Leita í fréttum mbl.is

Þorsteinn Pálsson: Heimilin lifa við óhagræði krónunnar, meðan útgerðarftrirtækin gera upp í Evrum

Þorsteinn PálssonÍ Kögunarhólspistli sínum í dag skrifar Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins:

"Fjármálaráðherra og talsmenn Heimssýnar keppast við að sannfæra almenning um að sjávarútvegur og landbúnaður geti lagt til þann hagvöxt sem þörf er á til að fjölga störfum um tuttugu þúsund og bæta lífskjörin. Þetta eru fölsk fyrirheit.

Þau virðast vera gefin í þeim eina tilgangi að telja fólki trú um að unnt sé að nota krónuna sem framtíðarmynt. Ljóst má þó vera að vegna náttúrulegra takmarkana verður sjávarútvegurinn ekki uppspretta hagvaxtar. Af sömu ástæðu verða ekki til ný störf þar. Þverstæðan lýsir sér svo í því að útvegsmenn gera bókhaldið upp í erlendri mynt.

Fjölgun starfa verður á nýjum sviðum iðnaðar og þjónustu. Til þess að vænta megi fjárfestinga á nýjum sviðum þarf traust á peningakerfinu. Ríkisstjórnin er klofin um markmið og leiðir í þeim efnum. Eigi krónan að verða nothæf þarf margvíslegar ráðstafanir sem aftur rýra lífskjörin enn frekar.

Um það þegja flestir þunnu hljóði. Framsóknarflokkurinn birti þó mjög upplýsandi skýrslu um þann veruleika fyrir tveimur árum.

Sjálfstæðisflokkurinn og VG ætla að treysta á krónuna til frambúðar. Á sama tíma hafna útvegsmenn henni vegna óhagræðis. Þeir ætlast hins vegar til að heimilin sætti sig við það óhagræði."


Sjá í Fréttablaðinu í dag 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna er sannleikurinn sagður á hófstilltan hátt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.7.2010 kl. 12:44

2 identicon

Alveg sammála Þorsteini.  Hann er ansi skýr í þessari grein.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 14:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins 2008, sjá bls. 38:

"Það liggur fyrir að stór samtök innan Samtaka atvinnulífsins hafa ályktað um að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna.

Þetta sjónarmið hefur legið lengi fyrir hvað varðar Samtök iðnaðarins og nýverið hafa Samtök verslunar og þjónustu ályktað á sama hátt.

Það kom einnig fram á fundi með nefndinni að Samtök ferðaþjónustunnar vilja taka upp evru en hafa ekki stefnu gagnvart aðild að Evrópusambandinu. [...]

Þá liggur fyrir að sveiflur í gengi krónunnar koma illa við alla atvinnustarfsemi í landinu. Allar greinar eru nú orðið með erlend lán í sínum efnahag og eru háðar aðföngum erlendis frá sem taka verðbreytingum með gengissveiflunum. [...]

Áður hefur verið rætt um sjónarmið sjávarútvegsins hvað þetta varðar og sjónarmið landbúnaðarins mótast sömuleiðis af viðhorfum til landbúnaðarstefnu ESB en báðar greinarnar líða fyrir þær miklu sveiflur sem hafa verið á gengi krónunnar að undanförnu.

Sjávarútvegurinn hefur þó þá sérstöðu umfram aðrar greinar að hann býr við sveiflujöfnun gagnvart gengisbreytingum þar sem laun
sjómanna eru gengistengd (hlutaskiptin).

Nefndin hefur túlkað starfssvið sitt á þann hátt að það sé ekki hlutverk hennar að taka efnislega afstöðu til aðildar að ESB með öllu sem því fylgir, heldur að horfa þröngt á þá kosti sem eru uppi varðandi gjaldmiðilsmálið.

Út frá þeim sjónarhóli virðist ekki vera teljandi munur á viðhorfum ólíkra atvinnugreina hvað það varðar að núverandi staða í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar er óviðunandi."

Þorsteinn Briem, 24.7.2010 kl. 14:24

4 identicon

Flott innlegg hjá tér Steini.  Eins og oft ádur. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 14:31

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk fyrir það.

Þorsteinn Briem, 24.7.2010 kl. 14:34

6 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

...verðum að hrósa þér Steini, fyrir MIKLA upplýsingasöfnun. Þetta er að verða gott "forðabúr" sem þú ert að tína hérna inn! Þakkir!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 24.7.2010 kl. 14:52

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

De rien!

Þorsteinn Briem, 24.7.2010 kl. 15:43

8 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Um 50.000 dönsk fyrirtæki færa bókhald sitt og gera upp ársreikninga sína í erlendum myntum. Þetta eru fyrirtæki sem oft stunda viðskipti að miklu leyti í erlendri mynt. Sem dæmi má nefna flugfélög, útgerðir, fragtfyrirtæki og fjármálafyrirtæki.

Þetta er svona um allan heim og hefur mikið breyst eftir að alþjóðavæðingin tók loks við sér eftir heimsstyrjöld númer tvö sem Evrópa hefur stofnað til. Þetta mál hefur ekkert að gera með hvaða gjaldmiðill er notaður í viðkomandi landi heimastöðva fyrirtækisins. Mörg fyrirtæki eru með aðalstöðvar í Sviss en gera upp í erlendri mynt.

Ef Þorsteinn Pálsson veit þetta ekki er hann óhæfur til að opna munninn í þessu máli.

Ef þið á Evrópusamtökunum vitið þetta ekki þá er það algerlega og fullkomlega í takt við ömurlega lélega vitneskju ykkar um alþjóðamál.

Að tala um að heimilin líði undir mynt Íslands er hrein fáviska. Hvergi hefur velsæld, ríkidæmi og kaupmáttur vaxið eins mikið á vesturlöndum eins og á íslenskum heimilum hin síðustu 40 ár.

Ég ráðlegg Þorsteini Pálssyni að tala við heimilin í Grikklandi eftir 29 ára veru þeirra í ESB og svo að tala við þýsk heimili því almenn fátækt hefur stóraukist í Þýskalandi á seinustu 10 árum.

Hann ætti einnig að tala við heimilin í Hollandi þar sem atvinnuástand er svo krónískt lélegt að 65% af þjóðinni verður að láta sér næga hlutastörf. Síðan gæti Þorsteinn Pálsson skoðað heimili Frakka og svo farið í heimsókn á heimili í Portúgal og á Ítalíu þar sem enginn hefur efni á neinu sökum dýrtíðar evru og lélegs kaupmáttar vegna þess að evran hefur lagt hagvöxt allra þessara landa í rúst.

Að það skuli þurfa að bitna á allri þjóðinni að Þorsteinn Pálsson fái hvergi atvinnu er hörmulegt.

 

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 24.7.2010 kl. 16:34

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tryggvi Þór Herbertsson, þá forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sjá bls. 9-10:

"Ef stjórnvöld treysta sér ekki til að gefa út slíka yfirlýsingu og standa við hana væri ef til vill viturlegt að tengjast evrópska myntsamstarfinu í framtíðinni með inngöngu í Evrópusambandið, gefa íslensku krónuna upp á bátinn og fá í staðinn evru.

Þannig væri aðilum vinnumarkaðarins fullkomlega ljóst að ekki þýddi að gera mistök í kjarasamningum og treysta síðan á að vera bjargað af þriðja aðila, eins og alltof oft hefur gerst á Íslandi, því óraunhæfir samningar við gengisfestu kalla á samdrátt í atvinnulífinu vegna of mikils kostnaðar og atvinnuleysis í kjölfar þess."

Þorsteinn Briem, 24.7.2010 kl. 17:03

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.3.2008: Ísland í ESB! - Pétur Tyrfingsson

"Talandi um sérhagsmuni. Ef ég vil taka doktorspróf við háskóla í London, starfandi á Íslandi og skráður sem "part time student", kostar það mig nú fleiri milljónir króna.

Fyrir þessu þarf ég að taka lán og bæta afborguninni við þá greiðslubyrði sem ég hef nú þegar. Ef Ísland gengur í Evrópusambandið kostar þetta mig svo lítið að ekki tekur að nefna það. Það er svona eins og að fara á tvö eða þrjú endurmenntunarnámskeið hér heima á ári.

Og líklega myndi atvinnurekandinn minn sjá hag sinn í því að borga brúsann, fyrst hann er ekki dýrari, horfandi í það sem hann fær í aðra hönd, sem er samstarf við virta háskólastofnun á sviði rannsókna og vísinda."

Þorsteinn Briem, 24.7.2010 kl. 17:29

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.12.2009: "Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur."

"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum. Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.

"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu. Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."

Yngvi Örn Kristinsson - Reyndi að vara þá við

Þorsteinn Briem, 24.7.2010 kl. 17:55

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

LÁNTAKA HÉRLENDIS.

Frá maí 2006 til maí 2010 hækkaði vísitala neysluverðs hér um 41%, úr 258,9 í 365,3.


"Árið 1995 voru sett lög um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995 og leysti hún vísitölu framfærslukostnaðar af hólmi. Þá var jafnframt ákveðið með lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001nota vísitölu neysluverðs eina til verðtryggingar."

Þorsteinn Briem, 24.7.2010 kl. 17:57

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

KAUPMÁTTUR HÉRLENDIS.

Frá maí 2006 til maí 2010 LÆKKAÐI hér vísitala kaupmáttar launa um 9%, úr 113,9 í 103,9.

En á sama tíma HÆKKAÐI hér vísitala neysluverðs um 41%. (Sjá athugasemd hér að ofan.)


Hagstofa íslands - Vísitala kaupmáttar launa 1989-2010


Hagstofa Íslands - Vísitala neysluverðs 1988-2010

Þorsteinn Briem, 24.7.2010 kl. 17:58

15 identicon

Gunnar:  Hvernig færðu það út að evran sé sökudólgurinn í þessu öllu saman?  Ertu með einhverjar heimildir eða eru þetta aðeins ágiskanir?

Þú talar einnig um fátækt í Þýskalandi.  Hvað hefur hún með evruna að gera?  Getur þú einnig komið með heimildir hérna?

Það væri frábært ef þú gætir stutt þetta með tölulegum rökum.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 19:03

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnar það er mjög mjög langsótt að kenna gjaldmiðli um allt sem miður fer.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.7.2010 kl. 19:43

17 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Hagur heimila og samfélagsins alls veltur á hagvexti Stefán. Ef enginn hagvöxtur myndast þá verður atvinnustig einnig lélegt og hagur heimila versnar og þjóðir fá krónískt hátt atvinnuleysi eins og gerst hefur í nær öllum löndum Evrópusambandsins hin síðustu 30 ár. Obbinn af ESB eru hratt deyjandi samfélög með kolsvartri framtíð fyrir þegnana.  

Myntbandalag Evrópusambandsins hefur útilokað hagvöxt í flestum ríkjum myntsvæðisins vegna þeirrar spennitreyju sem það setur á löndin. Hagvöxtur evrusvæðis er varla mælanlegur og það lélegur að lélegasti hagvöxtur einstaks efnahagsvæðis heimsins er einmitt á evrusvæðinu.

Lélegasti hagvöxtur einstakra landa heimsins er á Ítalíu og í Þýskalandi og í Japan, sem einnig er elli- og hnignunar samfélag eins og Þýskaland er og öll Suður-Evrópa, öll Austur-Evrópa og öll Eystrasaltslöndin. Þetta eru allt deyjandi lönd með deyjandi efnahag. 

Fátækt í Þýskalandi hefur aukist mikið vegna þess að hagvöxtur er þar algerlega stöðvaður, barnsfæðingar hafa einnig stöðvast því atvinnuástand er alltaf krónískt lélegt og atvinnuleysi himinhátt hin síðustu 30 ár. Ekkert samfélag þolir svona samfélagslega eyðni og hörmungar án þess að verða fátæktinni að bráð.

Þjóðverjar hafa ekki fengið launahækkun í samfleytt síðustu 12 ár og kaupmáttaraukning þýskra heimila var 0,00% á meðan hún var 80% hjá íslenskum heimilum á síðustu 15 árum.

Á síðustu 10 árum hefur fátækt aukist mikið í Þýskalandi. Það er efnahagsrannsóknastofnun Þýskalands (Deutschen Institut für Wirtschaftsforschung) sem segir þetta í nýrri skýrslu. Alls eru 14% allra íbúa Þýskalands fátækir. Samkvæmt mælikvarða stofnunarinnar telst fólk fátækt þegar það þarf að lifa af á undir 60% af meðaltekjum allra í landinu. Um 30% fleiri eru fátækir í Þýskalandi í dag en voru þar fyrir 10 árum. Úr hópi ungs fólks á aldrinum 19-25 ára falla 25% þeirra í flokk fátækra. Um 40% einstæðra foreldra með eitt eða fleiri börn eru fátækir. Bandalag þýskra fylkisbanka (Landesbank) aðvarar stjórnvöld um að fátækt meðal gamals fólks í Þýskalandi muni verða vaxandi vandamál; Berliner Zeitung

300.000 manns fóru úr þýska hagkerfinu á síðasta ári.

Ekki nóg með það að mörg ESB-ríki á barmi þjóðargjaldþrots vilji fá lánað AAA kreditkort Þýskalands núna, þá sagði þýska hagstofan frá því um daginn að Þjóðverjum hefði fækkað um 300.000 manns á árinu 2009. Þjóðverjum byrjaði að fækka árið 2003 og var fækkunin um 400.000 til 500.000 manns frá 2003-2008. Harði fækkunar er að aukast og mun hann aukast ár frá ári næstu áratugi. Mannfjöldaspá þýsku hagstofunnar gerir ráð fyrir að þýsku þjóðinni geti fækkað úr 80 milljón manns og niður í 60-65 milljón manns árið 2045-2055. Vöxtur verður varla mikill í svona hagkerfi í framtíðinni. Hætt er við að kjör ungs fólks verði litið aðlaðandi í þessu erfiða ellisamfélagi; Hagstofa Þýskalands

Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net

Kveðjur 

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 24.7.2010 kl. 19:49

18 identicon

Þakka þér fyrir þetta Gunnar. 

Sérðu ekki á svarinu þínu að evran er ekki vandamálið á þessu svæði?  

Annars finnst mér sérstakt að þú kemur ekki með neinar einustu heimildir fyrir því að evran er orsökin.

Einu heimildirnar þínar eru fréttir um að Þjóðverjum er að fækka og að fátækt er að aukast í Þýskalandi.  

Í fréttinni frá Berliner Zeitung er ekkert minnst á evruna.  Tekurðu eftir því?  Það er talað um Hartz 4.  Ég geri ráð fyrir því að þú þekkir Hartz og lögin sem heita eftir honum.  Það er talað um að misskiptin sé að aukast i Þýskalandi.  Ert þú þeirrar skoðunar að gjaldmiðill sé orsök misskiptingar í þjóðfélögum?

Frá Hagstofu Þýskalands er heldur ekkert talað um evruna.

Hvernig væri að koma með HEIMILDIR um að evran sé sökin.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 20:16

19 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Þú ert því miður of illa að þér um þessi mál Stefán til að gera þér grein fyrir hlutunum í samhengi og til að hægt sé að ræða við þig um þessi mál.

Að myntbandalagið hindri hagvöxt og atvinnusköpun er vel vitað hjá þeim sem þekkja myntbandalagið og glíma við vandamál þess. Þú gætir kynnt mér málið Stefán. Lært og lesið þér til: Hérna er ágætis byrjun:

1) Mæling árangurs Lissabon 2000 markmiða Evrópusambandsins

2) European Monetary Union; the dark sides of a major success.pdf

3) Tölur OECD 

4) Tölur Eurostat

5) þúsundir skýrslna um þetta mál

6) Mæli með þessu: Hindrar evra atvinnusköpun ? 

Kveðja

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 24.7.2010 kl. 20:32

20 identicon

Gunnar:  Það ert þú sem ert illa að þér í þessum málum.  Þú ert með mikið af fullyrðingum sem standast enga naflaskoðun þegar nánar er athugað.  Því miður.

Það er þess vegna alveg jafn gaman fyrir mig að reyna að ræða við þig um þessi mál.  

Að benda á eigin bloggfærslur máli þínu til stuðnings.  Gerðu betur.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 20:37

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnar viltu þá ekki upplýsa okkur hvernig þú sérð fyrir þér gjaldeyrismál á Íslandi til framtíðar?

Höftin til frambúðar?

Hvenær og hvernig á að afnema þessi höft?

Verðtrygging áfram?

Hvernig getum við komið í veg fyrir að óprúttnir aðilar geta tekið sér stöðu gegn krónunni?

Sleggjan og Hvellurinn, 24.7.2010 kl. 20:38

22 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnar.

Ég var að lesa linkinn í sjötta punkti.

Enn og aftur er langsótt að kenna evrunni um. Atvinnulíf þurfa á sterkum gjaldmiðli að halda og Evran er ekkert verri en hvað annað.

En það kemur margt annað til greina en evran sem veldur því að Lissabon 2000 markmiðið náðist ekki.

Ég var að lesa glænýja bók um skatta eftir Hannes Hólmstein. Hann minntist á þessi markmið ESB og hversu langt ESB er frá USA að ná sínum markmiðum. Og kenndi hann háum sköttum um. Ekki evrunni.

Þess vegna er þetta mjög umdeilt hvað það nákvæmlega er sem veldur atvinnuleysi.

Fyrir mitt leyti þá held ég að háir jaðarskattar og ströng vinnullöggjöf hjá löndum ESB skapar atvinnuleysi eða dregur úr vilja til að vinna.... miklu frekar heldur en evran.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.7.2010 kl. 20:57

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagstofa Evrópusambandsins:

Industrial new orders up by 3.8% in euro area

Publish Date: 22-JUL-2010


Euro area annual inflation down to 1.4%
Publish Date: 14-JUL-2010

Euro area and EU27 GDP up by 0.2%

Publish Date: 07-JUL-2010


Volume of retail trade up by 0.2% in euro area
Publish Date: 05-JUL-2010

EU27 tax ratio fell to 39.3% of GDP in 2008

Publish Date: 28-JUN-2010

Þorsteinn Briem, 24.7.2010 kl. 21:05

24 identicon

Þruman, Sleggjan og Hvellurinn:  Alveg hjartanlega sammála þér eða ykkur;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 21:22

25 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Sæll Þruman, S & H 

Gjaldeyrishöft eru afleiðing stórkostlegra áfalla en ekki orsök þeirra. Þetta eru afleiðingar stórkostlega misheppnaðs bankareksturs. Gjaldeyrishöft hafa einnig verið innleidd í evrulandinu Austurríki. Gjaldeyrishöft eru ekki háð nafninu á gjaldmiðlinum (sjá; Gjaldeyrishöft innleidd á evrusvæði )

Höftin hjálpa okkur um stund en þau verða svo afnumin. En ég er ansi hræddur um að gjaldeyrishöft verði víða við lýði í heiminum í einni eða annarri mynd næstu mörg árin eða jafnvel áratugi. Sama gildir um millibankamarkað (sjá;Eru tímar frjálsra fjármagnsflutninga liðnir? - Pistill - AMX)

Verðtrygging er góð að mörgu leyti og slæm að sumu leyti:

Góðu kostirnir: verðtrygging hvetur til sparnaðar og tryggir sparnað. Hún eykur því framboð af peningum og tryggir hag þeirra sem eiga fé og sem vilja spara það og geyma. Þetta þýðir að bankar eiga betra og auðveldara með að lána þetta fé út til atvinnureksturs í landinu og ávxta það fyrir þá sem eiga peninga - sem aftur á móti þýðir að verðtryggingin styður undir hagvöxt og þar með meiri kaupmátt heimila. 

Afborgunarbyrði af verðtryggðum lánum er alltaf lægi í byrjun lánstímans en á venjulegum óverðtryggðum lánum (annuitets-lán). Þetta kemur sér vel fyrir þá sem eru að hefja búskap og stofna heimil. Unga fólið kemst létta í gang.

Slæmu kostir verðtryggingar: verðtryggð lán eru afar illa fallin til skuldbreytinga því þá hefst nýtt niður-greiðslu-ferli sem frestar aðeins því að menn komist á þann stað á afborgunarferlinu sem lækkar höfuðstólinn hratt og örugglega. Mitt ráð til þeirra sem eru með verðtryggð lán er að halda fast í þau í sinniupphaflegu mynt og greiða þau upp samkvæmt upphaflegum samningi. Ekki skuldbreyta þeim. Þar frestar aðeins vandanum. Svo ætti að banna 40 ára lán og innleiða 30 ár sem hámrak.  

Verðtrygging getur virkað sem svefnpilla á stjórnvöl og þau geta fallið í svefn hvað varðar verðbólguvakt. Þetta þarf að skoða vel. 

Það er ekki rétt eins og sumir (og ég sjálfur sagði einu sinni) að verðtrygging þýði það að aðeins annar aðili (lántakandi) taki alla áhættuna. Sá sem lánar þér/mér peningana á alltaf á hættu að ég geti ekki borgað lánið að fullu og að veðin verði verðlaus. Það er hin stóra áhætta sem fjármagnseigandinn tekur þegar hann lánar okkur penigna.

Gengið:

Það mun enginn taka sér stöðu gegn frjálst fljótandi mynt okkar né frjálst fljótandi mynt annarra. Það er einfaldlega ekki hægt því frjálst fljótandi mynt þýðir einfaldlega það að falið mun bara taka þann með sér í fallinu sem er að taka stöðu gegn myntinni. Frjálst fljótandi mynt gefur engum neitt loforð um að myntin (gegnið) rétti sig við nokkurn tíma og sú refsing er í sjálfu sér nóg. Undir þessa fallöxi þarf svo að styðja með hóflega litlum ríkisrekstri, lágum sköttum, aðhaldsemi og varkárni í ríkisfjármálum og litlum opniberum skuldum.   

En um leið og þú setur á höft eða bindur gengi þitt við eitthvað annað (til dæmis við evru eða dollar eða ECU eins og var hjá ESB) þá mun það laða spákaupmenn að eins og mý á mykjuskán og þá fyrst hefjast vandræðin. Öll höft og gengisbindingar virka þannig (sbr George Soros og breska pundið og hrun EMS/ERM gengifyrirkomulags ESB árið 1992 (sjá um hrun EMS hér; www.tilveraniesb.net : Er Bretland ennþá sjálfstætt og fullvalda ríki?)

Kveðja 

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 24.7.2010 kl. 21:33

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eurostat Yearbook 2009 - Economy, sjá bls. 70:

"The GDP of the EU-27 was EUR 12 303 961 million in 2007, with the countries of the euro area accounting for a little under three quarters (72.5%) of this total.

The sum of the four largest EU economies (Germany, the United Kingdom, France and Italy) accounted for almost two thirds (64%) of the EU-27’s GDP in 2007."

"... a strong [US] dollar between 2001 and 2003 and a subsequent reversal to a strong euro thereafter ..."

"Having grown at an average rate of around 3% per annum during the late 1990s, real GDP growth slowed considerably after the turn of the millennium, to just above 1% per annum in both 2002 and 2003, before rebounding more strongly in 2006 and 2007 back to about 3% per annum."

[Rúmlega 1% hagvexti er spáð á evrusvæðinu á þessu ári, 2010, en 1,5% á næsta ári.]

Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010, sjá bls. 24

"In recent years, labour productivity among those Member States that joined the EU since 2004, in particular the Czech Republic, Poland, Slovenia, Slovakia and the Baltic Member States has been converging quickly towards the EU-27 average."

Þorsteinn Briem, 24.7.2010 kl. 21:56

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

SKULDIR ÍSLENSKRA HEIMILA SEM HLUTFALL AF RÁÐSTÖFUNARTEKJUM TVÖFALT MEIRI EN SPÆNSKRA HEIMILA

20.8.2009: "Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 272% um síðustu áramót en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94%.

Skuldaaukning heimila hefur átt sér stað í flestum hagkerfum undanfarin ár en afar mismunandi er hversu skuldsett heimili í einstökum löndum eru. Skuldir íslenskra heimila eru hins vegar miklar og hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum hátt í samanburði við önnur þróuð hagkerfi.

Þannig er þetta hlutfall að meðaltali 134% í Bandaríkjunum, 180% á Írlandi og 140% á Spáni, svo einhver lönd séu nefnd. [...]

Hærra skuldahlutfall gerir heimilin viðkvæmari fyrir breytingum í gengi, verðbólgu, vöxtum og tekjum.
"

Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum tvöfalt meiri en spænskra heimila

Þorsteinn Briem, 24.7.2010 kl. 22:00

28 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Það er ekki langsótt að kenna evrunni um vonlausan hagvöxt landa myntbandalagsins. Það kemur mér verulega á óvart hversu illa menn virðast að sér í þessum málun hér á landi. Þetta ferli hófst um leið og "covergence" tímabilið hófst í ESB (undirbúningsárin að evru)

Þar er nú einu sinni svo að myntbandalagið er hræðilegur vanskapningur frá upphafi og hefði aldrei átt að hleypa því af stokkunum. Öll tilurð myntbandalagsins var hast- og lastverk.

Maastricht skilyrðin eru til komin til að reyna að bæta fyrir þá staðreynd að myntsvæðið er ekki eitt ríki með sameiginlegum ríkisfjárlögum og skattheimtu. Það er þar sem skórinn kreppir hvað varðar hagvöxt og atvinnusköpun. Til að myntin færi ekki á þá leið til helvítis sem hún er á núna varð að setja þessi ströngu skilyrði um hármarks halla á ríkisfjárlögum. Þetta eitt hindar ríkin í að bera hag sinna eigin þegna og atvinnulífs fyrir brjósti sér. Þau þora ekkert að aðhafast sem stangast á við hagsmuni Brussel, þora ekki að styggja. Þau eru orðin zombie ríki sem draga andann í skugga Brussel og Maastricht skilyrðanna alveg eins og Sovétríkin lifðu í skugga Kreml.

Það er enginn innri þjónustumarkaður til í ESB og enginn sameiginlegur banka og fjármálamarkaður. Bara þessi fáránlega mynt sem er allt og alla að drepa. Myntin mun líklega verða það sem sprengir Evrópusambandið. Fólk sættir sig ekki við 8-15% atvinnuleysi allt sitt líf án þess að verða vesalingar. Engin ríki þola að missa peningamál sín úr landi.  

Svo er annað: myntin evra hefur alls ekki stuðlað að auknum viðskiptum á milli evrulanda: Sjá hér: Sameiginleg mynt hefur ekki leitt til meiri viðskipta á milli evrulanda 

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 24.7.2010 kl. 22:02

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The euro is the official currency of the Eurozone, 16 of the 27 Member States of the European Union (EU), and is the currency used by the EU institutions.

The
eurozone consists of Austria, Belgium, Cyprus, Finland, France, Germany, Greece, Ireland, Italy, Luxembourg, Malta, the Netherlands, Portugal, Slovakia, Slovenia and Spain.

Estonia
is due to join the eurozone on the 1st January 2011."

"... other EU memberstates have a direct peg [to the Euro] due to ERM II: the Danish krone, the Lithuanian litas and the Latvian lats."

Og sænska krónan hefur fylgt gengi evrunnar.

"The euro
is consequently used daily by some 327 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro.

Over 150 million people in Africa
use a currency pegged to the euro, 25 million people outside the eurozone in Europe and another 500,000 people on Pacific islands."

Evran - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 24.7.2010 kl. 22:06

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum var inneign íslenskra fyrirtækja á gjaldeyrisreikningum að meðaltali um 110 milljarðar króna síðustu tvö ár fyrir bankahrunið."

"Gjaldeyrishöftin eru einfaldlega yfirlýsing um að íslenska krónan sé ekki í lagi, þau virka eins og stórt viðvörunarskilti," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í samtali við Fréttablaðið.

Vilhjálmur segir að fyrirtæki kjósi því að halda erlendum gjaldeyri á gjaldeyrisreikningum, frekar en að skipta honum í krónur.

Og samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum áttu íslensk fyrirtæki um 174 milljarða króna í erlendum gjaldeyri á svokölluðum gjaldeyrisreikningum í íslenskum fjármálastofnunum í maí [í fyrra]."

Samtök atvinnulífsins um gjaldeyrishöftin

Þorsteinn Briem, 24.7.2010 kl. 22:08

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

SÆNSKA KRÓNAN.

"A recent economic study on the possible entry of Sweden in the Eurozone has found that it would be likely to have a positive effect.

The study of the evolution of the Swedish money market rates shows that they follow closely the euro rates, even during economic crisis times.

This shows that Sweden would not lose in terms of monetary policy autonomy as the Swedish Central Bank already follows closely the rates set by the European Central Bank.

When adopting the euro, Sweden would swap this autonomy on paper for a real influence on the European monetary policy thanks to the gaining of a seat in the ECB's governing council.

Overall, the study concludes that staying outside of the eurozone implies forgone benefits that Sweden, a small open economy with a sizable and internationally exposed financial sector, would enjoy from adopting an international currency."

Sweden and the euro


University of Oxford - Should Sweden join the euro?

Þorsteinn Briem, 24.7.2010 kl. 22:11

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að KOSTNAÐUR í íslenska hagkerfinu MINNKAÐI um allt að 44 milljarða króna Á ÁRI með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007

Þorsteinn Briem, 24.7.2010 kl. 22:13

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.

"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.

Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."

Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána


Verðbólga og vextir á Evrusvæðinu

Þorsteinn Briem, 24.7.2010 kl. 22:31

34 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er alveg stórfurðulegt að lesa skrif gunars í danmörku, sem sagt bara í gegnum tíðina.

Þjóðverjar eru svo gamlir og þar er svo mikil fátækt og í Hollandi hefur enginn starf og ég veit ekki vað og hvað.

Það er bara ótrúlegt að einhver skuli leggja á sig slík skrif dag eftir dag, ár eftir ár.  Alltaf það sama.  Og í umræðum um væntanlega aðild Íslands að ESB.

Og hvað?  Á ísland þá ekki að gerast aðili að ESB - vegna þess að þjóðerjar eru svo gamlir eða?

Ekki boðlegt þetta endalausa bull sem kemur úr andsinnaranni.    

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2010 kl. 22:35

35 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Það er til margskonar verðtrygging Steini. Til dæmis eru útgjöld sumra ríkisjóða evrusvæðis nánast verðtryggð. Því þolir myntbandalagið litla sem enga verðbólgu án þess að ríkisfjármálin úr hryllilega böndunum. Dæmi: útgjöld þýska ríkisins og þess spænska. Ríkisútgjöld evrulanda eru níðþung vegna heiftarlega þungrar framfærslubyrði ríkissjóða þar því þegnarnir eru að verða svo aldraðir. Þetta eru ellihagkerfi. 

Þegar ríki vantar peninga í kassann þá bjóða þau fjármagnseigendum verðtryggð ríkisskuldabréf til að laða að fjárfesta. Þetta gera fjölmörg ríki og er þessi markaður nú um 1,5 billjónir Bandaríkjadala á ári (1500 miljarðar dala). Þýskaland gefur út verðtryggð ríkisskuldabréf og það sama gerir Grikkland, Ítalía, Japan. Svíþjóð, Bretland, Bandaríkin og Svíþjóð ásamt fleiri ríkjum.

Ef menn hugsa ekki almennilega um hag fjármangseigenda þá verða engir peningar í boði til láns í neinum bönkum og ávöxtun á fjármangi lífeyrissjóða verður mjög erfið. Fjárfestingar verða þá mjög erfiðar og munu sjálfkrafa dragast saman.

Svo er til öfug verðtrygging eða evru-geðbilunartrygging. En hún á sér stað þegar raunstýrivextir eru í engu samhengi við verðbólgustig í landinu. Það gerist oft í fastgengisfyrirkomulagi eða í ERM ferli og svo að staðaldri í næstum í öllum löndum myntbandalagsins nema í Þýskalandi og Frakklandi.  

Það er eitt komma fimm prósent verðbólga í Danmörku núna. Útlánsvextir eru oft 12-15%.

Ísland mun alltaf hafa hærri verðbólgu en öll lönd Evrópusambandsins. Það er einfaldlega vegna þess að Ísland er ekki evrópskt elliheimili. Það fæðast mun fleiri börn á Íslandi og fleiri barnafjölskyldur eru í landinu, miklu meira af ungu fólki og miklu meiri kraftur og saft í þjóðarhag Íslands en í löndum ESB. Svo er atvinnuástand alltaf betra á Íslandi en í ESB. 

Ekki láta ykkur dreyma um að verðtrygging hverfi við það eitt að ganga í ESB. Að halda því fram eru aðeins draumórar. 
 

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 24.7.2010 kl. 23:01

36 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

"Það er alveg stórfurðulegt að lesa skrif gunars í danmörku, sem sagt bara í gegnum tíðina."

Gunnar þessi býr á Íslandi núna. Eftir 25 ára búsetu og reynslu í ESB.

Ætlar þú ekki að bjóða mig velkominn heim Ómar Bjarki minn rökfasti?  

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 24.7.2010 kl. 23:04

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

ATVINNULEYSI HÉRLENDIS, Í EVRÓPUSAMBANDINU OG BANDARÍKJUNUM

Í Hollandi var næstminnsta atvinnuleysið í Evrópusambandinu í maí síðastliðnum, einungis 4,3%.

Um 4% atvinnuleysi hefur verið talið eðlilegt erlendis vegna þess til dæmis að fólk skiptir um vinnu og er á atvinnuleysisskrá meðan það leitar sér að nýrri vinnu, eða vinnur að jafnaði einungis hluta úr árinu.


Og skráð atvinnuleysi hérlendis var aldrei minna en 1-2% í GÓÐÆRINU.


Í maí síðastliðnum var 8,3% atvinnuleysi hér en það fór upp í 9,3% í febrúar og mars síðastliðnum.


Ísland er hins vegar örlítill vinnumarkaður miðað við til að mynda Bretland, Þýskaland og Bandaríkin. Eitt álver skiptir því mun meira máli hér en í Bandaríkjunum.

Atvinnuleysi hefur verið svipað undanfarið í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum, 9,6% í Evrópusambandinu og 9,7% í Bandaríkjunum nú í maí.

Í gær unnu nokkrir menn við að leggja ljósleiðara hér í garðinum hjá mér og þeir sögðust vera Pólverjar, eins og stelpurnar í Bónus og fiskvinnslufyrirtækjunum hér.


US Monthly Unemployment Rates by State 1976-2009


Atvinnuleysi í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum í maí 2010


Vinnumálastofnun - Atvinnuleysi hérlendis í maí 2010

Þorsteinn Briem, 24.7.2010 kl. 23:34

38 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ja, eg er nú ekki hissa að menn komi hingað.  Ekkert nema gamalmenni og fólk vinnandi hlutastörf  norpandi í fátækt þarna útí henni Evrópu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2010 kl. 23:40

39 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Kæri Steini Briem

Oft er gott að þekkja myndina á bak við tölurnar. Atvinnuleysistölur Hollands eru mjög svo litaðar af því að 65% Hollendinga vinna aðeins hlutastarf. Eru aðeins í hlutastarfi. Það er ekki meri atvinnu að fá í Hollandi. Hollendingar vinna fæstar vinnustundir á ári af öllum löndum OECD. Þetta eru því mjög villandi tölur frá Hollandi og segja aðeins hálfan sannleikann. 

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 24.7.2010 kl. 23:41

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.7.2010:

"Á rúmum mánuði hefur evran styrkst um níu prósent gagnvart bandaríkjadal og var í rúmum 1,29 dölum í gær. Í júníbyrjun var gengið hins vegar um 1,19 dalir."

"Ástæðuna fyrir styrkingunni telja flestir vera tvíþætta. Annars vegar hefur þeim Evrópuríkjum, sem verst standa fjárhagslega, tekist að endurfjármagna skuldir sínar með sæmilega auðveldum hætti.

Er þar einkum horft til skuldabréfaútboða Grikklands, Spánar og Portúgals en Evrópski seðlabankinn hefur getað hægt á kaupum sínum á ríkisskuldabréfum þessara ríkja."


17.7.2010: Evran sækir í sig veðrið gagnvart bandaríkjadal

Þorsteinn Briem, 24.7.2010 kl. 23:43

42 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Já Ómar. Það er því tómt mál að láta sig dreyma um lægri skatta í ESB. Hagkerfi ellisamfélaga með tilheyrandi efnahagsstjórn ættu afar illa við Íslendinga. Gettu þér til hvað þingkosningar í ellisamfélögum fjalla um. 

Ég plantaði tveim kirsuberjatrjám í Skorradal í dag. Mikið óskaplega er landið okkar fallegt. Það væri hörmulegt að glata fullveldi og sjálfstæði okkar inn í Evrópusambandið sem á enga framtíð nema svarta fyrir sér.

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 24.7.2010 kl. 23:46

43 identicon

Gunnar:  Ég hvet þig enn og aftur til að koma með heimildir máli þínu til stuðnings.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 00:40

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

ALMENNUR ELLILÍFEYRISALDUR Í EVRÓPU OG BANDARÍKJUNUM.

ALMENNUR ellilífeyrisaldur evrópskra karlmanna er að meðaltali 64 ár og í Bandaríkjunum hefur hann lengi verið 65 ár.

Bandaríkjunum hefur ellilífeyrisaldur úr almannatryggingakerfinu lengi verið 65 ár með möguleika á að hefja töku frá 62 ára aldri með skertum lífeyri.

Ellilífeyrisaldur hefur hins vegar verið hækkaður þar með lögum í áföngum, þannig að árið 2009 [var] hann orðinn 66 ár og árið 2027 verður hann 67 ár.

Með þessu hyggjast Bandaríkjamenn styrkja stöðu ríkissjóðs til að greiða ellilífeyri í framtíðinni en þessi aðgerð tekur jafnframt mið af sífellt lengri meðalævi.

Vandi Norður-Evrópubúa hefur verið minni en í suðurhluta álfunnar og löndunum vestan Atlantshafsins og ástæðan er einkum sú að uppsöfnunarkerfi hafa mun lengur verið notuð í þeim löndum."


Íslenska lífeyriskerfið og erlend eftirlaunakerfi, sjá bls 28-30


Tryggingastofnun - ALMENNUR ellilífeyrisaldur í Evrópu:

Austurríki:
65 ára.

Belgía
: 65 ára.

Bretland:
Karlmenn 65 ára og konur 60 ára.

Búlgaría:
Karlmenn 60 ára og 6 mánaða en konur 55 ára og 6 mánaða.

Danmörk: 65 ára.

Eistland
: 63 ára.

Finnland:
65 ára.

Frakkland
: 65 ára.

Grikkland:
Karlmenn 62 ára og konur 57 ára.

Holland
: 65 ára.

Írland:
66 ára.

Ítalía:
Karlmenn 65 ára og konur 60 ára.

Kýpur:
65 ára en við sérstök skilyrði 63 ára.

Lettland
: 62 ára.

Litháen
: Karlmenn 62 ára og konur 60 ára.

Lúxemborg
: 65 ára.

Malta:
Karlmenn 61 árs og konur 60 ára.

Portúgal: 65 ára.

Pólland:
Karlmenn 65 ára og konur 60 ára.

Rúmenía:
Karlmenn 62-65 ára og konur 57-60 ára.

Slóvakía:
62 ára.

Slóvenía:
  58 ára en ljúka þarf ákveðnum árafjölda í starfi.

Spánn:
65 ára.

Sviss:
Karlmenn 65 ára en konur 64 ára.

Svíþjóð:
65 ára.

Tékkland:
65 ára.

Ungverjaland:
62 ára.

Þýskaland
: 65 ára.

Þorsteinn Briem, 25.7.2010 kl. 01:20

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

"It is estimated that annually around 76 million legal immigrants come to America [USA] and another 24 million enter the country illegally [samtals um 100 milljónir manna árlega]."

How Many Immigrants Move To America?


Áætlaður fjöldi íbúa í Bandaríkjunum er hins vegar um 310 milljónir.


United States - Wikipedia


U.S. Census Bureau - Figure updated automatically

Þorsteinn Briem, 25.7.2010 kl. 02:06

46 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnar Rögnvaldsson er þekktur sóðakjaftur og lygalaupur á blog.is. Enda getur hann lítið bakkað upp málflutning sinn með raunverulegum staðreyndum um ESB.

Allt tal hans um evruna er tómur þvættingur frá upphafi til enda. Enda spáði hann hruni evrunar fyrir rúmlega tíu mánuðum síðan. Síðan þá hefur ekkert hrun orðið og spádómar hans að engu orðnir. Þá gera menn eins og hann það sem þeir gera best.

Þeir endurtaka vitleysuna, bara með nýjum dagsetningum og síðan bæta þeir inn í það sem hefur gerst á milli þess sem að spádómurinn var fyrst sagður og síðan þegar hann var endurtekinn.

Annars er gott að Gunnar sé kominn til Íslands. Þá getur hann horft á verðbólguna, verðtrygginguna og verðhækkanir éta launin hans hraðar en hann getur eytt þeim.

Jón Frímann Jónsson, 25.7.2010 kl. 03:39

47 Smámynd: Þorsteinn Briem

Matarreikningur Finna lækkaði um 11% þegar Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu.

Verðbólgan myndi því minnka hér verulega við aðild Íslands að Evrópusambandinu.

"- matprisene falt
i gjennomsnitt 11% da Finland ble EU-medlem i 1995 (årsak reduksjon i produsentprisen)

- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%"


Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10


Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis var um 1,7% af landsframleiðslu á árunum 2000-2002 en 2% í Sviss, 1,5% í Noregi og 1,3% í Evrópusambandinu.


Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9


Útgjöld Evrópusambandsins til landbúnaðarmála eru tæpur helmingur af heildarútgjöldum sambandsins en útgjöld til byggðamála eru rúmlega þriðjungur af heildarútgjöldunum.


Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu


Íslenska krónan FÉLL UM 87% gagnvart evrunni frá maí 2006 til maí 2009, úr 93 krónum í 174 krónur HÉRLENDIS, en þá MEÐ GJALDEYRISHÖFTUM.

Og nú kostar evran 158 krónur hérlendis, einungis 9% minna en í maí í fyrra, en evran kostaði um 280 krónur ERLENDIS í maí síðastliðnum, um 77% meira en hún kostar nú HÉRLENDIS.


Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010, sjá bls. 20


Þar af leiðandi er ÚTILOKAÐ að gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni verði jafnhátt á næstu árum og það var fyrir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.


Verðvísitala bíla hefur hækkað hér um 50% en bensíns og olía um 66% frá maí 2007, samkvæmt Hagstofu Íslands.


Íbúðalán hækka hér í samræmi við vísitölu neysluverðs, samkvæmt
lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, og vísitalan hefur hækkað um 80% frá ársbyrjun 2001.

Og nú kaupum við landbúnaðarvörur hérlendis Í ÍSLENSKUM KRÓNUM en ekki evrum.


Innflutningur hér á áburði var gefinn frjáls þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.

Íslenskir bændur kaupa mikið af erlendum aðföngum, til að mynda olíu, dráttarvélar,
illgresis- og skordýraeitur, tilbúinn áburð og kjarnfóður.

Og vegna gengishruns íslensku krónunnar hefur verð á íslenskum landbúnaðarvörum hækkað hér gríðarlega
Í ÍSLENSKUM KRÓNUM undanfarin ár, sem hækkað hefur vísitölu neysluverðs.

Frá maí 2006 til maí 2010 hækkaði vísitala neysluverðs hér um 41%.


Hrun í sölu dráttarvéla hérlendis


Hagþjónusta landbúnaðarins


Hagtölur landbúnaðarins 2010


Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 25.7.2010 kl. 04:23

48 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG Í EVRÓPUSAMBANDINU.

RÚMLEGA ÞRIÐJUNGI af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, verður varið til BYGGÐAMÁLA á tímabilinu 2007-2013.


Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.


Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.


Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.


Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.


Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hinsvegar styrki til dreifðra byggða.


Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

• Aðlögun flotans.

• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

• Veiðistjórnun og öryggismál.

• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla að fjölbreyttari atvinnuvegum.


Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 25.7.2010 kl. 04:29

49 Smámynd: Þorsteinn Briem

FIMM MILLJARÐAR KRÓNA AF STUÐNINGI VIÐ ÍSLENSKAN LANDBÚNAÐ ERU GREIDDIR HÉR ÁRLEGA Í MATARVERÐI.

"Árin 1986-1988 nam opinber stuðningur við íslenska bændur (PSE) 75% af framleiðslu þeirra en hlutfallið lækkaði í 63% á árunum 2000-2002.

Þessum stuðningi má skipta í tvennt. Annars vegar eru bein fjárframlög frá hinu opinbera til bænda og hins vegar er framleiðslan vernduð gegn erlendri samkeppni.

Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.


Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."


Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9


Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári, 2010, eru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.

Og við þá upphæð bætist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.

Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar eru því um 11,3 milljarðar króna á þessu ári, 2010.


Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69


En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006,
eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 25.7.2010 kl. 05:18

50 Smámynd: Þorsteinn Briem

UPPTAKA EVRU HÉRLENDIS.

Ísland GÆTI fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu, til dæmis í ársbyrjun 2013, EFTIR TVÖ OG HÁLFT ÁR, og tekið upp evru í ársbyrjun 2015, eftir fjögur og hálft ár.

Fyrst þarf hins vegar að semja um aðild Íslands að sambandinu, kynna hér aðildarsamninginn vel og halda loks þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.


Eftirspurn er nú lítil hérlendis miðað við árin fyrir gengishrunið hér
, verðbólgan var komin niður í 7,5% nú í maí og 5,7% í júní, en Seðlabanki Íslands spáir hér 3% verðbólgu á næsta ári og 2% árið 2012.

Verðbólgu- og stýrivaxtamarkmiðið
varðandi upptöku evru ætti því að nást hér árið 2012 en nú eru hér 8% stýrivextir og 1% á evrusvæðinu.

Og stýrivextir verða væntanlega lækkaðir hér enn frekar í næstu yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, 18. ágúst næstkomandi.

Halli á ríkissjóði 9,3% af landsframleiðslu árið 2009

Stefnt er að því að hér verði heildarjöfnuður ríkissjóðs orðinn jákvæður á árinu 2013 og til lengri tíma litið verði skuldsetning ríkissjóðs ekki meiri en 60% af vergri landsframleiðslu.

Seðlabanki Evrópu (The European Central Bank):


"The European System of Central Banks comprises the European Central Bank and the national central banks (NCBs) of all EU Member States (Article 107.1 of the Treaty) whether they have adopted the euro or not."

"
To join the euro area, the 16 countries had to fulfil the convergence criteria:

the ratio of government debt to GDP exceeds a reference value (defined in the Protocol on the excessive deficit procedure as 60% of GDP), unless the ratio is sufficiently diminishing and approaching the reference value at a satisfactory pace."

Slóvenía
fékk aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, tveimur mánuðum síðar, með möguleika á
±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tók upp evru að tveimur og hálfu ári liðnu, í ársbyrjun 2007.

Economy of Slovenia


Malta
og Kýpur fengu
einnig aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, ári síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tóku upp evru um tveimur og hálfu ári síðar, í ársbyrjun 2008.

Economy of Malta


Economy of Cyprus


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.


"Upptaka evru felur meðal annars í sér að enginn kostnaður fylgir því að skipta úr einum gjaldmiðli í annan og þar með yrðu viðskipti við evrulöndin ódýrari en viðskipti við önnur lönd, auk þess sem verðsamanburður yrði auðveldari.

Þá minnkar gengisáhætta sem getur leitt til meiri fjármagnsflutninga landa á milli og aukinn stöðugleiki fæst í gengismál. Afleiðingar þess gætu birst í formi lægra verðlags og hærri kaupmáttar.

Þá yrði Seðlabanki Evrópu bakhjarl þess gjaldmiðils sem Íslendingar notuðu og þar með spöruðust háar fjárhæðir, sem ella færu í að halda úti nauðsynlegum gjaldeyrisforða."

"Íslenska krónan er veruleg viðskiptahindrun í því opna viðskiptaumhverfi sem íslenskt atvinnulíf vinnur nú í."

"Gengissveiflur umfram það sem okkar viðskiptalönd búa við munu alltaf reynast íslenskum útflutningi fjötur um fót."

"Hér á landi má segja að séu notaðir 3-4 gjaldmiðlar, íslensk króna, verðtryggð og gengistryggð króna, evra og Bandaríkjadalur. Þetta hefur mikil áhrif á peningamálastjórnunina."

"Upptaka Bandaríkjadals hefði mun meiri stöðugleika í för með sér en honum yrði þó betur náð með upptöku evru, þar sem innflutningur og útflutningur til evrusvæðisins er hlutfallslega mestur þegar horft er til einstakra gjaldmiðilssvæða.

Að auki hefur Bandaríski seðlabankinn ekki gefið kost á að vera lánveitandi til þrautavara, sem er mikilvægt upp á fjármálastöðugleika að gera, á meðan Seðlabanki Evrópu gerir það gagnvart aðildarþjóðum Efnahags- og myntbandalags Evrópu og þar með ESB."

Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins 2008, sjá bls. 20-27


14.6.2010: Svar viðskiptaráðherra á Alþingi um upptöku evru


Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans í júní 2010


Þjóðhagsáætlun fyrir árið 2010


Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU)


Maastricht-skilyrðin


Who can join the euro area and when?


Gengissamstarf Evrópu - ERM II

Þorsteinn Briem, 25.7.2010 kl. 09:40

51 Smámynd: Karl Ólafsson

"verðbólgan var komin niður í 7,5% nú í maí og 5,7% í júní, en Seðlabanki Íslands spáir hér 3% verðbólgu á næsta ári og 2% árið 2012."

Betra að satt reyndist, en ég spái því að við munum seint sjá verðbólguna hér fara niður fyrir 4% vegna innbyggðra verðbólguhvetjandi áhrifa verðtryggingarinnar. Ekki gleyma því að miðað við umræðuna hér síðustu daga vegna skýrslu AGS, eigum við enn inni (ef svo má að orði komast) enn frekari skattahækkanir, beinna og óbeinna skatta. Þær breytingar sem munu verða taldar nauðsynlegar til þess að loka fjárlagagatinu (sem er ekki gat því síðuna vantar hreinlega) munu fara beint út í verðlag og verðtryggingu. Því munum við seint sjá hér 2-3% verðbólgu er ég hræddur um.

 Nú skal ég vona að ég hafi rangt fyrir mér og það muni sannast að ég hafi rangt fyrir mér, en við skulum sjá til.

Karl Ólafsson, 26.7.2010 kl. 23:33

52 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.7.2010 (í gær):

"Á miðvikudaginn birtir Hagstofa Íslands vísitölu neysluverðs fyrir júlímánuð. Við spáum því að vísitalan lækki um 0,2% frá júnímánuði.

Gangi spá okkar eftir mun verðbólga hjaðna úr 5,7% í 5,3%, og hefur verðbólgan þá ekki mælst minni hérlendis frá lokamánuðum ársins 2007."

Verðbólga, væntingar og vöruskipti - Íslandsbanki

Þorsteinn Briem, 27.7.2010 kl. 06:21

53 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.7.2010 (í gær):

Í fréttatilkynningu Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, sem gefin var út síðastliðinn föstudag, segir að viðræðum við íslensk stjórnvöld vegna þriðju endurskoðunar á efnahagsáætlun sjóðsins og íslenskra stjórnvalda sé nú formlega lokið.

Næsta skref sé að ganga frá örfáum tæknilegum útfærsluatriðum sem út af standi og í kjölfarið verði málið tekið fyrir hjá framkvæmdastjórn sjóðsins en markmiðið er að erindi Íslands komist þar á dagskrá í byrjun september.

Fulltrúi sjóðsins segir að efnahagsáætlunin sé að skila tilætluðum árangri, ánægja ríki með þá áfanga sem náðst hafi og efnahagskreppan hér hafi verið grynnri en upphaflega leit út fyrir.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn - Viðræðum vegna þriðju endurskoðunar á efnahagsáætlun sjóðsins er lokið

Þorsteinn Briem, 27.7.2010 kl. 06:43

54 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þorsteinn Pálsson er sá málefnalegasti stjórnmálamaður sem er uppi um þessar mundir. Reyndar er hann pensjónisti í raun og því kannski ekki jafn háður flokkspólitskum línum þó hann sé óforbetranlegur Sjálfstæðismaður. Hans rödd er skýr og skilmerkileg og ávalt eftir henni tekið. Það er athyglisvert að enginn Sjálfstæðismaður hefur tærnar þar sem Þorsteinn stígur niður hælunum. Þeir eru bara í hagsmunapoti og án nokkurrar skýrrar sýnar til framtíðar. Þeir virðast ætla að veðja á að útgerðin muni halda uppi hagvexti hérlendis sem er því miður borin von. Þeir halda líka uppi krónunni sem framtíðarmynt þó öll rök hnígi gegn slíkum áformum til lengri tíma litið. Þeir vilja ekki að samningaviðræður fari fram við ESB með þau rök ein í farteskinu að "það sé of kostnaðarsamt" og að niðurstaðan sé fyrirfram óhagstæð Íslendingum. Verst er að þeir vilja koma í veg fyrir að þjóðin fái síðan að hafna eða samþykkja slíkan samning. Þorsteinn Pálsson er eini flokksmaðurinn sem ekki er dindill enda hugsað þegjandi þörfina innan flokksklíkunnar.

Gísli Ingvarsson, 27.7.2010 kl. 15:05

55 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar yrðum stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu, þar sem samkeppnisstaða okkar myndi batna gagnvart Norðmönnum með niðurfellingu tolla og þeir yrðu að semja við okkur Íslendinga um aflakvóta úr deilistofnum sem forystuþjóð Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum.

Norðmenn eru okkar aðal keppinautar í fiskútflutningi
til Evrópusambandslandanna, þar sem tollar okkar af sjávarafurðum myndu falla niður með aðild að sambandinu.

Við greiddum um 650 milljónir króna í tolla af sjávarafurðum sem við seldum til í Evrópusambandslandanna árið 2008 og greiðum þar rúmlega 5% toll af ferskum flökum, til dæmis karfaflökum, 2% af heilum ferskum fiski sem seldur er á uppboðsmarkaði, humri, síld og fleiri afurðum.

Evrópska efnahagssvæðið
er langstærsta markaðssvæði okkar Íslendinga og þangað fóru um 84% af öllum okkar útflutningi árið 2009.

Útflutningur okkar
á vörum og þjónustu hvílir á þremur stoðum, iðnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.

Árið 2009
fluttum við út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12

Þorsteinn Briem, 27.7.2010 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband