Leita í fréttum mbl.is

Hannan og gúrkurnar

Andrés PéturssonAndrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um goðsagnir um ESB og Evrópuþingmanninn, Daniel Hannan. Við birtum hér grein Andésar í heild sinni

AGÚRKUMAÐURINN MÆTIR

Hún er þrautseig goðsögnin um reglugerðarbáknið í Brussel. Dæmi um þetta bull er að íslensk ungmenni verði send í evrópskan her, Íslendingar muni missa allar auðlindir sínar og að íslenskur landbúnaður verði lagður í rúst ef við göngum í Evrópusambandið. Einn af helstu boðberum slíkra sögusagna er breski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan. Honum hefur verið mikið hampað af Nei-hreyfingunni á Íslandi og hefur nokkrum sinnum komið hingað til lands til að boða fagnaðarerindið.

Fyrir nokkrum misserum taldi Hannan sig hafa himin höndum tekið þegar hann rakst á reglugerð ESB frá árinu 1988 sem fjallaði um agúrkur. Hannan henti þessu á loft og birtu Nei-sinnar á Íslandi mikla frásögn af þessu hræðilega miðstýringarapparati í Brussel. Það er ekki nýtt að reglugerðir Evrópusambandsins - sem vel að merkja miða flestar að því að afnema viðskiptahindranir og koma á sameiginlegum markaði Evrópu - verði skotmark einangrunarsinna. Frægustu dæmin eru reglur um viðskipti með agúrkur og banana. Sú fyrri var sett árið 1988 og sú seinni árið 1994. Þessar reglugerðir voru settar að beiðni neytenda og framleiðenda, en ekki embættismanna í Brussel. Tilgangurinn var að auðvelda viðskipti á milli landa og komu í stað 15 mismunandi reglna í aðildarlöndum ESB. Í þessum reglum er kveðið á um ákveðna gæðaflokkun afurðanna þannig að kaupendur, bæði innanlands og utan, geti gengið að því vísu að verið sé að kaupa fyrsta flokks vöru. Ekkert í reglugerðunum bannar framleiðendum hins vegar að framleiða eins bogna banana eða agúrkur og þeir vilja. Sú vara kemst hins vegar ekki í hæsta gæðaflokk. Reglur innri markaðar Evrópusambandsins eru eins og þeir staðlar sem þegar eru fyrir hendi hjá Staðlasamtökum Evrópu (CEN) og Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD).

Þessar staðreyndir henta hins vegar ekki mönnum eins og Hannan. Hann passar sig á því að minnast ekki á að ESB hefur til dæmis sett reglur sem auka rétt flugfarþega á endurgreiðslu frá flugfélögum, sett reglur sem hafa knúið fram aukna samkeppni á fjarskiptamarkaði í Evrópu og þannig lækkað verð til almennings, opnað á rétt launafólks til að vinna hvar sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins og sett reglur sem gera ríkisstjórnum landa Evrópu mögulegt að vinna náið saman gegn gróðurhúsaáhrifum. Þessar staðreyndir henta ekki lífsýn manna eins og Hannan og því grípa þeir til ráða að mistúlka og skrumskæla lög og reglur sem auka á réttindi almennings í Evrópu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Afhverju þarf að banna Cheerios og Season All í ESB?

Hjalti Sigurðarson, 18.7.2010 kl. 13:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjalti Sigurðarson.

Það ætti að banna
ALLT bullið og ruglið í þér.

Alls staðar í heiminum.

Þorsteinn Briem, 18.7.2010 kl. 14:11

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.5.2008:

"Dear Ms. Mercedes,

Thank you for contacting General Mills regarding Cheerios.

Our US colleagues have transferred your request to the German office.

General Mills and Nestle have a global joint-venture on the cereal business Cereal Partners Worldwide CPW. Europe belongs to the region that is managed by Nestle and sold under the Nestle brand.

They have decided not to sell Cheerios anymore. The same applies for Greece. In Europe you just get the GM product in special Army shops and in Iceland.

Best regards,

Jessica Hillmer

General Mills GmbH
22083 Hamburg/Germany"

No Cheerios for Europe

Þorsteinn Briem, 18.7.2010 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband