25.9.2010 | 10:09
Joe Borg í FRBL: "Hægt að finna lausn í sjávarútvegsmálum"
"Evrópumál Ísland þarf ekki að óttast viðræður við Evrópusambandið (ESB), segir Joe Borg, fyrrum utanríkisráðherra Möltu, formaður samninganefndar landsins í ESB-viðræðum á sínum tíma og síðar sjávarútvegsstjóri sambandsins. Borg er staddur hér á landi á vegum samtakanna Sterkara Íslands, sem vinna að ESB-aðild Íslands. Hann heldur erindi í Háskólanum í Reykjavík í dag undir yfirskriftinni: Hvað má læra af reynslu Möltu? Titillinn vísar til þess að margt sé líkt með reynslu Maltverja og stöðu Íslendinga í dag.
Maltverjar gengu í Evrópusambandið árið 2004 og eru nú fámennasta ríki sambandsins með 400 þúsund íbúa. Eftir harða kosningabaráttu þar sem aðild var samþykkt með 53 prósentum atkvæða hafa Maltverjar almennt verið ánægðir með aðildina í skoðanakönnunum.
Í samtali við Fréttablaðið segir Borg að þrennt hafi skipt sköpum við að afla aðild fylgis á Möltu.
"Í fyrsta lagi var mikilvægt að allir hagsmunaaðilar komu að viðræðuferlinu og höfðu sitt að segja. Í öðru lagi fórum við af stað með yfirgripsmikið upplýsingaátak þar sem við útlistuðum nákvæmlega hvað aðild að sambandinu hefði í för með sér fyrir einstaklinginn, bæði kosti og galla, svo hann gæti tekið upplýsta ákvörðun byggða á staðreyndum en ekki upphrópunum eða röngum upplýsingum.
Loks vorum við með afar sterka samninganefnd sem náði fram hagstæðum samningi þar sem við fengum meðal annars í gegn 76 tímabundin sérákvæði."
Maltverjar fengu einnig í gegn varanleg ákvæði, meðal annars varðandi fiskveiðar. "Til að koma í veg fyrir ofveiði, fengum við að takmarka fjölda veiðileyfa innan 25 mílna. Þannig fengu þeir sem þegar stunduðu veiðar innan svæðisins leyfi og aðrir sem síðar koma eru háðir hámarksfjölda."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Yfirgripsmikið upplýsingaátak er nauðsyn ekki síst núna þegar miklar og heitar tilfinningar eru í málinu.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 10:36
Við höfum ekkert með lausnir ESB að gera því við erum okkar sjálfsins húsbændur. Við viljum vera frjáls og þá höfum við okkar eigin lausnir. Munið 70% fólksins vill ekki ESB í neinu formi.
Valdimar Samúelsson, 25.9.2010 kl. 11:47
VS.. íslenskar lausnir hafa nefnilega reynst okkur svo vel.. landflótti, þjóðargjaldþrot.. almenn gjaldþrot.. vonleysi og uppgjöf.. þá vil ég heldur evrópska bjartsýni og framsýni.
Óskar Þorkelsson, 25.9.2010 kl. 12:35
Taka ber eftir því að hann staðfestir mín orð varðandi sjávarútveg og aðild Möltu að EU. Það er mikill misskilningur í gangi varðandi efnið á Íslandi - en líklega ekki nokkur leið að leiðrétta það.
"Til að koma í veg fyrir ofveiði, fengum við að takmarka fjölda veiðileyfa innan 25 mílna. Þannig fengu þeir sem þegar stunduðu veiðar innan svæðisins leyfi og aðrir sem síðar koma eru háðir hámarksfjölda."
Þetta er í raun ekkert annað en í grunninn meginstoð CFP, HS reglan og veiðireynsla eftir atvikum.
Það veiðir enginn í EU waters nema með leyfi og stimplum í bak og fyrir frá ríki því er viðkomandi lögsaga tilheyrir.
Umræðan um sjávarútveg og EU er einhver mesta þvæluumræða sem sögur fara af á Íslandi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.9.2010 kl. 12:59
Þvílikt bull.En það var gott að hann kom svo Íslendingar geti sannfærst enn betur um að við eigum enga samleið með þessari dvergeyju sem gefur sig út fyrir að vera fiskveiði og auðlindaríki með stórt hafsvæði.1000 tonna ársafli veiddur á trillum á örlitlu svæði.Nei við þessu rugli .Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 25.9.2010 kl. 13:08
Sjálfsagt gætum við fengið varanlegt ákvæði á svæði þar sem enginn fiskur væri og hefði aldrei verið.Maðurinn er ruglaður.Og grobbar sig af því að þeir hefðu fengið í 76 tímabundin ákvæði.Þar með er það staðfest allt tímabundið, nema réttur Maltverja til að veiða þessi 1000 tonn á árabátum eða því sem næst.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 25.9.2010 kl. 13:14
,,á árabátum"
Þetta er rangt (og hott allt líka hjá þér só far).
Mestur aflans er veiddur af stórum bátur. Trollurum jafnvel.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.9.2010 kl. 13:43
Í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu er hægt að BINDA að EINUNGIS íslensk skip megi veiða úr STAÐBUNDNUM NYTJASTOFNUM innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands.
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR SAMBANDSINS OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."
EN MAKRÍLL ER FLÖKKUSTOFN og Ísland er þar svokallað STRANDRÍKI, þar sem makríllinn gengur inn í okkar fiskveiðilögsögu.
Og íslensk samninganefnd undir forystu Tómasar H. Heiðars þjóðréttarfræðings nær trúlega í vetur samkomulagi við Evrópusambandið, Noreg og Færeyjar um heildaraflakvóta íslenskra skipa úr makrílstofninum.
RÚV 8.9.2010: Viðtal við Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðing um makrílveiðar
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 14:45
ÍSLENSKUR SJÁVARÚTVEGUR Í EVRÓPUSAMBANDINU.
Evrópusambandið er langstærsti markaður okkar Íslendinga fyrir sjávarafurðir og þar búa um 490 milljónir manna sem neyta árlega um 12 milljóna tonna af sjávarafurðum.
Árið 2006 veiddu þjóðir sambandsins um 6,9 milljónir tonna en stærstu veiðiþjóðirnar nú eru Spánn, Danmörk, Frakkland, Bretland og Ítalía.
Ísland yrði stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.
Niðurfelling allra tolla sem við greiðum af sjávarafurðum í Evrópusambandinu er eitt af þeim atriðum sem samið verður um og tekjur okkar aukast þegar tollarnir falla niður.
Við greiddum um 650 milljónir króna í tolla af sjávarafurðum í Evrópusambandinu árið 2008 og greiðum þar yfir 5% toll af ferskum flökum, til dæmis karfaflökum, 2% af heilum ferskum fiski sem seldur er á uppboðsmarkaði, humri, síld og öðrum afurðum.
Styrkir frá Evrópusambandinu fást til smíði verksmiðja og fjárfestinga í vinnslubúnaði. Oft eru slíkir styrkir tímabundnir í nokkur ár eftir inngöngu í sambandið eða ætlaðir jaðarsvæðum.
Mestu tækifærin við inngöngu Íslands í Evrópusambandið byggjast hins vegar á yfirburðum okkar Íslendinga í útgerð og fiskvinnslu.
Íslenskir útgerðarmenn hafa í nokkrum mæli rekið útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki erlendis og geta náð þar góðri stöðu í ýmsum Evrópulöndum.
Mikilvægi sjávarútvegs yrði mun meira hér en í öðrum löndum Evrópusambandsins, sem hlýtur að leiða til áhrifa á fiskveiðistefnu sambandsins og samninga um veiðiréttindi.
Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 14:50
Hér við Ísland er 200 sjómílna fiskveiðilögsaga og önnur skip en íslensk hafa EKKI rétt til veiða úr staðbundnum nytjastofnum innan okkar lögsögu.
Hins vegar mega erlend skip veiða hér úr flökkustofnum, samkvæmt samningum við okkur Íslendinga, rétt eins og íslensk skip mega veiða úr þessum stofnum í fiskveiðilögsögu annarra ríkja.
Og aðildarsamningi okkar að Evrópusambandinu verður EKKI breytt nema með samþykki okkar Íslendinga.
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 14:53
Núna semjum við Íslendingar EKKI þau lög sem við tökum upp samkvæmt aðildarsamningi okkar að Evrópska efnahagssvæðinu.
Í EVRÓPUSAMBANDINU TÖKUM VIÐ HINS VEGAR ÞÁTT Í AÐ SEMJA LÖG SAMBANDSINS.
Og það er EKKI meirihluti á Alþingi fyrir því að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Hins vegar er MEIRIHLUTI á Alþingi fyrir því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hér verði greidd atkvæði um aðildarsamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 14:55
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:
Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands. Tímabundnar eða varanlegar veiðiheimildir, bls. 199-204:
"Þótt AÐILDARLÖGIN GETI vissulega FALIÐ Í SÉR BREYTINGAR Á RÓMARSAMNINGNUM eða öðrum grundvallarreglum verður ávallt að hafa í huga að SVO ER EKKI NEMA SKÝRT SÉ AÐ ORÐI KVEÐIÐ.
FRÁ ÁKVÆÐUM SAMNINGSINS VERÐUR AÐEINS VIKIÐ SAMKVÆMT ÓTVÍRÆÐRI HEIMILD."
"VIÐAUKAR OG BÓKANIR TELJAST HLUTI AÐILDARLAGANNA EN YFIRLÝSINGAR HINS VEGAR EKKI.
Saman mynda þessi skjöl eina heild SEM ER BINDANDI AÐ BANDALAGSRÉTTI."
YFIRLÝSING nr. 33 gekk "miklu skemur en að kvótaskipting milli aðildarríkjanna og hlutdeild Noregs sé fastbundin til frambúðar.
Hún gefur þvert á móti til kynna að sú hafi EKKI verið ætlunin með aðildarlögunum.
Í tengslum við þessa umræðu er þó rétt að huga nánar að lögfræðilegri þýðingu YFIRLÝSINGAR nr. 33 og kanna hvort í henni hafi falist einhver réttindi sem Norðmenn hefðu getað gripið til.
YFIRLÝSINGIN er svohljóðandi:
"Sambandinu er kunnugt um þá miklu þýðingu sem það hefur fyrir Noreg og aðildarríkin að viðhalda meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar sem grundvöll þess að ná markmiðum um varanlegt kerfi til að úthluta fiskveiðiheimildum í framtíðinni."
YFIRLÝSINGIN hefði að sjálfsögðu getað haft einhverja þýðingu í framtíðinni EN ÞAR SEM HÚN VAR EKKI HLUTI AÐILDARLAGANNA HEFÐI HÚN ALDREI GETAÐ TRYGGT NORÐMÖNNUM LAGALEGA TIL FRAMBÚÐAR ÞAU RÉTTINDI SEM ÞEIR HÖFÐU ÁÐUR NOTIÐ."
"Alveg öruggt er að eignarréttarleg krafa Norðmanna um auðlindir innan 200 sjómílna lögsögu náði EKKI fram að ganga. Augljóst er að slíka grundvallarbreytingu á stjórnkerfi bandalagsins um fiskveiðar HEFÐI ÞURFT AÐ TAKA FRAM SKÝRUM ORÐUM Í AÐILDARLÖGUNUM en það var EKKI gert."
"Hafa verður í huga að NORÐMENN DEILA FLESTUM MIKILVÆGUM NYTJASTOFNUM SÍNUM MEÐ EVRÓPUBANDALAGINU EÐA RÚSSUM OG HALDA ÞEIR FISKSTOFNAR SIG ÝMIST INNAN NORSKRAR EFNAHAGSLÖGSÖGU EÐA Á YFIRRÁÐASVÆÐI RÚSSA EÐA BANDALAGSINS, þar sem þessi svæði liggja saman í Norðursjó, Skagerak og Kattegat.
SAMVINNA er milli þessara aðila, meðal annars varðandi ákvarðanir um leyfilegan hámarksafla."
"Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er sterk, því AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR Evrópusambandsins."
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 14:56
"EFNAHAGSLÖGSAGA [EXCLUSIVE ECONOMIC ZONE (EEZ)].
HAFSVÆÐI UTAN LANDHELGINNAR, sem afmarkast af línu sem getur verið allt að 200 SJÓMÍLUR frá grunnlínum landhelginnar, ÞAR SEM STRANDRÍKI HEFUR FULLVELDISRÉTT að því er varðar rannsóknir og HAGNÝTINGU, verndun OG STJÓRNUN LÍFRÆNNA OG ÓLÍFRÆNNA NÁTTÚRUAUÐLINDA HAFSINS SEM LIGGUR YFIR HAFSBOTNINUM, SEM OG NÆR TIL HAFSBOTNSINS og botnlaga hans, svo og til annarra ATHAFNA VEGNA EFNAHAGSLEGRAR HAGNÝTINGAR og rannsókna í lögsögunni, svo sem til framleiðslu orku úr sjónum, straumum og vindum.
EINNIG LÖGSÖGU TIL hafrannsókna, VERNDUNAR og varðveislu HAFRÝMISINS og til gerðar og afnota tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja."
Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 14:58
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna:
"61. gr. Verndun hinna lífrænu auðlinda
1. Strandríkið skal ákveða leyfilegan afla hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögu sinni.
2. Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu." [...]
"62. gr. Nýting hinna lífrænu auðlinda
1. Að óhnekktri 61. gr. skal strandríkið stuðla að því að markmiðinu um bestu nýtingu hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni verði náð.
2. Strandríkið skal ákveða getu sína til að nýta hinar lífrænu auðlindir sérefnahagslögsögunnar." [...]
"63. gr. Stofnar sem eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri
strandríkja eða bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan hennar
1. Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri strandríkja skulu þessi ríki, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða
svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að samræma og tryggja verndun og þróun þessara stofna, þó að óhnekktum öðrum ákvæðum þessa hluta.
2. Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan lögsögunnar skulu strandríkið og ríkin, sem veiða þessa stofna á aðlæga svæðinu, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda þessa stofna á aðlæga svæðinu."
64. gr. Miklar fartegundir
1. Strandríkið og önnur ríki, sem veiða á svæðinu miklar fartegundir, skulu starfa saman beint eða á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana með það í huga að tryggja verndun og stuðla að því að náð verði markmiðinu um bestu nýtingu þessara tegunda á öllu svæðinu, bæði í sérefnahagslögsögunni og utan hennar.
65. gr. Sjávarspendýr
Ekkert í þessum hluta skerðir rétt strandríkis eða vald alþjóðastofnunar til að banna, takmarka eða setja reglur um hagnýtingu sjávarspendýra með strangari hætti en kveðið er á um í þessum hluta.
Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu hvað hvali snertir einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim."
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 15:00
Rugl.Þegar hægt verður að skilgreina Sambandsríki Evrópu sem formlegt ríki sem verður, þá getur þetta ríki að sjálfsögðu breytt sínum lögum ög reglum í gegnum það stjórnvald sem stjórnar því og verður að sjálfsögðu kosið með meirihlutakosningu.Við munum þá hafa lítið að segja um breytingar með það atkvæðavægi sem við höfum.Nú getur Ísland þá bara ekki gengið út eins og ekkert sé.Nei, það eru draumórar.Tollar og aftur tollar og viðskiptaþvinganir munu þá dynja á okkur í refsingarskyni.Dettur einhverjum í hug að gömlu nýlenduveldin muni sleppa aðgangi sínum að N-íshafinu og aðgengi að Grænlandi, eftir að hafa komist þangað.Nei. Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 25.9.2010 kl. 15:01
"Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna er alþjóðlegur samningur um réttindi og skyldur ríkja við nýtingu hafsvæða, saminn á þriðju ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hafréttarmál á árunum 1973-1982.
Sáttmálinn kemur í stað fjögurra alþjóðasamninga frá 1958.
Hafréttarsáttmálinn tók formlega gildi 16. nóvember árið 1994, ári eftir að Gvæjana, 60. ríkið, staðfesti sáttmálann.
Og nú eru 156 ríki, auk Evrópusambandsins, aðilar að sáttmálanum.
Hafréttarsáttmálinn nær yfir viðskipti með sjávarafurðir, umhverfismál og nýtingu sjávarafla, auk þess að skilgreina landgrunnsréttindi, landhelgi og efnahagslögsögu ríkja."
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 15:02
"Hafréttarráðstefna.
Ráðstefna til að ÁKVARÐA HVAÐA ÞJÓÐRÉTTARREGLUR GILDI á sviði hafréttar.
Nokkrar hafréttarráðstefnur hafa verið haldnar á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðal annars Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur."
"Þjóðréttarregla.
Regla sem viðurkennt er að gildi MEÐ BINDANDI HÆTTI í lögskiptum ríkja eða annarra viðurkenndra þjóðréttaraðila á milliríkjagrundvelli."
(Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.)
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 15:03
ESB kemur víða fram sem eitt ríki, eins og steini br.blaðamaður hefur ítrekað bent á og gerir hér að ofan.Það segir allt um þetta samband sem er í raun að breytast í formlegt ríki.Í því ríki sæji ESB um Hafréttarmál Íslands og myndi gera strax ef Ísland gengur í ESB.
Sigurgeir Jónsson, 25.9.2010 kl. 15:08
undan hvaða steini dró Sigurgeir viskuna sína ?
Óskar Þorkelsson, 25.9.2010 kl. 15:09
allavega ekki viskusteinn.... .svo eitt er víst.
Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2010 kl. 16:56
VEIÐAR ÍSLENSKRA SKIPA Í EVRÓPUSAMBANDINU ÚR MAKRÍLSTOFNINUM OG ÖÐRUM FLÖKKUSTOFNUM.
Við aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði aflakvóti íslenskra skipa úr FLÖKKUSTOFNUM hluti af heildaraflakvóta Evrópusambandsríkjanna ÚR ÞEIM STOFNUM.
"Í dómi frá 1987, bls. 2671, var það EKKI talið fara í bága við MEGINREGLUNA UM HLUTFALLSLEGA STÖÐUGAR VEIÐAR AÐ VIÐHALDA HEFÐBUNDNU HLUTFALLI VEIÐIKVÓTA Á MILLI AÐILDARRÍKJANNA, jafnvel þótt einstök aðildarríki hafi ekki haft þörf fyrir eða hafi ekki getað veitt upp í allan landskvótann sem þeim var úthlutaður."
(Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins, eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor og Óttar Pálsson lögfræðing, bls. 70.)
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 17:00
Ef googlað er um fiskveiðar á Möltu á fyrir nokkrum árum áttu þeir 374 báta, sem voru eign 302 manna. 258 bátanna er styttri en 15 metrar og 174 undir 8 metrum. Þessum flota tókst að veiða 887 tonn ! Þjóðhagslega skilar þessi iðnaður innan við 1 % af landsframleiðslu þeirra. ESB gaf þeim sem varanlega undanþágu 25 mílna landhelgi. Eins og hreyfingin Sterkara Ísland marg bendir á fengu þeir VARANLEGAR UNDANÞÁGUR ! Ætli við fáum ekki það líka ? !
Örn Johnson, 25.9.2010 kl. 18:08
,,ESB gaf þeim sem varanlega undanþágu 25 mílna landhelgi"
Og hvað var landhelgin fyrir þann tíma?
Og í framhaldi, hvað varð um líklega þá ..175 mílurnar"?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.9.2010 kl. 18:20
,,fyrir nokkrum árum áttu þeir 374 báta"
Rangt. Um 2000.
Flestir litlir traditional miðjarðarhafs týpur eða veiðaðferðir. En auk þess eru stærri og öflugri bátar. Ma. trollarar litlir. En alveg nógu stórir fyrir Möltu. Þeir veiða á ákv. svæðum innan landhelgi. Þeir veiða meira en itlirbátar - skiljanlega.
Málið er þetta, eins og Hr. Borg staðfestir: Aldrei hefur verið nokkurt vandamál viðvikjandi sjávarútveg í tengslum við aðild Íslands að EU eftir 2-3 ár. Aldrei nokkurntíman. Ekkert vandamál. Eg hef margsagt fólki þetta og útskýrt lið fyrir lið.
Það eina sem maður getur séð er, að eftirlit með veiðum og aðferðum verði meira og LÍÚ séu eitthvað hræddir þar. Eg er farinn að hallast að því. Meina, það var allt hérna í ruglinu varðandi eftirlit með fjármálastarfsemi - getur það átt við á fleiri sviðum? Nei, maður spyr sig!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.9.2010 kl. 18:45
Afli alls fiskveiðiflota Möltu á einu ári nær ekki ársafla 14,9 br.tonna trillu í með 3-4 mönnum á íslandi.Svo þykist ESB geta kennt Íslendingum eitthvað í fiskveiðum.Nei við rugli ESB.
Sigurgeir Jónsson, 25.9.2010 kl. 21:42
STAÐBUNDNIR NYTJASTOFNAR Á ÍSLANDSMIÐUM ERU ÍSLENSK AUÐLIND.
EINGÖNGU íslensk fiskiskip veiða innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögunnar, fyrir utan umsamdar veiðar erlendra fiskiskipa í lögsögunni ÚR FLÖKKUSTOFNUM.
Íslensk fiskiskip veiða einnig úr flökkustofnum í erlendri lögsögu, samkvæmt samningum við önnur ríki, og við Íslendingar munum AÐ SJÁLFSÖGÐU semja við önnur ríki um veiðar úr makrílstofninum, enda ber okkur SKYLDA til þess samkvæmt Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.
Staðbundnir nytjastofnar á Íslandsmiðum eru ÍSLENSK AUÐLIND, sem AÐGREIND er frá fiskveiðilögsögu aðildarríkja Evrópusambandsins.
Og nytjastofnar á Íslandsmiðum eru að sjálfsögðu AUÐLIND, rétt eins og olía í Norðursjó, þar sem til að mynda Bretar og Danir dæla upp olíu Í EIGIN EFNAHAGSLÖGSÖGU og hirða sjálfir ágóðann af henni.
Efnahagslögsaga ríkja við Norðursjó
"1. gr. Íslenska ríkið er eigandi allra auðlinda á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga og svo langt til hafs sem fullveldisréttur Íslands nær samkvæmt lögum, alþjóðasamningum eða samningum við einstök ríki.
Hugtakið auðlind samkvæmt lögum þessum tekur til allra ólífrænna og lífrænna auðlinda hafsbotnsins annarra en lifandi vera."
Lög nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins
"Náttúruauðlindir geta verið ólífrænar og lífrænar."
"Auðlindir Íslendinga felast meðal annars í nytjastofnum sjávar."
(Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.)
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru lífverur og að mestu leyti gerðar úr lífrænum efnum, rétt eins og olía í Norðursjó.
STAÐBUNDNIR nytjastofnar á Íslandsmiðum eru hins vegar LIFANDI OG SJÁLFBÆR AUÐLIND sem gengur EKKI yfir í lögsögur aðildarríkja Evrópusambandsins.
Hins vegar ganga flökkustofnar á milli fiskveiðilögsagna og þar af leiðandi þurfum við Íslendingar að semja um veiðar úr makrílstofninum, eins og til að mynda kolmunnastofninum.
Fiskveiðilögsaga Íslands og fiskimiðin við landið
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna - United Nations Convention on the Law of the Sea
Efnahagslögsaga aðildarríkja Evrópusambandsins
Efnahagslögsaga Bretlands - Kort
Efnahagslögsaga nokkurra ríkja - Exclusive Economic Zones (EEZ)
"North Sea oil is a mixture of hydrocarbons, comprising liquid oil and natural gas, produced from oil reservoirs beneath the North Sea."
"Following the 1958 Continental shelf convention and after some disputes on the rights to natural resource exploitation the national limits of the exclusive economic zones were ratified.
Five countries [Norway, United Kingdom, Denmark, Germany and Netherlands] are involved in oil production in North Sea.
All operate a tax and royalty licensing regime. The respective sectors are divided by median lines agreed in the late 1960s."
North Sea oil
"Organic deposits of coal, peat, oil and methane clathrates."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:
"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.
Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom EKKERT fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er EKKI viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna þar sem innri markaðslöggjöfin tekur EKKI á eignarhaldi.
Því er EKKI um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna. [...]
"Meirihlutinn leggur áherslu á að náttúruvernd og sjálfbær nýting náttúruauðlinda landsins eigi áfram að vera meðal grundvallarhagsmuna Íslendinga. [...]
Grundvallaratriði er að EKKI ER HRÓFLAÐ VIÐ FULLVELDISRÉTTI ríkja. Það gildir einnig um ákvæði Lissabon-sáttmálans og annarra sáttmála Evrópusambandsins.
Jafnframt minnir meirihlutinn á að við gerð AÐILDARSAMNINGS Norðmanna á sínum tíma var sett inn BÓKUN um að þeir héldu yfirráðum yfir ÖLLUM sínum auðlindum."
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 21:48
Landsamband Smábátaeigenda hafnar alfarið aðild að ESB.Formaður LS hefur verið formaður í alheimssamtökum strandveiðimanna og í samtökum strandveiðimanna við N- Atlantshaf.LÍÚ er LS sammála.Nei við ESB. og gömlu nýlenduveldunum, um það eru allir strandveiðimenn í veröldinni sammála, nema þeir sem eru innan ESB sem er lítill hluti.
Sigurgeir Jónsson, 25.9.2010 kl. 21:48
Evrópusambandið er langstærsti markaður okkar Íslendinga fyrir sjávarafurðir og þar búa um 490 milljónir manna sem neyta árlega um 12 milljóna tonna af sjávarafurðum.
Árið 2006 veiddu þjóðir sambandsins um 6,9 milljónir tonna en stærstu veiðiþjóðirnar nú eru Spánn, Danmörk, Frakkland, Bretland og Ítalía.
Ísland yrði stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.
Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 21:56
Íslenskar sjávarafurðir eru meiri söluvara sem Íslensk, en undir merki ESB.Og fyrir hærra verð. Nei við EAB ruglinu.
Sigurgeir Jónsson, 25.9.2010 kl. 22:11
Á að vera ESB ruglinu,
Sigurgeir Jónsson, 25.9.2010 kl. 22:11
Þær verða alltaf undir íslenskum vörumerkjum. Hvaða rugl er í þér Sigurgeir.
Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2010 kl. 22:14
,,Afli alls fiskveiðiflota Möltu á einu ári"
Það er nú bara það sem allir vita sem kynna sér mál. Heildaraflinn er ekki neitt neitt miðað við Ísland og mikilvægi fyrir þjóðarbúskap í álíka hlutfalli. Þetta er allt annað dæmi en við þekkjum og veiðiaðferðir yfirleitt allt aðrar og byggjast á allt öðru. Eg hef margreynt að segja fólki þetta. Án mikilla viðbragða. Veiðarnar þarna eru oftast hefðbundnar Miðjarðarhafsveðar. Stutti veiðitúrar og ferskur fiskur. Mikið stílað uppa túrista og þess háttar.
Nú, þrátt fyrir þetta lögðu Maltverjar áherslu á umrætt í aðildarviðræðum og fengu allt sitt fram er þeir óskuðu í meginlínum. Sérlausnin er ekki sú sem íslendingar halda yfirleitt. Aðalatriðið eru tæknilegar úrlausnir á veiðum og veiðiaðferðum.
Málið er, að Ísland þarf ekkert neinar sérstakar undanþágur eða sérlausnir varðandi sjávarútveg og allra síst í þá átt sem íslendingar eru yfirleitt að tala um. Sjávarútvegur að því er snertir EU og aðild ríkja þar að, snýst aðallega um reglur varðandi veiðar og tæki og tól þar að lútandi og eftirlit. Með það sem bottom læn að vernda lífríki. Allt og sumt. Td. ætti fólk að tala um brottkast. En þá má spurja sig: Hver munurinn að banna brottkast og kasta samt eða leyfa það og kastað eftir atvikum? Nei, eg bara spyr. Það eru svona atriði sem fólk ætti að ræða. Tæknilegar útfærslur. Möskvastærð og annað.
,,Svo þykist ESB geta kennt Íslendingum eitthvað í fiskveiðum"
Umm.. meei, reyndar hefu oft verið sagt á hinn veginn. Að EU gæti jafnvel lært eitthvað af fiskeiðu ísl. Eg skal ekkert fyllyrða um það. Eflaust er alltaf hægt að læra eitthvað að einhverjum (Malta er ekki sko allt EU)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.9.2010 kl. 22:20
"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.
Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)."
"Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.
Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl."
Evrópska efnahagssvæðið - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 22:24
ESB þykist geta sagt okkur að við náum góðum samningi við ESB, það segir útsendari þeirra Joe Borg.Aðlögunarferlið sem ESB er núna að klína upp á okkur er kennsla í því hvernig okkar stjórnsýsla eigi að vera samkvæmt reglum ESB.Þeir sem studdu aðildarumsókn á Alþingi til að 2sjá eitthvað" hafa sjálfir sagt að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir háttum ESB við ríki sem sótt hafa um.Nei og aftur Nei.Setja verður strax tímamörk á viðræðurnar, svo hægt sé að slíta þeim án þess að móðga ESB stórveldið sem vissulega getur haft slæmar afleiðingar.
Sigurgeir Jónsson, 25.9.2010 kl. 22:34
Lög um notkun sænska fánans á sænskum vörum
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 23:25
Sigurgeir Jónsson,
ÖLLUM er nákvæmlega sama um hvað þér FINNST um Evrópusambandið.
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 23:45
"EES samningurinn gerir ráð fyrir því að afleidd löggjöf EB, þ.e. einkum EB reglugerðir og tilskipanir, verði yfirtekin í samninginn.
Það var gert með svonefndum viðaukum við EES samninginn.
EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI."
"Viðaukar sem fylgja EES samningnum eru alls 22."
Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.
(Bókin er 1.200 blaðsíður.)
Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 00:04
Ef einhver vill kvarta undan íslenskri aðlögun að Evrópusambandinu geta þeir hringt í Morgunblaðið.
Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 01:56
Hvað ætli mikill hluti rekstrarhagnaðar sjávarútvegsins lendi beint í vasa útlendinga sem vaxtagreiðslur?
Útlendingar þurfa ekkert að "eignast" auðlindir Íslendinga, Íslendingar sjá sjálfir um að beina öllum hagnaði úr land í formi skulda.
Viðhorf erlendra fjárfesta til Íslands er:
"Why buy the cow, when the milk is free"
Andri Geir Arinbjarnarson, 26.9.2010 kl. 07:14
Skuldir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru aðallega í erlendri mynt og þær voru 543 milljarðar króna í árslok 2008, eða 81% meiri í íslenskum krónum en í árslok 2007 en þá voru þær 300,3 milljarðar króna, samkvæmt Tíund, fréttabréfi Ríkisskattstjóra.
Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 08:37
Kannski má öllum vera sama um hvað Sigurgeiri Jónssyni finnst um ESB. Upp úr stendur að hann er sá eini sem hefur lagt fram staðreyndir um "samanburðarríkið" Möltu og heildarfla Maltverja á ársgrundvelli.
Kannski varðar þá heldur engan um vísun hans til smábátsins fyrir vestan sem veiddi á síðasta fiskveiðiári meira en allan ársafla ESB ríkisins Möltu.
En auðvitað þola ekki þessar aðlögunar/umsóknarumræður ekki djúpa íhugun um mikilvægar, en afar einfaldar staðreyndir.
Það á Sigurgeir að skilja en einhverra hluta vegna sættir hann sig ekki við að þegja bara til að þóknast veikgeðja og talhlýðnum trúarsöfnuðum.
Árni Gunnarsson, 26.9.2010 kl. 12:20
Hvað kemur stærð og gerð bátana umræðunum um sjávarútvegsmál við Árni ? Sigurgeir er á alvarlegum villigötum .
Óskar Þorkelsson, 26.9.2010 kl. 12:58
Óskar: Kannski kemur það fyrst og fremst að síðustu ályktuninni í athugasemd minni.
Þér, eins og flestum öðrum gengur illa að skilja það sem þú hefur ákveðið að skilja ekki.
Hagsmunir ESB hvað það varðar að sækjast eftir aflaheimildum Möltubúa snúast um ársafla eins trillubáts á Íslandi!
Er það sambærilegt við þá hagsmuni sem liggja í ársafla Íslendinga á eigin miðum í dag og undangengin ár?
Árni Gunnarsson, 26.9.2010 kl. 13:50
Hr. Borg var að enda við að staðfesta allt í S.E. sem eg hef sagt um EU og aðild Möltu þar að eftir atvikum. Staðfesti allt og stimplaði.
Varðandi ,,eftirsókn EU" viðvíkjandi hinu og þessu - þá er þetta einhver erfiðast meinlokan sem við er að fást. Málið er ekkert þetta og hefur aldrei verið. EU r ekkert að ,,sækjast eftir" einhvrjum fokking ,,auðlindum" hist og her. Þetta er hugsanavilla afar slæm. Hún er víða enn á íslandi en held eg hvergi eins almenn og heiftarleg.
EU hefur hvergi tekið eða ásælst auðlindir nokkurs ríkis! Halló. EU er samband fullvalda lýræðisríkja evrópu með það að markmiði að vinna sameiginlega að sínum sameiginlegu hagsmunum. Allt og sumt. Við aðild Íslands eftir 2-3 ár mun ekkert breytast í sjávarútvegi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.9.2010 kl. 14:09
Árni Gunnarsson,
Talhlýðinn - sem auðvelt er að telja hughvarf.
(Íslensk orðabók Menningarsjóðs.)
Reyndu að LJÚGA einhverju sennilegra en því að ég sé "talhlýðinn".
Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 14:09
Mér skilst að það séu fleiri en þú í Evrópusamtökunum Steini Briem.
Hefði ég átt við þig þá hefði ég haft fulla einurð til að ávarpa þig með nafni.
Og nú er ég að tala við þig: Þér er svo mikið niðri fyrir í þessum áróðri fyrir inngöngu í ESB að þú lætur þig ekki muna um að skrifa 4 + langlokur í röð þar sem þau mál eru í umræðu.
Kannski hitta þessi skrif þín einhverja sem eru talhlýðnir og auðvelt að telja hughvarf.
Reyndar finnst mér það nú fremur sennilegt.
Svo væri ekki úr vegi að þú leitaðir uppi einhverjar staðfestingar á því að ég hafi hneigð til að beita lygi og blekkingum í málflutningi.
Hvort allar hvatvíslegar ályktanir mínar standist alltaf rök er annað mál og má telja ólíklegt að ég sé óskeikull þar umfram aðra menn.
Árni Gunnarsson, 26.9.2010 kl. 16:00
Við Íslendingar græðum mun meira á aðild Íslands að Evrópusambandinu en Evrópusambandslöndin á aðild Íslands að sambandinu, til að mynda UPPTÖKU EVRU, STÓRLÆKKAÐ MATVÖRUVERÐ, AUKNA ERLENDA FJÁRFESTINGU, SAMKEPPNI Í BANKASTARFSEMI OG MATVÖRUVERSLUN, NIÐURFELLINGU TOLLA Á ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM OG LANDBÚNAÐARVÖRUM í Evrópusambandslöndunum, MUN MINNI VERÐBÓLGU, MIKLU LÆGRI VEXTI OG ENGA VERÐTRYGGINGU.
Með aðildinni LÆKKAR VERÐ Á LANDBÚNAÐARVÖRUM frá Evrópusambandslöndunum í verslunum hérlendis um FIMM MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI vegna niðurfellingar tolla.
Framleiðendur á landbúnaðarvörum í þeim löndum gætu því selt meira af þeim hér en áður.
Lambakjöt yrði tæpast flutt hér inn í einhverjum mæli og margir myndu ekki vilja kaupa innflutt nautakjöt, enda þótt það yrði töluvert ódýrara en það íslenska.
ÞANNIG MUN SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HALDA ÁFRAM AÐ KAUPA ÍSLENSKT NAUTA- OG SVÍNAKJÖT, KJÚKLINGA OG EGG.
Íslenski matvörumarkaðurinn er aftur á móti MJÖG LÍTILL og NÚ ÞEGAR ERU FLESTAR MATVÖRUR HÉR INNFLUTTAR.
Þar að auki myndi innflutningur hér á AÐFÖNGUM frá Evrópusambandslöndunum TIL LANDBÚNAÐAR MINNKA með auknum innflutningi á landbúnaðarvörum frá þessum löndum.
ERLEND AÐFÖNG til landbúnaðar hérlendis eru til að mynda olía, dráttarvélar, kjarnfóður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og tilbúinn áburður.
Og þar sem VIÐ ÍSLENDINGAR HÖFUM MUN MEIRI HAG AF ÞVÍ en íbúar Evrópusambandslandanna að Ísland fengi aðild að sambandinu væri HARLA EINKENNILEGT ef Evrópusambandið hefði áhuga á að greiða Íslendingum fyrir þá opinberu SKOÐUN, SEM BYGGÐ ER Á FJÖLDAMÖRGUM RÖKUM, að Ísland STÓRGRÆÐI á aðild að sambandinu.
Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 17:25
Þegar fólk les fréttir og fréttaskýringar í dagblaði fær það ekki blaðamanninn sendan heim með blaðinu til að útskýra fyrir því STAÐREYNDIR.
Það sem fram kemur í athugasemdum mínum hér er nógu skýrt fyrir fólk með fulla greind og fólk á SJÁLFT að draga ályktanir af þeim STAÐREYNDUM sem fyrir liggja.
Ég birti hér nánast DAGLEGA STAÐREYNDIR sem ekki hafa birst hér áður og STÖÐUGT bætast nýir lesendur í hópinn sem ekki hafa lesið það sem hér hefur komið fram.
Þar af leiðandi er SJÁLFSAGT að birta sömu staðreyndirnar mörgum sinnum.
Og þær STAÐREYNDIR sem ég birti hér eru fyrst og fremst ætlaðar þeim sem vilja fá meiri upplýsingar um Evrópusambandið.
Ég hef ENGAN áhuga á að taka hér þátt í kappræðum við þá sem gapa stöðugt um hvað þeim FINNST um hitt og þetta.
Auðvelt er að birta hér langan lista af nánast DAGLEGUM FULLYRÐINGUM andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu, SEM ERU BEINLÍNIS RANGAR og auðvelt að hrekja, enda vitna þeir nánast aldrei í heimildir máli sínu til stuðnings.
Þetta fólk er því tilbúið að LJÚGA að fjölskyldum sínum og allri þjóðinni, þess vegna DAGLEGA, og því greinilegt að það ber ENGA virðingu fyrir sjálfu sér, hvað þá öðru fólki.
Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 17:27
Merkilegt hvernig þú hraunar hér jafnan yfir alla andmælendur, Steini, með sífelldum og gjarnan illa viðeigandi og að hluta röngum og rangsnúnum fullyrðingum, jafnvel þegar ljóst er, að efni síðunnar er ykkur ESBéingum ekki í hag í raun.
Bara eitt smáatriði, sem þó varðar tugmilljarða króna útlitsskekkju á málflutningi þinum: "Skuldir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru aðallega í erlendri mynt og þær voru 543 milljarðar króna í árslok 2008, eða 81% meiri í íslenskum krónum en í árslok 2007 en þá voru þær 300,3 milljarðar króna, samkvæmt Tíund, fréttabréfi Ríkisskattstjóra."
En til hvers ertu að að tína til skuldastöðuna í ísl. krónum í árslok 2008, þegar ljóst er, að krónan hefur hækkað aftur í verði síðan þá gagnvart evrunni? Miðgengi evrunnar var 169,97 kr. 31.12. 2008, en ekki nema 154,20 kr. í dag.
Og hvað með það, að útgerðin skuldi? Gera það ekki allar atvinnugreinar? Það gefur öðrum löndum engan rétt yfir okkar fiskveiðilögsögu.
Jón Valur Jensson, 27.9.2010 kl. 00:24
Jón Valur Jensson,
Mér er nákvæmlega sama hvað þér FINNST hér um alla skapaða hluti!!!
Þorsteinn Briem, 27.9.2010 kl. 01:03
Miðað við gengisbreytinguna á þessum tíma frá árslokum 2008 og þegar ekki hefur verið tekið tillit til afborgana af þessum skuldum né viðbótar-vaxta, þá hefur hún lækkað úr 543 milljörðum kr. niður í 492,6 milljarða. Það er ekki nema rúml. 50 milljarða skekkjuleiðrétting sem þurfti að gera við þína uppsetningu á þessum hlutum, Steini. Hvað FINNST þér um það, væni minn?
Jón Valur Jensson, 27.9.2010 kl. 02:37
Jón Valur Jensson,
Mér er nákvæmlega sama hvað þér FINNST hér um alla skapaða hluti!!!!
Þorsteinn Briem, 27.9.2010 kl. 02:45
Aha!
Jón Valur Jensson, 27.9.2010 kl. 02:54
Jón Valur Jensson,
Mér er nákvæmlega sama hvað þér FINNST hér um alla skapaða hluti!!!!!
Þorsteinn Briem, 27.9.2010 kl. 03:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.