Leita í fréttum mbl.is

Uppfinninga(blaða)menn Morgunblaðsins

MBLMoggi birtir frétt í gær um ESB, á ESB-síðu sinni, sem nánast hefur legið í dvala síðan frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok júní og þar til Adolf Guðmundsson, formaður LíÚ, lét hin frægu "klára-aðildarferlið-ummæli" falla á Rás 2 fyrir skömmu.

En allavega, í gær birtist þýðing á frétt Aftenposten um aðildarviðræður Íslands og ESB, undir fyrirsögninni "Gætu tekið Noreg á þetta" og þar er þetta í byrjun fréttarinnar:

"Norska dagblaðið Aftenposten fjallar í dag um aðildarviðræður Íslendinga við Evrópusambandið Þar segir að í Brussel óttist stjórnmálamennirnir að sagan af aðildarviðræðum Noregs endurtaki sig. Samningurinn verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og Norðmenn gerðu 1972 og 1994."

Þetta er að sjálfsögðu óska-sviðsmynd núverandi MBL, þ.e. að Íslendingar felli aðildarsamning, því þar á bæ stjórna menn sem sjá rautt þegar minnst er á ESB og hafa verið mest hér á Íslandi.

En það er uppfinningasemi blaðamanna MBL, sem vekur athygli ritara. Lesið þetta: "Rakið er í Aftenposten að ESB hafi haldið því fram að ekki verði hægt að bjóða Íslendingum varanlegar undanþágur frá sjáarútvegsmálum, en að hægt sé að ræða um aðlögunaraðgerðir. Nefnd eru dæmi um undanþágur sem önnur lönd hafi fengið. Svo sem um snus-sölu í Svíþjóð og nautaat á Spáni."

Takið eftir orðinu: AÐLÖGUNARAÐGERÐIR!

Hér er frumtextinn: "EU har fremholdt at man ikke kan tilby en slik ordning permanent, men at det kan være snakk om overgangsordninger. Flere EU-land har fått unntak fra EU-regler i årenes løp. Det gjelder blant annet Sveriges snussalg og Spanias tyrefekting."

Hjá MBL eru menn svo staðráðnir í að allt sem nú gerist í viðræðum ESB sé bara AÐLÖGUN, að ekki verði samið um eitt eða neitt, við Íslendingar verðum í hlutverki þess sem bara gleypir og tekur við því sem kemur frá Brussel. Það er eins og við höfum engan sjálfstæðan vilja, engar eigin hugmyndir, engar væntingar eða vonir!

Þannig vill Mogginn allavegana láta málið líta út!

Ps. Við erum ekki Norðmenn, það er ekki 1994, það er 2010, veröldin er ekki eins og hún var þá. Er erfitt að skilja það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ótrúlegt að þessir pésar þarna hjá Mogganum. Það er fólk þarna innanborðs sem komu okkur í þessa hörmulega stöðu sem við erum í núna. Og eru að verja óbreytt ástand.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.8.2010 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband