Leita í fréttum mbl.is

Heimilin að gera upp í Evrum? Nei!

Friðrik J. ArngrímssonPressan birtir afar athyglisverða frétt í dag og vitnar í viðtal í Viðskiptablaðinu. Þar segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ það vera ,,eðlilegt að nokkur af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins geri upp í erlendri mynt. Tekjur og lán séu í erlendri mynt og sveiflur á gengi krónunnar geti haft mikil áhrif á skuldir fyrirtækjanna."

Eins og sagt hefur verið frá hér á Evrópublogginu eru útgerðarfyrirtækin farin að gera upp í Evrum, það er svo mikið hagstæðara, jú vegna þess að þeirra lán og tekjur eru í erlendri mynt, oftar en ekki Evrum.

En hvað með heimilin í landinu, almenning? Er hann bara einhver afgangsstærð, sem á að sitja uppi með krónuna, en um hana segir Friðrik: ,,Krónan hefur sína kosti og galla. Það er hagstjórnin hverju sinni sem ræður því hvernig henni vegnar."

Þetta geta jú allir sagt, en raunveruleikinn hefur löngum verið þessi: Sjávarútveginn vantar meiri tekjur => gengið fellt => almenningur tekur skellinn!

Þetta er ekki heilbrigt!

Einnig segir segir á Pressunni: "Í Viðskiptablaðinu í morgun er sagt frá því að átta af tíu stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins eru farin að gera upp ársreikninga sína í erlendri mynt. Þar af gera sex af tíu stærstu fyrirtækjunum upp í evrum."

Í framhaldi af þessu vaknar spurningin: Eru sumir "jafnari" en aðrir á Íslandi?

Hvað með öll hin fyrirtækin áÍslandi, hvað með heimilin, hvað með hagkerfið í heild sinni?

(Mynd: DV)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á evrusvæðinu var 1,6% verðbólga en 1% stýrivextir í maí síðastliðnum og því hagstætt að taka lán í evrum HAFI VIÐKOMANDI EINNIG TEKJUR Í ÞEIRRI MYNT.

Spáð er rúmlega 1% hagvexti á evrusvæðinu á þessu ári en 1,5% á næsta ári.


Verðbólgan hér var 18,6% og stýrivextir 18%
í janúar í fyrra og höfðu verið það frá 28. október 2008, þegar þeir voru hækkaðir úr 12%.

Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010

Þorsteinn Briem, 8.7.2010 kl. 20:19

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta segir okkur bara eitt:

 Krónan er handónýt.

 Meiriséa hörðustu NEI-sinnar geta verið sammála mér í því.

Sleggjan og Hvellurinn, 8.7.2010 kl. 20:48

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Að halda það að sjávarútvegurinn eða einhver önnur útflutningsgrein hafi fellt gengið frá því sem var 2007 er slíkt rugl að það hefur ekki sést á prenti eða nokkursstaðar fyrr en Evrópusamtökunum dettur í hug að halda því fram.Það segir auðvitað töluvert um fjármálavit þess fólks sem vill að við göngum gömlu nýlenduveldunum á hönd og einöngrum okkur innan ESB.Gengi fellur fyrst og frems vegna þess að ekki er innstæða í gjaldmiliðlinum fyrir því sem eytt er.ESB sinnar verða að hypja sig á námskeið í hagfræði ef það á að taka því að eyða orðum í þá.Nei við ESB 

Sigurgeir Jónsson, 8.7.2010 kl. 21:09

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hver var að halda því fram að sjávarútvegurinn hefur fellt gengið?

En það hefur komið fram að bankarnir tóku stöðu gegn krónunni og felldu hana 2008.

Ég held að Sigurgeir er sá einstaklingur sem helst þarf smá kennslu í hagfræði.

Krónan var alltof sterk. M.a vegna þess að okkar aðal útflutningsgrein voru vextir. Hér flæddi inn peniningar frá mönnum sem voru að stunda carry trade ( taka lán í lágvaxtamyntum t.d japanskt yen. og leggja peningana inn á hávaxtamynt t.d ísl krónu). Hér streymdi gjaldeyri inn í formi jöklabréfa og hélt krónunni alltof sterkri.

Sleggjan og Hvellurinn, 8.7.2010 kl. 21:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef Ísland væri á evrusvæðinu, við Íslendingar fengjum greidd laun í evrum og vörur væru seldar hér í evrum, væri verðbólgan hér svipuð og á evrusvæðinu, 1,6%, og stýrivextir væru 1%.

Í fyrra komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.

Vöruverð hérlendis hefur hækkað gríðarlega undanfarin ár vegna gengishruns íslensku krónunnar og kaupmátturinn hefur minnkað mikið.

Þorsteinn Briem, 8.7.2010 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband