26.7.2010 | 09:08
Ísland - ESB: Viðræður hefjast formlega
Evrópusamtökin fagna því að í dag hefjast formlega viðræður Íslands og ESB um aðild að sambandinu. Þetta gerist með þátttöku Íslands í ríkjaráðstefnu, sem hefst í Brussel í dag. Þar mun utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson taka þátt.
Á vef Bloomberg fréttastofunnar er m.a. greint frá þessu. Það hafa innlendir miðlar einnig gert sjá t.d. hér
Í Fréttablaðinu segir m.a.: "Össur bætir svo við að í ræðu sinni muni hann fara yfir sérstöðu Íslands hvað varðar sjálfbærar fiskveiðar, endurnýjanlega orku og svo stjórnmálalega mikilvæga stöðu Íslands við Norðurskautið.
Össur segist enn fremur ætla að fara yfir það sem einstakt sé varðandi meginmálaflokka Íslands. Stærsti efnispunkturinn í okkar greinargerð er sjávarútvegurinn. Svo mun ég fara yfir stöðu landbúnaðar hér á landi og hversu gríðarlega mikilvægt það er að búa við fæðuöryggi. Ég fer yfir byggðamál, efnahagsmál og myntsamstarfið auk þess að draga fram hvað Ísland á mikið sameiginlegt með Evrópu," segir Össur.
Á morgun verður m.a. hægt að sjá beint frá fréttamannafundi um málið:
http://video.consilium.europa.eu/
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Eina rétta í stöðunni í dag er eftirfarandi:
Utanþingstjórn sem fengi þau tvö verkefni; að afturkalla þessa svokölluðu "umskókn" í ESB, og fella "samninginn" um kaup Magma á HS orku úr gildi, og reka þá heim aftur.
Aðeins þannig geta Íslendingar haldið inn í framtíðina sáttir og stoltir, ekki sárir og svekktir.
Dexter Morgan, 26.7.2010 kl. 11:46
Frjálslyndir demókratar fagna þessu og vonast til að sem hagstæðastur aðildarsamningur náist fram sem þjóðin fær að kjósa um.
Frjálslyndir demókratar, 26.7.2010 kl. 12:37
"Samtök iðnaðarins (SI) fagna samþykkt ráðherraráðs Evrópusambandsins um að hefja viðræður við Ísland um aðild landsins að Evrópusambandinu, segir í tilkynningu frá samtökunum.
Aðild Íslands að ESB og upptaka evru sem gjaldmiðils í stað krónu hefur verið eitt af helstu stefnumálum Samtaka iðnaðarins um árabil.
Helgi Magnússon, formaður SI, segir samtökin hafa lagt áherslu á málefnalega umræðu um Evrópumálin og hvaða þýðingu aðild hefur fyrir iðnaðinn á Íslandi.
"Samtök iðnaðarins munu halda því starfi áfram og leggja sitt af mörkum í samningaferlinu og umræðu um aðildarsamninginn þegar hann liggur fyrir. Í kjölfar þess á þjóðin síðan að kveða upp sinn dóm," segir Helgi."
Samtök iðnaðarins fagna samþykkt ráðherraráðsins
Þorsteinn Briem, 26.7.2010 kl. 13:59
Nú er bara að bíða og sjá,hvort okkur sem eru á móti inngöngu í ESB.,tekst að afturkalla umsóknina. Er það ekki rétt, að okkur var lofuð þjóðar-atkvæðagreiðsla um hvort vildum sækja um. Afhverju var hún ekki framkvæmd,var einhver hræddur við NEI. Síðan þá,sem var í upphafi umræðunnar á Alþingi,hafa þeir sem eru á móti margfaldast.
Helga Kristjánsdóttir, 26.7.2010 kl. 14:44
Helga Kristjánsdóttir.
Haldin verður hér þjóðaratkvæðagreiðsla um samning Íslands um aðild að Evrópusambandinu þegar samningurinn liggur fyrir og hefur verið kynntur hér vel.
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar
Þingmenn í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, ítem Þráinn Bertelsson, greiddu atkvæði með umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
Samþykkt á Alþingi 16. júlí í fyrra: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði. (Gunnar Bragi Sveinsson sagði nei.)
Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 26.7.2010 kl. 15:07
...Dexter Morgan: Is this your real name? Please identify yourself...!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 26.7.2010 kl. 15:10
Þingmenn framsóknarmanna sem greiddu atkvæði með þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.
Þingmenn vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.
Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, utan þingflokka.
Sátu hjá:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði NÍU þingmönnum í alþingiskosningunum í fyrra.
Þorsteinn Briem, 26.7.2010 kl. 15:14
28.6.2010: Ungir framsóknarmenn vilja ESB-viðræður
"Stjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík, leggur áherslu á mikilvægi þess að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið fái þann lýðræðislega farveg sem hófst með ályktun Alþingis um aðildarviðræðurnar.
Um leið og við hörmum yfirborðskennda niðurstöðu sjálfstæðismanna og VG-liða í Evrópumálum, hvetjum við þingmenn Framsóknarflokksins að standa með þeirri stefnumörkun sem Framsóknarmenn lögðu fram á fjölmennasta sambandsþingi flokksins í janúar 2009, þar sem samþykkt var að Ísland myndi sækja um aðild að Evrópusambandinu og samningurinn yrði svo settur í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Að neita þjóðinni um þann rétt að sjá hvað getur falist í aðild og hvað ekki er afturhvarf til þjóðfélags pólitískrar þröngsýni, afturhalds og sérhagsmuna.
Það er hluti af frjálslyndri hugmyndafræði að leiða mál til lykta með því að taka umræðuna, láta viðræður fara fram og veita þjóðinni rétt að taka sína ákvörðun. Það er gott lýðræði og í takt við kröfur fólks um önnur og betri vinnubrögð í stjórnmálum," segir í ályktun stjórnar Alfreðs."
Þorsteinn Briem, 26.7.2010 kl. 15:24
Ég fagna því sérstaklega að viðræðurnar séu fornmlega hafnar. Það hef ég gert við hvert formlegt skref í þessu mikilvæga ferli.
Sérstaklega fagnaði ég þó þann dag sem Alþingi Íslendinga samþykkti að sækja um aðlid að ESB. Þá var haldin veisla á mínu heimili.
Fyrir mig var það og er von um nýtt og betra líf á Íslandi
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.7.2010 kl. 16:01
Kristján Sigurður Kristjánsson, 2.8.2010 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.