10.8.2010 | 22:27
Guðmundur Andri um "Virkið í norðri"
Vekjum athygli á grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu í gær, en þar fjallar hann um makalausa grein Ögmundar Jónassonar, "Virkið í norðri" í MBL síðastliðinn föstudag.
Hér er hluti greinar Guðmundar Andra:
"Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifaði grein í Morgunblaðið síðastliðinn föstudag. Hún heitir Virkið í norðri" eftir frægu riti Gunnars M. Magnúss um hernám Íslands. ESB er samkvæmt þessari grein útþenslusinnað heimsveldi sem hyggst leggja undir sig Ísland. Ögmundur talar um að herskáir Evrópusinnar líti hýru auga til Festung Island" og þarf ekki að hafa mörg orð um hugrenningatengslin sem slíkri orðanotkun er ætlað að vekja - eins og orðinu lífsrými" sem skýtur líka upp kollinum.
Ögmundur varar við gýligjöfum:
ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn."
Undir lok greinarinnar talar alþingismaðurinn um að við eigum að standa upprétt en ekki að vera auðtrúa lítilmagni"; og svo fáum við hinn óhjákvæmilega varíant við frasann um barðan þræl og feitan þjón: Þegar knékrjúpandi maður rís á fætur, hættir hann að vera lítill."
Hernumdar þjóðir
Danir, Frakkar, Austurríkismenn, Maltverjar, Ítalir, Búlgarir, Finnar, Englendingar, Írar, Belgar, Kýpverjar, Tékkar, Eistar, Þjóðverjar, Grikkir, Ungverjar, Lúxemborgarar, Spánverjar, Svíar
þetta eru hernumdar þjóðir. Þetta eru auðtrúa lítilmagnar. Þetta eru knékrjúpandi menn.
Danir kunna að virðast ligeglad með sitt smörrebröð og et par bajere, en það er bara plat því þetta er buguð þjóð undir járnhæl Evrópusambandsins. Frakkar kunna að virðast montnir með allt sitt savoir-faire og haute couture og sil-vous-plait - en Ögmundur veit betur: þetta eru knékrjúpandi menn. Írarnir geta svo sem gaulað endalaust þessa sjálfstæðissöngva sína en í þeirra brjósti á frelsið ekki heima: Feitir þjónar. Og Svíarnir líta kannski út fyrir að vera voða pottþéttir og jättebra en velferðin hjá þeim er bara glerperlur og eldvatn sem þeir hafa fengið: þeir eru nefnilega auðtrúa lítilmagnar.
Festung Island"
Lífsrými"
Orðbragð Ögmundar Jónassonar spilar á sömu kenndir og merkið sem ég sá á heimasíðu skoðanasystkina hans í samtökum sem kalla sig Rauðan vettvang": þar er búið að taka burt stjörnurnar úr merki ESB og setja hakakrossa í staðinn.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Ósköp er nú lítið varið í gjammið í undanrennupésanum Guðmundi Andra. Búrtíkur af hans kalíberi eru helst til of smáar af allri gerð til að mynda sig til við að spangóla í áttina að Ögmundi Jónassyni; það er svona ámóta gáfulegt og ef þúfutittlingur reyndi að hræða ljón með því að tísta á það.
Jóhannes Ragnarsson, 10.8.2010 kl. 22:47
Laun Ögmundar Jónassonar eru evrur sem skipt hefur verið í íslenskar krónur og þarf að skipta aftur yfir í evrur þegar hann kaupir evrópskar vörur og ferðast til Evrópu.
Meirihluti af útflutningi okkar Íslendinga fer til Evrópu, sem greiðir hæsta verðið fyrir okkar vörur, og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn hér.
Þorsteinn Briem, 10.8.2010 kl. 23:07
Guðmundur Andri kemur þarna við veikan blett í lífsstafi Ögmundar sem er kjarabarátta. Hvernig getur leiðtogi launafólks í landinu talað svona algjörlega þvert á það sem lífsstarfið hefur snúist um og það er að bæta lífskjör í landinu.
Það er að mínu skylda allra sem að slíkum máluim vinna eða hafa unnið, að styðja allar mögulegar leiðir sem tiltækar eru til aðbæta lífskjör í landinu.
Þó það sé aðeins veik von um bætt lífskjör með aðild að ESB, þá ver okkur fyrrverandi og núverandi verkalýðsleiðtogum að styðja aðildarviðræður og vera sem mest á vaktinni varðandi samninga gerðina eins og unnt er.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.8.2010 kl. 01:10
Prentvillupúkanum hefur nú verið úthýst
Guðmundur Andri kemur þarna við veikan blett í lífsstafi Ögmundar sem er kjarabarátta. Hvernig getur leiðtogi launafólks í landinu talað svona algjörlega þvert á það sem lífsstarfið hefur snúist um og það er að bæta lífskjör í landinu.
Það er að mínu áliti skylda okkar allra sem að slíkum málum vinna eða hafa unnið, að styðja allar mögulegar leiðir sem tiltækar eru til að bæta lífskjör í landinu.
Þó það sé aðeins veik von um bætt lífskjör með aðild að ESB, þá ber okkur fyrrverandi og núverandi verkalýðsleiðtogum að styðja aðildarviðræður og vera sem mest á vaktinni varðandi samninga gerðina eins og unnt er.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.8.2010 kl. 01:13
Hvernig er það Hólmfríður mín, er þér ekki sjálfrátt? Það virðist hafa farið gjörsamlega fram hjá þér að ASÍ-gengið hefur lang í frá stutt allar mögulegar leiðir til að bæta lífskjör launafólks í landinu. Hinsvegar hafa samfylkingarmennirnir og ESB-sinnarnir í ASÍ lagt töluvert á sig við að efla ójöfnuð í landinu og ljúga upp kaupmáttartölum. Það væri nær að hvetja launafólk til að steypa verkalýðsleiðtogunum, sem þú ert svo ánægð með, af stóli og endurreisa verkalýðshreifinguna á heilbrigðum grunni stéttabaráttu og þjóðfrelsis.
Jóhannes Ragnarsson, 11.8.2010 kl. 09:23
Sæll Jóhannes.
Þar sem öll rök vantar með þínum fullyrðingum um ASÍ og verkalýðsfélögin sem það skipa, þá er ekki gott að svara þínum fullyringum efnislega. Ég kannast ekki við þá eflingu ójöfnuðar sem þú villt meina að Verkalýðshreyfingin standi fyrir, eða öllu heldur Samfylkingin og ESB sinnarnir í ASÍ.
Þú ert greinilega ekki sammála okkur un nauðsyn þess að fara í aðildarviðræður við ESB. Ef það er eina ástæðan fyrir þínum gífuryrðum þá eru þau greinilega einingis skot út í loftið og ekkert mark á þeim takandi.
Svo í lokin, mér er afar vel sjálfrátt og er afar vel meðvituð um þá miklu nauðsyn þess að skoða ESB valkostinn mjög vel, þar sem hann er í raun okkar eini raunhæfi í stöðunni.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.8.2010 kl. 14:27
Hvernig er það Hólmfríður: hefurðu ekki tekið eftir hinni auðvirðilegu stéttarsamvinnu og undirgefni ASÍ síðustu árin við ríkis- og atvinnurekendavaldið?
Ef þú hefur ekki tekið eftir auknum ójöfnuði á Íslandi undanfarin 20 ár ert þú annaðhvort staurblind eða gjörsamlega samdauna kerfislæga óréttlætinu og spillingunni sem ASÍ og Samfylkingin eru svo sannarlega órjúfanlegur hluti af.
Jóhannes Ragnarsson, 11.8.2010 kl. 16:16
Jóhannes.
Gæti verið að aukinn ójöfnuður seinustu 20ár er Sjálfstæðisflokknum að kenna eða ASÍ að kenna?
Ég held að Ögmundur á að segja af sér þingmennsku. Við að lesa greinina hans þá koma orð einsog heimska, lygi, blekking og hatur uppí hugann minn. Svona maður á ekki að vera á þingi okkar Íslendinga. Hann hefur í rauninni ekkert að gera þarna. Hann getur ekki verið í ríkisstjórn.... og guggnaði á því að vera ráðherra vegna vanhæfis.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.8.2010 kl. 18:03
Sjálfstæðisflokkurinn komst upp með sína ójafnaðarpólitík á árunum 1991 til 2009 með samþykki og fulltingi ASÍ og kratanna í Alþýðuflokknum og síðar Samfylkingunni.
Ögmundur Jónasson er einn af örfárra alþingismanna sem hægt er að flokka undir heiðarlega stjórnmálamenn. Ég vona að þríeykið, Þruman, Sleggjan og Hvellurinn, geti komið með nokkur dæmi um meinta heimsku, lygi, blekkingar og hatur Ögmundar Jónassonar. Ég veit hinsvegar að mjög erfitt er að heimfæra umrædda lesti á Ögmund, því þar fer heill maður heiðarlegur.
Jóhannes Ragnarsson, 11.8.2010 kl. 19:46
Ef þú lest greinina sem Ögmundur skrifaði í Moggann þá sérðu heimsku, lygar blekkingar og hatur.
Ögmundur má halda það að hann sé heiðarlegur en með því að berjast gegn ESB með lygum og blekkingum þá er hann ekki heill maður að mínu mati. Hann var formaður BSRB sem á að berjast fyrir hag hina lægst launuðustu innan opinbera geirans. Hann Ögmundur hefur ekki fært rök fyrir því að hagur þessa fólks mun versna við ESB. Frekar einblínir hann á að ESB æltar að hernuma landið og líkir það við þjóðarhreinsunina í BNA. Sem eru LYGAR. Hatur hans á ESB er bara svo mikið.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.8.2010 kl. 20:59
Mér datt það í hug að einmitt vegna þess að Ögmundur hefur gagnrýnt ESB og er á móti aðild Íslands að þeim kapítalistaselskap þá sé hann sérdeilis vondur maður og illa innrættur að mati þeirra ESB-sinnuðu.
Ögmundur hefur aldrei sagt að ESB ætli að hernema Ísland, heldur hafi einungis áhuga á landinu í þeim tilgangi að útvíkka yfirráðasvæði sitt á Norður Atlandshafinu.
Jóhannes Ragnarsson, 11.8.2010 kl. 21:11
"Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segist ekki sjá ástæðu til að þrengja lög um eignarhald útlendinga að íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
"Þessi lög hafa ekki truflað okkur," segir hann.
Samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, sem sett voru árið 1991, mega útlendingar eiga allt að 25% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
Fyrirtæki sem er óbeint í eigu útlendinga má eiga 49,9% í sjávarútvegsfyrirtæki.
"Við erum ekki á móti erlendu eignarhaldi í sjávarútvegi en það verður að vera innan skynsamlegra marka.
Reglurnar eins og þær eru núna hafa ekkert verið að þvælast fyrir mönnum. Ég held að þær séu ágætar eins og þær eru. Það er þá tryggt að menn hafi yfirráð yfir sjávarútvegsfyrirtækjunum hér heima," segir Adolf.
Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna sér ekki ástæðu til að breyta lögum um erlent eignarhald í sjávarútvegi
Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 22:21
4. gr. Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri hér á landi er háð eftirfarandi takmörkunum:
1. Eftirtaldir aðilar mega einir stunda fiskveiðar í efnahagslögsögu Íslands samkvæmt lögum um rétt til veiða í efnahagslögsögu Íslands eða eiga og reka fyrirtæki til vinnslu sjávarafurða hér á landi:
a. Íslenskir ríkisborgarar og aðrir íslenskir aðilar.
b. Íslenskir lögaðilar sem að öllu leyti eru í eigu íslenskra aðila eða íslenskra lögaðila sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
i. Eru undir yfirráðum íslenskra aðila.
ii. Eru ekki í eigu erlendra aðila að meira leyti en 25% sé miðað við hlutafé eða stofnfé. Fari eignarhlutur íslensks lögaðila í lögaðila, sem stundar veiðar í efnahagslögsögu Íslands eða vinnslu sjávarafurða hér á landi, ekki yfir 5% má eignarhlutur erlendra aðila þó vera allt að 33%.
iii. Eru að öðru leyti í eigu íslenskra ríkisborgara eða íslenskra lögaðila sem eru undir yfirráðum íslenskra aðila.
Með vinnslu sjávarafurða í 1. mgr. þessa töluliðar er átt við frystingu, söltun, herslu og hverja aðra þá verkun sem ver fisk og aðrar sjávarafurðir skemmdum, þar með taldar bræðsla og mjölvinnsla.
Til vinnslu í þessu sambandi telst hins vegar ekki reyking, súrsun, niðursuða, niðurlagning og umpökkun afurða í neytendaumbúðir eða frekari vinnsla afurða til að gera þær hæfari til dreifingar, neyslu eða matreiðslu.
2. Íslenskir ríkisborgarar og aðrir íslenskir aðilar mega einir eiga virkjunarréttindi vatnsfalla og jarðhita önnur en til heimilisnota. Sama á við um fyrirtæki sem stunda orkuvinnslu og orkudreifingu.
Sama rétt hafa einstaklingar sem búsettir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðru aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum og lögaðilar sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðru aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.
Heimilt skal að kveða svo á í fjárfestingarsamningum milli Íslands og ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins að einstaklingar sem þar eru búsettir eða lögaðilar sem þar eru heimilisfastir hafi einnig sama rétt, enda verði slíkir samningar lagðir fyrir Alþingi til staðfestingar með þingsályktun.
Erlendum aðila, sem öðlast eignarrétt og afnotarétt yfir fasteign samkvæmt ákvæðum laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, er heimilt að nýta jarðhita til beinnar notkunar í atvinnustarfsemi sinni innan þeirra takmarkana sem fram koma í orkulögum.
3. Samanlagður eignarhluti erlendra aðila í íslensku atvinnufyrirtæki sem stundar flugrekstur hér á landi má á hverjum tíma ekki vera meiri en 49%.
Einstaklingar sem búsettir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða Færeyjum og lögaðilar sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða Færeyjum eru þó undanþegnir ákvæðum þessa töluliðar."
Lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991
Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 22:26
ÁKVÆÐI ÞARF Í STJÓRNARSKRÁNA UM AÐ ÓVEIDDUR FISKUR Í SJÓ INNAN 200 SJÓMÍLNA EFNAHAGSLÖGSÖGU ÍSLANDS SÉ SAMEIGN ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR.
"Adolf [Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna,] segir að eignarhald í sjávarútvegi verði að sjálfsögðu stórt mál í viðræðum um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Hann segist óttast að í þeim viðræðum verði erfitt að komast framhjá reglu Evrópusambandsins um frjálst flæði fjármagns.
"Afstaða útgerðarmanna til Evrópusambandsins endurspeglast meðal annars af því að við gerum okkur grein fyrir að fjórfrelsið svokallaða er ekki umsemjanlegt.
Við inngöngu í Evrópusambandið verðum við því að galopna eignarhald á íslenskum fyrirtækjum, þar með talið sjávarútvegi.
Málið tengdist einnig starfi nefndar sem er að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða. Þar er meðal annars tekist á um hverjir eigi auðlindir hafsins.
Samkvæmt lögunum er fiskurinn í sjónum sameign íslensku þjóðarinnar en þetta sameignarhugtak er hins vegar ekki skilgreint nánar í íslenskum lögum."
Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna sér ekki ástæðu til að breyta lögum um erlent eignarhald í sjávarútvegi
"1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.
Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."
Lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006
"Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna viðurkennir rétt ríkja til 200 mílna efnahagslögsögu og samningurinn tók formlega gildi árið 1994 þegar nógu mörg ríki höfðu fullgilt hann."
Efnahagslögsaga
"200 sjómílna efnahagslögsaga Íslands er 758 þúsund ferkílómetrar."
Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 23:17
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis:
"Í þessu sambandi telur meiri hlutinn mikilvægt að leggja áherslu á meginreglur hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem telja verður að tryggi ákveðin grundvallarréttindi sem ekki verða skert með reglum Evrópusambandsins, meðal annars fullveldisréttinn um 200 mílna fiskveiðilögsögu.
Þessum viðhorfum til stuðnings er meginregla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika, sem ætti enn frekar að tryggja stöðu Íslands gagnvart sínum staðbundnu stofnum."
"Meiri hlutinn leggur áherslu á að kröfum Íslendinga um forræði yfir sjávarauðlindinni verði haldið, sem og rétti Íslendinga til að stýra sókn í veiðistofna er byggist á sjálfbærri þróun, ráðgjöf sérfræðinga og veiðireynslu."
Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 23:31
"Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna er alþjóðlegur samningur um réttindi og skyldur ríkja við nýtingu hafsvæða, saminn á þriðju ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hafréttarmál á árunum 1973-1982.
Sáttmálinn kemur í stað fjögurra alþjóðasamninga frá 1958.
Hafréttarsáttmálinn tók formlega gildi 16. nóvember árið 1994, ári eftir að Gvæjana, 60. ríkið, staðfesti sáttmálann.
Og nú eru 156 ríki, auk Evrópusambandsins, aðilar að sáttmálanum.
Hafréttarsáttmálinn nær yfir viðskipti með sjávarafurðir, umhverfismál og nýtingu sjávarafla, auk þess að skilgreina landgrunnsréttindi, landhelgi og efnahagslögsögu ríkja."
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna
Þorsteinn Briem, 11.8.2010 kl. 23:56
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna:
"61. gr. Verndun hinna lífrænu auðlinda
1. Strandríkið skal ákveða leyfilegan afla hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögu sinni.
2. Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu." [...]
"62. gr. Nýting hinna lífrænu auðlinda
1. Að óhnekktri 61. gr. skal strandríkið stuðla að því að markmiðinu um bestu nýtingu hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni verði náð.
2. Strandríkið skal ákveða getu sína til að nýta hinar lífrænu auðlindir sérefnahagslögsögunnar." [...]
"63. gr. Stofnar sem eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri
strandríkja eða bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan hennar
1. Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri strandríkja skulu þessi ríki, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða
svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að samræma og tryggja verndun og þróun þessara stofna, þó að óhnekktum öðrum ákvæðum þessa hluta.
2. Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan lögsögunnar skulu strandríkið og ríkin, sem veiða þessa stofna á aðlæga svæðinu, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda þessa stofna á aðlæga svæðinu."
64. gr. Miklar fartegundir
1. Strandríkið og önnur ríki, sem veiða á svæðinu miklar fartegundir, skulu starfa saman beint eða á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana með það í huga að tryggja verndun og stuðla að því að náð verði markmiðinu um bestu nýtingu þessara tegunda á öllu svæðinu, bæði í sérefnahagslögsögunni og utan hennar.
65. gr. Sjávarspendýr
Ekkert í þessum hluta skerðir rétt strandríkis eða vald alþjóðastofnunar til að banna, takmarka eða setja reglur um hagnýtingu sjávarspendýra með strangari hætti en kveðið er á um í þessum hluta.
Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu hvað hvali snertir einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim."
Þorsteinn Briem, 12.8.2010 kl. 01:17
"Hafréttarráðstefna
Ráðstefna til að ÁKVARÐA HVAÐA ÞJÓÐRÉTTARREGLUR GILDI á sviði hafréttar.
Nokkrar hafréttarráðstefnur hafa verið haldnar á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðal annars Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur."
"Þjóðréttarregla
Regla sem viðurkennt er að gildi MEÐ BINDANDI HÆTTI í lögskiptum ríkja eða annarra viðurkenndra þjóðréttaraðila á milliríkjagrundvelli."
(Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands 2008.)
Þorsteinn Briem, 12.8.2010 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.