Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Stephensen um "Siðlausar aðréttur" (ESB er stórhættulegt, bændum gæti líkað það!)

Ólafur StephensenÓlafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, skrifar skotheldan leiðara í blaðið s.l. laugardag um bændaforystuna og ESB. Ólafur skrifar:

,,Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, skrifar skeleggan leiðara í Bændablaðið, þar sem hann afþakkar fyrir hönd bænda hvers konar styrki sem Evrópusambandið býður upp á vegna aðildarviðræðna Íslands við sambandið. „Bændasamtökin hafa verið hvött til að leita eftir slíkum fjármunum til ýmissa verkefna. Þeir gætu bæði haft áhrif á afstöðu bænda og undirbúið okkur fyrir aðild. Taka skal fram að Bændasamtökin hafa ekki í hyggju að leita eftir né þiggja slíkar aðréttur," skrifar Haraldur. "Algjörlega er siðlaust af íslenskum stjórnvöldum að þiggja slíka fjármuni frá ESB áður en þjóðin gerir upp hug sinn til aðildar."

Þetta er skarplega athugað hjá Haraldi. Auðvitað er auðvelt að kaupa bændur til að styðja ESB-aðild og torvelda þeim að mynda sér sjálfstæða skoðun. Þeir gera rétt í að hafna slíkum "aðréttum".

Haraldur skilgreinir vandann hins vegar ekki nógu vítt. Á undanförnum sautján árum, eða frá því að Ísland gerðist aðili að EES-samningnum, hafa milljarðar á milljarða ofan runnið til Íslands úr sjóðum Evrópusambandsins, mest í tengslum við alls konar samstarfsáætlanir sem Ísland er aðili að. Þar hefur landbúnaðurinn fengið drjúgan skerf.

Sem dæmi má nefna glænýtt verkefni þar sem Þróunarfélag Austurlands og fleiri samtök í landshlutanum fá 30 milljóna króna styrk frá ESB til að byggja upp atvinnu á sviði vöruhönnunar og handverks í fjórðungnum. Markmiðið er meðal annars að vinna betur úr íslenzku ullinni, skógarafurðum og hreindýraleðri. Þetta gæti verið varasamt, enda bændur þátttakendur í öllu saman.

Í gegnum rannsóknaáætlanir ESB hafa rannsókna- og þjónustustofnanir landbúnaðarins fengið tugi eða hundruð milljóna til verkefna, sem nýtast landbúnaðinum. Einhverjir þátttakendur í þessum verkefnum gætu hafa orðið hlynntir ESB-aðild.

Sama má segja um verkefnið „Sheep skills", sem Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri stýrir og styrkt er af ESB. Það gengur meðal annars út á þjálfun smala með þátttöku danskra, þýzkra og tyrkneskra samstarfsaðila. Það er alveg afleitt ef Evrópusinnaðir smalar hafa verið á ferð í göngum og réttum að undanförnu." (Feitletrun: ES-blogg)

Allur leiðarinn

Einnig á www.evropa.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, sjálfstætt hugsandi íslenzkum bændum, sem vilja ekki verða part-time býrókratar eða blýantsnagarar og skýrsluhöfundar dag hvern fyrir Evrópubandalagið, gæti aldrei líkað við innlimun okkar í það bandalag – því megið þið treysta!

Jón Valur Jensson, 27.9.2010 kl. 16:38

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það lýsir nú fákunnáttu um nútíma bændur og þeirra starf á íslandi í dag, að halda að engar skýrslur eða skriffinska sé í kringum þá.  Þetta er allt fyrir löngu komið í þann farveg og mest allt í þrí og fjórriti.  Þeir mega varla fara undir bæjarvegg að pissa án þess að gera skýrslu um það og fá tilheyrandi leyfi - annars fylgja jafnvel afleiðingar svo sem skertar beingreislur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.9.2010 kl. 16:54

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eigandi Fréttablaðsins hefur mikilla hagsmuna að gæta Evrópu.Eiginmaður hennar er í miðjum hrunadansi Íslands í löndum ESB.Skoða verður skrif Fréttablaðsins með hliðsjón af því.En að sjálfsögðu eigum við að segja upp samningnum um EES.Hann var gerður af hálfu ESB til þess að ná tökum á EES löndunum, þar á meðal smámútupeningar sem engu máli skipta.Burt með EES og tvíhliðasamning við ESB á sömu nótum og Sviss .Strax.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 27.9.2010 kl. 18:25

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera gerum tvíhliðasamning.

Sigurgeir Jónsson, 27.9.2010 kl. 20:07

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Við skulum koma okkur út í moldarkofunum og inn í nútímann. Ísland er orðið virkt í alþjóðasamfélaginu og er í viðskiptum við umheiminn nær og fjær. Auðvitað erum við að fá styrki til ýmissa verkefna frá ESB gegnum EES samninginn og til þess er hann. Það er algjör barnaskapur hjá bændum að halda að þeir séu undanþegnir því að skipta við önnur lönd. Hvort viðskiptin eru við lönd innan ESB eða ekki, hverju skiptir það.

Mér þykir nokkuð víst að fólkið í dreifbýlinu muni við  inngöngu í ESB, fá verulega aukinn stuðning til margskonar verkefna sem skapa munu fjölda starfa. Og fólk í dreifbýli er ekki bara bændur og það er raunar liðin tíð að öll tilveran í dreifbýlinu snúist um bændur.

Þetta er ekki sagt af neinni andúð á bændum, heldur þeirri staðreynd að þjóðfélagið okkar er orðið svo fjölbreytt og þróað.

Fyrir 130 árum, um 1880 vorum við um 70 þúsund sem drógum fram lífið á þessari afskekktu eyju. Nær allir bjuggu við sjálfsþurftarbúskap um allt land. Öll kot voru setin og margir komir á vergang. Landflótti var brostinn á og flutningar til Kanada hafnir. 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.9.2010 kl. 20:32

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sviss hafnaði EES samningnum og samdi tvíhliða við ESB.Engum dettur í hug að segja að Sviss sé með einangrunarstefnu.Reyndar er það svo að í engu landi eru eins margar fjölþjóðlegar stofnanir og í Sviss.Að halda því fram að það sé einangrunarhyggja að gera tvíhliða samning við ESB eins Sviss  gerði er molbúahugsunsrháttur sem kemur beint úr moldarkofa.Í Sviss er landbúnaður í hávegum hafður líka  þær landbúnaðarvörur sem bændur selja beint og ferðamenn sem koma til Íslands sækjast í auknum mæli eftir afurðum sem Íslenskir bændur selja sjálfir.Landbúnaður í Sviss lifir góðu lífi án afskipta ESB.það getur íslenskur landbúnaður líka gert.Nei við ESB.  

Sigurgeir Jónsson, 27.9.2010 kl. 20:55

7 identicon

Erum við ekki orðin eign einhverra fyrir löngu ,við sauðsvartur. Eign forréttindahópa sem fæddust inn í fjársterkar fjölskyldur og halda að þá séu þá sjálfvalinn sem aðall þessa lands. Eiga ekki orðið foréttindahópar ,fiskveiðiauðinn og stjórna því að venjulegur almuginn þarf að borga morðfjár fyrir ýsukríli út úr búð. Eru ekki fjársterkir búnir að kaupa upp íslenskar jarðir um alla koppagrundir og þvingað bændur til að hætta búskap.Þessi sami hópur hatar allt sem heitir að deila,kann bara að drottna. Þetta kallast á íslensku máli þröngsýni,en þessu fólki finnst samt sjálfsagt að Evrópa sé tilbúin þegar að þeim hentar að heimsækja hana nú eða að koma fiskikrílunum "okkar" á markað.Ég er ekki vel að mér í reglubatteríi en heilbrigð skynsemi segir mér eitt. Við getum ekki haft það meira skítt þótt við gerðums aðilar í ESB.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 20:59

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Íslenskur landbúnaður á framtíð fyrir sér og engin spurning er að með hlýnun jarðar verður hægt að auka hér kornrækt og svo til allan landbúnað á næstu árum.Spár um verðþróun á landbúnaðarvörum ganga allar út á að verð á þeim muni hækka.Hreinar aukaefnalausar landbúnaðarvörur eru aðalsmerki íslensks landbúnaðar.Því miður er það svo að suma verstu óvini dreyfbýlisins er að finna í dreyfbýlinu.Eitt skemt epli er einu skemdu epli of mikið.Ef af inngöngu Íslands í ESB verður, þá verður íslenskum bændum borgað fyrir að framleiða ekki.Þar með er búið að slá framþróun og stækkun íslensks landbúnaðar út af borðinu um alla framtíð.Nei við ESB 

Sigurgeir Jónsson, 27.9.2010 kl. 21:06

9 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@Sigurgeir J.: ,,Landbúnaður í Sviss lifir góðu lífi án afskipta ESB.það getur íslenskur landbúnaður líka gert.Nei við ESB. "

Ok, hvernig myndi þá fara fyrir íslenskum landúnaði ef 10.000 milljónir væru teknar af landbúnaðinum á hverju ári?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 27.9.2010 kl. 21:58

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigurgeir, Hluti af tvíhliðasamningum Sviss nær einnig til landbúnaðarmála. Þannig að fullyrðing þín er röng.

Þú getur fræðst um samskipti Sviss og ESB hérna og hérna (wiki).

Jón Frímann Jónsson, 27.9.2010 kl. 22:44

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

@ Ómar Bjarki Kristjánsson (kl. 16:54)

Ég veit vel, að bændur þurfa að sinna skýrslugerð. En annaðhvort ertu þér gersamlega ómeðvitaður um þá þenslubyltingu, sem varð í Finnlandi við innlimun þess lands í EU/ESB í þessum skýrsluframleiðslu-efnum, ellegar þú hyggur þig geta leynt þeim staðreyndum. Hvort ertu svona fáfróður eða blekkjandi lesendur?

Jón Valur Jensson, 27.9.2010 kl. 23:12

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hvað eruð þið í Evrópusamtökunum að býsnast yfir því, að íslenzkur landbúnaður fái 10 milljarða á ári í uppbætur og styrki? Eru það ekki ykkar ær og kýr að vilja troða okkur í þetta ofvaxna bandalag*, sem hefur þó haldið uppi gríðarmiklu styrkjakerfi í landbúnaði og er alræmt fyrir það (m.a. hjá sykurframleiðsluþjóðum utan bandalagsins, af því að Brusselkarlarnir skekkja svo samkeppnisstöðuna)? En eftir að stofnþjóðirnar höfðu gert sér mikinn mat úr þessu viðamikla styrkjakerfi (einkum Frakkar, Spánverjar og Ítalir), voru styrkirnir reyndar helmingaðir (nefnilega alltaf hægt að slátra slíku eins og öllu öðru gotteríi sem Esb býður tímabundið, meðan það hentar því að lokka þjóðir inn), og þessi helmingun átti sér stað þegar austantjaldsþjóðirnar fóru að sækja um, þótt sízt væri minni þörfin hjá þeim fyrir stuðningsstyrki.

Þeir ESBéingar, sem HNEYKSLAST á styrkjum íslenzka ríkisins til landbúnaðar hér á landi, væru hins vegar alveg til í að láta okkur, sem ESB-þjóð, borga slíka styrki (70% af norðurslóðastyrkjum til "harðbýlla svæða" = alls Íslands!) og myndu eflaust bugta sig og beygja fyrir þeim 30% sem kæmu þá frá Brussel -- af því að þau kæmu frá Brussel.

* Bandalag sem vill þó sífellt stækka meira og ætlar sér ekkert minna en ALLA EVRÓPU.

Jón Valur Jensson, 27.9.2010 kl. 23:35

13 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Það sem núverandi kerfi hefur af okkur neytendum er   FRJÁLST VAL

Guðjón Eiríksson, 28.9.2010 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband