Leita í fréttum mbl.is

Tryggvi Haraldsson: Haltur leiðir blindan

Tryggvi HaraldssonStjórnmálafræðingurinn Tryggvi Haraldsson skrifaði ágæta grein í Fréttablaðið þann 8. júlí um Evrópumál og þar segir hann m.a.:

"Enn einu sinni stendur fólk, sem vill upplýsta umræðu um Evrópumál og skýrar upplýsingar í aðildarsamningi frammi fyrir því að þurfa að svara fyrir lýðskrum nokkurra einstaklinga sem ekki virðast geta fellt sig við lýðræðislega ákvörðun Alþingis. Til að byrja með er auðvelt að benda þeim Unni, Ásmundi, Gunnari Braga og Birgittu á það að ef eitthvað myndi skaða orðspor landsins í því uppbyggingarferli sem það er þó lagt upp í, væri það að vera fyrsta landið til að draga umsókn sína að ESB til baka áður en aðildarviðræður hæfust. Fordæmi eru fyrir því að aðildarumsóknir hafi verið frystar en aldrei dregnar til baka, áður en þjóðin fær að taka afstöðu til aðildarsamningsins þótt umræða um slíkt hafi t.d. verið til staðar á Möltu. Þjóðir á borð við Noreg og Sviss hafa báðar hafnað aðildarsamningi og hef ég ekki vitneskju um að þær hafi nokkurn tíma skert velvilja annarra þjóða í sinn garð.

Það sér allt gagnrýnið fólk að hugmyndir um að draga umsóknina til baka eru langt frá því að vera til sóma nú þegar fólk vinnur að því hörðum höndum að skapa umhverfi og breiðari sátt fyrir upplýsta Evrópuumræðu um allt land þegar aðildarferlið hefst. Að því ferli mun koma fjöldi fólks, bæði með hjálp íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB. Það er hin eiginlega upplýsingagjöf sem fólk um land allt hefur verið að kalla eftir í mörg ár og þröngir hagsmunahópar innan t.d. stjórnmálaflokka (og þingmenn þeirra) vilja koma í veg fyrir. Ég hvet andstæðinga aðildar til að kynna sér þann stuðning sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitir umsóknarlöndum áður en hlaupið er upp til handa og fóta með upphrópunum sem eru landi og þjóð til skammar. Slík orðræða getur verið töff og virkað sterkt á einhverja en er langt frá því að vera sú umræða sem við þurfum að ganga í gegnum núna."

Öll grein Tryggva

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband