Leita í fréttum mbl.is

Joe Borg í heimsókn - erindi um aðildarviðræður Möltu og ESB

Joe BorgMöltubúinn Joe Borg heldur erindi á vegum Sterkara Íslands laugardaginn 25. september. Joe Borg  var utanríkisráðherra Möltu 1999 – 2004 og leiddi aðildarviðræður Möltu við ESB. Um leið og Malta varð aðili að ESB 2004 tók hann sæti í framkvæmdastjórn ESB og gengdi starfi sjávarútvegsstjóra þess þar til í byrjun þessa árs.

Það er mikill fengur að komu Joe Borg. Hann hefur víðtæka reynslu af samningum smáríkis um aðild að ESB og einnig reynslu af þátttöku smáríkis í ESB. Þá þekkir hann vel til þess hvernig kaupin gerast á eyrinni í samstarfinu í Brussel sem einn af æðstu embættismönnum ESB.

Joe Borg er tæplega sextugur lögfræðingur. Hann hefur kennt við Möltuháskóla og sinnt margvíslegum ráðgjafastörfum tengdum fyrirtækjalöggjöf. Hann hefur verið virkur í stjórnmálum á Möltu um árabil.

Joe Borg heldur erindi sitt í Háskólanum í Reykjavík, Öskjuhlíð, laugardaginn 25. september kl. 11 í salnum Bellatrix. Fundurinn er öllum opinn.

Eftir erindið verða fyrirspurnir og umræður.

Fundarstjóri er Svanborg Sigmarsdóttir, stjórnmálafræðingur.

Enginn áhugamaður um Evrópumál ætti að láta þetta erindi fram hjá sér fara

Wikipedia um Joe Borg

Leið Möltu að ESB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þessir þættir um AÐILD MÖLTU að Evrópusambandinu eru að langmestu leyti MJÖG GÓÐUR RÖKSTUÐNINGUR FYRIR AÐILD ÍSLANDS AÐ SAMBANDINU:

Malta og Evrópusambandið - 1. hluti

2. nóvember 2009


Malta og Evrópusambandið - 2
. hluti

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 12:03

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Menn ættu að gera sér grein fyrir því að Malta hefir ekkert að bjóða og þurfandi í öllu. Þeirra framleiðsla er engin nema túrismi. Ísland þar ekki neitt nema sjálfstæði öðruvísi virkum við ekki.

Valdimar Samúelsson, 22.9.2010 kl. 12:18

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

SJÁLFSTÆÐUR ÍSLENDINGUR.

"Guðmundur Jóhannesson ellilífeyrisþegi fær á bilinu 48 til 69 þúsund krónur á mánuði frá Tryggingastofnun.

Þá fær hann um þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóðnum Gildi og 53 þúsund krónur frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna.

Flesta mánuði þarf Guðmundur að draga fram lífið á 121 þúsund krónum á mánuði. Eiginkona hans er öryrki.

Hann á að baki 56 ára starfsferil á vinnuvélum og í erfiðisvinnu og segist aldrei hafa tekið sér svo mikið sem sumarfrí um ævina. Ekki einu sinni farið til útlanda.


Síðasta starf Guðmundar áður en hann fór á eftirlaun var hjá verktakafyrirtæki sem varð gjaldþrota árið 2008.

Hann átti inni fjögurra mánaða laun hjá fyrirtækinu og fékk á endanum hluta þeirrar kröfu greiddan, alls um 593 þúsund krónur.

Lepur dauðann úr skel eftir 56 ára erfiðisvinnu

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 12:45

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

RÚV 21.6.2009: Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 12:47

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.

"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.

Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."

Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 12:49

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

HÚSNÆÐISLÁN Í SVÍÞJÓÐ:

Handelsbanken - Aktuella boräntor


Stýrivextir í Svíþjóð eru nú 0,75% og verðbólgan 0,9%
en verðbólgumarkmið sænska seðlabankans er 2%.

Stýrivextir á evrusvæðinu eru 1%
en verðbólgan 1,6% og því nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu, sem er 2%.

Sveriges Riksbank


Euro area inflation estimated at 1.6%

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 12:51

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐTRYGGT 20 MILLJÓNA KRÓNA JAFNGREIÐSLULÁN TEKIÐ HJÁ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI TIL 20 ÁRA MEÐ 5% VÖXTUM, MIÐAÐ VIÐ 5% VERÐBÓLGU Á LÁNSTÍMANUM OG MÁNAÐARLEGUM AFBORGUNUM:

ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:

Lánsupphæð 20 milljónir króna.


Lántökugjald 200 þúsund krónur.

Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.

Opinber gjöld 301 þúsund krónur.

Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.


HEILDARENDURGREIÐSLA:

Afborgun 20 milljónir króna.

Vextir 11,7 milljónir króna.

VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.

Greiðslugjald 18 þúsund krónur.


SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.

Meðalgreiðslubyrði Á MÁNUÐI allan lánstímann 224 þúsund krónur.

EFTIRSTÖÐVAR BYRJA AÐ LÆKKA EFTIR 72. greiðslu, eða SEX ÁR.

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 12:52

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga á Íslandi 1940-2008

Og hér hefur áður verið töluvert
atvinnuleysi, til dæmis á síðasta áratug.

Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 13:03

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Við aðild Íslands að Evrópusambandinu yrðu TOLLAR hér á vörur frá Evrópusambandsríkjunum FELLDIR NIÐUR en frá þeim kemur ríflega helmingur alls innflutnings.

Þannig eru lagðir
þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

RÚV 21.6.2009: Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 13:42

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Menn ættu að gera sér grein fyrir því að Malta hefir ekkert að bjóða og þurfandi í öllu. Þeirra framleiðsla er engin nema túrismi."

Bull.

,,Ísland þar ekki neitt nema sjálfstæði öðruvísi virkum við ekki."

Þvílíkt bull.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.9.2010 kl. 17:36

13 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar hefir Malta öll þessi auðæfi sem við höfum svosem í orkugeiranum og sjáfarútvegs geiranum. hefir þú verið í Möltu en ég átti heimili þar um tíma en þar fengu konur ekki að vinna og allt var sniðið til þess að menn aðeins hefðu vinnu til þess að hafa ofanaf fyir fjölskilduna. Þeir hafa ekkert en við höfum allt og getum vel séð um okkur sjálf. Já sjálfstæði er okkur mikilvægt. Ölmusu er okkur ekki holl. 

Valdimar Samúelsson, 22.9.2010 kl. 18:12

14 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þeir þurftu meira að segja að flytja inn mold til þess að geta ræktað grænmeti og annað. 

Valdimar Samúelsson, 22.9.2010 kl. 18:14

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Valdi, allt bull sem þú segir og sorglegt hve mikið er af bullukollum á íslandi.  Fáfróðum öfgabullukollum.  Og það er megin skýringin á að íslandi var rústað.  Þurfti nefnilega umtalsvert fáfróða bullukolla til að kjósa framsjalla hérna slag í slag, trekk í trekk með þeim fyrirsjáanlegu afleiðingum að þið rústuðu landinu.

Ísland er núll án umheimsins.  ,,Sjálfstæði" er í raun merkingarlaust eitt og sér.  Ísland þarf að flytja allt til alls inn.  Og það þýðir að allt til alls kemur utanlandsfrá.  Það getur ekkert hjálparlaust.  Þetta uppgvötuðu menn strax á 5. áratugnum.   En ekki reyna að skilja þetta vinur og flókið fyrir þig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.9.2010 kl. 18:30

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Maltverjar hafa flutt inn mikið af malti og Malta frá Íslandi.

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 18:34

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ísland á ekkert sameiginlegt með Möltu né Kýpur nema að vera fámenn eyja.Því sem næst enginn sjávarútvegur er í þessum löndum og engin orka.Engin auðæfi.Við eigum margt meira sameiginlegt með Nýsjálendingum.Það sýnir frekju og ósvífni Sambandsríkis Evrópu að senda þennan skósvein sinn hingað til að reka áróður þótt maðurinn sjálfur sé ágætismaður eins og Möltubúar eru í mínum augum.Þótt staður Möltu sé í Sambandsríki Evrópu þá er hag Íslands betur borgið utan þess.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 22.9.2010 kl. 20:10

18 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Steini, Þar sem ég flyt til Danmerkur núna í Febrúar 2011. Getur þú þá sagt mér hverjir stýrivextir og verðbólga er í Danmörku um þessar mundir. Ég hef tölunar 2,1% verðbólga en ég veit ekki hverjir stýrivextir.

Ég ætla nefnilega að nota þessar tölur og segja fólki hverju ég er að flytja frá.

Með þökkum, Jón Frímann.

Jón Frímann Jónsson, 22.9.2010 kl. 21:05

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sigurgeir, ertu þá að segja að ESB haldi bara uppi Möltu eða?

Hverskonar bull er þetta eiginlega i Íslendingum sumum?  Eru allt uppí helmingur íslendinga bara prófessíonal fáfræðingabullarar?

Þetta er að verða átakanlegt uppá að horfa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.9.2010 kl. 21:30

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

DANSKA KRÓNAN ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.

"Denmark: the Danish kroner joined ERM II on 1 January 1999, and observes a central rate of 7.46038 to the euro with a narrow fluctuation band of ±2.25%."

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband