Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Arnarson: Evran myndi loka fjárlagagatinu

Ólafur ArnarsonÓlafur Arnarson á Pressunni skrifar um Evruna og málefni tengd henni í nýjasta pistli sínum.  Hann segir m.a: 

"Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og formaður Sjálfstæðra Evrópusinna, skrifaði pistil skömmu fyrir síðustu Alþingiskosningar og fjallaði m.a. um þann ávinning, sem við Íslendingar munum hafa af upptöku evru. Benedikt miðaði við, að skuldir íslenska ríkisins næmu 1500 milljörðum. Þannig myndi hvert prósentustig vaxta þýða 15 milljarða króna á ári hverju. Benedikt var hófsamur í útreikningum sínum og gerði ráð fyrir, að aðild að myntsamstarfinu myndi skila okkur lækkun vaxta, sem nemur 3 prósentustigum. Það hefði í för með sér sparnað á vaxtakostnaði ríkisins, sem nemur 45 milljörðum, eða nálega þriðjungi fjárlagahallans.

Staðreyndin er sú, að vaxtamunur milli Íslands og evrusvæðisins hefur verið miklu meiri en 3 prósentustig. Raunvextir á Íslandi eru núna nálægt 10 prósent á sama tíma og raunvextir á evrusvæðinu eru undir núllinu. Segjum, að munurinn sé 8 prósentustig. Þá kostar það okkur 120 milljarða á ári að vera með krónu í stað þess að vera aðilar að evrunni. Ef við bætum svo við kostnaðinum, sem fylgir því, fyrir áætlunargerð fyrirtækja og heimila, að notast við handónýta örmynt, sem sveiflast eins og korktappi í stórsjó er ljóst, að varlega er talað, þegar rætt er um að ávinningur okkar af upptöku evru nemi á annað hundrað milljarða.

Þegar við tökum skuldbindingar fyrirtækja og heimila með í reikninginn er augljóst, að kostnaður okkar Íslendinga við það að nota krónu í stað þess að ganga í ESB og taka upp evru hleypur á hundruðum milljarða króna á hverju einasta ári.

Allur pistill Ólafs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er bara enn ein rökin með inngöngu í ESB. Það er nóg til af þeim. :)

Sleggjan og Hvellurinn, 26.8.2010 kl. 00:27

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta eru akkúrat enginn rök með ESB aðild, síður en svo. 

Hver tekur lengur mark nokkurt mark á þessum Ólafi Arnarssyni einum helsta meðreiðarsveini hrunverja og enn sérlegum og launuðum leigupenna þeirra og ESB trúboðsins.

Það er akkúrat ekkert sem styður þessar fullyrðingar hans.

Þvert á móti hafa margir af virrtustu hagfræðingum heims meira að segja hagfræðidoktorinn og nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz bent á að við komum einmitt þvert á móti miklu betur útúr hruninu og kreppunni einmitt af því að við höfum okkar eigin mynnt, þó lítil sé.

Hún vinnur nú vel fyrir því að keyra okkur útúr kreppunni, meðan evran er sumum jaðarríkjum Evrusamstarfsins mikill og viðurkenndur fjötur um fót við að auka útflutninginn og efla atvinnulífið.

Hví skyldi fólk ekki frekar taka mark á þessum fyrrgreindu viðurkenndu og vel þekktu sérfræðingum,  frekar en að taka mark á þessum Ólafi Arnarssyni sem hefur ekkert sér til frægðar unnið, nema af endemum.

Með því að vera áfram þessi hlutdrægi leigupenni og hrun- meðreiðrsveinn Íslands "numero uno" !

Gunnlaugur I., 26.8.2010 kl. 14:50

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Evran væri erfið ef við hefðum tekið hana upp á vitlausu gengi.

En ef við tökum hana upp þegar t.d á 150kr þá á útflutningurinn að blómstra.

Stiglitz var að benda á þessi atriði.

Ábendingar Ólafs standa aftur á móti óhögguð.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.8.2010 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband