Leita í fréttum mbl.is

Ţorvaldur Gylfason um gjaldmiđilsmál

Ţorvaldur-GylfasonDr. Ţorvaldur Gylfason er međ virkari pennum ţessa lands og birtir hverja greinina á fćtur annarri, um hin ýmsu málefni. Ein slík birtist í FRBL í vikunni, undir yfirskriftinni KRÓNAN SEM KÚGUNARTĆKI. Ţorvaldur skrifar:

,,Ein helztu rökin fyrir upptöku evrunnar eru ţau, ađ krónan er liđiđ lík og á sér varla viđreisnar von, úr ţví sem komiđ er. Krónan styđst nú viđ ströng gjaldeyrishöft og myndi hrynja, vćri höftunum aflétt. Krónan hefur frá 1939 veikzt um 99,95 prósent gagnvart dönsku krónunni. Verđbólgan, sem var bćđi orsök og fylgifiskur gengisfallsins, gróf undan efnahagslífinu. Ekki hefur ţó tekizt ađ kveđa verđbólguna alveg niđur, ţar eđ hagstjórnin hefur veriđ veik og Seđlabankinn hefur ekki heldur reynzt verki sínu vaxinn. Ţannig er einnig ástatt um ýmis önnur lönd, til dćmis í Austur-Evrópu og Afríku. Ţess vegna leggja Eystrasaltslöndin og önnur ný ađildarlönd ESB allt kapp á ađ taka upp evruna sem fyrst.

Helztu rökin gegn upptöku evrunnar eru í fyrsta lagi ţau, ađ Íslendingar ţurfi á eigin mynt og sveigjanlegu gengi ađ halda til ađ draga úr innlendum hagsveiflum, ţar eđ ţćr séu frábrugđnar hagsveiflum í Evrópu. Sérstađa Íslands er ţá talin stafa einkum af sjávarútvegi, ţótt hann standi nú á bak viđ ađeins sjö prósent af landsframleiđslu. Stađan hefur breytzt. Útvegurinn skiptir efnahagslífiđ nú minna máli en áđur, ţar eđ öđrum atvinnuvegum hefur vaxiđ fiskur um hrygg. Hagsveiflan á Íslandi hefur frá 1994, ţegar Ísland gekk inn á Evrópska efnahagssvćđiđ, fćrzt miklu nćr hagsveiflunni í Evrópu, svo sem fram kemur í nýrri doktorsritgerđ Magnúsar Bjarnasonar um Ísland og Evrópusambandiđ. Ţessi niđurstađa Magnúsar rímar viđ reynsluna annars stađar ađ. Aukin viđskipti milli landa draga úr sérstöđu hvers um sig og ţá einnig úr sérstöđu hagsveiflna í einstökum löndum."

Öll greinin


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband