16.7.2010 | 13:07
Hannan og gúrkurnar
Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um goðsagnir um ESB og Evrópuþingmanninn, Daniel Hannan. Við birtum hér grein Andésar í heild sinni
AGÚRKUMAÐURINN MÆTIR
Hún er þrautseig goðsögnin um reglugerðarbáknið í Brussel. Dæmi um þetta bull er að íslensk ungmenni verði send í evrópskan her, Íslendingar muni missa allar auðlindir sínar og að íslenskur landbúnaður verði lagður í rúst ef við göngum í Evrópusambandið. Einn af helstu boðberum slíkra sögusagna er breski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan. Honum hefur verið mikið hampað af Nei-hreyfingunni á Íslandi og hefur nokkrum sinnum komið hingað til lands til að boða fagnaðarerindið.
Fyrir nokkrum misserum taldi Hannan sig hafa himin höndum tekið þegar hann rakst á reglugerð ESB frá árinu 1988 sem fjallaði um agúrkur. Hannan henti þessu á loft og birtu Nei-sinnar á Íslandi mikla frásögn af þessu hræðilega miðstýringarapparati í Brussel. Það er ekki nýtt að reglugerðir Evrópusambandsins - sem vel að merkja miða flestar að því að afnema viðskiptahindranir og koma á sameiginlegum markaði Evrópu - verði skotmark einangrunarsinna. Frægustu dæmin eru reglur um viðskipti með agúrkur og banana. Sú fyrri var sett árið 1988 og sú seinni árið 1994. Þessar reglugerðir voru settar að beiðni neytenda og framleiðenda, en ekki embættismanna í Brussel. Tilgangurinn var að auðvelda viðskipti á milli landa og komu í stað 15 mismunandi reglna í aðildarlöndum ESB. Í þessum reglum er kveðið á um ákveðna gæðaflokkun afurðanna þannig að kaupendur, bæði innanlands og utan, geti gengið að því vísu að verið sé að kaupa fyrsta flokks vöru. Ekkert í reglugerðunum bannar framleiðendum hins vegar að framleiða eins bogna banana eða agúrkur og þeir vilja. Sú vara kemst hins vegar ekki í hæsta gæðaflokk. Reglur innri markaðar Evrópusambandsins eru eins og þeir staðlar sem þegar eru fyrir hendi hjá Staðlasamtökum Evrópu (CEN) og Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD).
Þessar staðreyndir henta hins vegar ekki mönnum eins og Hannan. Hann passar sig á því að minnast ekki á að ESB hefur til dæmis sett reglur sem auka rétt flugfarþega á endurgreiðslu frá flugfélögum, sett reglur sem hafa knúið fram aukna samkeppni á fjarskiptamarkaði í Evrópu og þannig lækkað verð til almennings, opnað á rétt launafólks til að vinna hvar sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins og sett reglur sem gera ríkisstjórnum landa Evrópu mögulegt að vinna náið saman gegn gróðurhúsaáhrifum. Þessar staðreyndir henta ekki lífsýn manna eins og Hannan og því grípa þeir til ráða að mistúlka og skrumskæla lög og reglur sem auka á réttindi almennings í Evrópu.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Afhverju þarf að banna Cheerios og Season All í ESB?
Hjalti Sigurðarson, 18.7.2010 kl. 13:25
Hjalti Sigurðarson.
Það ætti að banna ALLT bullið og ruglið í þér.
Alls staðar í heiminum.
Þorsteinn Briem, 18.7.2010 kl. 14:11
21.5.2008:
"Dear Ms. Mercedes,
Thank you for contacting General Mills regarding Cheerios.
Our US colleagues have transferred your request to the German office.
General Mills and Nestle have a global joint-venture on the cereal business Cereal Partners Worldwide CPW. Europe belongs to the region that is managed by Nestle and sold under the Nestle brand.
They have decided not to sell Cheerios anymore. The same applies for Greece. In Europe you just get the GM product in special Army shops and in Iceland.
Best regards,
Jessica Hillmer
General Mills GmbH
22083 Hamburg/Germany"
No Cheerios for Europe
Þorsteinn Briem, 18.7.2010 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.