Leita í fréttum mbl.is

Morgunbændablaðið lesið við mjaltir?

bjarniben_991582.jpgBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er í viðtali í "sumarhefti" Bændablaðsins og endurtekur þar boðskap sinn um að íslandi sé betur borgið utan ESB og allt heila klabbið sem samþykkt var á landsfundi flokksins. Þar með talið að draga umsóknina að ESB til baka, ef flokkurinn komist til valda.

Það er annars athyglisvert að velta því fyrir sér hvenær formaður þessa flokks birtist í heilsíðuviðtali í Bændablaðinu! Man það einhver?

Mogginn birtir svo frétt um þetta og "krækju" inn á Bændablaðið. Þetta sannar það að blöðin eru í miklu samstarfi, gegn aðild að ESB og eru í raun að bergmála sama áróðurinn.

Mogginn er í einkaeigu, en hverjir eiga Bændablaðið? Hvaðan koma tekjur þess? Hverjir borga eða fjármagna Bændablaðið?? Er skattfé almennings notað til reksturs blaðsins?

Það er ekkert óeðlilegt að spurningar sem þessar vakni í framhaldi af þessu.

Það er líka deginum ljósara hvaða "öxul" er verið að mynda á milli þessara tveggja fjölmiðla og lesenda þeirra.

Það á að TRYGGJA það að skoðanir lesenda þeirra á ESB verði aðeins með einum hætti, og það er að vera á móti aðild og öllu sem tengist ESB!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Einn af mörgum ,er sá miskilningur þeirra sem vilja að ísland gangi í ESB, að allir sem séu á móti inngöngu séu eitthvað sérstaklega á móti ESB.Ég þekki marga bændur, en ég þekki engan bónda eða neinn sem vill ekki að Ísland gangi í ESB, sem er eitthvað sérstaklega á móti sambandinu.Sjálfur er ég hlynntur því að sambandið sé til, og að þessi gömlu nýlenduveldi sem ráða þar öllu og munu ráða séu með samstarf þvó nóg er komið af stríðsbrölti milli þeirra.Og þau eigi að vinna saman.Ég veit ekki heldur til þess að Obama Bandaríkjaforseti sé neitt sérstaklega á " móti" ESB þótt hann hafi ekki lagt til að Bandaríkin leggðu fram umsókn um aðild.Bjarni Benidiktsson er í góðum félagsskap stjórnmálamanna vítt og breitt um heiminn sem telja að ESB sé fyrir gömlu nýlenduveldin í Evrópu fyrst og fremst og leggi ekki til að það sé best fyrir veröldina að allur heimurinn leggi fram umsókn á hnjánum frammi fyrir þessum gömlu þrælahöldurum um aðild, heldur beri fyrst og fremst að hafa við þá gött samstarf.

Sigurgeir Jónsson, 8.7.2010 kl. 22:53

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera gott samstarf.

Sigurgeir Jónsson, 8.7.2010 kl. 22:54

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hláturinn er enn á hlaðinu,
hrossið með bindi í blaðinu,
Sjálfstæðisflokkur í svaðinu,
og sullar með endur í baðinu.

Þorsteinn Briem, 9.7.2010 kl. 00:00

4 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Til að ég geti tekið undir ykkar málstað vantar mig staðreindir um kosti þess að ganga í sovét Evrópu en ekki fullyrðingar um að ég sé bjáni ef ég er ekki ykkur sammál um ágæti þess verknaðar. Vil samt benda á tvær staðreindir;ákvarðanir um háa tolla á innflutt matvæli og styrki til ísleskra bænda eru ekki teknar í Brussel heldur í stjórnarráðinu og ákvarðanir um vexti í Seðlabanka Íslands.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 9.7.2010 kl. 05:32

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Er ekki verið að eyða skattfé okkar í að reyna að nauðga þjóðinni inn í ESB.? Ég held að Bændablaðið sé fjármagnað nær eingöngu á auglýsingartekjum og  áskriftar gjöldum.

Ragnar Gunnlaugsson, 9.7.2010 kl. 08:54

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta blað er frítt.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.7.2010 kl. 11:26

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Náungi sem biður um kosti til að ganga í "Soviet Evrópu" er ekki bjargandi. Þess vegna er tímasóun að reyna.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.7.2010 kl. 11:28

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS fá á þessu ári um 540 milljónir króna úr ríkissjóði.

Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 67


Bændablaðið er í eigu
BÆNDASAMTAKA ÍSLANDS og er dreift ÓKEYPIS til þeirra sem stunda búskap.

(Sjá Bændablaðið, 12. tölublað 2010, bls. 6.)

Blaðinu hefur einnig verið dreift ÓKEYPIS í verslanir.

Þorsteinn Briem, 9.7.2010 kl. 13:28

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári eru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.

Og við þá upphæð bætist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.

Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar eru því um 11,3 milljarðar króna á þessu ári, 2010.


Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69

Þorsteinn Briem, 9.7.2010 kl. 14:06

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er ekki verið að eyða skattfé fyrir að nauðga þjóðinni inní ESB vegna þess að ESB hefur gefið ríkisstjórninni 4 millljarða í styrk. Óháð inngöngu.

Og Bændablaðið er dreift frítt.

Þessi fáviska hjá Ragnari og öðrum NEI-sinnum er sláandi. Og miðað við þetta þá geri ég að sjálfsögðu ráð fyrir að þeir vita ekki neitt um ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.7.2010 kl. 16:37

11 Smámynd: K.H.S.

Ef málsvarar ESB sinna eru jafnfávísir og þessi sleggjuþrumari hér fyrir ofan, að ég tali nú ekki um tjái sig eins og sjálft Ingjaldsfíflið Össur Skarpi eins og við sáum hann í fréttum sjónvarpsins í gær þá er málið sjálfdautt.

K.H.S., 9.7.2010 kl. 17:15

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ertu að segja að Bændablaðið er ekki frítt eða?

Sleggjan og Hvellurinn, 9.7.2010 kl. 17:27

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég vill bara vita hvaða fávisku þú ert að tala um.

Ég nefndi að ESB býður 4 milljarða króna.

http://www.visir.is/milljarda-styrkir-fyrir-adildarvidraedur/article/2010308141244

Og svo að Bændablaðið er frítt en ekki í áskrift einsog Ragnar heldur.

....... en ég býst ekki við svari frá þér Kári því það er týpiskt af ykkur NEI-sinnum að sletta einhverju bulli fram án rökstuðningar.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.7.2010 kl. 17:34

14 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég er áskrifandi að Bændablaðinu gleymdi stundum að sækja það í Sjoppuna, nægjanlega snemma því það klárast alltaf á fyrstu dögum. Ég borga 2500 kr. á ári af því að ég er víst orðinn svo gamall annars mundi ég borga 5,000.kr-

Það er munur að fá 4.miljarða í mútur. Hvað fær Samfylkingin mikið af því.?

Ragnar Gunnlaugsson, 9.7.2010 kl. 21:02

15 Smámynd: Jón Baldur Lorange

ESB-aðildarssinnar ættu að verja tímanum betur en í að vera mykjudreifarar skítkasts í þá sem eru þeim ekki sammála. Hvernig væru nú að þið tækjuð ykkur til að útlistuðuð hina raunverulegu kosti við aðild og mótrökin við öllum þeim göllum sem hafa verið talin fram án þess að þeim hafi verið svarað með rökum?

Bændablaðið kemur út 2var í mánuði og ef þið hafið haft fyrir því að lesa blaðið þá sjáið þið fjölmargar auglýsingar sem bera það uppi sem og áskriftargjöld. Ég held að Bændablaðsmenn hafi svarað þessum ásökunum ykkar ESB-sinna og Samfylkingarmanna oft áður. Eru þetta öll rökin sem þið ætlið að nota fyrir aðild að ESB?

Hvernig væri að þið græfust fyrir um hvernig Fréttablaðið er fjármagnað sem er borið út til þorra landsmanna ókeypis daglega og er kostað með auglýsingum frá fyrirtækjasamsteypum sem fá óeðlilega fyrirgreiðslu eins viðskiptabankans. Fréttablaðið er jafnframt áróðursblað ykkar ESB-sinna og Samfylkingarinnar. Já sömu Samfylkingar og fyrrverandi formaður hennar og núverandi utanríkisráðherra hefur viðurkennt að hafi verið í ,,vasanum" á Jóni Ásgeiri. Þeir vasar eru djúpir eins og við getum lesið um úr bókum skilanefndar Glitnisbanka.

Nei, haldið endilega áfram að keyra mykjudreifarann ykkar um grýttar grundir.  

Jón Baldur Lorange, 9.7.2010 kl. 21:37

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ragnar Gunnlaugsson.

Fólk í ÖLLUM íslenskum stjórnmálaflokkum vill að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Þú ættir nú að fá Bændablaðið sent heim til þín á Hvammstanga ÓKEYPIS sem fyrrverandi bóndi og STYRKÞEGI íslenska ríkisins í áraraðir.

Þorsteinn Briem, 9.7.2010 kl. 21:53

17 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nafnlausu pennarnir hjá "Evrópusamtökunum" telja það magnað og merki um einstakt samstarf MBL og Bændablaðsins, að mbl.i skuli vera með krækju í frétt á bbl.is. Þessir nafnlausu pennar ættu kannski að lesa MBL svolítið betur, mjög algengt er að í fréttum á mbl.is séu krækjur í aðra miðla, janvel ruslsíður eins og visir.is og pressan.is auk fjölda greina eftir hina ýmsu pistlahöfunda, hvort sem þeir eru ESB undirlægjur eða heilbrigðir Íslendingar.

Nafnausu pennarnir velta því einnig fyrir sér hvernig Bændablaðið sé fjármagnað. Einfaldast er fyrir þá að senda fyrirspurn til Bændablaðsins um þetta, en kannski er rétt að benda á að til að ætlast til að slíkri spurningu sé svarað þarf reyndar að gefa upp nafn og ástæðu fyrir spurningunni. Nafnlausum fyrirspurnum um svona málefni er yfirleitt ekki svarað!

Nafnlausu pennarnir telja sig sjá að verið sé að búa til einhvern öxul. Heilbrigðir Íslendingar með sjálfstæða hugsun hafa tvo öxla undir sínum vagni og góð hjól á endum þeirra. Því rennur vagn þeirra vel áfram, öfugt við vagn ESB undilægjanna, sem engan öxul hefur og reyna þeir að drösla honum áfram á kviðnum.

Gunnar Heiðarsson, 9.7.2010 kl. 21:55

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ályktun flokksþings framsóknarmanna í fyrra um aðildarviðræður við Evrópusambandið:

"Markmið

Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.

Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.

Skilyrði


• Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings.

• Staðfest verði að Íslendingar einir hafi veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.

• Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.

• Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.

• Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.

• Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.

• Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.

• Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.

• Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB."

Ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um aðildarviðræður við Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 9.7.2010 kl. 23:54

19 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já margir eru þeir sem skipt hafa um skoðun á ESB málinu. Flestir þeir sem það hafa gert hafa horfið frá stuðningi við umsókn, enda hefur okkur andstæðingum ESB aðildar fjölgað mjög, til heilla fyrir land okkar og þjóð.

Það er enginn skömm af því að skipta um skoðun á jafn örlagaríku máli og ESB aðild yrði fyrir þjóðina.

Ég er ansi hræddur um það að mikill meirihluti Framsóknarmanna séu nú orðnir andstæðingar ESB aðildar. Alla vegana hafa allar kannanir sýnt gríðarlega andstöðu stuðningsmanna flokksins og nær þetta reyndar til nýju þingmanna flokksins líka.

Þeir eru með í tillögu þingmanna allra stjórnmálaflokkanna nema Samfylkingarinnar um að draga ESB umsóknina til baka þegar í stað.

Síðan er komið fram nýtt stjórnmálaafl Hægri grænir sem sjálfsagt geta látið til sín taka á sviði íslenskra stjórnmála en þeir eru algerlega andvígir ESB aðild.

Samfylkingin er orðin einangrað rekald í íslenskum stjórnmálum, sem ESB aftaníossa flokkur.

Meira að segja þar á bæ hafa nú heyrst raddir um að réttast væri að setja þessa umsókn í salt. Síðan má benda á að ekki virðast nú einu sinni allir stuðningsmenn Samfylkingarinnar styðja Brussel herför flokksforystunnar.

Því samkvæmt könnunum kemur ítrekað fram að þeir sem eru beinlínis á móti eða efins eru á milli 33 til 40% af stuðningsmönnum flokksins.

Það þýðir að enginn einn stjórnmálaflokkur er jafn klofinn í ESB málinu en Samfylkingin.

Því hjá öllum hinum flokkunum er andstaðan við ESB aðild miklu meira afgerandi og yfirgnæfandi, heldur en stuðningurinn við aðild er meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar þar sem stuðningurinn virðist einungis vera 60 til 67% við ESB aðild.   

Staða ykkar ESB aðildarsinna er ekki orðin beisinn og hefur öll verið að laskast mikið undanfarið og er nú aðeins orðið tímaspursmál hvenær þið verðið ofurliði bornir, af ykkar eigin þjóð.

Til mikilla heilla fyrir land okkar og þjóð.

Gunnlaugur I., 10.7.2010 kl. 08:00

20 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ekki má heldur gleyma því að fyrir utan klofninginn um ESB umsóknina, sem virðist vera á meðal þeirra stuðningsmanna sem enn styðja Samfylkinguna.

Þá virðist flokkurinn einnig vera búinn að tapa umtalsvert miklu fylgi undanfarið eða að allt að 1/4 hluti fylgisins sé gufaður upp.

Það bendir ýmislegt til að þeir kjósendur hafi einmitt farið vegna ESB herfarar flokksforystunnar en ekki beinlínis vegna óvinsælda ríkisstjórnarinnar.

Því að hinn stjórnarflokkurinn VG sem er andvígur ESB aðild virðist nokkurn veginn halda sínu fylgi frá s.l. alþingiskosningum.

Þessar aumkunnarverðu raunir ættu að verða flokksforystunni og ESB skósveinum hennar umhugsunarefni. 

Gunnlaugur I., 10.7.2010 kl. 11:16

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur fyrsti hefur sjálfur KOSIÐ að búa í Evrópusambandslandinu Spáni.

Það eru bestu meðmælin sem sambandið hefur fengið.

Þorsteinn Briem, 10.7.2010 kl. 15:48

22 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mæli með að fólk lesi greinina sem Þórsteinn Pálsson skrifaði í Fréttablaðið í dag. Hann segir meðal annars frá tvískynnunginn hjá Heimsýn og Íslensku krónuna.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.7.2010 kl. 16:21

23 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan framsóknarflokkurinn tók þá afdrifaríku ákvörðun á flokksþingi sínu, að duflað yrði við ESB. Þessi ákvörðun var tekin undir miklum þrýstingi og við allt aðrar aðstæður en nú ríkja hjá okkur. Þrýstingi frá tiltölulega fámennum en sterkum öflum innan flokksins og olli þessi ákvörðun miklum hita innan flokksins, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Margir stuðningsmenn yfirgáfu flokkinn og enn fleiri hættu að kjósa hann.

Í nýlegri könnun kom í ljós að um 75% kjósenda framsóknar eru á móti aðild. Þetta segir meira en flest annað. Ef vilji fjórðungs kjósenda flokksins á að vega hærra en vilji þrjá fjórðu er hætt við að fylgi framsóknar minnki enn frekar og má það nú ekki við miklu.

Ekki er þó svo að skilja að það sé sigur fyrir ESB sinna, þar sem þeir hafa alla tíð talið framsóknarfólk afturhaldsinnað og því gott ef flokkur þess lognist út af. Kjósendur finna sér aðra leið til að koma sínu atkvæði til gagns, annaðhvort í öðrum flokk eða með stofnun nýs flokks, þar sem framsóknargildin verða höfð í hávegum og staðið við hugsjónina. 

ESB sinnar eru að einangrast frá þjóðinni, tveir stjórnmálaflokkar hafa þegar tekið af skarið með það að ekki sé tímabært að sækja um aðild nú. Það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær þriðji flokkurinn tekur samskonar ákvörðun. Að minnsta kosti er það skýr vilju kjósenda þess flokks. Þá mun smfylking sitja ein eftir og meira að segja innan þeirra raða eru efasemdir!

Ein helsta breytingin sem orðið hefur frá þeim tíma er nokkrir framsóknarmenn ákváðu að taka þá áhættu að kljúfa flokk sinn og flytja tillögu á flokksþingi um aðildarviðræður, er að á þeim tíma trúði fólk því að um samningarviðræður væri að ræða. Vorið 2009 voru komnar upp efsemdir um að þetta væru í raun samningarviðræður, en fast var skotið á þá sem leyfðu sér að efast. Eftir að þingið hafði samþykkt þetta, með fulltingi þingmanna VG, sem brutu þar eitt hellsta kosningarloforð sitt, var umsóknin send til fulltrúa ESB. Fyrstu athugasemdir þeirra voru að ekki væri um eiginlegar samningarviðræður að ræða heldur aðlögunarferli. Ótti ESB andstæðinga sannaðist því á fyrsta degi aðildarferlisins. Síðan hefur þessi túlkun marg oft komið fram hjá fulltrúum ESB.

Gunnar Heiðarsson, 10.7.2010 kl. 20:21

24 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú getur verið á móti aðild en samt stutt það að fá samning á borðið og svo kýs þjóðin.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.7.2010 kl. 20:25

25 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Steini Brem. Jú vissulega er ég styrkþegi eftir að ég hætti að vinna að mestu, fæ  18,478 kr. á mánuði frá velferðarstjórninni borga reyndar töluvert meira í beinaskatta á mánuði svo það er nú spurning hver er að styrkja hvern. Ef allir eru styrkþegar sem fá greiðslur frá ríkinu beinar eða óbeinar þá eru styrk þegar býsna margir þegar  t.d. námsfólk,  sinfóníu aðdáendur og svo mætti lengi telja allt þetta er kostað af hinu opinbera.

Ragnar Gunnlaugsson, 10.7.2010 kl. 21:58

26 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Baldur, Bændablaðinu er dreift ókeypis til bænda á Íslandi. Það getur vel verið að einhverntíman hafi verið áskriftargjöld af því, en þannig er því ekki háttað í dag.

Bændablaðið er einnig í boði í sjoppum og verslunum útá landi. Enda kemur blaðið út í ~24.000 eintökum, á meðan bændur eru aðeins ~6000 manns.

Bændasamtökin nota hluta af þessum 540 milljónum sem þau fá á ári í þessa útgáfu. Þannig að þetta samkrull þeirra með Morgunblaðinu er rannsóknarinnar virði.

Annars er það helst að frétta af andstæðingum ESB á Íslandi að enginn af dómsdagsspádómum þeirra um ESB hefur ræst undanfarið. Reyndar hefur ekkert af því sem andstæðingar ESB á Íslandi segja um ESB ræst.

Enda er málflutningurinn þeirra óttalegt núll.

Jón Frímann Jónsson, 10.7.2010 kl. 21:59

27 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Auðvitað veit Jón Frímann mikið betur en ég hvort ég er áskrifandi að Bændablaðinu.

Það vefst nú sjaldan fyrir Evrópusinnum að fara frjálslega með staðreyndir.

Ragnar Gunnlaugsson, 11.7.2010 kl. 13:49

28 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ragnar, Af hverju er Bændablaðinu þá dreift ókeypis í sjoppum landsins ef þú þarft að borga fyrir það.

Svaraðu nú.

Jón Frímann Jónsson, 11.7.2010 kl. 13:58

29 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þetta er mjög einfalt Jón minn ef ég er ekki bóndi þá fæ ég það ekki heimsent nema vera áskrifandi.

Ragnar Gunnlaugsson, 11.7.2010 kl. 14:46

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er alveg ótækt að þú fáir það ekki ókeypis hjá henni Möggu Þóru á Bændablaðinu, fyrst þú ert hættur með skjáturnar, Ragnar minn.

Ættir að vera ókeypis áskrifandi.

Þorsteinn Briem, 11.7.2010 kl. 15:42

31 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú þarft að borga fyrir þetta ef þú vilt fá þetta i gegnum lúguna. Tæknilega séð ertu ekki að borga fyrir blaðið sjálft útaf það er frítt ef þú nennir að rölta uppá næstu bensínstöð. Þú ert meira að borga bara fyrir sendingarkostnaðinn.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.7.2010 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband