Leita í fréttum mbl.is

Mogginn og Krugman

Paul KrugmanMogginn gerir sér (mogga)mat úr blogg nóbelverðlaunahafans Paul Krugman á N.Y.Times, en þar ræðir hann það sem hann kallar sjálfur ,,one of the great economic disaster stories of all time" og á þar við Ísland.

Mogginn tekur bestu bitana úr bloggfærslunni, en í henni segir Krugman ranglega að íslenska krónan ,,hafi verið látin falla" (Iceland devalued its currency massively and imposed capital controls) og sett hafi verið á gjaldeyrishöft. 

Málið er að íslenska krónan ,,var ekkert látin falla," hún hreinlega hrundi, af því hún gat ekkert annað!

Fór niður á botn og marar þar (þrátt fyrir smá styrkingu undanfarið) og mun sennilega gera það næstu misseri. Enginn veit jú hvað gerist þegar gjaldeyrishöftunum verður lyft!

Annað sem Mogginn sleppir er inngangurinn í bloggfærslu Krugman. Hann er svona á ensku:

"Iceland is, of course, one of the great economic disaster stories of all time. An economy that produced a decent standard of living for its people was in effect hijacked by a combination of free-market ideology and crony capitalism; one of the papers (pdf) at the conference I just attended in Luxembourg shows that the benefits of the financial bubble went overwhelmingly to a small minority at the top of the income distribution:"

Hér segir Krugman að það sem viðgekkst á Íslandi sé það sem á íslensku gæti kallast ,,skúrka-kapítalismi," í skjóli frjálshyggju. Hann segir einnig að efnahagskerfinu hafi verð ,,rænt" og að gróði góðærisins hafi lent í höndum fámenns hóps einstaklinga. Sjá meira hér.

Þá er það spurningin, hversvegna valdi Mogginn að sleppa fyrstu málsgrein úr bloggfærslu Krugmans? Einhverjar tillögur??

Annars er meginpunktur Krugmans sá að skelli á kreppa, sé best að hafa hana nógu skrambi slæma, svo að ríki..."fari ekki að þiggja ráð af þeim sem vilja halda því fram að því meiri sársauka sem fólk þarf að þola því fyrr batni fólki,..."svo vitnað sé í frétt MBL.

Mogginn telur sjálfsagt að við séum með besta gjaldmiðil í heimi!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Hvaða gjaldmiðil við höfum breytir litlu fyrir undirliggjandi efnahagskerfi. Skuldug ríki með stóran gjaldmiðil geta farið á hausinn og ríki með smáan gjaldmiðil geta blómstrað - og öfugt. Spurningin er bara hve sátt fólk er með gjaldmiðilinn sinn, og ef það er það ekki er tvennt til ráða; að neyða það til að nota gjaldmiðil sem það vill ekki eða að leyfa því að skipta eftir hentugleika. Að krónan falli að verðgildi segir margt um útgefanda hennar, og það væri auðvitað ágætt ef hann gæti hegðað sér betur. Aftur á móti getum við meira gert í því í núverandi fyrirkomulagi en ef við höfum evru. Þegar evran er prentuð í massavís til að kaupa ónýtar skuldir s-evrópskra banka og ríkisstjórna fellur hún, rétt eins og íslenska krónan fellur þegar hún er prentuð í massavís (þótt "massavís" sé minna á Íslandi). Lausnin liggur ekki í að þröngva á okkur öðrum gjaldmiðli með sömu vandamál og sá sem við höfum nú þegar, heldur að leyfa okkur að velja þann gjaldmiðil sem okkur þykir traustsins verður.

Benjamín Plaggenborg, 1.7.2010 kl. 22:17

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já það er undarlegt að Moggin er að grafa upp þessa færslu. Ef eitthvað er þá mundi ég ráðleggja ritsjóra Moggans að stinga þessu undir stól og vona að enginn lesi þetta.

Við getum öll verið sammála að krónan hefur hjálpað útflutningsfyrirtækjunum okkar. Veiking hennar hefur stuðlað að því að viðskiptajöfnuður við útlönd er loksins jákvæður. (en þegar hún var of sterk þá stuðlaði krónan að hinu gagnstæða). En veiking krónunar hefur á móti stórskaðað heimilin í landinu.

Krónan var ekki látin falla einsog þið bendið á. Heldur er nær í lagi að krónan er haldið uppi (með höftum). Enginn veit hvað krónan væri skráð í dag ef höftin hefði ekki komið.

Ég held líka að kenning Benjamíns sé frekar einföld. Gjaldmiðlar eru ekki eitthvað hlaðborð sem við getum bara valið úr. Það þarf stuðning frá viðkomandi seðlabanka og evra og ESB er eina raunhæfi möguleiki okkar til þess að taka upp stöðugan gjaldmiðil

Sleggjan og Hvellurinn, 1.7.2010 kl. 22:58

3 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

S&Þ: Hvers vegna ættu gjaldmiðlar ekki að vera valfrjálsir? Það þarf ekki endilega að vera seðlabanki sem gefur þá út, saga gjaldmiðla sýnir að margar leiðir eru færar hvað það varðar. Það að styðjast bara við eina leið og skipa öllum til að nota hana með löggjöf er fyrir mér ekki besta lausnin.

Benjamín Plaggenborg, 2.7.2010 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband