Leita í fréttum mbl.is

Formaður Evrópusamtakanna: Ummæli Hannan hlægileg!

Andrés PéturssonAndrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, segir ýmis ummæli Evrópuþingmannsins Daniel Hannan, hlægileg, en Daniel var hér staddur í boði Nei-sinna. 

„Ég myndi nú ekki taka boðskap Daniel Hannan sem einhvern algildan sannleika í þessu máli. Hann er þekktur Evrópuandstæðingur og er í útjaðri Íhaldsflokksins. Hann hefur m.a verið settur niður af flokknum í Bretlandi fyrir ýmis ummæli sín, m.a um breska heilbrigðiskerfið og annað," segir Andrés.

Hér er frétt ST2 um málið og textafrétt á visir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hugsjónir Sjálfstæðisflokksins ganga nú út á að eiga sem mest viðskipti við kínverska kommúnistaflokkinn og innflutning á breskum sérvitringum.

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 23:23

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Elsku Andrés minn! Er þekktur andstæðingur ótrúverðugri heldur en þekktur aðildarsinni. Það má kanski hugsa og velta þessum boðskap hans fyrir sér,þótt hann sé ekki algildur sannleikur. Ég ætla að skoða hann betur,alltof upptekin í góða veðrinu.

Helga Kristjánsdóttir, 18.7.2010 kl. 00:43

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

lHelga þú hittir naglann á höfuðið.

Hjá ESB innlimunarsinnum eru menn sem eru þekktir sem andstæðingar ESB aðildar, eða NEI sinnar, eins og þeir vilja helst kalla okkur, með 0llu ómarktækir og marklausir.

Blaðamenn sem voga sér að hafa viðtöl eða birta fréttir af skoðunum þessara þekktu en hættulegu manna er líka hundskammaðir og sakaðir um hroðalega hlutdrægni með því að hafa leyft sér þá ósvinnu að hafa haft viðtal um málið við þekktan ESB andstæðing.

Hinns vegar eru þekktum ESB aftaníossum bæði innlendum og erlendum ævinlega hossað sem miklum sérfræðingum og mikilmennum.

Þess vegna er það svo að ESB trúboðið og ESB flokkurinn þeirra Samfylkingin hlusta ekki á þjóð sína sem vill alls ekkert inní ESB.  því að við þessi 70% sem það viljum erum ómarktæk með öllu.

Eins verður það þegar þjóðin á endanum fær tækifæri til þess að vísa þessu á bug í kosningum.

Þá verður það bara ekki marktækt af því að þetta og af því að hitt og í ofanálag voru þekktir ESB andstæðingar sem leyfðu sér að berjast gegn ESB aðild og fengu meira að segja inni í fjölmiðlum með hættulegan boðskapinn.

Því mun sami ESB söngurinn hefjast strax aftur daginn eftir að við höfum gjörfellt ESB málið.

Þannig er ESB sýkin pest sem herjar á þjóðina !

Gunnlaugur I., 18.7.2010 kl. 08:05

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur fyrsti.

Það eina sem Helga hefur hitt hér á höfuðið er skallinn á þér, elsku kallinn minn, og hátt glymur í þeirri galtómu tunnu, að vanda.


Þorsteinn Briem, 18.7.2010 kl. 10:50

5 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Daníel Hannan er Samveldissinni.

Hann saknar þess tíma þegar Bretland var heimsveldi.

Hann vill að Bretland segi sig úr ESB.

Hann vill endurreisa gamla Breska samveldið.

Honum mun ekki verða að ósk sinni.

Guðjón Eiríksson, 19.7.2010 kl. 10:47

6 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ég myndi nú ekki taka boðskap Daniel Hannan  Andrés Pétursson sem einhvern algildan sannleika í þessu máli. Hann er þekktur Evrópuandstæðingursinni og er í útjaðri ÍhaldsflokksinsSamfylkingarinnar.

Eggert Sigurbergsson, 20.7.2010 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband