Leita í fréttum mbl.is

Sr. Þórir Stephensen: Þeirra eigin orð II

Sr.Þórir StephensenSr. Þórir Stephensen ritaði fyrir skömmu grein í FRBL, undir fyrirsögninni Þeirra eigin orð II. Í henni víkur Sr. Þórir sér að Birni Bjarnasyni, fyrrum dómsmálaráðherra:

"Umræðan um hugsanlega aðild okkar Íslendinga að ESB er lífleg um þessar mundir. Hún hefur kallað á skoðun heimilda um þau málefni, sem hæst ber í rökræðunni. Ég sagði hér nýlega frá því, að mér hefði fundist bera dálítið á milli þess, sem fram kom í „Tengsl Íslands og Evrópusambandsins", skýrslu Evrópunefndarinnar frá 2007, og málflutningi sumra nefndarmanna undanfarna mánuði. Önnur heimild barst mér nýlega og vakti svipaðar hugrenningar.

Björn Bjarnason skrifaði þetta á „Evrópuvaktina" 28. júní sl.:
„Aðild Íslands að ESB þýðir, að Íslendingar afsala sér forræði á sjávarauðlindinni og gera atlögu að eigin landbúnaði. Fleiri náttúruauðlindir eru í húfi." Hann og fleiri hafa hamast á þessum hræðsluáróðri í greinum sínum þar og víðar.

Við sem aðhyllumst samningaleiðina, höfum undrast skrif þeirra og aðeins hefur verið ýjað að því, að þeir hafi gerst málsvarar sérhagsmuna.
Svo vel vill til, að Björn Bjarnason hefur ekki ætíð talað svona, jafnvel mótmælt skrifum Morgunblaðsins í þessa veru. Það gerði hann í grein 10. mars 1992. Síðan hefur það eitt breyst í sjávarútvegsstefnu ESB, þá EB, að hún hefur heldur færst nær stefnu okkar."

Öll greinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

"AÐILDARSAMNINGARNIR sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en Í VIÐAUKA VIÐ ÞÁ eru sett fram SKILYRÐI AÐILDAR OG AÐLAGANIR Á STOFNSÁTTMÁLUM ESB, SEM ERU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF AÐILDARSAMNINGNUM.

Samanber til dæmis 2. gr. AÐILDARSAMNINGS BÚLGARÍU OG RÚMENÍU."

Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum, enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB.

Komi upp vandamál vegna ÁKVEÐINNAR SÉRSTÖÐU eða sérstakra aðstæðna Í UMSÓKNARRÍKI er þó reynt að leysa málið með því að SEMJA UM tilteknar afmarkaðar SÉRLAUSNIR."

"LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR SEM ER Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB.

HIÐ SAMA GILDIR UM BÓKANIR EN ÞÆR ERU HLUTI AF AÐILDARSAMNINGUM OG HAFA ÞVÍ SAMA LAGALEGA GILDI OG ÞEIR.

Í 174. GR. AÐILDARSAMNINGS AUSTURRÍKIS, FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG NOREGS ER TIL DÆMIS SÉRSTAKLEGA TILTEKIÐ AÐ BÓKANIR SÉU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF SAMNINGNUM."

"HVER AÐILDARSAMNINGUR FELUR EINNIG Í SÉR BREYTINGU Á STOFNSÁTTMÁLUNUM [EVRÓPUSAMBANDSINS]."

Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 21:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Countries: Finland

Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)

"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)

Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture

Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 21:36

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EFNAHAGSLÖGSAGA [EXCLUSIVE ECONOMIC ZONE (EEZ)].

HAFSVÆÐI UTAN LANDHELGINNAR, sem afmarkast af línu sem getur verið allt að 200 SJÓMÍLUR frá grunnlínum landhelginnar, ÞAR SEM STRANDRÍKI HEFUR FULLVELDISRÉTT að því er varðar rannsóknir og HAGNÝTINGU, verndun OG STJÓRNUN LÍFRÆNNA OG ÓLÍFRÆNNA NÁTTÚRUAUÐLINDA HAFSINS SEM LIGGUR YFIR HAFSBOTNINUM, SEM OG NÆR TIL HAFSBOTNSINS og botnlaga hans, svo og til annarra ATHAFNA VEGNA EFNAHAGSLEGRAR HAGNÝTINGAR og rannsókna í lögsögunni, svo sem til framleiðslu orku úr sjónum, straumum og vindum.

EINNIG LÖGSÖGU TIL hafrannsókna, VERNDUNAR og varðveislu HAFRÝMISINS og til gerðar og afnota tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja."

Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.

Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 21:40

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Alvöru umræða um kosti þess að standa utan við ESB fer fram á minni síðu

http://alit.blog.is/blog/alit/entry/1086289/

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.8.2010 kl. 21:47

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún Sæmundsdóttir

Þá heldur þú þig bara þar, elskan mín.

Það er EKKI nóg að tala.

HÉR FRAMKVÆMUM VIÐ það sem VIÐ segjum!!!


Eina góða kveldstund fáum við okkur stóra kleinu saman.

Og þú færð feitari helminginn.

Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 22:01

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Steini þessi náungi talar

 http://rt.com/Best_Videos/2010-08-27/eu-economy-democracy-disaster.html

Einmitt, núna þurfum við að framkvæma hér og endurreisa Ísland, og það gerum við með alþjóðlegum viðskiptum án afskipta ESB.

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.8.2010 kl. 22:26

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007:

"Evrópusambandið hefur í dag stærsta net viðskiptasamninga í heiminum og nýtur þess í sínum samningum að vera ekki aðeins stærsti einstaki viðskipaaðili heims, heldur einnig sá aðili sem hefur stærstan innri markað og sá aðili sem veitir meira en helming allrar þróunaraðstoðar í heiminum."

Þorsteinn Briem, 28.8.2010 kl. 23:15

11 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, Það sem þú heldur fram um ESB á sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Málið afgreitt og þó ert óviðræðuhæf eftir þessa uppljóstrun.

Jón Frímann Jónsson, 29.8.2010 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband