Leita í fréttum mbl.is

Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna: Erum á réttri leið með því að ræða aðild (að ESB, innskot ES-blogg)

Jóhannes GunnarssonNeytendasamtökin héldu þing sitt síðasta föstudag og þar er að sjálfsögðu að finna ræðu formannsins, Jóhannesar Gunnarssonar (mynd). Í ræðu sinni koma hann inn á Evrópumálin og ´sagði m.a:

,,Á þinginu fyrir tveimur árum kölluðum við ákveðið eftir því að Ísland óskaði eftir aðild að Evrópusambandinu. Það hefur nú gerst og viðræður standa yfir. Við verðum að ræða það hér á þinginu hvar hagsmunir heimilanna liggja þegar kemur að hugsanlegri aðild.

Alls kyns sjónarmið og hagsmunir munu ráða því hvort þjóðin kýs á endanum að ganga í Evrópusambandið. En ef við skoðum aðildina út frá hagsmunum almennra neytenda þykir mér ljóst að aðild mun bæta hag þeirra mjög. Með aðild munum við ná fram nokkrum mikilvægum hagsmunum íslenskra neytenda, þar á meðal að:

· Vextir munu lækka og verðtrygging neytendalána leggst af.
· Matarverð mun lækka.
· Viðskiptakostnaður lækkar.
· Netviðskipti við Evrópu verða eins og þegar verslað er á netinu innanlands.
· Samkeppni eykst því, neytendum til góða.

Náist samningar um aðild Íslands að Evrópusambandinu mun þjóðin greiða atkvæði um samninginn. Ofangreind rök hljóta að vega þar mjög þungt þótt margt fleira komi auðvitað til, til að mynda hagsmunir í sjávarútvegi og landbúnaði. En að mínu mati erum við tvímælalaust á réttri leið með því að ræða hugsanlega aðild af fullri alvöru." (Leturbreyting: ES-blogg)

Öll ræða Jóhannesar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er ekki nema von að Evrópusamtökin hampi Jóhannesi Gunnarssyni formanni Neytendasamtökin. Vegna ólýðræðislegra vinnubragða eru Neytendasamtökin hérlendis handónýt. Til þess að fella handónýtan formann þurfa menn að senda inn tilboð til stjórnar í febrúar, en kjör fer fram síðla árs. Framboðið skal tilkynna til formanns, sem metur það hvernig unnið verði úr málinu. Þetta er verra en var í gömlu Sovétríkjunum, en ekki ólíkt því sem tíðkast á sumum sviðum ESB.

Sigurður Þorsteinsson, 26.9.2010 kl. 13:51

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurður Þorsteinsson,

Hvað koma framboðsmál í Neytendasamtökunum þessu máli við??!!

Bjóddu þar fram þína eftirsóttu starfskrafta og lækkaðu STRAX vöruverð og vexti í landinu þegar þú ert orðinn formaður.

Við bíðum spennt.

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 14:30

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga á Íslandi 1940-2008

Og hér hefur áður verið töluvert
atvinnuleysi, til dæmis á síðasta áratug.

Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 14:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

HVERS VEGNA VAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN EKKI LÖNGU BÚINN FELLA HÉR NIÐUR INNFLUTNINGSTOLLA OG LÆKKA VEXTI, FYRST ÞAÐ VAR OG ER SVONA SVAKALEGA AUÐVELT?!

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir upp í 18% haustið 2008 þegar Davíð Oddsson var seðlabankastjóri
og höfðu þá verið MJÖG HÁIR undir hans stjórn í bankanum NÆSTLIÐIN ÁR VEGNA MARGRA ÁRA OFÞENSLU HÉR Í  EFNAHAGSLÍFINU!!!

OG HVERJUM VAR HÚN AÐ KENNA?!

RÆSTINGAKONUM HÉR KANNSKI?!

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 14:38

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

HÚSNÆÐISLÁN Í SVÍÞJÓÐ:

Handelsbanken - Aktuella boräntor


Stýrivextir í Svíþjóð eru nú 0,75% og verðbólgan 0,9%
en verðbólgumarkmið sænska seðlabankans er 2%.

Stýrivextir á evrusvæðinu eru 1%
en verðbólgan 1,6% og því nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu, sem er 2%.

Sveriges Riksbank


Euro area inflation estimated at 1.6%

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 14:42

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.12.2009:

"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.

"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.

Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.

"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.

Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann
."

Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 14:50

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR hér á vörur frá Evrópusambandsríkjunum FELLDIR NIÐUR en frá þeim kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

RÚV 21.6.2009: Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 14:51

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.

"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.

Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."

Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 14:52

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

FIMM MILLJARÐAR KRÓNA AF STUÐNINGI VIÐ ÍSLENSKAN LANDBÚNAÐ ERU GREIDDIR HÉR ÁRLEGA Í MATARVERÐI.

"Árin 1986-1988 nam opinber stuðningur við íslenska bændur (PSE) 75% af framleiðslu þeirra en hlutfallið lækkaði í 63% á árunum 2000-2002.

Þessum stuðningi má skipta í tvennt. Annars vegar eru bein fjárframlög frá hinu opinbera til bænda og hins vegar er framleiðslan vernduð gegn erlendri samkeppni.

Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

TÆPAN HELMING GREIÐA LANDSMENN Í MATARVERÐI en rúman helming með sköttum.


Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum EN INNFLUTNINGSBANN ER NÚ EINGÖNGU SETT Á AF HEILBRIGÐISÁSTÆÐUM.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."


Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9


Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári, 2010, eru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.

Og við þá upphæð bætist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.

Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar eru því um 11,3 milljarðar króna á þessu ári, 2010.


Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69


En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006, borið saman í evrum,
eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.

Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 14:53

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐTRYGGT 20 MILLJÓNA KRÓNA JAFNGREIÐSLULÁN TEKIÐ HJÁ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI TIL 20 ÁRA MEÐ 5% VÖXTUM, MIÐAÐ VIÐ 5% VERÐBÓLGU Á LÁNSTÍMANUM OG MÁNAÐARLEGUM AFBORGUNUM:

ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:

Lánsupphæð 20 milljónir króna.


Lántökugjald 200 þúsund krónur.

Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.

Opinber gjöld 301 þúsund krónur.

Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.


HEILDARENDURGREIÐSLA:

Afborgun 20 milljónir króna.

Vextir 11,7 milljónir króna.

VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.

Greiðslugjald 18 þúsund krónur.


SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.

Meðalgreiðslubyrði Á MÁNUÐI allan lánstímann 224 þúsund krónur.

EFTIRSTÖÐVAR BYRJA AÐ LÆKKA EFTIR 72. greiðslu, eða SEX ÁR.

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 14:55

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

ERLENDIR BANKAR Í EISTLANDI.

"
The biggest financial service providers are commercial banks. There were six commercial banks and eleven branches of foreign banks in Estonia at the end of 2008."

Þar af voru sænsku bankarnir Skandinaviska Enskilda Banken (SEB) og Swedbank með samtals 70% markaðshlutdeild.


Statistical Yearbook of Estonia 2009


Swedbank:


"We have 9.5 million private customers and 650,000 corporate customers with 362 branches in Sweden and 222 branches in the Baltic countries.

The group is also present in Copenhagen, Helsinki, Kaliningrad, Luxembourg, Marbella, Moscow, New York, Oslo, Shanghai, St. Petersburg, Ukraine and Tokyo.


In June 2010, the balance sheet amounted to SEK 1,905 billion and the number of employees totaled about 17,500."


Skandinaviska Enskilda Banken (SEB):


"
SEB är en nordeuropeisk finansiell koncern som betjänar över 400 000 företag och institutioner samt mer än fem miljoner privatpersoner.

Verksamheten omfattar främst banktjänster, men SEB har också en betydande livförsäkringsrörelse.


Fler än hälften av SEB:s cirka 20 000 medarbetare finns utanför Sverige.


I Sverige, Estland, Lettland, Litauen och Tyskland är SEB en universalbank.


SEB har också verksamhet i övriga Norden
, Polen, Ryssland och Ukraina samt på ytterligare ett tiotal platser i världen.

Även på den nya marknaden i Ukraina är SEB inriktad på att vara en universalbank."

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 15:32

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

STÓRAUKNAR ERLENDAR FJÁRFESTINGAR HÉRLENDIS MEÐ EVRU Í STAÐ KRÓNU.

Mjög líklegt er að erlend fyrirtæki fái stóraukinn áhuga á að taka hér þátt í verslun og iðnaði ef við verðum með evru
í stað íslensku krónunnar, þar sem gengi hennar hefur sveiflast gríðarlega miðað við evruna.

Eistland er lítill markaður en þar eiga erlend fyrirtæki matvöruverslanir, eistneska krónan hefur verið bundin gengi evrunnar undanfarin ár og Eistland tekur upp evru nú um áramótin.


Mikill kostnaður fylgir því einnig fyrir bæði íslensk og erlend fyrirtæki
, svo og erlenda ferðamenn hér frá evrusvæðinu, að kaupa og selja evrur fyrir íslenskar krónur.

Og íslenskir ferðamenn ferðast mikið til evrusvæðisins, auk þess sem fjölmargir Íslendingar stunda þar nám.

Næststærsta borg Eistlands, Tartu, er minni en Reykjavík og fjölmargar borgir á meginlandi Evrópu eru svipaðar að stærð og Reykjavík.

Fjarlægðin á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu er í flestum tilfellum ekkert vandamál varðandi sölu á evrópskum matvælum hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stöðugir og miklir flutningar eru á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu.

Flutningskostnaðurinn er ekki nema nokkur prósent af vöruverðinu hér og enda þótt vörur séu framleiddar hérlendis eru erlend aðföng notuð í framleiðsluna í langflestum tilfellum.


Og Bónus er hér með sama vöruverð á öllu landinu.

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 15:38

15 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Neytendasamtökin eru klíkuskapur nokkurra manna ú pólitiskum flokkum aðallega einum.Undirritaður fór á þing neytendasamtakanna í fyrra og mér blöskruðu svo vinnubrögðin að ég fór ekki nú.Félagsmenn í Neytendasamtökunum hafa ekkert með það að gera hver er í forystu fyrir þeimÁ fundinum í fyrra voru 50-60 manns.Aldrei hefur mátt ljá máls á því af hendi klíkunnar að stjórnarkosning færi fram skriflega og öllum félagsmönnum yrði gefinn kostur á að kjósa.Síðan kemur Jóhannes og þykist hafa umboð til að mæla með inngöngu í ESB, kosinn af kannski 40 hræðum, af tugþúsundum sem eru í Neytendsamtökunum og eru honum ósammála en er meinaður kosningaréttur um hvort styðja eigi aðild.Hann á að skammast sín.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 26.9.2010 kl. 15:41

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lög Neytendasamtakanna:

"11. gr.

Stjórn Neytendasamtakanna er skipuð 21 stjórnarmanni.

FORMAÐUR ER KJÖRINN SÉRSTAKLEGA Í ALMENNRI KOSNINGU ALLRA FÉLAGA SAMTAKANNA en aðrir stjórnarmenn á þingi samtakanna.
"

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 16:25

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Formaðurinn hefur ekki verið kosinn í almennri kosningu.Ég hef verið í Neytendasamtökunum í mörg ár og mér hefur aldrei staðið til boða að kjósa formanninn.Ég fæ sent reglulega Neytendablaðið og er fullkunnugt um starfsemi samtakanna og lög sem ég tel að sé verri en enginn.Enda tekur enginn mark á þeim.ég mun ganga úr þessum mishepnuðu samtökum sem er haldið uppi af ríkinu til að borga formanninunum laun ásamt fleirum.En ég er víst búinn að borga árgjaldið það var tekið út af kreditkorti.Nei við áróðri manns sem hefur aðeins umboð frá litlum hluta félagsmanna Neytendasamtakanna.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 26.9.2010 kl. 17:28

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Lög Neytendasamtakanna eru að sjálfsögðu í fullu gildi og þar er FORMAÐURINN "KJÖRINN SÉRSTAKLEGA Í ALMENNRI KOSNINGU
ALLRA FÉLAGA SAMTAKANNA".

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband