29.8.2010 | 09:13
Nei sinnar eru á móti umbótum: Guðmundur Gunnarsson
Guðmundur Gunnarsson Eyjubloggari segir í nýjasta pistli sínum: "Öll vitum við að helsta niðurstaða Rannsóknarskýrslunnar var falleinkunn á íslensku stjórnsýsluna. Ljóst er að þar þarf að taka til það skiptir engu hvort við göngum í ESB eða ekki. Ef við tökum ekki til munum við búa áfram við hinn dýra óstöðugleika sem veldur lækkandi kaupmætti, háum vöxtum og háu verðlagi."
Og hann heldur áfram: "Við sjáum það að málflutning NEI manna að þeir vilja ekki þessar umbætur, enda blasir fara þar fremstir í flokki sérhyggjumenn sem hagnast á því að núverandi ástand verði áfram, svo þeir geti áfram ástundað valdabrölt sitt og eignatilfærslur frá launamönnum til fárra. Afleiðingar þessa blasa við, Ísland hefur tapað efnahagslegu fullveldi og allt undir því að fá lán sem eru niðurgreidd af vinaþjóðum okkar og AGS.
Þeir beita öllum brögðum í bókinni til þess að afvegaleiða umræðuna. Þeir hafa til þess tvo fjölmiðla sem reknir eru að útvegsmönnum og bændaforystunni. En það sem verra er að aðrir fjölmiðlamenn láta ítrekað afvegaleiða sig með fullyrðingum sem blasir við ef málið er skoðað að eru klár endaleysa.
Með þessari stefnu er stefnt að því að Ísland verði láglaunasvæði með gamaldags efnahagsstjórn, háum vöxtum og verðtryggingu. 53% af viðskiptum Íslands fara fram í Evrum, þannig að liðlega helmingur gengisáhættu íslendinga hverfur við upptöku evru. Norska krónan er með 4% af viðskiptum okkar dollarinn 11% og Kanadadollar 1%. En sumir hafa nefnt þessar myntir til þess að komast hjá því að ræða þessi mál á málefnalegan hátt og drepa vitrænni umræðu á dreif.
Innganga í ESB og upptaka evru er ekki skyndilausn eins og NEI-menn hafa haldið fram. Hún er nauðsynleg framtíðarlausn ef við ætlum að losna við óábyrga efnahagsstjórn, þar sem mistök íslenskra stjórnmálamanna hafa endurtekið verið leiðrétt með því að sveifla krónunni með skelfilegum afleiðingum fyrir launamenn. Meiri verðbólgu, hærri vexti og hærra verðlag."
Allur pistill GG
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Guðmundur Gunnarsson verkalýðsforstjóri og sjálfskipaður í ASÍ- Elítu-aðlinum til margra ára ryðst nú enn fram á ritvöllinn með órökstuddann og einhliða áróður fyrir tafarlausri ESB aðild.
Hvaðan hefur hann og samtök hans umboð til þess að reka þennan áróður. ekki frá óbreyttum umbjóðendum sínum svo mikið er víst.
Hann er ekki mjög trúverðugir þessi hálaunaaðall og svokallaði alþýðuforingi og sjálfskipaður ESB Elítumaður til margra áratuga.
Maður sem skammtar sjálfum sér 1.650.000.- krónur í mánaðarlaun auk alls kyns fríðinda og sporslna.
Þetta eru u.þ.b. 3 föld þingmannalaun og u.þ.b. 80% hærri laun en ráðherrar Íslands hafa og þetta eru meira að segja u.þ.b. 67% hærri laun en Forsætisráðherra Íslands hefur í dag.
Hann ræðst að stjórnsýslu landsins. Þar má auðvitað ýmislegt bæta, en ekkert nema þveröfugt segir að það myndi eða ætti að batna við ESB aðild.
En væri honum ekki nær að huga að því að laga steinrunna og spillta stjórnsýslju ASÍ og verkalýðshreyfingarinnar og gjörspillt lífeyrissjóðakerfi verkalýðsfélaganna sem tóku að fullri meðvirkni með bankaglæponunum þátt í sukkinu og svínaríinu sem leyddi til hrunsins.
Ekki hef ég orðið var við að mörgum steinum hafi þar verið velt við eða margir þurft að taka pokann sinn eða lækka sín ofur laun og hlunnindi.
Þar hefur ekki verið hreinsað út og enginn ábyrgð tekinn en öllum skítnum verið sópað undir teppið, þrátt fyrir yfir þúsund milljarða tap launamanna vegna sukksins og svínarísins sem þetta gjörspillta lið stóð fyrir með þessa sjóði alþýðunnar.
Alla vegana tekur hann sjálfur enga ábyrgð, enda sjálfsagt ósnertanlegur í sameiginlegu samtryggingarkerfi ASÍ Elítunnar.
Eina sem hann hefur haft til málana að leggja frá hruninu er að þrástagast á að ESB aðild sé ein alls herjar bót á öllum hlutum, ekki síst bættri og agaðri stjórnsýslu.
Ekkert styður þessar fullyrðingar hans nema síður sé. Spilling og mútuþægni í viðskiptalífi og stjórnmála og embættismannakerfi margra rótgróinna ESB og Evru ríkja er margfalt meiri og stærra í sniðum en nokkurn tímann á Íslandi, bæði fyrr og síðar.
Nefni þar sem dæmi ríki eins og Ítalíu Berlusconis, Spán, Portúgal og Grikkland.
Ekkert hefur bætt stjórnsýslu þessara ríkja eða dregið úr spillingunni, þrátt fyrir margra áratuga þátttöku í ESB og að hafa verið í Evru samstarfinu í fjölda mörg ár.
Þvert á móti hafa möguleikar atvinnulífs og embættisvaldsins til aukinnar misbeitingar valda og peningamisferlis stóraukist, þar sem kerfið er allt flóknara og fjarlægara fólkinu sjálfu og fleiri spena sem þá er hægt að mjólka í friði.
Fræg dæmi mætti nefna þar sem embættis- og stjórnmálavaldið í samstarfi við atvinnulífið hefur sammælst um það að svíkja og pretta fé út úr sjóðum ESB. Allir fá sérstaka þóknun fyrir að þegja eða ljúga skýrslum og allir eru ánægðir.
Síðan ætti að nefna ESB apparatið sjálft þar sem er sjálf ormagryfja spillingarinnar, siðleysisins og sjálftökunnar, án nokkurs lýðræðislegs eftirlits eða aðhalds.
Ársreikningar ESB apparatsins sjálfs hafa ekki fengist endurskoðaðir eða undirritaðir af löggiltum endurskoðendum samfleytt í 14 ár.
Afhverju skyldi það nú vera. Ætti ekki að vera búið að reka einhvern af Commizerunum sem ábyrgð eiga að bera á þessu.
Nei enginn þeirra hefur verið rekinn.
Sá eini sem fékk að taka pokann sinn á sínum tíma var framkvæmdastjóri innri endurskoðunar ESB, sem steig fram og sagðist samvisku sinnar vegna ekki lengur getað hylmt yfir og þagað yfir þessari áralöngu ósvinnu og kjaftaði því frá í óþökk Elítunnar.
Hún var umsvifalaust rekinn.
En afhverju er þetta svona ?
Jú endurskoðendurnir segjast ekki geta sett nafn sitt við þetta því að svo virðist vera sem tugir milljarðar Evra glatist eða hverfi árlega í meðförum Commízararáðana "óskeikulu"
Meira um rangfærslur og ESB blekkingar Guðmundar Gunnarssonar Síðar.
Gunnlaugur I., 29.8.2010 kl. 12:55
Gunnlaugur I, Hættu þessi samsæriskenninga bulli þínu.
Ég veit að þú átt erfitt með að sætta þig við þessa staðreynd, en ársreikningar ESB hafa alltaf fengist samþykktir af endurskoðendaskriftofu ESB (ECA) frá því að núverandi form var sett á ársreikningana.
Ítalía er stofnríki að ESB (áður EEC).
Annars er þessi grein þín uppfull af lygum og rangfærslum eins og svo oft áður. Ósvaraverðir hlutir sem er búið að leiðrétta margoft í umræðunni og þarf ekki að leiðrétta oftar.
Jón Frímann Jónsson, 29.8.2010 kl. 14:22
Gunnlaugur I. BÝR Í EVRÓPUSAMBANDSLANDINU SPÁNI og þarf því EKKI AÐ KAUPA HÉR MATVÖRUR Á UPPSPRENGDU VERÐI!!!
En Gunnlaugur I. VILL ENDILEGA AÐ VIÐ SEM BÚUM HÉR Á ÍSLANDI ÞURFUM ÁFRAM AÐ KAUPA HÉR RÁNDÝRAR MATVÖRUR!!!
Þorsteinn Briem, 29.8.2010 kl. 14:47
VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.
"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.
Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.
ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.
Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."
"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."
RÚV 21.6.2009: Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?
Þorsteinn Briem, 29.8.2010 kl. 14:50
ÁHRIF AÐILDAR ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU Á VEXTI HÚSNÆÐISLÁNA HÉRLENDIS.
"Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu vextir á húsnæðislánum byrja að lækka talsvert áður en evran yrði tekin upp.
Það er reynsla annarra ríkja sem stefnt hafa að upptöku evru.
Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], segir að þar sem vextir voru háir hafi þeir nálgast meðaltal á meginlandi Evrópu.
Á ÍSLANDI SÉU VEXTIR Á HÚSNÆÐISLÁNUM MEÐ ÞVÍ HÆSTA SEM ÞEKKIST Í EVRÓPU.
Þeir muni klárlega lækka þó erfitt sé að segja hve mikið.
AUK ÞESS YRÐI VERÐTRYGGING ÚR SÖGUNNI.
Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af tuttugu milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til tuttugu ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.
Á TUTTUGU ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA NÍTJÁN MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA en það franska."
RÚV 21.6.2009: Áhrif aðildar á vexti húsnæðislána hérlendis
Þorsteinn Briem, 29.8.2010 kl. 14:51
Það er STÓRMERKILEGT AÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN LJÚGI NÚ DAGLEGA AÐ ÞJÓÐINNI varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu ÞEGAR LOKSINS ER HÆGT AÐ STÓRBÆTA HÉR LÍFSKJÖR ALMENNINGS VARANLEGA!!!
Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu!!!
OG NÚNA SEMJUM VIÐ ÍSLENDINGAR EKKI ÞAU LÖG SEM VIÐ TÖKUM UPP SAMKVÆMT SAMNINGNUM UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ.
Í EVRÓPUSAMBANDINU TÖKUM VIÐ HINS VEGAR ÞÁTT Í AÐ SEMJA LÖG SAMBANDSINS og aðildarsamningi okkar verður EKKI breytt nema með samþykki okkar Íslendinga.
"EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI."
Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.
Þorsteinn Briem, 29.8.2010 kl. 15:02
Gunnlaugur I
Hvernig væri að kynna sér málin áður en þú vegur að æru fólks. Guðmundur hefur gert rækilega grein fyrir launakjörum sínum hjá RSÍ á bloggi sínu
" Hjálagt eru útreikningar á föstum launum mínum.
14 taxti Ísal 10 ára starfsþrep mánaðarlaun 281.685
Föst yfirvinna 49 x 3.309.- 162.141. Samtals 443.826. Stjórnunarálag 32.4% 143.799. Samtals 587.625"
Er kannski jafn mikið að marka annað sem þú heldur fram hér á evrópublogginu?
En það er eins og í boltanum, ef þú átt ekki séns í boltann þá er bara að sparka í manninn.
Og hafðu svo vit á að skammast þín.
Guðjón Eiríksson, 29.8.2010 kl. 16:30
Student.is - Hannes Hólmsteinn Gissurarson:
"Hvaða þremur sögufrægu persónum myndirðu bjóða í mat og hvað yrði í matinn?
"Ég myndi nú bjóða því fólki í mat sem ég hef verið í mat með. Það eru Margaret Thatcher, Silvio Berlusconi og Davíð Oddsson.
Ég myndi hafa í forrétt melónur með carpaggio (hráskinku), í aðalrétt myndi ég hafa íslenskt lambakjöt með steiktum kartöflum og bernaise-sósu og í eftirrétt yrði svo ís með eplaköku.""
Þorsteinn Briem, 29.8.2010 kl. 18:28
Guðjón Eiríksson:
Ég sagði bara það um launakjör ASÍ elítumannsins og Rafiðnaðarforstjórnas Guðmundar Gunnarssonar það sem fram kom opinberlega hér í fjölmiðlum um daginn og veit ekki betur en að sé óvéfengjanlegt og satt.
Ég þarf því ekkert að skammast mín. þó þú viljir það, fyrir það eitt að halda því til haga og fara yfir óheyrilega há launakjör opinberrar persónu eins og hans sem engu að síður sifellt setur sig á háan hest og kastar grjóthnullungum úr glerhúsi sínu bæði gagnvart stjórnvöldum og ekki síst sinni eigin þjóð sem hann virðist sífellt fyrirlíta meira og meira fyrir að vera ekki orðinn opinber hreppur í ESB Stórríkinu sem hann vill koma okkur í með öllum meðulum.
Gunnlaugur I., 29.8.2010 kl. 18:53
Gunnlaugur I.,
ÞÚ ERT MESTI LYGALAUPUR SEM ÍSLAND HEFUR ALIÐ!!!
Þú kannar EKKI sannleiksgildi þess sem þú STAÐHÆFIR hér dag eftir dag og heldur fram sem STAÐREYNDUM!!!
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, hefur fyrir löngu greint frá sínum launum hjá sambandinu, sem veit að sjálfsögðu einnig hver laun hans eru!!!
EN ÞÚ KÝST AÐ LJÚGA HÉR DAG EFTIR DAG, ÆRUMEIÐA OG SVÍVIRÐA ÍSLENDINGA FRÁ EVRÓPUSAMBANDSLANDINU SPÁNI!!!
Starfsfólk Rafiðnaðarsambands Íslands
"Guðmundur Gunnarsson var varaborgarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1994-1998, stjórnarmaður í Alþýðusambandi Íslands frá 1994 og formaður í Norræna rafiðnaðarsambandinu 1994-1996 og 2004-2006.
Guðmundur hefur samið fjölda kennslubóka fyrir rafiðnaðarmenn í stýringum, auk margs konar annarra ritstarfa.
Hann er faðir Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarmanns."
Guðmundur Gunnarsson - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 29.8.2010 kl. 19:56
Sumir kunna bara einfaldlega ekki
að skammast sín
Guðjón Eiríksson, 29.8.2010 kl. 20:17
Já, Guðjón minn, ekki vantar nú SVÍVIRÐINGARNAR Í GARÐ ÞEIRRA SEM VILJA STÓRBÆTA KJÖR ÞEIRRA SEM BÚA HÉR Á ÍSLANDI!!!
Þorsteinn Briem, 29.8.2010 kl. 20:46
ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA EINNIG AÐ KAUPA MATVÖRUR OG TAKA LÁN!!!
Lán hækka hér í samræmi við vísitölu neysluverðs, samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, og vísitalan hefur hækkað um 80% frá ársbyrjun 2001.
Matarreikningur Finna LÆKKAÐI UM 11% við aðild Finnlands að Evrópusambandinu.
"- matprisene falt I gjennomsnitt 11% da Finland ble EU-medlem I 1995 (årsak reduksjon I produsentprisen)
- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%"
Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10
Býlum hér mun áfram fækka og þau munu stækka enn frekar, eins og í Finnlandi.
Sauðfjárbúum HEFUR FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR!!!
Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36
"Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.
Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd ["nordisk bistand", OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU]."
"LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK, ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR EVRÓPUSAMBANDSINS."
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79
Þorsteinn Briem, 29.8.2010 kl. 21:06
ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.
"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.
Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."
Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána
Verðbólga og vextir á Evrusvæðinu
Þorsteinn Briem, 29.8.2010 kl. 21:08
Hverslags þjófélag er það sem nennir ekki að taka til heima hjá sér og ættlast til að aðrar þjóðir geri það. Vextir á Íslandi eru ákveðnir hjá Seðlabanka Íslands; tollar á matvæli í Landbúnaðarráðuneiti Íslands en ekki í Brussel. Til hvers allt þetta vesen til að breita þessu tvennu. Eina sem þarf að breita til að þetta sé í lagi er að við Íslendingar hættum fúski í stjórnsýslunni eða með öðrum orðum hættum að gefa stjórnvöldum veiðileyfi á almenning fyrir sérhagsmunahópa(fámennið).
Guðmundur Ingi Kristinsson, 29.8.2010 kl. 21:10
Stýrivextir á evrusvæðinu eru nú 1% og verðbólgan 1,7%.
Verðbólgan hér var 18,6% og stýrivextir 18% í janúar í fyrra og höfðu verið það frá 28. október 2008, þegar þeir voru hækkaðir úr 12%.
Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010
Þorsteinn Briem, 29.8.2010 kl. 21:40
11.12.2009:
"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur."
"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum.
Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum. Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.
"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.
Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."
Yngvi Örn Kristinsson - Reyndi að vara þá við
Þorsteinn Briem, 29.8.2010 kl. 21:53
Guðmundur Ingi Kristinsson,
HVERS VEGNA VAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ÞÁ EKKI LÖNGU BÚINN AÐ FELLA HÉR NIÐUR INNFLUTNINGSTOLLA OG LÆKKA VEXTI, FYRST ÞAÐ VAR OG ER SVONA SVAKALEGA AUÐVELT?!
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir upp í 18% haustið 2008 þegar Davíð Oddsson var seðlabankastjóri og höfðu þá verið mjög háir undir hans stjórn í bankanum næstu ár á undan VEGNA MARGRA ÁRA OFÞENSLU HÉR Í EFNAHAGSLÍFINU.
OG HVERJUM VAR HÚN AÐ KENNA?!
RÆSTINGAKONUM HÉR KANNSKI?!
Þorsteinn Briem, 29.8.2010 kl. 21:56
Fréttablaðið | 20.08.2003 | 13:36Með tólf þúsund króna mánaðarlaun við Kárahnjúka
Kínverjinn rak þá upp stór augu; sagðist sjálfur aðeins hafa 150 dollara – útlærður rafvirkinn. Hann fær að vísu frítt að borða líka en þetta er auðvitað smánarlegt. Þetta sagði heimildarmaðurinn, sem ekki vildi láta nafns getið vegna atvinnuhagsmuna sinna. Mánaðarlaun íslenska verkamannsins svara til 240 þúsund króna.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru fjórir kínverskir rafvirkjar í nýkomnir til vinnu við Kárahnjúkavirkjun en von er á mun fleirum. Oddur Friðriksson, aðaltrúnaðarmaður við Kárahnjúkavirkjun, sagðist ekki geta sagt til um launakjör Kínverjanna eða annarra útlendinga á virkjanasvæðinu: „Ég hef heyrt þessa umræðu um þá menn sem fluttir hafa verið inn frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Við höfum okkar efasemdir um að þeim séu greidd rétt laun“, segir Oddur. Að sögn Odds hafa mál erlendu starfsmannanna verið send til Löggildingarstofu sem sér um réttindamál þeirra.
„Á fimmtudag á Impregilo að sýna fram á að þeir hafi leyfi fyrir öllum þessum mönnum og að launin séu eins og þau eiga að vera. Samkvæmt virkjanasamningnum eiga launin að vera í samræmi við íslenska kjarasamninga. Annað hvort eru þeir með sitt á hreinu eða ekki“, segir Oddur.
gar@frettabladid.is
Er íslenska verkalýðsforustan að beita sér fyrir því að starfsmannaleigur eins og störfuðu á Kárahnjúkum verði löglegar hérlendis? Er það hagur íslenskra launamanna að hér verði löglegt að reka starfsmannaleigur sem greiða"laun" langt undir íslenskum launatöxtum? en þannig verður þetta við ESB inngöngu.
Guðrún Sæmundsdóttir, 29.8.2010 kl. 22:29
Guðrún, Þetta gerðist undir stjórn Davíðs og co. Spurðu þá afhverju þeir létu þetta viðgangast.
Að öðru leiti er þetta útúrsnúningur hjá þér og kemur núverandi umræðu ekkert við.
Jón Frímann Jónsson, 29.8.2010 kl. 22:33
Jú þetta kemur umræðunni við vegna þess að með ESB inngöngu verður starfsmannaleigum heimilt að starfa hér, meðfylgjandi er pistill Rafns Gíslasonar um stöðu launþega í ESB ríkjum v-Evrópu.
ESB og starfsmannaleigur
21.8.2010 | 18:04
Átökin um starfsmannaleigurnar breiðist út í Evrópu.
Fjöldi starfsmanna hjá starfsmannaleigunum innan ESB hefur nú tvöfaldast á síðustu 10 árum. Á seinni hluta níunda áratug síðustu aldar og á fyrsta tug þessarar aldar var losað um atvinnulöggjöfina í fjölda Evrópulanda og reglunar um notkun innleigðs starfskrafts urðu frjálsari. Nú um alla Evrópu eykst áhugi atvinnuveitanda á því að notast við lausráðið starfslið sem hefur leitt af sér að þeir sem útleigðir eru til fyrirtækja hafa mun lægri laun en fastráðið fólk hafði áður.
Í Belgíu þar sem starfsmannaleigurnar hafa nú þegar komið sér fyrir á vinnumarkaðinum á sér stað umræða um þetta form ráðninga. - Það er staðreynd að atvinnuveitendur leita nú í auknum mæli eftir lausráðnum starfsmönum til að ná fram sveigjanlegri launakostnaði segir Matthiu Marin frá verkalýðshreyfingunni SETCA þar í landi, en í dag er fjöldi innleigðra starfsmanna frá starfsmannaleigum um 2,49 prósent af Belgíska vinnumarkaðinum og fer vaxandi.
Í Eistlandi er löggjöfin um starfsráðningar frekar laus í böndunum og sveigjanleg. En þar segir Harri Taliga formaður í Estonian Trad Union Confediration ( EAKL ) að geri það að verkum að auðvelt er fyrir atvinurekendur að losa sig við starfsfólk og með tilliti til atvinnuleysisins þá er það ekki vandkvæðum bundið að finna nýtt starfsfólk á starfsmannaleigunum fyrir lágmarks laun eða lægri. Starfsmannaleigur í Eistalandi eru almennt ekki settar undir neitt regluverk eða löggjöf en starfsemin skal þó greiða föst laun sem ekki eru lægri en lágmarkslaun í því landi sem starfsmaðurinn kemur frá.
Í Finnlandi hefur FFC sem er sambærileg samtök og ASÍ hérlendis hafið herferð gegn starfsmannaleigunum , þar er því haldið fram að ráðningarsamningar þeirra sem ráðnir séu frá starfsmannaleigum séu ó tryggir og að launin fylgi ekki ráðandi kjarasamningum í Finnlandi að mati FFC. Starfsmenn þessara starfsmannaleiga eru oftast ekki meðlimir í verkalýðshreyfingu og hafa ekki kjarasamninga til að fara eftir, þetta hefur leit til þess að mati FFC að starfsmenn hjá fyrirtækjum allmennt eiga æ erfiðra með að fá fast ráðningar.
Í Þýskalandi kom sú staða upp síðastliðin vetur að verslunarkeðjan Schlecker sagði upp þúsundum starfsmanna sinna, þessir starfsmenn voru síðan nauðbeygðir til að leita til tiltekinnar starfsmannaleigu sem jú réði þá aftur til starfa hjá sama fyrirtæki en nú á mun lægri launum. Haft var eftir konu einni í viðtali hjá ARD-TV. sjónvarpstöðinni að hún hefði lækkað í launum um 30 prósent fyrir vikið og fengi nú lélegri sumarleyfis kjör en áður. Sömu sögu er að segja um þúsundir annarra starfsmanna Schleckers sem hafa nauðbeygðir þurft að leita til starfsmannageigunar til að fá störf sín aftur , en þessi umrædda starfsmannaleiga er rekin af fyrrum starfsmannastjóra fyrirtækisins. Þessu hefur verið mótmælt harðlega og ríkisstjórn Þýskalands hefur fordæmt það að æ fleiri launþegar séu þvingaðir frá fastráðningu og boðið endurráðning gegnum starfsmannaleigur á mun verri kjörum en áður. Þar var því hótað af atvinnumálaráðherra landsins að ef um smugur í atvinnulögtöfinni væri um að kenna þá myndi það verða lagað hið snarasta, enn er allt við það sama í þeim efnum.
Í Pólandi er það reyndin að allt fleiri fyrirtæki ráða starfsfólk gegnum starfsmannaleigur og er það stefna Pólskra yfirvalda að einfalda löggjöfina svo að starfsmannaleigur eigi auðveldara með að athafna sig þar í landi í framtíðinni, nú verandi löggjöf frá 2003 gengur út á að einungis megi ráða fólk til starfa gegnum starfsmannaleigur í skemmri tíma eða til bráðabyrgða og skal ráðningin vera tengd sérstöku verkefni og ekki til lengri tíma en í 180 daga á hverju þriggja ára tímabili. Löggjöfin setur einnig reglur hvernig vinnu má leysa af hendi með þessum ráðningum og má hún ekki vera áhættusöm eða koma í staðin fyrir fastráðningu. Óþarfi er að taka það fram að Pólsk verkalýðshreyfing er á móti öllum breytingum á þessari löggjöf.
Í Bretlandi er hlutfall innleigðs starffólks það hæsta á vinnumörkuðunum í ESB eða um 4,1 prósent. Síðasta haust meðan á verkfalli póstburðafólks stóð en þar voru um 100,000 mans í verkfalli hjá Royal Mail póstdreifingarfyrirtækinu, þá tók sá atvinnuveitandi þá ákvörðun að fara í kringum verkfallið með því að ráða 30,000 þúsund lausráðið starfsfólk frá starfsmannaleigum. Þetta leiddi til feikilegra mótmæla sem að lokum varð til þess að verkalýðshreyfingin kærði Roayl Mail til atvinnudómstólsins í Bretlandi.
Til að ryðja brautina fyrir aukin hreyfanleika launþega á milli landa innan sambandsins þá lánaðist ESB árið 2008 eftir langvarandi andstöðu Breta að koma sér saman um löggjöf um starfsmannaleigur, löggjöfinni er ætlað að koma í veg fyrir hindranir gegnt atvinnurekendum sem og starfsmannaleigum í að ráða starfsmenn frá starfsmannaleigum hvort sem þær eru í viðkomandi landi innan ESB eða frá erlendum leigum, frá og með árinu 2011 á þessi löggjöf að vera komin í gagnið að fullu í öllum löndum ESB.
Í þessari samantekt minni sem byggð er að hluta til á grein Svíans Gösta Torstesson og birt með hans leifi, þá má það öllum vera ljóst að við inngöngu Íslands í ESB mun allt umhverfi Íslenskra launþega taka verulegum breytingum, þar sem starfsemi slíkra starfsmannaleiga eins og þeirra sem að framan er greint frá mun þá orðin lögleg hér á landi og ekki nóg með það heldur geta þær þá boðið upp á starfsmann frá láglaunasvæðum ESB sem og frá erlendum starfsmannaleigum og þá á þeim launum og kjörum sem tíðkast í heimalandi viðkomandi starfsmanns. Við höfum vissulega haft erlendar starfsmannaleigur hérlendis áður en þeim hefur verið gert að fara eftir Íslenskum lögum sem og kjarasamningum í einu og öllu hingað til, en það mun breytast við ESB aðild.
Við inngöngu Svíþjóðar í ESB þá var sænskum launþegum heitið því að ekkert myndi breytast hvað vinnulöggjöf landsins varðaði eða rétt sænskra launþega til að gera kjarasamninga við sína vinnuveitendur, það hefur gengið eftir að mestu, en staða sænskra launþega til að ná fram kjarabótum í samningum hefur verulega minkað þar sem atvinnurekendur þurfa ekki lengur að sækja starfsfólk á sænskan vinnumarkað þar sem svo er svo komið að starfsmannaleigur ráða orðið miklu um ráðningar og afkomu sænskra launþega og möguleika þeirra til kjarasamninga við atvinnurekendur, og eru þær komnar með starfsemi um allt landið og hafa náð eyrum atvinnurekanda.
Þessi þróun hófst í kjölfar dóms frá Evrópudómnum í hinu svo kallaða Vaxholms máli þar sem tókust á Lettneska byggingarfyrirtækið Laval og sænska byggnads, en Laval vildi ekki greiða laun eftir sænskum kjarasamningum byggnads fyrir sína Litháeysku starfsmenn. ( Sjá Færslu hér á bloggsíðu minni frá því í maí 2009 um sama mál ). Í kjölfar löggjafar frá ESB um ó hindraðan vinnumarkað innan ESB sem áður greinir frá er ekkert sem mælir gegn því né getur komið í veg fyrir það að slík starfsemi geti ekki haslað sér völl hér á landi við inngöngu okkar í ESB . Flest okkar muna væntanlega hvernig ástandið var við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og þá viðleitni bæði Impregilo og annarra verktaka þar við að flytja inn til landsins ódýrt vinnu afl, sem og viðleitni annarra fyrirtækja í bygginga geiranum til þess sama og líklega má heimfæra þessa viðleitni á fleiri fyrirtæki en bara þau sem eru í bygginga geiranum og því alveg augljóst að Íslenskir launþegar munu þurfa að takast á við samskonar vanda hvað varðar þessar starfsmannaleigur hérlendis rétt eins og launþegar annarra ESB landa hafa þurft að gera.
Pistill af síðu Rafns Gíslasonar http://rafng.blog.is
Guðrún Sæmundsdóttir, 29.8.2010 kl. 22:55
Í Þýskalandi kom sú staða upp síðastliðin vetur að verslunarkeðjan Schlecker sagði upp þúsundum starfsmanna sinna, þessir starfsmenn voru síðan nauðbeygðir til að leita til tiltekinnar starfsmannaleigu sem jú réði þá aftur til starfa hjá sama fyrirtæki en nú á mun lægri launum. Haft var eftir konu einni í viðtali hjá ARD-TV. sjónvarpstöðinni að hún hefði lækkað í launum um 30 prósent fyrir vikið og fengi nú lélegri sumarleyfis kjör en áður. Sömu sögu er að segja um þúsundir annarra starfsmanna Schleckers sem hafa nauðbeygðir þurft að leita til starfsmannageigunar til að fá störf sín aftur , en þessi umrædda starfsmannaleiga er rekin af fyrrum starfsmannastjóra fyrirtækisins
Guðrún Sæmundsdóttir, 29.8.2010 kl. 22:57
Guðrún Sæmundsdóttir,
Hér gilda SÖMU lágmarkslaunin FYRIR ALLA, sama hvaðan þeir koma.
Og að sjálfsögðu er atvinnurekendum hér heimilt að greiða HÆRRI laun.
Vegna gengishruns íslensku krónunnar er nú HÁTT Í TVÖFALT ÓDÝRARA fyrir erlenda eigendur stóriðjufyrirtækjanna hér að greiða starfsmönnum þeirra laun en fyrir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.
Hins vegar fá starfsmennirnir LANGT FRÁ ÞVÍ þessa launahækkun, þar sem aðrir íslenskir launþegar myndu þá krefjast sömu launahækkunar, sem íslensku fyrirtækin myndu almennt ekki ráða við.
ÞÚSUNDIR ÚTLENDINGA, AÐALLEGA AF PÓLSKUM UPPRUNA, HALDA UPPI ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI UM ALLT LAND vegna þess að Íslendingar vilja EKKI vinna þau störf.
Og það sama á við um til að mynda RÆSTINGAR OG AFGREIÐSLUSTÖRF í verslunum hér.
KAUPMÁTTURINN SKIPTIR MESTU MÁLI OG HANN MYNDI AUKAST HÉR GRÍÐARLEGA við aðild Íslands að Evrópusambandinu.
"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.
Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.
ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.
Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."
"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."
"Eva Heiða segir að þar sem vextir voru háir hafi þeir nálgast meðaltal á meginlandi Evrópu.
Á ÍSLANDI SÉU VEXTIR Á HÚSNÆÐISLÁNUM MEÐ ÞVÍ HÆSTA SEM ÞEKKIST Í EVRÓPU.
Þeir muni klárlega lækka þó erfitt sé að segja hve mikið.
AUK ÞESS YRÐI VERÐTRYGGING ÚR SÖGUNNI.
Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af tuttugu milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til tuttugu ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.
Á TUTTUGU ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA NÍTJÁN MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA en það franska."
RÚV 21.6.2009: Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?"
Þorsteinn Briem, 29.8.2010 kl. 23:20
EKKERT Evrópurmiðstýringarveldi ráðandi yfir okkur, kærar þakkir. Einungis 19% landsmanna vilja þetta=Samfylkingin og kjósendur þeirra vilja það.
Elle_, 30.8.2010 kl. 00:51
Elle, Við aðild Íslands að ESB mundu íslendingar ráða yfir sínum málum eins og áður. Það sem mundi þó breyast væru þeir málaflokkar sem teljast sameiginlegir innan ESB.
Það yrði reyndar ekki mikil breyting frá því sem er í dag. Þar sem EES samningurinn nær til þessa málaflokka nú þegar að mestum hluta. Þar sem íslendingar verða að taka upp lög ESB í umræddum málaflokkum í gegnum EES samninginn.
Aðild Íslands að ESB yrði raun ekkert nema minni háttar stækkun á samvinnu Íslands og ESB. Íslendingar eru það mikið inn í ESB nú þegar vegna EES samningins.
Jón Frímann Jónsson, 30.8.2010 kl. 01:19
Guðrún, Starfsmannaleigum er nú þegar heimilt að starfa á Íslandi. Þeim er það heimilt á grundvelli EES samningins og voru nokkrar slíkar á Íslandi fyrir efnahagshrunið. Eftir það þá hafa þær svo gott sem horfið.
Þannig að þessi skrif þín sem ala á ótta og fáfræði dæma sig sjálf.
Jón Frímann Jónsson, 30.8.2010 kl. 01:22
Elle Ericsson,
HÉR LÝGUR ÞÚ!!!
Og hvað ertu ALLTAF AÐ GAPA HÉR, fyrst þú ert svona viss í þinni sök?!
27.8.2010:
MEIRIHLUTI DANA, FINNA OG SVÍA ÁNÆGÐUR MEÐ EVRÓPUSAMBANDIÐ.
"Þrjú norræn ríki, Danmörk, Finnland og Svíþjóð, eiga aðild að Evrópusambandinu og MEIRIHLUTI Í ÞEIM ÖLLUM telur hag sínum betur borgið í sambandinu en utan þess.
Þetta kemur fram í nýrri könnun Eurobarometer.
Danir eru ánægðastir, 76 prósent þeirra segja að aðild að Evrópusambandinu hafi haft jákvæð áhrif á málefni sín og hagsmuni.
54 prósent Finna taka í sama streng og 52 prósent Svía.
29 prósent Íslendinga telja að hagur sinn batni við aðild Íslands að Evrópusambandinu, enda þótt viðræður um aðildarsamning Íslands séu nýhafnar og því óvíst hvað muni felast í honum."
Meirihluti Dana, Finna og Svía ánægður með Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 01:37
Starfsmannaleigurnar á Íslandi verða að borga eftir íslenskum launatöxtum,á meðan að Ísland er utan við ESB en við inngöngu Íslands í ESB þurfa þær þess ekki! Þá geta erlendar starfsmannaleigur boðið íslenskum fyrirtækjum í iðnaði og verslun uppá iðnaðaðrmenn og verkafólk á rúmenskum launatöxtum
Guðrún Sæmundsdóttir, 30.8.2010 kl. 10:49
Verð að segja það eins og það er að ómerkilegasta skítkast sem ég hef séð um alllangt skeið, er þó ýmsu vanur er frá þessum GunnlaugiI hér fremst.
Þar raðar hann saman ósannyndum og snýr hlutum á haus. Ég hef fjallað um þetta á gudmundur.eyjan í dag.
Þetta sem Guðrún ér að seja um starfsmannaleigur og verkalýðshreyfinguna er rangt. Á Íslandi eru í gildi lög sem ákvarða að lágmarkskjör hér skulu aldrei vera lægri en gildandi kjarasamningur kveður á um á viðkomandi svæði og um viðkomandi störf. Um þetta voru teknir allmargir slagir, sérstaklega á meðan uppsveiflan stóð sem hæst. Rafiðnaðarsambandið stóð þar fremst í flokki.
Hægri sinnar inna ESB hafa ítrekað reynt að hrekja þetta og taka það upp að launakjör heimalands viðkomandi launþega. Guðlaugur Þór var þá fulltrúi í Íslands í þessari nefnd og baðrist fyrir þessu. Þessu hafa forsvarsmenn ESB hafnað á þeim forsendum að það jafngilti hraðlest til lægstu kjara innan ESB, en það væri andstætt stefnu sambandsins. Enda var til þess stofnað að bæta samkeppnistöðu ESB landanna og tryggja hagkvæmari viðskipti með því nota eina mynt.
Guðmundur Gunnarsson, 30.8.2010 kl. 12:37
Ef að Íslendingar ganga í ESB þá verða þeir að gangast undir samræmda atvinnulöggjöf ESB, sem þýðir það að hér mega starfa starfsmannaleigur sem bjóða fyrirtækjum starfsfólk á allt öðrum kjörum en íslenskir kjarasamningar kveða á um. þetta er alveg á hreinu!
Guðrún Sæmundsdóttir, 30.8.2010 kl. 12:46
Guðrún Sæmundsdóttir,
Íbúar á Evrópska efnahagssvæðinu geta starfað hvar sem er á svæðinu og það breytist EKKERT við aðild Íslands að Evrópusambandinu.
EKKI HELDUR lágmarkslaun hérlendis, sem gilda fyrir ALLA, sama hvaðan þeir koma.
4. gr. Starfskjör.
Þegar fyrirtæki sendir starfsmann hingað til lands í skilningi laga þessara gildir eftirfarandi löggjöf um starfskjör hans og reglur settar á grundvelli hennar, án tillits til erlendrar löggjafar sem að öðru leyti gildir um ráðningarsamband hans og hlutaðeigandi fyrirtækis:
1. Lög nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, 1. gr., með síðari breytingum, að því er varðar lágmarkslaun og aðra launaþætti, yfirvinnugreiðslur, réttindi til orlofs, hámarksvinnutíma og lágmarkshvíldartíma.
2. Lög nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.
3. Lög nr. 30/1987, um orlof, með síðari breytingum.
4. Lög nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, 4. gr.
5. Lög nr. 60/1998, um loftferðir, VI. kafli.
6. Lög nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, 11., 29. og 30. gr.
7. Lög nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, auk annarra ákvæða um bann við mismunun.
Ákvæði 1. mgr. gildir með fyrirvara um betri starfskjör starfsmanns samkvæmt ráðningarsamningi við hlutaðeigandi fyrirtæki eða samkvæmt kjarasamningi eða löggjöf í því ríki þar sem hann starfar að jafnaði."
Lög nr. 45/2007 um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra
Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 13:08
Ef ég hef haft rangt fyrir mér um launakjör rafiðnaðarforstjórans Guðmundar Gunnarssonar hvað varðar sundurliðuð launakjör hans.
Þá er mér ljúft og skylt að biðja hann og aðra hlutaðeigandi afsökunar á því, með fyrirvara þó, sem ég vík að síðar.
Þar sem ég hafði aðeins haft þetta beint eftir fjölmiðlum sem ég hélt að færu nú ekki að fleipra svona og svo í seinni athugasemdinni hafði ég reyndar ekki tekið eftir linknum sem Guðjón setti beint inná blogg Guðmundar þar sem hann gefur sínar skýringar á því vegna hvers þessi teilteknu launakjör sem hann reyndar ber ekki á móti að séu svona há samkvæmt skattskýrslum. Heldur aðiens að þetta séu ekki allt frá Rafiðnaðarsambandinu eða öðrum verkalýðsbatteryum.
Þar kemur fram að hans sögn að laun hans sem verkalýðsforstjóri eru nú ekki nema rúmlega 600 þúsund á mánuði auk einhverra ósundurliðaðra hlunninda.
Hans skýring á því vegna hvers þessi laun séu svona há eða u.þ,b. 1,5 milljónir á mánuði sé af því að hann hafi tekið út hluta af vupbótarlífeyrissparnaði sínum, sem heimilt var samkvæmt sérstökum lögum til að létta undir með fólki í kreppunni.
Hinns vegar getur það eitt og sér ekki skýrt þessar 900 þúsnd króna hærri mánaðar launagreiðslur, því að í lögunum var ákveðið þak á þessu eða að ég held kr. 80 þúsund á mánuði.
Ef Guðmundur er orðinn 60 ára sem vel getur verið þá á hann ekki rétt á að taka ótakmarkað útúr þessum sjóði heldur er honum þá heimilt að dreifa útgreiðslum jafnt á þessi 7 ár þangað til hann verður 67 ára.
En þetta stenst heldur ekki því að ef Guðmundur hefur gert þetta þá samsvara þessar 900 þúund króna mánaðarlegu útgreiðslur úr viðbótarlífeyrissparnaðai hans til þess að hann hefði átt yfir 75 milljónir króna í viðbótarlífeyrissjóði sínum og það stenst bara engan veginn því þessi séreignarlífeyrissparnaður er varrla orðinn meira en 10 ára gamall.
Þannig að þessi söguskýring stenst engan veginn hjá honum.
Kannski er hann að fá sérstök laun eða þóknanir frá Verkalýðsmálaráði ESB sem hann á fast sæti í fyrir að dreifa ESB fagnaðarerindinu ?
En vill ekki að það komist í hámæli.
Alla vegana standast þessar skýringar hans um sundurliðun launa hans alls ekki með þessari sögu um útgreiðslur úr viðbótarlífeyrssjóði hans.
Að öðru leyti stendur allt það sem ég skrifaði um Rafiðnaðarforstjórann og ASÍ elítu furstann og jú einnig elítu mann í Verkalýðsmálaráði ESB, ekki má gleyma því.
Svo sé ég í nýjustu færslu hans að nú vogar hann sér að hóta því að setja hér allt í verkföll og skandal ef Alþingi á lýðræðislegan hátt vogi sér að afturkalla ESB umsóknina.
Hverra hagsmuna er maðurinn eiginlega að gæta ESB eða Íslands ?
Gunnlaugur I., 30.8.2010 kl. 13:56
Gunnlaugur I.,
ÞAÐ VANTAR HÉR EKKI FREKJUNA OG YFIRGANGINN Í ÞÉR, FREKAR EN FYRRI DAGINN!!!
ÞÉR KEMUR EKKERT VIÐ hvað Guðmundur Gunnarsson hefur í laun hjá Rafiðnaðarsambandinu!!!
Þar að auki verður umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu EKKI dregin til baka, eins og ég hef rakið hér nokkrum sinnum áður.
Þú býrð í Evrópusambandslandinu Spáni OG REYNIR HÉR MEÐ DAGLEGUM LYGAÞVÆTTINGI ÞÍNUM AÐ KOMA Í VEG FYRIR STÓRBÆTT KJÖR ÍSLENDINGA!!!
ÓLÍKT HAFIST ÞIÐ AÐ, ÞÚ OG GUÐMUNDUR GUNNARSSON!!!
Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 14:23
Við Íslendingar GRÆÐUM MUN MEIRA á aðild Íslands að Evrópusambandinu en Evrópusambandslöndin á aðild Íslands að sambandinu, til að mynda UPPTÖKU EVRU, AUKNA ERLENDA FJÁRFESTINGU, SAMKEPPNI Í BANKASTARFSEMI OG MATVÖRUVERSLUN, NIÐURFELLINGU TOLLA Á ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM OG LANDBÚNAÐARVÖRUM í Evrópusambandslöndunum, MUN MINNI VERÐBÓLGU , MIKLU LÆGRI VEXTI OG ENGRI VERÐTRYGGINGU!!!
Með aðildinni LÆKKAR VERÐ Á MATVÖRUM frá Evrópusambandslöndunum í verslunum hérlendis um FIMM MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI vegna niðurfellingar tolla.
Framleiðendur á landbúnaðarvörum í þeim löndum gætu því selt meira af þeim hér en áður. Hins vegar er enn óvíst HVAÐA kjötvörur nákvæmlega MÆTTI SELJA HÉR frá Evrópusambandslöndunum, þar sem eftir er að komast að niðurstöðu um slíkt.
Lambakjöt yrði tæpast flutt hér inn í einhverjum mæli og margir myndu ekki vilja kaupa innflutt nautakjöt, enda þótt það yrði töluvert ódýrara en það íslenska.
Íslenski matvörumarkaðurinn er aftur á móti MJÖG LÍTILL og NÚ ÞEGAR ERU FLESTAR MATVÖRUR HÉR INNFLUTTAR.
Þar að auki myndi innflutningur hér á AÐFÖNGUM frá Evrópusambandslöndunum TIL LANDBÚNAÐAR MINNKA með auknum innflutningi á landbúnaðarvörum frá þessum löndum.
ERLEND AÐFÖNG til landbúnaðar hérlendis eru til að mynda olía, dráttarvélar, kjarnfóður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og tilbúinn áburður.
Og þar sem VIÐ ÍSLENDINGAR HÖFUM MUN MEIRI HAG AF ÞVÍ en íbúar Evrópusambandslandanna að Ísland fengi aðild að sambandinu væri HARLA EINKENNILEGT ef Evrópusambandið hefði áhuga á að greiða Íslendingum fyrir þá opinberu SKOÐUN, SEM BYGGÐ ER Á FJÖLDAMÖRGUM RÖKUM, að Ísland STÓRGRÆÐI á aðild að sambandinu!!!
Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 14:38
26.8.2010:
Ögmundur Jónasson vill að ríkisstjórnin lifi - Myndband
Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 14:49
Steini skrifar: HÉR LÝGUR ÞÚ!!!
Og hvað ertu ALLTAF AÐ GAPA HÉR, fyrst þú ert svona viss í þinni sök?!
Ég er ekki að ljúga neinu, Steini? 19% landsmanna vilja ganga inn í Evrópuríkið núna. Og Samfylkingin hefur nákvæmlega sama fylgi, 19%. Og er eini flokkurinn sem vill vitleysuna. Og hvort okkar heldurðu að gapi oftar í þessari síðu? Hélt þó að ég væri svo hundleiðinleg að þú ætlaðir sko alls ekki að vera í neinum pennasamskiptum. Kannski væri í lagi að þú notaðir pínulitla hógværð í málflutningi og værir ekki að ráðast á mann persónulega?? Hef leyfi til að segja mína skoðun á Evrópuríkinu og miðstýringarveldinu og öðru ekki síður en þú. Getum við ekki allavega sættst á það?
Elle_, 30.8.2010 kl. 15:15
Og Guðmundur Gunnarsson, það er ósatt og rangt að við sem ekki viljum vera hluti af Evrópumiðstýringarveldinu viljum ekki umbætur. Við viljum það, ekki á forsendum þeirra þó. Og hver ert þú að dæma meirihluta landsmanna, sem vill ekkert með Evrópusambandið hafa, með svona fordómafullum fullyrðingum?? Nóg komið af rangfærslum um hvað við séum að verja og hvað við viljum. Við viljum ekki þangað inn, vegna okkar sjálfra, ekki vegna neinna annarlegra hvata sem þó oft er logið upp á okkur.
Elle_, 30.8.2010 kl. 15:35
Elle Ericsson,
Þjóðarpúls Gallup 12.8.2010:
"Fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs minnkar um tvö prósentustig milli mánaða og myndu liðlega 19% kjósenda greiða flokknum atkvæði færu kosningar til Alþingis fram í dag."
Þetta er sama hlutfall og sagðist ætla að kjósa flokkinn í júlí 2009."
"Liðlega 24% segjast ætla að kjósa Samfylkinguna færu kosningar fram í dag, sem er aukning um prósentustig milli mánaða.
Fylgi Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar mælist nánast það sama í júní og júlí en 12% segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og tæplega 4% Hreyfinguna."
Capacent Ísland
27.8.2010:
"29 prósent ÍSLENDINGA telja að HAGUR ÞEIRRA BATNI VIÐ AÐILD ÍSLANDS að Evrópusambandinu, ENDA ÞÓTT VIÐRÆÐUR UM AÐILDARSAMNING ÍSLANDS SÉU NÝHAFNAR og því óvíst hvað muni felast í honum."
Meirihluti Dana, Finna og Svía ánægður með Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 15:37
Elle Ericsson,
Það er mér heiður og ánægja að LEIÐRÉTTA ALLAR RANGFÆRSLUR ÞÍNAR HÉR!!!
Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 15:45
Það er ekkert sem segir okkur annað en það að Ísland þyrfti að greiða með sér árlega milljarða króna umfram það sem það fengi í styrkjum og ölmusum til að fá að vera hreppur í stórríki ESB.
Tek það fram að þetta styrkjakerfi ESB er mjög samkeppnishamlandi og lyktar af spillingu og misnotkun, þ.e. fjármununum er oftar en ekki sóað og sólundað í allskyns vonlaus gæluverkefni ESB elítunnar og útspekúleraðra styrkjasérfræðinga og þeirra meðreiðarsveina.
Því að neðaltali þá erum við bæði miklu ríkari efnahagslega og höfum milu meiri tekjur per haus heldur en hinn staðlaði meðaltals íbúi ESB stórríkisins.
Auk þess að tapa stærstum hluta forræðis síns við að setja sér sín eigin lög og stjórnskipan og fórna þar með sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar.
Gunnlaugur I., 30.8.2010 kl. 15:48
Óánægjan með ESB valdið hefur aldrei verið meiri neðal fólks í aðildarlöndunum.
Minnihluti fólksí aðildarlöndum ESB er ánægður með ESB og stofnanir þess.
Þetta er jafnvel enn verra hlutfall en var nokkurn tímann í Sovétríkjunum gömlu.
Þar var þó lengst af alltaf talin hafa verið meirihluti fólks sem studdu þetta kolómögulega og ómanneskjulega og steinrunna kerfi Æðstu Ráðanna og commízara kerfana þeirra !
Þetta er mjög slæm útkoma fyrir ESB elítuna og þeirra VALDAapparat !
Gunnlaugur I., 30.8.2010 kl. 15:52
Elle_, 30.8.2010 kl. 15:57
Elle_, 30.8.2010 kl. 16:10
Elle Ericsson,
HÉR ER ÞINGRÆÐI OG RÍKJUM ER STJÓRNAÐ SAMKVÆMT KOSNINGUM EN EKKI SKOÐANAKÖNNUNUM!!!
Ákveðinn hópur manna hlustar á Útvarp Sögu og ÞAÐ ER AKKÚRAT EKKERT AÐ MARKA SKOÐANAKANNANIR ÞAR.
Þar að auki er EKKI alltaf að marka skoðanakannanir Capacent Gallup.
Í alþingiskosningunum 25. apríl í fyrra fengu Vinstri grænir um 20% færri atkvæði í kosningunum en skoðanakönnun Capacent Gallup á fylgi flokkanna sýndi í sama mánuði og kosningarnar voru haldnar.
Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar um 40% fleiri atkvæði í kosningunum og Borgarahreyfingin um 140% fleiri atkvæði en skoðanakönnunin sýndi.
Þar af leiðandi er ÚTILOKAÐ að einhver geti núna FULLYRT hvort samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður samþykktur hér í þjóðaratkvæðagreiðslu EFTIR TVÖ ÁR.
Kosningar til Alþingis 25.4.2009
Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna í mars
Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 16:14
Gunnlaugur I.,
HVERSU MARGIR VORU ÁNÆGÐIR Í SOVÉTRÍKJUNUM SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNUM?!
"MEÐALTALIÐ VIÐ ÞESSARI SPURNINGU Í EVRÓPUSAMBANDSRÍKJUNUM ER 53% [Í HEIMSKREPPU]."
"Þegar Danir eru spurðir sömu spurningar kemur í ljós að 76% þeirra segja ESB aðild hafa haft jákvæð áhrif fyrir Danmörk (beneficial) : http://ec.europa.eu/public_opinion/archives/eb/eb73/eb73_fact_dk_en.pdf
Þegar Finnar eru spurðir sömu spurningar kemur í ljós að 54% þeirra segja ESB aðild hafa haft jákvæði áhrif fyrir Finnland: http://ec.europa.eu/public_opinion/archives/eb/eb73/eb73_fact_fi_en.pdf
Þegar Svíar eru spurðir sömu spurningar kemur í ljós að 52% þeirra telja ESB aðild hafa haft jákvæð áhrif fyrir Svíþjóð : http://ec.europa.eu/public_opinion/archives/eb/eb73/eb73_fact_fi_en.pdf
Meðaltal ESB ríkjanna við þessari spurningu er 53%."
Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 16:26
Já, Steini, en þú varst sjálfur að vísa í skoðanakönnun. Og ég finn hvergi háu töluna fyrir Samfylkinguna, sem þú lýsir. Þú sagðir mig ljúga þegar ég sagði 19%. Nú, svo ég fór og gáði upp á nýtt. OG VITI MENN, ÉG FANN 7,87% FYLGI VIÐ SAMFYLKINGUNA. EKKI UNDARLEGT MIÐAÐ VIÐ YFIRGANGINN Í ÞEIM.
Elle_, 30.8.2010 kl. 16:35
Gunnlaugur I.,
"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.
Um 45% renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum, 1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingasjóða.
Um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í samkvæmt EES-samningnum. [...]
Nefndin fjallaði um mögulegan kostnað Íslands við aðild að Evrópusambandinu og í því samhengi hvernig greiðslum aðildarríkja til sambandsins er háttað.
Við mat á kostnaði er nauðsynlegt að taka tillit til greiðslujöfnuðar við ESB en með því er átt við svokallaðar nettógreiðslur. Nettóframlag aðildarríkja eða nettógreiðslur eru greiðslur hvers aðildarríkis til ESB að frádreginni heildarfjárhæð styrkja sem koma til baka úr sjóðum ESB til verkefna í aðildarríkinu. [...]
Meiri hlutinn telur rétt að benda á að Ísland greiðir árlega háar fjárhæðir til stofnana EES-samningsins og í þróunarsjóð EFTA-ríkjanna. [...]
Beinn kostnaður árið 2007 var áætlaður rúmlega 1,3 milljarðar króna. Vegna gengisbreytinga telur meiri hlutinn raunhæft að tvöfalda þá upphæð og því megi segja að rúmlega 2,5 milljarða króna útgjöld falli niður á ári verði af aðild Íslands að Evrópusambandinu."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 16:40
Gunnlaugur I.,
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 51:
Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu MINNKAÐI um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.
"Vergar þjóðartekjur (GNI) á Íslandi árið 2005 voru 977 milljarðar króna og því má ætla að ef Ísland gengi í Evrópusambandið gætu heildargreiðslur ríkissjóðs til sambandsins orðið um 10,5 milljarðar króna á ári (þ.e. 1,07% af 977 milljörðum króna) en að HÁMARKI um 12,1 milljarðar króna á ári."
"En hafa verður í huga að stór hluti þess fjármagns sem greitt er til Evrópusambandsins mun SKILA SÉR TIL BAKA til þjóðarbúsins í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingarverkefna og rannsóknar- og þróunarverkefna.
Í því sambandi má nefna að 86% af tekjum Evrópusambandsins árið 2002 skiluðu sér aftur til aðildarríkjanna í styrkjum og þar af fóru 46% til landbúnaðar, 34% til uppbyggingarverkefna og 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra innri málefna."
[Af 12,1 milljarði króna (HÁMARKSgreiðslu Íslands) eru 86% um 10,4 milljarðar króna og mismunurinn, eða NETTÓgreiðslur Íslands, hefðu því verið 1,7 milljarðar króna AÐ HÁMARKI árið 2005.]
En nýju aðildarríkin, auk Portúgals, Grikklands, Írlands og Spánar, fá MEIRI greiðslur frá Evrópusambandinu en þau greiða til sambandsins."
Þar að auki var BEINN KOSTNAÐUR Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið rúmlega 1,3 milljarðar króna árið 2007, eða um 2,5 milljarðar króna á núvirði, að mati meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis.
Og árið 2002 var kostnaður í íslenska hagkerfinu talinn minnka um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru, sem er að sjálfsögðu mun hærri upphæð nú.
Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 18:05
@Elle, Kannanir útvarps sögu eru ómarktækar. Enda framkvæmdar á netinu þar sem hægt er að kjósa margoft af sömu einstaklingum.
@Gunnlaugur I., 30.8.2010 kl. 15:52, Samkvæmt Eurobarmeter þá ertu að fara með tóma þvælu í þessari athugasemd þinni hérna.
Það sama gildir um Elle, hann er uppfullur af bulli og tómri dellu. Enda getur hann ekki vísað í neinar staðreyndir sem standast nánari skoðun.
Jón Frímann Jónsson, 30.8.2010 kl. 18:53
@Guðrún Sæmundsdóttir, 30.8.2010 kl. 12:46, Íslendingar eru nú þegar búnir að taka upp þessi lög ESB. Þessi lög eru nefnilega hluti af EES samningum, sem er búinn að vera í gildi á Íslandi síðan árið 1994.
Þannig að við aðild Íslands að ESB yrði þarna engin breyting á þessari stöðu frá því sem er í dag.
Jón Frímann Jónsson, 30.8.2010 kl. 18:56
Að vísa í kannanir framkvæmdar af útvarpi sögu er álíka traustvekjandi og að ég vísi í viðtal sem ég tek við ömmu mína: Amma mín er 75% viss um íslendingar eigi ekki að fara í ESB.
Kommentarinn, 30.8.2010 kl. 20:04
http://www.no2eu.com/workersrights.html
http://www.folkebevaegelsen.dk/
http://www.nejtilleu.se/
http://www.caef.org.uk/
http://www.kaapeli.fi/~veu/
http://www.eu-gegner.de/
Vaknið þið ESB sinnar! Kynnið ykkur þessar síður frá þýskum finnskum, breskum, dönskum, og sænskum ESB borgurum sem eru búnir að fá nóg af verunni í ESB, þetta er fólk sem vill út úr ESB.
Guðrún Sæmundsdóttir, 30.8.2010 kl. 20:42
Guðrún Sæmundsdóttir,
Ísland hefur verið á Evrópska efnahagssvæðinu í tæp sautján ár!!!
REYNDU SJÁLF AÐ VAKNA!!!
Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 21:23
Guðrún.
Hvað mundir þú perónulega tapa við inngönu í ESB?
Sleggjan og Hvellurinn, 30.8.2010 kl. 21:28
Börnin mín og barnabörn myndu tapa, líklega þyrfti ég að sætta mig við lægri ellilaun og skerta velferðarþjónustu þegar að þar að kemur.
Þruma hver er þinn persónulegi ávinningur við inngöngu í ESB
Guðrún Sæmundsdóttir, 30.8.2010 kl. 21:31
Ég mun geta tekið Íbúðarlán greitt það niður við sanngjarna vexti í staðinn fyrir að borga íbúðina fjórfallt.
Einnig verður mun auðveldara að reka fyrirtækið mitt þegar stöðugleiki kemst á gengismálin og fleirra.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.8.2010 kl. 21:34
Ég er á því að fólk á að taka afstöðu til ESB útfrá sínum eigin hagsmunum.
Það kemur mér ekkert á óvart að það eru til fólk á móti ESB einsog Guðrún bendir á. Vegna þess að það er til nóg af fólki sem fílar ekki samkeppni, eða reglur um skaðleg efnií matvælum... það eru til nóg af fólki sem eru á móti ESB og hefur hag á óbreyttu ástandi. Ef ég væri bóndi þá mundi ég ekki vilja breyta því fyrirkomulagi að fá 11milljarða á ári frá skattborgurum.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.8.2010 kl. 21:37
En mér finnst erfitt að skilja t.d einsæða móðir í skuldafangelsi sé að berjast eitthvað fyrir óbreyttu óstandi.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.8.2010 kl. 21:39
Guðrún Sæmundsdóttir,
ÉG HEF FÆRT HÉR FJÖLDANN ALLAN AF RÖKUM FYRIR MARGRA MILLJARÐA KRÓNA ÁRLEGUM KJARABÓTUM OKKAR ÍSLENDINGA AF ÞVÍ AÐ FÁ AÐILD AÐ EVRÓPUSAMBANDINU!!!
Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 21:44
Kontrollsamhället ökar då gränserna mellan EU-stater tas bort. De yttre gränserna till EU förstärks, men kontrollen av medborgarna inom länderna ökar i jakten på riktiga och påstådda terrorister. Vi säger Nej till "fästning Europa" och EU-polis.
Neutraliteten försvinner. EU är en superstat med egna militära styrkor för att skydda unionens intressen även utanför EU. Vi säger Nej till en militarisering av EU!
(af sænsku síðunni)
Guðrún Sæmundsdóttir, 30.8.2010 kl. 22:15
Hver ætti að vilja kaupa sér íbúð í landi þar sem þjóðartekjum af fiskveiðum og skatttekjum íbúa er stefnt í voða?
Þruma, ég aðhyllist þá hagfræði að auka tekjur þjóðarbúsins til þess að standa undir öruggu velferðarkerfi, en ég hafna þeirri hagfræði að lögleyfa starfsmannaleigur sem undirbjóða íslenskt launafólk eins og víða gerist núna í löndum ESB .
Þruma hvaða fyrirtæki ertu að reka?
Guðrún Sæmundsdóttir, 30.8.2010 kl. 22:21
Takk fyrir Guðrún Sæmundsdóttir.
Þú ert kvennskörungur hinn mesti og hefur heldur betur staðið uppi í hárinu á þeim ESB sinnum gegn ESB helsinu.
Þeir eru alltaf að væla um kvennmannsleysi hér á síðunni. Þannig að þeir ættu nú bara að fagna svona sönnum kvennskörungi eins og þér, þó þú skjótir þá nú eiginlega alveg í kaf !
Gunnlaugur I., 30.8.2010 kl. 22:24
"The Single European Market, created by the Tory government with the Single European Act in 1987, creates a pool of working people to be exploited and treated no better than a commodity like a tin of beans. These EU rules allow employers t...o escape from national collective bargaining and employment legislation and impose lower wages and worse working conditions, creating a “race to the bottom”.
(af no2eu.com)
Guðrún Sæmundsdóttir, 30.8.2010 kl. 22:25
Takk Gunnlaugur, og ég er varla byrjuð!
Guðrún Sæmundsdóttir, 30.8.2010 kl. 22:26
Guðrún Sæmundsdóttir,
NOKKRAR STAÐREYNDIR:
Ísland hefur verið á Evrópska efnahagssvæðinu í tæp sautján ár.
Íbúar á Evrópska efnahagssvæðinu geta starfað hvar sem er á svæðinu og það breytist EKKERT við aðild Íslands að Evrópusambandinu.
EKKI HELDUR lágmarkslaun hérlendis, sem gilda fyrir ALLA, sama hvaðan þeir koma.
Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 22:34
Guðrún, Þú getur alltaf fundið fólk sem er á móti. Í Evrópu er það fólk sem er á móti ESB annaðhvort lengst til hægri, eða lengst til vinstri.
Staðreyndin hinsvegar sú að þetta er ekkert nema hræðsluáróður og stenst ekki nánari skoðun, og hefur í reynd aldrei gert það.
Á Íslandi er mestu andstöðuna við ESB að finna lenst til hægri og lengst til vinstri eins og í Evrópu. Andstaða almennings við ESB sveiflast mjög mikið, enda er þetta mál er erfitt að taka afstöðu til um þessar mundir. Hinsvegar er ég vissum að þegar fram líða stundir þá mun stuðningur við ESB aðild Íslands aukast til mikilla muna og íslendingar munu samþykkja ESB aðild Íslands þegar þar að kemur.
Jón Frímann Jónsson, 31.8.2010 kl. 00:41
Ég þakka ykkur Esb sinnum fyrir gagnlegar upplýsingar. Eruð þið með einhverjar heimasíður þar sem ég get kynnt mér grunnuppllýsingar varðandi sambandið ? Síðasta frétt með úlfar í þremur frökkum og fullyrðingar hans um að fyrirtækið hans færi á hausinn ef við gengum inn í Esb- fékk mig endanlega til þess að veðrast upp af umræðunni og varð mér ljóst að það er ekki vinnandi vegur að ræða hlutina málefnalega um ESB.
Ég sé að eina leiðin er að afla sér sem mestra upplýsinga sjálfur.
Brynjar Jóhannsson, 31.8.2010 kl. 03:40
HVALVEIÐAR.
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:
Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands, bls. 208:
"Eitt af markmiðum Norðmanna í samningaviðræðunum var að tryggja að unnt yrði að halda áfram hvalveiðum við strendur Noregs.
Tilskipun bandalagsins 92/43 gildir meðal annars um hvali.
Norðmenn töldu það ókost við tilskipunina að hún tæki ekki nægjanlegt tillit til norskrar náttúru.
Aðalregla tilskipunarinnar kemur fram í 12. gr., þar sem í raun er lagt bann við veiðum og verslun með afurðir allra hvalategunda en hvalur er á válista samkvæmt tilskipuninni.
Í samningaviðræðunum litu Norðmenn svo á að slíkt bann skorti allar vísindalegar forsendur og töldu að ÞESSAR NÁTTÚRUAUÐLINDIR ÆTTI AÐ NÝTA Á GRUNDVELLI MEGINREGLU UM SJÁLFBÆRA NÝTINGU.
Þeir lýstu því þó yfir að þeir myndu virða bandalagsreglur um þær en halda áfram hvalveiðum á sama grundvelli og áður."
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 04:03
SELVEIÐAR.
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:
Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands, bls. 210:
"Bandalagið hefur EKKI sett afleidda löggjöf um SELVEIÐAR.
Tilskipun 92/43 gæti þó átt við einhverjar sjaldgæfar tegundir.
Verslun með skinn og aðrar afurðir sela fellur undir tilskipun 83/129 en þar kemur fram að aðildarríkin eigi að koma í veg fyrir innflutning skinna og skinnafurða KÓPA í atvinnuskyni."
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 04:05
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna:
"61. gr. Verndun hinna lífrænu auðlinda
1. Strandríkið skal ákveða leyfilegan afla hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögu sinni.
2. Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu." [...]
"62. gr. Nýting hinna lífrænu auðlinda
1. Að óhnekktri 61. gr. skal strandríkið stuðla að því að markmiðinu um bestu nýtingu hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni verði náð.
2. Strandríkið skal ákveða getu sína til að nýta hinar lífrænu auðlindir sérefnahagslögsögunnar." [...]
"63. gr. Stofnar sem eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri
strandríkja eða bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan hennar
1. Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri strandríkja skulu þessi ríki, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða
svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að samræma og tryggja verndun og þróun þessara stofna, þó að óhnekktum öðrum ákvæðum þessa hluta.
2. Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan lögsögunnar skulu strandríkið og ríkin, sem veiða þessa stofna á aðlæga svæðinu, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda þessa stofna á aðlæga svæðinu."
64. gr. Miklar fartegundir
1. Strandríkið og önnur ríki, sem veiða á svæðinu miklar fartegundir, skulu starfa saman beint eða á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana með það í huga að tryggja verndun og stuðla að því að náð verði markmiðinu um bestu nýtingu þessara tegunda á öllu svæðinu, bæði í sérefnahagslögsögunni og utan hennar.
65. gr. Sjávarspendýr
Ekkert í þessum hluta skerðir rétt strandríkis eða vald alþjóðastofnunar til að banna, takmarka eða setja reglur um hagnýtingu sjávarspendýra með strangari hætti en kveðið er á um í þessum hluta.
Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu hvað hvali snertir einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim."
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 04:07
"Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna er alþjóðlegur samningur um réttindi og skyldur ríkja við nýtingu hafsvæða, saminn á þriðju ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hafréttarmál á árunum 1973-1982.
Sáttmálinn kemur í stað fjögurra alþjóðasamninga frá 1958.
Hafréttarsáttmálinn tók formlega gildi 16. nóvember árið 1994, ári eftir að Gvæjana, 60. ríkið, staðfesti sáttmálann.
Og nú eru 156 ríki, auk Evrópusambandsins, aðilar að sáttmálanum.
Hafréttarsáttmálinn nær yfir viðskipti með sjávarafurðir, umhverfismál og nýtingu sjávarafla, auk þess að skilgreina landgrunnsréttindi, landhelgi og efnahagslögsögu ríkja."
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 04:11
"Hafréttarráðstefna.
Ráðstefna til að ÁKVARÐA HVAÐA ÞJÓÐRÉTTARREGLUR GILDI á sviði hafréttar.
Nokkrar hafréttarráðstefnur hafa verið haldnar á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðal annars Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur."
"Þjóðréttarregla
Regla sem viðurkennt er að gildi MEÐ BINDANDI HÆTTI í lögskiptum ríkja eða annarra viðurkenndra þjóðréttaraðila á milliríkjagrundvelli."
(Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.)
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 04:14
íbúðir fyrir þrumuna
Þarna getur þruman fengið íbúðir á viðráðanlegum kjörum, og ætti greiðslubyrðin ekki að sliga hann.
Margir spá því að Ísland innan ESB hljóti sömu örlög og Nýfundnaland þegar það gekk inní Kanada.
Ef svo verður munu íbúðir um allt land fást á sama verði og núna eru fáanlegar á Flateyri, ég þekki Flateyri vel ég ólst upp þar að mestu þegar að atvinnulífið var í fullum blóma og fjöldi fólks vann við fiskvinnslu, nú er kvótinn farinn úr plássinu og þar með féll íbúðarverðið. Sjávarútvegsráðherra ESB hefur fullvissað íslendinga um að þeir muni ekki fá neina sérmeðferð í sjávarútvegi ESB. Bretar vara eindregið íslendinga við því að ESB hirði fiskmiðinn af íslendingnum alveg eins og þeir hirtu miðin af Bretum.
Mér er með öllu óskiljanlegt hvernig formaður rafiðnaðarsambandsins sem ætti þá að vera að berjast fyrir rafvirkja og fareindarvirkja getur stutt aðild að ESB þegar að rafvirkjar og rafeindarvirkjar í löndum eins og Danmörk, Svíþjóð, Finnlandi og Bretlandi eru undirboðnir löglega af starfsmannaleigum. Fyrir hverja er þessi maður að vinna?
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.8.2010 kl. 14:31
Hvernig líst svo Þrumunni á þessa?
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.8.2010 kl. 14:34
Þetta eru eflaust fínar íbúðir en staðsetningin hentar mér ekki vegna þess að ég er í Háskóla Íslands og það er dálítið langt að keyra á milli.
Sleggjan og Hvellurinn, 31.8.2010 kl. 16:20
Guðrún Sæmundsdóttir,
"EFNAHAGSLÖGSAGA [EXCLUSIVE ECONOMIC ZONE (EEZ)].
HAFSVÆÐI UTAN LANDHELGINNAR, sem afmarkast af línu sem getur verið allt að 200 SJÓMÍLUR frá grunnlínum landhelginnar, ÞAR SEM STRANDRÍKI HEFUR FULLVELDISRÉTT að því er varðar rannsóknir og HAGNÝTINGU, verndun OG STJÓRNUN LÍFRÆNNA OG ÓLÍFRÆNNA NÁTTÚRUAUÐLINDA HAFSINS SEM LIGGUR YFIR HAFSBOTNINUM, SEM OG NÆR TIL HAFSBOTNSINS og botnlaga hans, svo og til annarra ATHAFNA VEGNA EFNAHAGSLEGRAR HAGNÝTINGAR og rannsókna í lögsögunni, svo sem til framleiðslu orku úr sjónum, straumum og vindum.
EINNIG LÖGSÖGU TIL hafrannsókna, VERNDUNAR og varðveislu HAFRÝMISINS og til gerðar og afnota tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja."
Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 17:29
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna:
"61. gr. Verndun hinna lífrænu auðlinda
1. Strandríkið skal ákveða leyfilegan afla hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögu sinni.
2. Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu." [...]
"62. gr. Nýting hinna lífrænu auðlinda
1. Að óhnekktri 61. gr. skal strandríkið stuðla að því að markmiðinu um bestu nýtingu hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni verði náð.
2. Strandríkið skal ákveða getu sína til að nýta hinar lífrænu auðlindir sérefnahagslögsögunnar." [...]
"63. gr. Stofnar sem eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri
strandríkja eða bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan hennar
1. Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri strandríkja skulu þessi ríki, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða
svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að samræma og tryggja verndun og þróun þessara stofna, þó að óhnekktum öðrum ákvæðum þessa hluta.
2. Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan lögsögunnar skulu strandríkið og ríkin, sem veiða þessa stofna á aðlæga svæðinu, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda þessa stofna á aðlæga svæðinu."
64. gr. Miklar fartegundir
1. Strandríkið og önnur ríki, sem veiða á svæðinu miklar fartegundir, skulu starfa saman beint eða á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana með það í huga að tryggja verndun og stuðla að því að náð verði markmiðinu um bestu nýtingu þessara tegunda á öllu svæðinu, bæði í sérefnahagslögsögunni og utan hennar.
65. gr. Sjávarspendýr
Ekkert í þessum hluta skerðir rétt strandríkis eða vald alþjóðastofnunar til að banna, takmarka eða setja reglur um hagnýtingu sjávarspendýra með strangari hætti en kveðið er á um í þessum hluta.
Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu hvað hvali snertir einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim."
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 17:30
"Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna er alþjóðlegur samningur um réttindi og skyldur ríkja við nýtingu hafsvæða, saminn á þriðju ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hafréttarmál á árunum 1973-1982.
Sáttmálinn kemur í stað fjögurra alþjóðasamninga frá 1958.
Hafréttarsáttmálinn tók formlega gildi 16. nóvember árið 1994, ári eftir að Gvæjana, 60. ríkið, staðfesti sáttmálann.
Og nú eru 156 ríki, auk Evrópusambandsins, aðilar að sáttmálanum.
Hafréttarsáttmálinn nær yfir viðskipti með sjávarafurðir, umhverfismál og nýtingu sjávarafla, auk þess að skilgreina landgrunnsréttindi, landhelgi og efnahagslögsögu ríkja."
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 17:31
"Hafréttarráðstefna.
Ráðstefna til að ÁKVARÐA HVAÐA ÞJÓÐRÉTTARREGLUR GILDI á sviði hafréttar.
Nokkrar hafréttarráðstefnur hafa verið haldnar á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðal annars Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur."
"Þjóðréttarregla.
Regla sem viðurkennt er að gildi MEÐ BINDANDI HÆTTI í lögskiptum ríkja eða annarra viðurkenndra þjóðréttaraðila á milliríkjagrundvelli."
(Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.)
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.