Leita í fréttum mbl.is

Baldur Þórhallsson: NIÐURRIFSSTARFSEMI EÐA NÚTÍMA LÝÐRÆÐI ?

Baldur ÞórhallssonMeira um greinar: Baldur Þórhallson, stjórnmálafræðingur, ritar einnig grein í Fréttablaðið og fjallar um þá ósk sumra að draga umsóknina að ESB til baka.Grein Baldurs er svona og er fyrirsögn hennar:

NIÐURRIFSSTARFSEMI EÐA NÚTÍMA LÝÐRÆÐI ?

"Margir þingmenn leggja nú allt kapp á að draga umskn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Þannig leggjast þeir gegn því að kjósendur fái að segja hug sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Þeir leggjast einnig gegn því að látið verði á það reyna í viðræðum við ESB hvort að við Íslendingar fáum ásættanlegan samning í sjávarútvegs-, landbúnaðar- og uppbyggingarmálum og hvort að sambandið sé reiðubúið að aðstoða Seðlabankann við að styrkja stöðu krónunnar áður en tekin verður upp evra.

Þetta er ekki lýðræðislegur málflutningur og ekki til þess fallinn að efla trúverðugleika þingheims þar sem kjósendur hafa ákaft kallað eftir beinu lýðræði. Þessi forræðishyggja ber heldur ekki vott um að þingmenn treysti kjósendum.

Almenningur kallar eftir breyttum og lýðræðislegri vinnubröðum á þingi, hjá stjórnmálaflokkum og þingmönnum. Það að ganga gegn rétti kjósenda til að greiða atkvæði um aðildarsamning við ESB ber ekki vott um ný og bætt vinnubrögð heldur gamaldags niðurrifsstarfsemi, pólitískt karp og refskák.
Á þessum erfiðum tímum ættu stjórnmálamenn að vinna saman og standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar í viðræðum við ESB. Kjósendur eiga skýlausan rétt á því að fá að sjá aðildarsamning við ESB, meta kosti hans og galla og greiða um hann atkvæði. Treystum þjóðinni."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG Í EVRÓPUSAMBANDINU.

Rúmlega þriðjungi af fjárlögum Evrópusambandsins, rúmlega 347 milljörðum evra, verður varið til byggðamála á tímabilinu 2007-2013.


Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.


Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af
völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.


Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.


Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.


Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hinsvegar styrki til dreifðra byggða.


Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

• Aðlögun flotans

• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

• Veiðistjórnun og öryggismál.

• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla að fjölbreyttari atvinnuvegum.


Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 12:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLAND OG UPPTAKA EVRU.

Ísland GÆTI fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu, til dæmis í ársbyrjun 2013,
og tekið upp evru tveimur árum síðar, í ársbyrjun 2015, um leið og Pólland, EFTIR FJÖGUR OG HÁLFT ÁR.

Fyrst þarf hins vegar að semja um aðild Íslands að sambandinu, kynna hér aðildarsamninginn vel og halda loks þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.

Eistland fékk aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, tveimur mánuðum síðar.


Eftirspurn er nú lítil hérlendis miðað við árin fyrir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008, verðbólgan var komin niður í 7,5% nú í maí og 5,7% í júní, en Seðlabanki Íslands spáir hér 3% verðbólgu á næsta ári og 2% árið 2012.


Verðbólgu- og stýrivaxtamarkmiðið varðandi upptöku evru ætti því að nást hér árið 2012 en nú eru hér 8% stýrivextir.

Stefnt er að því að hér verði heildarjöfnuður ríkissjóðs orðinn jákvæður
á árinu 2013 og til lengri tíma litið verði skuldsetning ríkissjóðs ekki meiri en 60% af vergri landsframleiðslu.

Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans í júní 2010


14.6.2010: Svar viðskiptaráðherra á Alþingi um upptöku evru


Þjóðhagsáætlun fyrir árið 2010


Maastricht-skilyrðin


"Successful participation in ERM II for at least two years is considered as confirmation of the sustainability of economic convergence and that the Member State can play a full role in the euro-area economy."

Who can join the euro area and when?


Gengissamstarf Evrópu - ERM II


15.3.2010: Fyrirspurn á Alþingi um upptöku evru


"Hins vegar skiptir grundvallarmáli að skuldirnar munu fara minnkandi ef ríkisstjórnin og Alþingi halda sig innan áætlunar í ríkisfjármálum og verða nærri 85% af landsframleiðslu árið 2014
, sem verður nokkuð nálægt eða jafnvel undir meðaltali í Vestur-Evrópu. [...]

Við þetta má bæta að þótt viðmiðin miðist við vergar eða brúttóskuldir er staða Íslands enn betri í erlendum samanburði ef eingöngu er horft til hreinna skulda.


Það er fyrirsjáanlegt að árið 2014 verður staða Íslands líklega betri en landa Evrópusambandsins og
raunar betri en í öðrum löndum sem við horfum oft til, til dæmis Bandaríkjanna, svo ekki sé nú minnst á Japan sem á við mestan vanda allra landa að stríða núna.

Þá er ekki horft til þess að skuldbindingar utan efnahagsreiknings eru litlar hérlendis. Í mörgum löndum eru þær verulega íþyngjandi og raunar má halda því fram með góðum rökum að íslenska ríkið eigi eignir utan efnahagsreiknings."


14.6.2010: Svar viðskiptaráðherra á Alþingi um upptöku evru

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband