Leita í fréttum mbl.is

Grímur með nýjan pistil

Grímur AtlasonAnnar góður bloggari er Grímur Atlason. Hann er á svipiðum slóðum og Guðmundur Gunnarsson, í nyjasta pistli sínu, þar sem hann segir m.a.:

"Ég hef verið að hlusta á LÍÚ og aðra afturhaldsseggi sem enn fara með allt of mikil völd á Íslandi. Tæplega 200 kvótaeigendur berjast með kjafti og klóm gegn því að Íslendingar fái að kjósa um það hvort þjóðinni yrði betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Þessi hagsmunagæslukór hefur keypt sér Morgunblaðið og notar hvert tækifæri til þess að dæla út skrumskældum áróðri sínum.

Síðustu daga hef eg einnig verið að lesa í Þórbergi, Bréf til Láru er fullt af visku sem virðist eiga einkar vel við í dag. Þar segir Þórbergur m.a. frá vini sínum sem var “stokkfreðinn Morgunblaðs-maður.” En Þórbergur segir fleira:

Í heimi þessum berjast tvö andstæð megin öfl, afturhald og framsókn [ekkert tengt Sigmundi eða Hriflunni]. Afturhaldið, heimskan, deyfðin og aðgerðarleysið er í ætt við efnið og ellina. Það er stamt fyrir og skilningslaust. Hugsun þess mjakast áfram eftir spori vanans. Það streitist við að halda rás atburðanna í sama horfinu og þeir runnu í á dögum afa og ömmu. Það á enga hugsjón aðra en þá að hindra rás þróunarinnar og hrúga að sér veraldlegum gæðum. Það þekkir enga heildartilfinningu, ekkert heildarsiðferði, ekkert óeigingjarnt samstarf. Út á við fylkir það sér að vísu í heild til þess að vernda rétt sinn, en að eins meðan það hefir “praktískt” gagn af því. Innra er það saman sett af sundurlausum öflum, sem hatast og heyja látlaust kapphlaup um völd, metorð og auðæfi. Gildi hlutanna miðar það við “praktískt” gagn. Allt, sem ekki kemur að “praktískum” notum, er einskinsvert. Þetta er lífsspeki andleysisins. Það vakir yfir helgi eignarréttarins eins og villidýr yfir bráð sinni. Heimurinn er “ég” og “mitt”. Lóðin mín, húsið mitt, ó, togararnir mínir. (Bls. 12 í Stórbókinni sem kom út árið 1986)

Já, þeir berjast fyrir “sínu” fyrir “sig” og virðast því miður komast nokkuð langt með það ef marka má stöðu ýmissa mála – m.a. Evrópumálanna."

Allur Grímur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Jú, þetta vissum við allt áður.

ESB-aðildarsinnar eru bestir í öllu. Þeir vilja framfarir, eru með bestu menntunina, eru víðsýnir með afbrigðum, eru heimsborgarar, vita allt betur en aðrir, berjast gegn afturhaldi og heimsku, og síðast en ekki síst eru alþjóðasinnar sem styðja frjáls viðskipti milli ríkja í anda Adam Smith. 

Þeir sem eru ekki á sömu skoðun eru svo allt hitt og eiga heima í moldarkofum.

Jón Baldur Lorange, 12.7.2010 kl. 16:37

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er ótrúlegt að bækur eftir snillingana tvo Þorberg og Halldór eiga jafn vel við í dag og þær gerðu á sínum tíma.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.7.2010 kl. 17:08

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hef lesið pistlana þeirra beggja, Guðmundar Gunnarssonar og Gríms Atlasonar. Þeir skrifa að mikilli kunnáttu um þetta stóra hagsmunamál okkar allra, aðildina að ESB. Svo eru þeir báðir tveir, beittir og skemmtilegir pennar. Ég er svo sannarlega sammála þeim.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.7.2010 kl. 22:14

4 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Hef einnig lesið yfir pistla þeirra Gunnars og Gríms. Þessi öfgafullu skrif þeirra eiga vart upp á pallborðið, ef umræðan um Evrópumál á að vera vitræn og upplýst á annað borð.

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 12.7.2010 kl. 23:35

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Halldóra sé ekki alveg hvernig þú getur fundið "öfgafull" skrif hjá Grími? Sorry held að það sé varla til sá bloggari sem skrifar jafn yfirvegað og öfgalaust og hann Grímur! Kannski finnst þér þetta bara af því þú hefur ekki kynnt þér málin. Hann hefur nú í nokkur ár skrifað um þessi og önnur mál. Og hefur það fram yfir marga að hann býr í Bretlandi, starfar þar og horfir á Ísland úr fjarlægð. Hann skoðar mál frá öllum hliðum og varast einmitt að vera með sleggjudóma.

Gunnar hefur það fram yfir marga andstæðinga ESB aðildar að hann er virkur í stafi stéttarfélaga og fleiri um alla Evrópu og hefur því haft tækifæri á að kynna sér kosti og galla ESB. Hann talar náttúrulega út frá því að vera verkalýðsleiðtogi sem er þreyttur á að hér þurfi að vera tvöfaldur gjaldmiðill sem yfirleitt hefur rænt félagsmenn hans þeim hækkunum sem um hefur verið samið með gengisfalli, verðhækkunum og hækkun verðtryggðra lána.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.7.2010 kl. 11:03

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þessi uppskrúfuðu skrif Gríms Atlasonar um dýrðir ESB apparatsins stemma alls ekki við veruleikann og að reyna stanslaust að klína óvinsælri LÍÚ klíkunni á okkur hina fjölmörgu stuðningsmenn  þess að Ísland verði áfram frjálst og fullvalda ríki án ESB helsis. Þetta er argasti áróður og móðgun við okkur og er ekkert annað og svona álíka ósmekklegt og ruglað og reyna að líkja öllum ESB andstæðingum við Steingrím Njálsson eða einhverja aðra ógæfumenn af því að hugsanlega væri hægt að benda á einhvern einn þeirra sem hugsanlega væri á móti ESB.

Skrif Guðmundar Gunnarssonar verkalýðsforstjóra og  sjálfskipuðum ASÍ elítuforingja um áratuga skeið eru í svipuðu fari.

ASÍ elítan með sjálfan Yfir- elítujólasveinin þeirra Gylfa Arnbjörnsson í broddi fylkingar berst hart fyrir ASÍ aðild og það án tafar.

Reyndu meira að segja að hafa í hótunum við s.l. ríkisstjórn ef ekki yrði sótt um aðild tafarlaust.

Þetta gerir þessi ASÍ elíta blygðunarlaust og samt augljóslega gegn meirihluta sinna umbjóðenda.

Semsagt umboðslausir jólasveinar eins og fyrri daginn.

Þarna klappar hver elítuhirðin hvor annari og þiggja völdin hver frá öðrum og skammta sér ofurlaun samkvæmt umboði  nefnda og ráða sem þeir skipa sjálfir í.

Hvað ætli þeir elítubræður, þ.e. Gylfi og fyrrnefndur Guðmundur Gunnarsson séu búnir að fara margar lúxusferðirnar til Brussel í boði sjálfrar ESB elítunnar sem þeir tilbiðja.

Hvað ætli þeir séu búnir að gista margar gistinætur á 5 stjörnu lúxushótelum ESB Náhirðarinnar, algerlega frítt og að sjálfsögðu með fulla dagpeninga frá ASÍ að auki allan tímann. 

Þeir vilja endilega koma okkur þarna inn því þá geta þeir skipað sjálfa sig sem fastafulltrúa í hinu handónýta ESB apparati sem heitir Verkalýðsmálaráð ESB en þar hefur svona gagnslausum silkihúfum eins og Gylfa og Guðmundi verið plantað sjálfkrafa. Þar hafa þeir ákaflega litla vinnuskyldu samt fá þeir enn hærri laun en þessa rúmlega skitnu milljón sem þeir hafa í mánaðarlaun núna auk miklu ríflegri fríðind og fríjar ferðir á business Class eins oft og þeir vilja og geta gist á 5 stjörnu hótelunum eins lengi og þeir vilja.

Síðan til að bíta höfuðið af skömminni og spillingunni þá yrðu þeir líka skattfrjálsir með öllu þeir þyrftu ekki að borga eina evru í skatt hvorki til ESB eða heimalands síns. Því þannig hefur ESB Elítu hirðin í Brussel komið hlutunum snilldarlega fyrir sig og sína.

Ég held að þessir tveir ASÍ Elítu-jólasveinar ættu að fara að hugsa um raunverulega hagsmuni sinna eiginlegu umbjóðenda en hætta þessum ESB áróðri augljóslega þvert á vilja meirhluta sinna umbjóðenda.

Gunnlaugur I., 13.7.2010 kl. 16:21

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ESB er til hagsbótar fyrir almenning og atvinnulífið og því eðlilegt að þessi samtök berjast fyrri inngöngu.

Gunnlaugur.

Villtu ekki koma með heimildir fyrir þessu sem þú ert að segja?

Vinsamlegast komdu með heimildir fyrir þessum meintu luxusferðum því ef þú gerir það ekki þá ertu blákallt að ljúga að okkur.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.7.2010 kl. 17:10

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sleggjan og Þruman.

Ég spurði bara hvað þeir kumpánar Gylfi og Guðmundur hefðu þáð margar ferðir og verið margar gistinætur til Brussel.

Það hefur marg komið fram að forsvarsmenn ASÍ og fjölmargir verkalýðsforkólfar hafa farið í boðsferðir til Brussel í boði hirðarinnar þar.

Ég skora á ASÍ forystuna að gefa þetta nákvæmlega upp hverjir hafi farið  hvað oft og svo frv og einnig hvort þeir hafi líka haft fulla dagpeninga eða ekki.

En það er ekki auðvelt að grafast fyrir um þetta fyrir almenning jafnvel þó svo þeir séu félagar í Verkalýðsfélagi sem á aðild að ASÍ.

Vegna þess að ASÍ klíkan og ólýðræðisleg uppbygging þessa apparats er nefnilega ekki ósvipuð og uppbygging ESB apparatsins þó stærðarmuninum sé auðvitað ekki saman að jafna.

Hjá svona apparötum sitja menn oft ævilangt eins og hanar á haugi og klappa hvor öðrum með sporslum og yfirhylmingum og klíkuskap.

Þess vegna kalla svona ólýðræðisleg apparöt á grassandi spillingu !

Ég þori að fullyrða að báðir þessir kumpánar hafa farið slíkar lúxusferðir á vit hálfguða sinna og það á kostnað ESB og ASÍ elítunnar.

Þó ég geti ekki sannað það, þá getur það samt verið satt og þess vegna spurði ég.

Gunnlaugur I., 13.7.2010 kl. 17:45

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnlaugur kemur ekki með neinar heimildir og er því ótrúverðugur.

Kemur mér ekkert á óvart. Það flokkast sem undantekning þegar NEi-sinni kemur með heimilid.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.7.2010 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband