25.8.2010 | 22:02
Ólafur Arnarson: Evran myndi loka fjárlagagatinu
Ólafur Arnarson á Pressunni skrifar um Evruna og málefni tengd henni í nýjasta pistli sínum. Hann segir m.a:
"Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og formaður Sjálfstæðra Evrópusinna, skrifaði pistil skömmu fyrir síðustu Alþingiskosningar og fjallaði m.a. um þann ávinning, sem við Íslendingar munum hafa af upptöku evru. Benedikt miðaði við, að skuldir íslenska ríkisins næmu 1500 milljörðum. Þannig myndi hvert prósentustig vaxta þýða 15 milljarða króna á ári hverju. Benedikt var hófsamur í útreikningum sínum og gerði ráð fyrir, að aðild að myntsamstarfinu myndi skila okkur lækkun vaxta, sem nemur 3 prósentustigum. Það hefði í för með sér sparnað á vaxtakostnaði ríkisins, sem nemur 45 milljörðum, eða nálega þriðjungi fjárlagahallans.
Staðreyndin er sú, að vaxtamunur milli Íslands og evrusvæðisins hefur verið miklu meiri en 3 prósentustig. Raunvextir á Íslandi eru núna nálægt 10 prósent á sama tíma og raunvextir á evrusvæðinu eru undir núllinu. Segjum, að munurinn sé 8 prósentustig. Þá kostar það okkur 120 milljarða á ári að vera með krónu í stað þess að vera aðilar að evrunni. Ef við bætum svo við kostnaðinum, sem fylgir því, fyrir áætlunargerð fyrirtækja og heimila, að notast við handónýta örmynt, sem sveiflast eins og korktappi í stórsjó er ljóst, að varlega er talað, þegar rætt er um að ávinningur okkar af upptöku evru nemi á annað hundrað milljarða.
Þegar við tökum skuldbindingar fyrirtækja og heimila með í reikninginn er augljóst, að kostnaður okkar Íslendinga við það að nota krónu í stað þess að ganga í ESB og taka upp evru hleypur á hundruðum milljarða króna á hverju einasta ári.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þetta er bara enn ein rökin með inngöngu í ESB. Það er nóg til af þeim. :)
Sleggjan og Hvellurinn, 26.8.2010 kl. 00:27
Þetta eru akkúrat enginn rök með ESB aðild, síður en svo.
Hver tekur lengur mark nokkurt mark á þessum Ólafi Arnarssyni einum helsta meðreiðarsveini hrunverja og enn sérlegum og launuðum leigupenna þeirra og ESB trúboðsins.
Það er akkúrat ekkert sem styður þessar fullyrðingar hans.
Þvert á móti hafa margir af virrtustu hagfræðingum heims meira að segja hagfræðidoktorinn og nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz bent á að við komum einmitt þvert á móti miklu betur útúr hruninu og kreppunni einmitt af því að við höfum okkar eigin mynnt, þó lítil sé.
Hún vinnur nú vel fyrir því að keyra okkur útúr kreppunni, meðan evran er sumum jaðarríkjum Evrusamstarfsins mikill og viðurkenndur fjötur um fót við að auka útflutninginn og efla atvinnulífið.
Hví skyldi fólk ekki frekar taka mark á þessum fyrrgreindu viðurkenndu og vel þekktu sérfræðingum, frekar en að taka mark á þessum Ólafi Arnarssyni sem hefur ekkert sér til frægðar unnið, nema af endemum.
Með því að vera áfram þessi hlutdrægi leigupenni og hrun- meðreiðrsveinn Íslands "numero uno" !
Gunnlaugur I., 26.8.2010 kl. 14:50
Evran væri erfið ef við hefðum tekið hana upp á vitlausu gengi.
En ef við tökum hana upp þegar t.d á 150kr þá á útflutningurinn að blómstra.
Stiglitz var að benda á þessi atriði.
Ábendingar Ólafs standa aftur á móti óhögguð.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.8.2010 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.