22.7.2010 | 13:27
Benedikt um Daniel Hannan ("aka" Agúrkumaðurinn)
Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri og einn stjórnarmanna í SJÁLFSTÆÐIR EVRÓPUMENN, skrifar pistil á vefsvæðinu www.heimur.is um heimsókn Evrópuþingmannsins Daniel Hannan, hér um daginn. Benedikt er góður penni og skemmtilegur aflestrar.
Pistill Benedikts er svona:
Heimsókn agúrkumannsins Daniel Hannan
Daniel Hannan Evrópuþingmaður og Íhaldsmaður frá Englandi kom hingað til lands í síðustu viku. Hann hitti marga á fundum og mér gafst færi sem ég þáði á því að ræða við hann.
Heimdallur stóð líka fyrir opnum fundi sem ég sótti. Mér fannst gaman að því að við innganginn stóð Ragnar Arnalds og bauð mig velkominn í hópinn, en ég hafði ekki áttað mig á því að Ragnar væri Heimdellingur. Enginn vafi er á því að nánast allir sem á fundinum voru höfðu fyrirfram ákveðnar skoðanir um málin og Hannan reyndist létt að spila inn á Evrópuandúð fundarmanna.
Hannan er mælskumaður og hefur lag á að koma fundarmönnum í stuð og margoft var klappað. Hann sagði margt áhugavert þó að flest sé hafi reyndar verið mælskubrögð og ýmislegt sem erfitt er að sannreyna. Hann tók það fram, bæði á skrifstofunni hjá mér og á fundinum að hann talaði bæði frönsku og spænsku. Það er líka tekið fram á heimasíðunni hans. Hann fékk ekki að vita hvaða tungumál ég tala eða skil.
Hann kvartaði undan því að reglugerðir streymdu frá Evrópusambandinu á ógnarhraða. Íslendingar munu taka upp eina Evrópureglu á dag að jafnaði en þær eru miklu fleiri sem við tökum ekki upp, einkum í landbúnaði. Það er athyglisvert að hann nefndi sem dæmi ýmsar reglur sem hann hrósaði, en taldi að prinsippið ætti að vera að löndin ákvæðu þetta sjálf.
Eitt dæmið var um að börn ættu að nota bílstóla þar til þau næðu ákveðinn hæð eða yrðu tólf ára. Hann lét þess ekki getið, en hæðin er 135 sm sem flest börn ná þegar þau eru níu ára. Ég sagði honum að þetta væri ekki vandamál á Íslandi því að við gæfum börnum að borða. Ég fletti reglugerðinni upp og eftir fimm ára aldur er nóg að hafa sessu. Á fundinum talaði hann bara um reglugerðina sem skikkaði tólf ára börn í bílstóla.
Hannan taldi miklu betra fyrir Breta að eiga viðskipti við Nýja Sjáland en Evrópulönd vegna þess að lagaumhverfi Nýsjálendinga væri svo svipað og í Englandi. Ég spurði hann hvort það væri ekki einmitt tilgangurinn með Evrópusambandinu að samræma reglur þannig að auðvelt væri að eiga viðskipti. Hann svaraði því ekki.
Þingmaðurinn sagði að Bretar hefðu átt 65% af fiski í Norðursjó þegar þeir gengu í Efnahagsbandalagið, hefðu fengið 25% og 15% af verðmæti. Þetta hefði verið kallað aðgöngumiðinn að félaginu. Ekki veit ég hvað er til í þessu.
Hann sagði frá því að hann byggist við að Íslendingum yrði boðinn viðauki við samninginn þar sem þeim yrði lofað fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum, en þegar fyrsti spænski fiskimaðurinn færi með má fyrir Evrópudómstólinn yrði viðaukinn felldur úr gildi. Samningur myndi alls ekki standast nema fiskveiðistefnunni yrði breytt allri. Boðskapurinn var sá að jafnvel góður samningur væri einskis virði því honum yrði kollvarpað af dómstólum.
Oft var hlegið og klappað á Heimdallarfundinum, en þó ekki þegar Hannan sagði að eðlilegast væri að ljúka viðræðunum og greiða svo atkvæði um samninginn. Ekki láta málið hanga yfir sér endalaust. Margir fundarmanna hafa eflaust staðið að ályktun á landsfundi um að draga bæri umsóknina tilbaka og voru ekki upprifnir yfir þessari uppástungu. Hannan sagðist tilbúinn að aðstoða Íslendinga við að gera eins góðan samning og gott væri. Ég sagði honum að það væri mikilvægt að hafa svona ráðgjafa sem væri viss um að ætti að plata okkur, fremur en einhvern sem fyndist geislabaugur yfir öllu evrópsku.
Á fundi okkar sagði hann að Íslendingar ættu alls ekki að taka upp evru, veikustu mynt í heimi. Frekar dollar, pund, norska eða danska krónu (sem er evra í dulargerfi. Ég sat á mér að nefna færeysku krónuna). Þegar ég hitti hann voru með honum tveir félagar hans úr Íhaldsflokknum, annar þingmaður held ég. Þeim fannst afleitt hve pundið hefði veikst gagnvart evrunni. Sérstaklega væri það vont fyrir Íra, sem seldu mikið til Breta. Ég spyrði ekki hvort þetta hefði ekki verið vont fyrir Breta sjálfa, því það fylgdi ekki sögunni. Eitt pund var 1,5 evra árið 2007 en er nú um 1,2 og var næstum komið á par í janúar 2009. Ein mynt virðist því vera veikari en evran.
Ég spurði hann um Icesave-málin. Hann sagðist telja að menn hefðu færst mjög nálægt samkomulagi og vonandi tækist að brúa bilið. Hann taldi að Gordon Brown hefði spillt miklu fyrir Íslendingum með upphlaupi sínu í október 2008. Hannan sagði að þingmenn væru hræddir í málunum vegna þess að mörg sveitarfélög hefðu tapað peningum á Icesave.
Í lok Heimdallarfundarins þakkaði ég honum fyrir mikla mælsku, bæði hér og á Evrópuþinginu þegar umsókn Íslands var samþykkt. Hann hefði þá líkt Íslendingum við hetjuna í Sjálfstæðu fólki, sem hann hefði meira að segja nefnt á íslensku.
Söguhetjan hefði barist hetjulegri baráttu fyrir sjálfstæði sínu en í bókarlok hafði hann misst tvær konur, son, búið og bústofninn og væri á leið til fjalla með dauðveika dóttur sína til þess að setjast að í eyðikoti. En sjálfstæðinu hélt hann.
---
Hannan þessi barðist gegn því að Danir tækju upp evruna og hefur um árabil verið helsti baráttumaður gegn því að Sambandið efldist. Agúrkumaðurinn er hann kallaður vegna þess að hann vitnar máli sínu til stuðnings í reglugerð um að agúrkur eigi að vera beinar. Í raun er aðeins um gæðaflokkun að ræða, en eins og með bílstólana er aðalatriðið að láta líta svo út að um sé að ræða fáránlegar reglur hjá mönnum í Brüssel sem ekkert hafi annað að gera en leggja reglustikur við agúrkur eða mæla hæð 12 ára barna.
Hannan líkti Lisabon-sáttmálanum árið 2008 við yfirtöku nasista á völdum með samþykkt þingsins árið 1933 og var í kjölfarið rekinn úr þingflokki Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu og starfar nú með nokkrum þingmönnum frá Póllandi og víðar í litlum hægriflokki.
Honum mun hafa orðið tíðrætt um íslenska efnahagsundrið sem sýndi hve miklu betra væri að vera utan Evrópusambandsins en innan.
Á fundi okkar var hann kurteis og frekar málefnalegur, en á Heimdallarfundinum lét hann gamminn geysa og talaði meira í frösum.
Þrennt fannst mér standa eftir:
Ykkur verður boðinn góður samningur í Evrópumálum en það verður ekkert að marka þann samning ef fiskveiðireglunum almennt verður ekki breytt.
Þið eigið að ljúka samningunum og bera þá undir þjóðaratkvæði.
Það er ekki langt í land í Icesave-málinu (tók þó fram að hann væri þar ekki í innsta hring).
Benedikt Jóhannesson
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Íslenska lagasafnið er 2092 blaðsíður.
Þorsteinn Briem, 22.7.2010 kl. 14:00
ÍSLENSKUR SJÁVARÚTVEGUR OG LANDBÚNAÐUR Í EVRÓPUSAMBANDINU.
Gangi Ísland í Evrópusambandið mun Hafrannsóknastofnun halda hér áfram að leggja til AFLAKVÓTA á Íslandsmiðum og ENGUM í Evrópu er hagur í að fylgja ekki þeim ráðleggingum.
Þar að auki getur Ísland sagt sig úr sambandinu ef það sættir sig ekki við breytingar á því.
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR.
Fram kom á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB að hægt væri að víkja frá MEGINREGLUNNI UM HLUTFALLSLEGAN STÖÐUGLEIKA með auknum meirihluta í ráðherraráðinu við úthlutun aflaheimilda hverju sinni. En ólíklegt væri að slíkt yrði gert í reynd, þar sem REGLAN SÉ MIKILVÆGUR HLUTI AF SAMEIGINLEGU SJÁVARÚTVEGSSTEFNUNNI OG AÐILDARRÍKIN VÆRU SÁTT VIÐ HANA."
"Sjávarútvegssérfræðingar framkvæmdastjórnar ESB bentu á að Ísland þyrfti væntanlega að undirstrika mikilvægi reglunnar í svipaðri yfirlýsingu, BÓKUN EÐA SÉRÁKVÆÐI til að tryggja sig gagnvart hugsanlegum breytingum, þó ólíklegt væri að slíkar breytingar yrðu."
"Í þessu sambandi er rétt að minna á að yfirlýsingar hafa pólitískt gildi og geta hjálpað til við að skýra einstakar lagagreinar en lagalegt gildi þeirra er hins vegar takmarkað. Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er hins vegar sterk, því aðildarsamningur hefur SAMA lagalega gildi og stofnsáttmálar ESB."
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:
"Finna má ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM að Evrópusambandinu, sem taka tillit til sérþarfa EINSTAKRA RÍKJA og héraða hvað varðar landbúnaðarmál.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu [OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN HENNAR].
Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn [VARANLEGA] sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd."
"Artikkel 142 i MEDLEMSKAPSAVTALEN omhandler støtten i Nord-Finland. Denne er IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå."
Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 14
Þorsteinn Briem, 22.7.2010 kl. 14:02
Gengi evru var um 40% HÆRRA gagnvart sterlingspundi OG bandaríkjadal FYRIR TVEIMUR MÁNUÐUM en þegar evruseðlar voru settir í umferð 1. janúar 2002.
Hagvísar Seðlabanka Íslands - Gengi evru gagnvart sterlingspundi og bandaríkjadal, bls. 24
Og SÍÐASTLIÐINN RÚMAN MÁNUÐ hefur evran STYRKST Á NÝ um 9% gagnvart bandaríkjadal.
17.7.2010: Evran sækir í sig veðrið gagnvart bandaríkjadal
Þorsteinn Briem, 22.7.2010 kl. 14:08
Fróðlegur og gagnrýninn pistill Benedikt um heimsókn Hannan til Íslands. Fræddist meira af honum en af umfjöllun fjölmiðla um heimsókn Evrópuþingmannsins.
Jón Baldur Lorange, 22.7.2010 kl. 15:20
Þetta er góð samantekt og Hannan lagði áherslu á aðalatriðið í stöðunni núna, að klára umsóknarferlið sem hafið er og leggja niðurstöðuna (ef samningar nást) fyrir þjóðina.
@ Steini: Ekki hafa allt svona feitletrað, það er svo óþægilegt að lesa mikið efni þannig upp sett.
Ár & síð, 22.7.2010 kl. 15:28
Ár & síð
Mér sýnist þetta vera átta punkta letur, með minnsta letri sem til er, en ég skal taka tillit til þinnar frómu óskar, nema í undantekningartilfellum.
Sem betur fer er ég búinn að fara í leiseraugnaðgerð, þannig að ég sé það sem hér stendur.
Þorsteinn Briem, 22.7.2010 kl. 16:39
...Benedikt er skemmtilegur, vel skrifandi og heiðarlegur. Það hlýtur að hafa verið meiriháttar (og köld) vatnsgusa framan í "draga-til-baka-sinna" að heyra hann segja að við ættum að klára umsóknarferlið. Hannan treystir því væntanlega að við fáum "rotinn samning". En hagsmunir okkar eru kristaltærir: Að halda yfirráðum yfir fiskimiðum okkar, sem er okkar lífæð. Og ESB-sker ekki á lífæðar aðildarlanda!
Sjálfur er ég staddur í ESB-landinu Svíþjóð og hér eru allir frjálsir! Enda allt tal Nei-sinna um annað gjörsamlega út í hött!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 22.7.2010 kl. 17:05
Gunnar: Gaman að heyra að það eru allir frjálsir í Svíþjóð. Ég get sagt sömu sögu frá Þýskalandi.
Alveg sammála þér að tal Nei-sinna er út í hött.
Þeir skilja einfaldlega ekki hvað ESB. Hafa ekki lifað í ESB ríki og eru því miður uppfullir af ranghugmyndum vegna þess að þeir þekkja ekki bandalagið.
Minnir mikið á umræðu um fiskveiðar. Þegar landkrabbar fara að spyrja um fiskveiðar. Íslendingar vita heldur ekkert um fiskveiðar en eru allir sérfræðingar á því sviði!!
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 17:38
Ég er ekki sammála Hannan í að rétt sé að draga ESB-málið á langinn. Þetta er búið og best að pakka saman strax og snúa sér að öðru. Það er einnig hlægilegt að heyra ykkur aðildarsinnana fagna yfirlýsingu Hannan um að rétt sé að halda aðlögunarferlinu áfram næstu 2-3 árin. Þið hljótið þá að taka undir annað sem hann segir, ekki satt?
Þið talið síðan um að það yrði álitshnekkir að draga umsóknina til baka. Þann álitshnekki er algjörlega hægt að skrifa á reikning vinstri stjórnarinnar og þá sérstaklega Samfylkingarinnar sem lagði af stað í ferð án fyrirheits. Nákvæmlega sama og hún gerði í Magma málinu - þar keyrir hún málið áfram þrátt fyrir að vita allan tímann um skoðun VG og meirihluta þjóðarinnar. Reikninginn fyrir klúðrinu skrifast að öllu leyti á þá sem bera ábyrgð á málinu á vegum stjórnvalda. Það er fyrsta lexía sem ráðherrar þurfa að læra er að þingmeirihluti sé fyrir þeim málum sem þeir vinna að og gefa erlendum viðsemjendum okkar vilyrði fyrir. Heitir á mannamáli að lofa upp í ermina á sér. Þetta á bæði við um ESB og Magma málið hvaða skoðun sem menn kunna að öðru leyti að hafa á þeim.
Jón Baldur Lorange, 22.7.2010 kl. 17:47
Jón Baldur: Steingrímur J studdi kaup Magma á HS Orku. Hann og Gylfi Magnússon gáfur fyrirtækinu meira að segja 500 milljón króna afslátt af kaupunum.
Þannig að það er ekki hægt að alhæfa um að VG hafi verið á móti kaupum Magma Energy á HS Orku. Það eru einhverj innanhús átök hjá VG þessa stundina.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 18:12
Afli skipa sem veiða í Norðursjó hefur minnkað mikið undanfarna áratugi.
Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu en þær stærstu eru nú Danmörk, Spánn, Bretland og Frakkland.
Stór hluti af afla spænskra skipa kemur hins vegar úr Miðjarðarhafinu.
Fiskafli skipa í Evrópusambandinu árið 2005
Frakkland stofnaði ásamt fleiri ríkjum Efnahagsbandalag Evrópu (EEC) árið 1957. Bretland og Danmörk fengu aðild að Efnahagsbandalaginu árið 1973 en Spánn og Portúgal árið 1986.
Afli breskra skipa var um 50% minni árið 2007 en 1973, um 1,2 milljónir tonna árið 1973 en um 600 þúsund tonn árið 2007.
Afli danskra skipa var einnig um 50% minni árið 2007 en 1973, um 1,4 milljónir tonna árið 1973 en um 700 þúsund tonn árið 2007.
Afli spænskra skipa var um 33% minni árið 2007 en 1986, um 1,2 milljónir tonna árið 1986 en um 800 þúsund tonn árið 2007.
Afli franskra skipa var um 30% minni árið 2007 en 1957, um 700 þúsund tonn árið 1957 en um 500 þúsund tonn árið 2007.
Afli portúgalskra skipa var um 40% minni árið 2007 en 1986, um 400 þúsund tonn árið 1986 en um 250 þúsund tonn árið 2007.
FAO - Fiskafli árið 2007 - Country Profiles 24.6.2010
Þorsteinn Briem, 22.7.2010 kl. 18:55
Málflutningur andstæðinga ESB á Íslandi hefur aldrei byggst á staðreyndum. Hvorki þegar EES samningurinn var til umræðu, eða núna þegar ESB aðild Íslands er til umræðu.
Hérna eru nokkrar tilvitnanir úr EES umræðunni frá árinu 1991. Í dag má sjá svipaðan málflutning hjá andstæðingum ESB á Íslandi.
"Gleymum ekki Íslendingar, að með samningi um evrópskt efnahagssvæði, EES, myndum við [...] að mestu flytja dómsvaldið til Belgíu og við myndum fljótt sjá að fjársterkir aðilar næðu hér tangarhaldi á hverju því sem hugur þeirra girntist."
(Jóhannes R. Snorrason, MBL, 23.08.91 bls. 40)
"Erlend stórfyrirtæki í sjávarútvegi myndu fljótlega hasla sér völl hér og færu þá létt með að leika á landann og kerfið, sem útsmognum fjárplógsmönnum einum er lagið".
(Jóhannes R. Snorrason, MBL, 10.08.91 bls. 36)
"Þeir [forkólfar stéttarfélaganna] virðast loka augunum fyrir því að við erum að gerast aðilar að efnahagssvæði þar sem fast atvinnuleysi er um 10%. Með svipuðu lögmáli og vatnið rennur undan brekkunni hlýtur atvinnuleysi hér að aukast til stórra muna."
(Páll Pétursson, umræður á alþingi 25.08.92)
"Þannig gætu Bretar, Spánverjar og Þjóðverjar keypt sér bakleið inn í fiskveiðilögsögu okkar, gert út skip sín að forminu til á Íslandi en lagt upp aflann í heimalandinu."
(Hannes Jónsson, MBL, 31.08.90 bls. 16)
"Íslendingar ættu að hugleiða herskyldumöguleikann verði EB-aðdáendunum að vilja sínum."
[...]
"Íslenski utanríkisráðherrann staðhæfir að ekki sé um fullveldisafsal að ræða með samningi um EES. HVer tekur mark á þeirri yfirlýsingu?"
(Jóhannes R. Snorrason, MBL, 10.08.91 bls. 36)
Allar tilvitnanir eru fengnar héðan.
Málflutningur andstæðinga ESB á Íslandi er og mun alltaf verða lágkúrulegur.
Jón Frímann Jónsson, 22.7.2010 kl. 20:10
@Jón B L'M: Ekki þennan dúalisma, Íslendingar skiptast í fleiri hópa en aðildarsinna og ekki-aðildarsinna. Rétt eins og í Noregi er minnihlutinn það fjölmennur (sama hvort hann er með eða á móti) að það verður að loka málinu með samningi sem hægt er að kjósa um. Það er lýðræði að hlusta á bæði meiri- og minnihluta.
@Steini: Flott! Allt annað að lesa þetta!
Ár & síð, 22.7.2010 kl. 20:22
Benedikt hagræðir sinni frásögn og túlkun vitaskuld til að þjóna sínum hugðarefnum: yfirþyrmandi EU-áhuga sínum. Ég er hissa á ykkur, strákar, að átta ykkur ekki á því.
Svo verður að líta til þess, að Hannan hefur hingað til hvarvettna lagt áherzlu á að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslna (sem EU/ESB er einmitt svo iðið við að neita þjóðum sínum um, en ella að vanvirða niðurstöður þeirra). Þessi bakgrunnur Hannans gerir það vitaskuld að verkum, að hann getur ekki látið það spyrjast um sig, að hann taki afstöðu GEGN slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu hér á Íslandi, þá væri hann sem sé ekki sjálfum sér samkvæmur. Þar að auki er ekki ólíklegt, að hann sjái fram á, að hér gætu þjóðhollir sjálfstæðis- og fullveldissinnar borið sigur úr býtum í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning (accession treaty) við Evrópubandalagið, og þannig er þá líklegt, að hann telji slíkan sigur geta orðið til að efla trúna meðal samlanda sinna o.fl. á það, að almenningur geti með góðum árangri unnið gegn miðstýringarhneigð og valdasöfnun þessa sama bandalags.
En hér myndi ég samt ekki telja hann taka eðlilegt tillit til þjóðarhagsmuna okkar Íslendinga, því að við megum ekki við því, að spilað verði með fjöregg fullveldis okkar og því jafnvel varpað fyrir róða – eða fyrir gammana (gömlu nýlenduveldin í Erópu), ef þið viljið heldur orða hlutina þannig.
Jón Valur Jensson, 22.7.2010 kl. 20:26
"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.
It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).
The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."
Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 22.7.2010 kl. 21:09
Stefna Sjálfstæðisflokksins er hins vegar að eiga sem mest viðskipti við kínverska kommúnistaflokkinn.
Þorsteinn Briem, 22.7.2010 kl. 21:17
Voru þetta virkilega atriðin sem hann kom með sem áttu að sýna vonsku ESB?
Haha eki furða þó andsinnar hafi ærst af fögnuði!
Sko, mér sýnist, í stuttu máli, að í UK (jafnvel víðar í Evrópu) er einhver svona sirka 2-3% hópur sem lifir eða byggir tilveru sýna á því að hafa allt á hornum sér varðandi ESB.
Sem sagt að það er bara örmarkaður fyrir þetta - en gef samt færi á einhverjum 2-3 einstaklingum til að höfða til eða stíla inná þennan örmarkað og hafa lifibrauð sitt af.
Í raunini er ekki nokkur maður í ábyrgðarstöðum sem tekur mark á þessu! Ekki nokkur.
Og jafnvel þeir sem hafa lifibrauð sitt af þessum vinkli, skulum við segja, taka það heldur ekkert alvarlega þannig séð.
Meina, halda menn að Hanni hefði þá ekki komið með eitthvað bitastæðara? Þetta hefur bara verið djók þessi ræða. Svipað og svona djókræður á þorrablótum eð árshátíðum og þess háttar.
Eg held að það sé hvergi jafn mikil fáfræði um ESB og á íslandi og hvergi þar sem einhverjir trúa i alvöru trölla og ævintýrasögunum bókstaflega - eins og sumir andsinnar hér virðast í raun gera. Þ.e. þeir taka tröllasögurnar um ESB alvarlega og trúa þeim.
Þarna fléttast að vísu inní einhver grunnur/bakgrunnur undi/að baki, sem gerir það að verkum að andsinnar sumir vilja trúa trölla og ævintýrasögum. Því eins og menn hafa tekið eftir - þá taka andsinnar engum rökum! Þó marg, marg búið sé að sýna þeim fram á eigin steypu - þá taka þeir engum sönsum. Það er mjög eftirtektarvert og átsending.
Hvað það er nákvæmlega sem er þarna undirliggjandi á bak við hjá ísl. andsinnum sem gerir þá svo steinrunna - er efni í aðra umræðu. En má segja í einni setningu að sé sambland af sögulegum og sálræðilegum faktorum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.7.2010 kl. 22:04
Leiðrétting ágætu aðildarsinnar. Sjálfstæðissinnar eru ekki andstæðingar Evrópusambandsins svo það komi nú enn og aftur fram. Það er margt ágætt að segja um Evrópusambandið enda erum við nú einu sinni í nánu samstarfi við sambandið í gegnum EES. Hins vegar sjáum við ekki hagsmunum Íslands borgið sem fullgildir aðilar Evrópusambandinu. Með EES náðum við að halda sjávarútvegi og landbúnaði fyrir utan samninginn að mestu leyti (þó matvælalöggjöf ESB hafi verið innleidd á seinni stigum með mikilvægum undanþágum í landbúnaði). Jafnframt höldum við meira fullveldi og sjálfstæði á flestum stigum þar sem Alþingi þarf að innleiða alla löggjöf frá ESB. Þá eru greiðslur til ESB lægri í dag en þær yrðu ef við gerðumst fullgildir aðilar o.s.frv. Samningafrelsi höldum við til að gera viðskiptasamninga utan áhrifasvæðis ESB o.fl.
Ég bið ykkur þess vegna að hætta þessum upphrópunum um að þó að við sjáum ekki þá kosti við aðild að ESB eins og þið, að þá erum við ekki andstæðingar Evrópusambandsins eða þeirra 27 ríkja sem mynda það.
Jón Baldur Lorange, 22.7.2010 kl. 22:16
Steini Briem: Var ekki Evrópusambandið að skála í dag fyrir viðskiptasamningi við kínverska kommúnistaflokkinn? Ég veit ekki betur.
Jón Baldur Lorange, 22.7.2010 kl. 22:18
Andstaða VG gegn kaupum Magna á HS orku, hefur lítið með yfirráð yfir auðlindunum að gera. Það hefur ekkert nýtt komið fram í þeim málum. Tilgangur andstöðunnar er aukin ólga í ríkisstjórninni vegna ESB. Meginþorri VG vill ekki ganga í ESB, og þeir eru meðvitaðir um að þjóðin vill ekki sjá slíka inngöngu. VG veit að það verður að stoppa þetta umsóknarferli og eru að setja Samfylkingunni stólinn fyrir dyrnar.
Sigurður Þorsteinsson, 22.7.2010 kl. 23:29
Nú eru ísl. andsinnar laggstir í bréfaskriptir við einhvera rugludalla og öfgmenn útí UK
Haha er þessi frétt ekki lýgi eða?
http://www.dv.is/frettir/2010/7/22/brefid-sem-heimssyn-sendi-evroputhingmonnum/
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.7.2010 kl. 23:31
Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage er hugrakkur snillingur.
Menn skoði hann í ýmsum leiftradi ræðum á YouTube!
Ómar Bjarki kastaði að honum grjóti úr glerhúsi.
En bréfið, sem Páll Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Heimssýnar, skrifaði út, var bæði réttmætt og tímabært.
Jón Valur Jensson, 22.7.2010 kl. 23:42
Jón Baldur.
Að sjálfsögðu gerir Evrópusambandið fríverslunarsamninga við fjöldann allan af stórum og smáum ríkjum úti um allan heim.
Fríverslunarsamningar Evrópusambandsins
"Kína í stað evru"
"Kínverski utanríkisráðherrann tók sérstaklega upp viðskipti landanna og hafði frumkvæði að því að hvetja til þess að fundur sameiginlegrar nefndar ríkjanna tveggja um viðskiptamál færi fram hið fyrsta.
Ráðherrarnir ræddu jafnframt um viðræður landanna tveggja um fríverslun og má gera ráð fyrir því að næsti fundur sem tengist þeim fari fram í Peking síðar á þessu ári eða í byrjun næsta árs.
Mikill hugur kom fram hjá bæði utanríkisráðherranum, sem og á fundinum með varaforseta alþýðulýðveldisins, um að efla viðskipti landanna."
13.7.2010: Utanríkisráðherra í opinberri heimsókn í Kína
"Formlegar samningaviðræður Íslendinga og Kínverja um fríverslun hófust í Beijing hinn 11. apríl 2007. [...]
Kínverska samninganefndin tók undir það sjónarmið að samningurinn skyldi vera rýmri að umfangi en til dæmis nýlegur samningur þeirra við Chile og skyldi því einnig ná til þjónustuviðskipta.
Hins vegar kom fram það sjónarmið af þeirra hálfu að tafarlaus niðurfelling tolla á sjávarafurðir gæti verið nokkrum erfiðleikum bundin."
Utanríkisráðuneytið - Fríverslunarviðræður við Kína í Beijing
"Gagnrýnendur hafa bent á að Evrópusambandið hafi ekki viðurkennt Kína sem markaðshagkerfi í skilningi WTO [World Trade Organization], en því skyldu Íslendingar bíða eftir slíku?"
Samtök verslunar og þjónustu - Fríverslunarsamningur við Kína
"Með þessari viðurkenningu hafa Íslendingar jafnframt skuldbundið sig til að beita ekki undirboðstollum á vörur frá Kína nema að uppfylltum mjög ströngum kröfum um að sannað hafi verið að undirboð hafi átt sér stað, samkvæmt reglum WTO.
Evrópusambandið hefur hins vegar nýtt sér undanþáguákvæði í bókun WTO vegna aðildar Kína að stofnuninni sem slakar á þessum ströngu sönnunarkröfum og lagt undirboðstolla á vörur frá Kína, til dæmis stálvörur og skófatnað."
Samtök iðnaðarins - Hvað felst í fríverslunarsamningi við Kína?
"Aukin samskipti EFTA við lönd utan Evrópusambandsins (stundum kölluð "þriðju lönd") hófust í raun þegar í lok kalda stríðsins árið 1989 þegar ESB hóf að gera svonefnda Evrópusamninga við Austur- og Mið-Evrópulöndin."
Fríverslunarsamningar Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) við lönd utan Evrópusambandsins
Útflutningur okkar Íslendinga á vörum og þjónustu hvílir á þremur stoðum, iðnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Iðnaðarvörur, sem hér eru framleiddar, og íslenskar sjávarafurðir eru aðallega seldar í Evrópusambandslöndunum og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn hér, enda er Ísland í Evrópu.
Við Íslendingar lifum því aðallega á íbúum Evrópusambandsins og fáum þar hæsta verðið fyrir okkar vörur.
Þorsteinn Briem, 22.7.2010 kl. 23:54
Evrópusambandslöndin, sem öll eru sjálfstæð og fullvalda ríki, eiga að sjálfsögðu viðskipti við lönd utan Evrópska efnahagssvæðisins, til að mynda Kína, en Evrópska efnahagssvæðið greiðir einfaldlega hæsta verðið fyrir íslenskar vörur og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn.
Í fyrra, árið 2009, komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.
Árið 2009 fóru einungis 3,9% af vöruútflutningi okkar til Bandaríkjanna, 2,3% til Kína, 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada en þá komu einungis 6,9% af vöruinnflutningi okkar frá Bandaríkjunum, 5% frá Kína, 1,9% frá Kanada og 0,7% frá Rússlandi.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu en einungis um 10% í Bandaríkjunum, 2% í Kanada, 1% í Kína og enn færri í Rússlandi.
Þar að auki ferðumst við Íslendingar aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og Íslendingar í námi erlendis stunda langflestir nám á Evrópska efnahagssvæðinu.
"Erasmus er flaggskip Evrópusambandsins á sviði menntasamstarfs og á hverju ári gerir Erasmus um tvöhundruð þúsund evrópskum stúdentum kleift að nema eða vinna erlendis."
Erasmus - Flaggskip Evrópusambandsins á sviði menntasamstarfs
The Erasmus Programme
Erlendir gestir um Leifsstöð 2002-2010
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010
Þorsteinn Briem, 23.7.2010 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.