhæft vegna aðildarsamninga

esbis.jpgFréttablaðið greinir frá því í dag að Ísland fari á lista yfir þau lönd sem geta nýtt sér svokallaðan IPA-stuðning ESB, þar sem landið hefur formlega fengið stöðu sem "kandídat" að ESB.

Eyjan vitnar í fréttina og segir: "Um er að ræða styrki úr svonefndum IPA-sjóðum Evrópusambandsins sem notaðir eru til að aðstoða ríki, sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu, við að standa straum af aðildarviðræðum og undirbúningi fyrir aðild, en IPA stendur fyrir Instrument for Pre-Accession Assistance."

Dæmi af nýlegu aðildarríki er Slóvenía. Þar var þetta fjármagn m.a. notað til að styrkja og byggja upp innviði slóvensk landbúnaðar og undirbúa greinina fyrir aðild. Þetta fól m.a. í sér s.k. ,,nútímavæðingu" (en: modernization) á slóvenskum landbúnað, fjárfestingar í matvælaiðnaði og fleira.

Í Fréttablaðinu segir: "

"Þetta er stuðningur sem tengist aðildarviðræðum, en hins vegar er þetta óafturkræft þótt ekkert verði af aðild," segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Brussel og formaður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

"Þetta getur þannig nýst okkur með ýmsum hætti, til dæmis sem stuðningur vegna stofnanauppbyggingar og við fjárfestingar. Evrópusambandið hefur stutt önnur ríki með þessum hætti sem hafa farið þessa leið og lítur á það sem skyldu sína að koma til móts við ríki sem standa í þessu ferli, enda gerir ESB sér grein fyrir því að aðildarviðræður eru flókið og umfangsmikið ferli sem getur reynt á stjórnsýslu ríkja."

"Ég held að það sé mjög mikilvægt að sjá þetta sem tækifæri fyrir okkur," segir Þóra Magnúsdóttir, ráðunautur í sendiráði Íslands í Brussel. "Þarna fáum við möguleika á að styrkja stjórnsýsluna og fara í alla þá endurskoðun og rýnivinnu sem við þurfum núna. Við getum fengið heilmikinn stuðning við að skoða á markvissan hátt hvernig okkar stjórnsýsla er í samanburði við stjórnsýslu ESB, hvað við gerum vel og hverju þarf að breyta."

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

"Þetta er meira mútur en hjálp," sagði hann – "strákurinn úr Kópavogi", Hallgrímur Viðar Arnarson, sá sem kom, sá og sigraði á landsfundi Sjáfstæðisflokksins* – um þennan styrk Evrópubandalagsins, aðspurður í viðtalsþætti hjá Markúsi Þórhallssyni á Útvarpi Sögu nú á 8. tímanum. Glæsilega stóð hann sig í því viðtali, sá vel upplýsti, ungi maður, rétt eins og á landsfundinum.

Ég vil nota þetta tækifæri til að taka hér undir þau orð hans, sem ég hafði hér eftir honum í upphafi.

* Fyrir Hallgríms tilstilli varð ályktun Sjálfstæðisflokksins enn afdráttarlausari en í upphaflegri gerð. Þannig varð hún: "Sjálfstæðisflokkurinn setur fram þá skýru kröfu að umsókn um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka án tafar." Þar segir einnig: "Við segjum hins vegar NEI við: ...

 Löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu.

 Vegferð ríkisstjórnarinnar inn í ESB, enda er mikilvægara nú að stjórnsýslan setji alla sína krafta í að leysa aðkallandi hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Þjóðin á að hafa fyrsta og síðasta orðið um hvort aðildarferlinu sé haldið áfram."

Kristin stjórnmálasamtök, 29.6.2010 kl. 08:24

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og enn gleymi ég mér – hafandi síðast bloggað fyrir Kristin stjórnmálasamtök og enn loggaður þar inn! Bið afsökunar á því, þetta var ekki skrifað í nafni þeirra samtaka, heldur í mínu nafni eingöngu.

Jón Valur Jensson, 29.6.2010 kl. 08:26

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Tad kemur mer ekkert a ovart ad nei - sinnar kalla tetta mutur.

Tad mundi koma mer mjog a ovart ef teir mundu EKKI nota ordid mutur.

Aetli teir seu ekki svektir yfir tvi ad teirra helsta roksemnd fyrir tvi ad draga umsoknina til baka er fokin uti vedur og vind.

Nei-sinnar meiga heldur ekki heyra ordid modernization. Tad er eitthvad slaemt i teirra kokkabokum.

En eg vona ad tetta er komid gott hja tessum NEI sinnum. ESB vegferdin er nuna komin a fullt skrid og fyrr en varid verdum vid tjod medal tjoda og heimili-fyrirtaeki geta loks blomstrad.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.6.2010 kl. 09:19

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, strákar, sem standið að Sleggjunni og Þrumunni (einn með nafni, tveir nafnlausir), þetta var bara ein af MÖRGUM ástæðum fyrir því að hafna ESB-umsókn (hvað þá "aðild") og alls ekki sú helzta! Sú helzta er, að bandalagið tekur af okkur mestallt löggjafarvald og myndi ógilda öll okkar eigin lög, sem ekki samrýmast Evrópubandalagslögum, og (sú þriðja) að við fengjum þar engu ráðið um okkar málefni innan um alla risana þar!. En við getum sannarlega bætt við þessari nýju ástæðu líka (auk margra annarra, sem snerta ekki hvað síst ísl. sjávarútveg): að við erum okkur meðvituð um, að ESB er að reyna að kaupa okkur. „Mér finnst þetta sérlega ógeðfellt," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, um þetta nýja féboðamál.

Jón Valur Jensson, 29.6.2010 kl. 10:15

5 identicon

Komið þið sæl; Evrópusamtök - sem og aðrir, hér á síðu þeirra !

Ég tek undir; með Jóni Val Jenssyni, alfarið, í þessarri umræðu alllri.

Óhugnanlegur dýrðaróður; þeirra Íslendinga, sem enn vilja undirgangast ofríki Evrópsku nýlendu veldanna, er með eindæmum.

Líkast til; eru þeir orðnir fáir, þeir samlandar okkar, sem muna söngl Jóhannesar heitins, úr Kötlum, þess annarrs mæta skálds - þegar hann kvað : ''Sovét- Ísland, óskalandið - hvenær kemur þú ?''

Slík; var Stalín dýrkun, gamla mannsins.

Nú; um stundir, einblína ESB aðdáendurnir, á Barróso, og slekti hans, á Brussel völlum.

Sá eini; er munurinn. 

Að endingu; Evrópusamtaka fólk !

Ferðist; til gamalla nýlendna Breta - Frakka - Spánverja - Hollendinga og Þjóðverja, og innið landsmenn, hvers ríkis, eftir afleiðingum arðráns og kúgunar hrokafullra og yfirgangs samra Evrópumanna, á fyrri öldum - og; allt til þessa dags, víðs vegar um veröldina.

Ætli allt það; sem fram kæmi, þyldi dagsljósið, gott fólk ?

Með kveðjum þó; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 12:37

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þið getið látið ykkur dreyma og haldið að við verðum eitthvað í þessum yfirráðaklúbbi ESB. "Þjóð meðal þjóða". Þvílíkt rugl ! 

Er Grikkland nú "þjóð meðal þjóða" klemmd milli AGS og ESB sem hóta þeim öllu illu og landið þeirra  logar í verkföllum og innanlandsófriði sem þegar hefur kostað fleiri en eitt mannslíf.

Ætli aðstendum þess fólks finnst Grikkland sennilega vera mikil "þjóð meðal þjóða" ætli það ! 

Eða skyldu mótmælendunum sem mótmælt hafa kröfturlega fyrir framan höfuðstöðvar ESB í Aþenu og brennt þar í umvörpum bláa gulstjörnu fána ESB apparatsins að þeim finnist að þeir séu þjóð meðal þjóða, læstir inní ESB og með Evru sem lagt hefur efnahag landsins í rúst og komið landiu á kaldan klaka.

Skuldatryggingarálag Grikklands er nú nálægt 3svar sinnum hærra en Íslands, þrátt fyrir ESB og þrátt fyrir Evru.

Þetta ESB mál er fyrir löngu gjörtapað hjá ykkur þó ykkur hafi með frekju og yfirgangi tekist að koma því þó þetta langt.

Búið ykkur fyrr en seinna undir það að þjóðin muni hafna ESB aðild rækilega og eftirminnilega svo eftir verður tekið um heim allan.

Þá getið þið breytt þessari Evrópusíðu ykkar í mataruppskriftarsíðu með sérstöku Evrópsku ívafi.

Gunnlaugur I., 29.6.2010 kl. 12:42

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þeir hérna sem kalla IPA styrkina öllum illum nöfnum hérna og annarstaðar vita ekkert um hvað málið snýst. Það sem er þó öllu alvarlega er að með höfnun á þessu eru viðkomandi einstaklingar að koma í veg fyrir styrkingu stjórnsýslunar á Íslandi, sem er í dag mjög veikburða vegna þess að fyrri ríkisstjórnir hafa veikt stjórnsýsluna kerfisbundið undanfarin ár.

Gunnlaugur I, Hvenar ætlar þú að flytja frá ESB landinu Spáni ? Svona miðað við talsmátan á þér. Þá hlítur það að vera þitt fyrsta verk að flytja frá ESB landinu Spáni hið fyrsta.

Ef það er ekki á dagskránni hjá þér. Þá ertu bara ómarktækur lygari og hræsnari með meiru.

Óskar, Þar sem þú ert búinn að taka undir með Jóni Vali. Þá ertu kominn í sama öfgahópinn og hann er í.

Jón Valur, hættu að bulla um eitthvað sem þú veist ekki hvað er.

Jón Frímann Jónsson, 29.6.2010 kl. 18:14

8 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Til Andrésar Péturssonar; og annarra forráða manna síðu þessarrar !

Vinsamlegast; leiðið Jóni Frímanni Jónssyni, ungæðislegum hroka- og sperrilegg fyrir sjónir, að skoðanaskipti megi hér fram fara, án þess, að hann sproksetji fólk - hér; í rökræðu allri, á þann máta, að halda mætti, að um meðfæddan dára- og fábjána hátt væri að ræða, gott fólk.

Með; kveðjum - sem fyrr, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 19:05

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Óskar, Hvernig væri nú að sýna lesendum þínum þá lámarksskurteysi að sanna að málflutningur þinn sé réttur með staðreyndum.

Þú ennfremur tekur undir með einum öfgafullsta manni sem er að finna á hinu íslenska bloggi. Það er ekki hægt að það sé þér til framdráttar í þessum málflutningi þínum hérna.

Það er ennfremur rangt hjá þér að halda því fram að andstæðingar ESB á Íslandi séu að stunda rökræður. Vegna þess að þeir eru ekki að neinu slíku. Það sem þeir hinsvegar eru að gera er kennt við lygi, blekkingar og svindl svo fá orð séu nefnd hérna.

Jón Frímann Jónsson, 29.6.2010 kl. 19:29

10 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Jón Frímann !

Ég er; að bíða svara, frá þeim Andrési.

Ekki; innantómu þvaðrinu, úr þér, ágæti drengur.

Svo; til haga sé haldið.

Með kveðjum; samt, sem áður /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 21:06

11 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Óskar, Víst að þú ert að tala um innantómt þvaður. Hvernig væri þá að þú færir að sanna þær fullyrðingar sem þú hefur sett fram um ESB og tekið undir á undanförnum mánuðum. Bæði á þessari vefsíðu og öðrum.

Ég er ekki að fara fram á mikið, aðeins upprunaheimild eða góða umfjöllun sem vísar í aðrar heimildir máli sínu til stuðnings.

Ef þú hefur rétt fyrir þér, þá ættiru að hafa allar þær heimildir til staðar til þess að getað sannað mál þitt, alveg eins og aðrir andstæðingar ESB.

Ég hef mínar heimildir eins réttar og mér er mögulega fært. Af hverju getur þú ekki gert það sama ?

Jón Frímann Jónsson, 29.6.2010 kl. 23:14

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Gunnlaugur Ingvarsson !

Og fáum lætur það eins vel og hinum orðheppna Óskari Helga að stinga upp í sperrilegginn ómarktæka.

Jón Valur Jensson, 30.6.2010 kl. 00:37

13 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Það er merkilegt að heyra þetta koma frá manni, sem hefur verið troðið upp í nokkrum sinnum með þeim hætti, að þú hefðir í raun átt að loka blogginu þínu í skömm.

Sjá hérna og hérna.

Jón Frímann Jónsson, 30.6.2010 kl. 19:49

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Frímann, ég hafði ekki hugmynd um hina fyrri tilvísuðu vefsíðu ("hérna") með sínu heimskulega skvaldri, og á hinni síðarnefndu þurfti ég ekki að fyrirverða mig fyrir frammistöðu mína, þá sem ég hafði tíma til, sem og endi umræðu þar, þótt að mér hefðu hrannazt þar hrægammar margir gegn einum manni og síðuhöfundur sjálfur illilega svikizt um að standa við sín eigin orð í lok blogggreinar sinnar.

Að sjálfsögðu ert þú, sem eltist við skottið á Samfylkingunni út um alla móa og mela bloggheima og aðhyllist flestar fáránlegar öfgaróttæknistefnur í félagspólitískum efnum, ekki nokkur marktækur umsagnaraðili um mig undirritaðan. En vita skaltu, að þótt róttæklingar hafi fnæst yfir mér víða á vefsíðum, hef ég látið annað ganga fyrir heldur en sjálfsvörn, því að í 1. lagi eru máli skipta málefni oftast meira máli, og nú er mér fyrir mestu, að þjóðhollir menn berjist gegn ásælni og áróðursflaumi þjóna hins evrópska ríkjabandalags sem vill innbyrða þetta land með manni og mús og öllum þess auðlindum og hernaðar- og hafna-aðstöðu, enda eftir miklu að slægjast.

"ÍSLANDI ALLT" segjum við fullveldissinnar og hvikum ekki af þeim grunni, en "Evrópu allt!" virðist ykkar mottó í lífinu.

Jón Valur Jensson, 1.7.2010 kl. 06:08

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Orðunum "eru máli" ofaukið!

Jón Valur Jensson, 1.7.2010 kl. 06:12

16 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Þetta eru ekkert nema útúrsnúningar hjá þér.

Jón Frímann Jónsson, 1.7.2010 kl. 19:32

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég sætti mig vel við þetta snilldar-rökleikni-svar Jóns Frímanns.

Jón Valur Jensson, 2.7.2010 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband