Leita í fréttum mbl.is

Anna Margrét í Bændablaðinu: Hvetur bændur til víðsýni

Anna Margrét GuðjónsdóttirNýtt eintak af Bændablaðinu kom út síðastliðinn fimmtudag, fullt af efni til að sannfæra íslenska bændur um að breyta nú engu, ekki ganga í ESB og svo framvegis. HALDA ÓBREYTTU ÁSTANDI.

Undantekningin frá því er grein sem Anna Margrét Guðjónsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, skrifar. Í greininni bendir hún m.a. á þá staðreynd að íslenskt landbúnaðarkerfi mun á komandi árum ganga í gegnum miklar breytingar, og það ÁN ESB! Hún segir að það sé alþjóðleg þróun að t.d. framleiðslustyrkir minnki.

Hægt er að les greinina hér, en fletta þarf fram til bls. 8 í PDF-skjalinu

Einnig má lesa greinina á vef Evrópusamtakanna, en samtökunum finnst það mjög jákvætt þegar komur tjá sig um Evrópumál, því ESB-málið snertir þær að sjálfsögðu til jafns við karlmenn.

Hvetjum við fleiri konur til að láta í sér heyra! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:

Landbúnaðarmál:


"Er því mikilvægt að leita allra leiða til að búa svo um hnúta að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað, þótt ljóst sé að ákveðin breyting í uppbyggingu styrkjakerfisins muni eiga sér stað með aðild að sambandinu.

Fram kom að þróun landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins hefur verið með þeim hætti að eiginleg framleiðslustýring hefur verið lögð af í formi kvótasetningar og MJÓLKURKVÓTI VERÐUR AFNUMINN FRÁ ÁRINU 2013.

Því er ekki lengur um að ræða framleiðslutengda styrki til bænda.

Þess í stað er þeim tryggð ákveðin lágmarksafkoma í formi BEINGREIÐSLNA sem byggð er á sögulegri framleiðslu.


Tiltekið svigrúm er þó fyrir FRAMLEIÐSLUTENGDA STYRKI NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU [OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN HENNAR]
.

Meirihlutinn telur einnig mikilvægt að hagsmunir vistvænnar og lífrænnar landbúnaðarframleiðslu verði hafðir að leiðarljósi í samningsferlinu."

"Meirihlutinn telur eðlilegt að horft verði til þess hvort skynsamlegt geti verið að fara fram á TAKMARKANIR á rétti þeirra sem ekki hafa lögheimili og fasta búsetu á landinu TIL AÐ EIGNAST FASTEIGNIR HÉR á landi með tilliti til þess að viðhalda búsetu í sveitum.

Bendir meirihlutinn hvað þetta varðar meðal annars á samsvarandi SÉRREGLUR MÖLTU OG DANMERKUR.
"

"FORDÆMI þau sem sköpuð hafa verið í AÐILDARSAMNINGUM RÍKJA eins og FINNLANDS munu án efa verða mikill styrkur fyrir Ísland, þar sem ástæða er til að ætla að meðal annars verði unnt að SKILGREINA ALLT LANDIÐ sem svæði norðurslóðalandbúnaðar og SEM HARÐBÝLT SVÆÐI.

Það gæti skapað grundvöll til að styrkja íslenskan landbúnað, til dæmis með FRAMLEIÐSLUTENGDUM STYRKJUM
, UMFRAM það sem ALMENNAR REGLUR Evrópusambandsins kveða á um og á það skal leggja þunga áherslu.

Á sama hátt telur meirihlutinn ríka ástæðu til að kannað verði til hlítar hvort SÉRÁKVÆÐI Rómarsáttmálans um eyjar og héruð sem eru Í MIKILLI FJARLÆGÐ FRÁ MEGINLANDI EVRÓPU geti átt við um stöðu Íslands."

"Ísland hefur til þessa samkvæmt EES-samningnum verið UNDANÞEGIÐ VIÐSKIPTUM MEÐ LIFANDI DÝR. Undanþágan var tímabundin til ársins 2000 en búið er að ganga frá því í tengslum við matvælalöggjöfinaUNDANÞÁGAN ER NÚ VARANLEG innan EES-samningsins."

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 21:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG Í EVRÓPUSAMBANDINU.

RÚMLEGA ÞRIÐJUNGI af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, verður varið til BYGGÐAMÁLA á tímabilinu 2007-2013.

Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.

Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.

Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.

Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.

Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

• Aðlögun flotans.

• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

• Veiðistjórnun og öryggismál.

• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.


Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 21:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Býlum hér mun ÁFRAM fækka og þau munu stækka enn frekar, eins og í Finnlandi.

Sauðfjárbúum HEFUR FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR.

Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36


"Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita SÉRSTAKA STYRKI VEGNA LANDBÚNAÐAR á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.

Sú lausn felur í sér að þeir mega SJÁLFIR STYRKJA LANDBÚNAÐ sinn sem nemur 35% UMFRAM ÖNNUR AÐILDARLÖND ["nordisk bistand", OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU]."

"LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK, ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR EVRÓPUSAMBANDSINS."

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 22:00

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna, en tæplega helmingur allra útgjalda sambandsins fer til landbúnaðarmála.

Sænskir bændur og Evrópusambandið


Árið 2008 störfuðu 2,5% vinnuaflsins hér við landbúnað, sem var þá 1,4% af landsframleiðslunni.

Meðalaldur búfjáreigenda hérlendis er 54 ár og margir þeirra eru með mjög lítil sauðfjárbú, þannig að þeir vinna einnig utan búanna, sem verða sumarbústaðir þegar þeir bregða búi.

Fastur kostnaður
meðalsauðfjárbús árið 2008 var 249 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum launum eigendanna.

Þá voru hér 1.318 sauðfjárbú, þar af 1.083, eða 82%, með færri en 400 ærgildi. Blönduð bú voru 138 og kúabú 581.

Neysla á kindakjöti á öðrum Norðurlöndum er mjög lítil og engin ástæða til að reikna hér með innflutningi á kindakjöti í einhverjum mæli, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Héðan voru fluttar út landbúnaðarvörur fyrir átta milljarða króna í fyrra og þar af 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.


Við flytjum út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum á ári, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.

Í fyrra voru flutt hér út 1.589 lifandi hross og þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

En hérlendis eru einungis um tíu svínabú.

Hagtölur landbúnaðarins 2010

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 22:02

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:

"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."

"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.

Sænskir bændur eru bjartsýnir
og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.

ÚTFLUTNINGURINN ER MIKLU MEIRI NÚ EN ÞÁ.

SÉRSTAKLEGA ER ÞÓ ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTIÐ MEIRA EN ÞAÐ VAR.


Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af fullunnum búvörum.

ÚTFLUTNINGURINN HEFUR MEÐ ÖÐRUM ORÐUM AUKIST HRÖÐUM SKREFUM OG MIKLU HRAÐAR EN INNFLUTNINGUR Á LANDBÚNAÐARVÖRUM."

Sænskir bændur og Evrópusambandið


"Lantbrukarnas Riksförbund (LRF) är en opolitisk intresse- och företagarorganisation för människor och företag inom de gröna näringarna.

LRFs nästan 169 000 medlemmar driver tillsammans 90 000 företag och de gröna näringarna står för 9 procent av Sveriges BNP.

LRF ska medverka till utveckling av företag och företagare med jord, skog, trädgård och landsbygdens miljö, så att de kan förverkliga sina ambitioner om tillväxt, lönsamhet och attraktionskraft.

Läs mer om de gröna näringarna och deras betydelse för samhällsekonomin och en hållbar utveckling.


Lantbrukarnas Riksförbund

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 22:03

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Af íslenskum LANDBÚNAÐARVÖRUM, sem seldar eru til annarra landa fyrir ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI, fer meirihlutinn til Evrópusambandslandanna.

Og við aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði tollur af þeim felldur niður.


ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA EINNIG AÐ KAUPA MATVÖRUR.


Mest af þeim kemur frá Evrópusambandslöndunum og tollur af matvörum frá þeim löndum félli hér einnig niður við aðild Íslands að sambandinu.

ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA AÐ TAKA LÁN EINS OG AÐRIR ÍSLENDINGAR.


En þegar íslenskar búvörur hækka hér í verði hækka einnig lánin sem íslenskir bændur hafa tekið vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs.

Við aðild Íslands að Evrópusambandinu FÉLLI VERÐTRYGGING HÉR NIÐUR.

EN SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HELDUR ÞVÍ FRAM AÐ GJALDÞROTA ÍSLENSKIR BÆNDUR OG HEIMILI SÉU SJÁLFSTÆÐ.

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 22:04

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

4.8.2010:

"Arion-banki sem átti tvö af stærstu svínabúum landsins eftir gjaldþrot þeirra hefur selt þau Stjörnugrís, stærsta svínaræktanda landsins.

Á meðan bankinn rak svínabúin þurfti hann að greiða á annað hundrað krónur með hverju kílói af kjöti frá búunum.


Formaður Svínaræktarfélags Íslands segir að STAÐA SVÍNABÆNDA HAFI SJALDAN EÐA ALDREI VERIÐ EINS ALVARLEG OG NÚ, þar sem framboð af svínakjöti sé miklu meira en eftirspurn.

Í DAG ERU REKIN UM TÍU SVÍNABÚ Í LANDINU
með um fjögur þúsund gyltum."

Arion-banki selur svínabú

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 22:08

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

KJÚKLINGARÆKT HÉRLENDIS - RANNSÓKNARSKÝRSLA ALÞINGIS.

"Þróunin í átt að stórbúum hófst fyrr í kjúklingarækt en svínarækt en um aldamótin stefndu Brautarholtsfeðgar að því að ná undir sig bróðurpartinum af kjúklingamarkaðnum.

Þeir höfðu keypt hlut í Móabúinu 1985. Þá var búið með aðeins 8% markaðshlutdeild en hóf þegar stórfelldar fjárfestingar og árið 2000 var það komið í þriðjungs markaðshlutdeild.

Helsti samkeppnisaðili Móabúsins var Reykjagarður sem lengst af var stærsti framleiðandinn.

Árið 2001 keypti Fóðurblandan, sem þá var í eigu GB Fóðurs, Reykjagarð en seldi hann svo til Búnaðarbankans sem hugðist sameina Reykjagarð Móabúinu.

Brautarholtsfeðgar voru þá orðnir mjög umsvifamiklir, áttu annað stærsta svínabú landsins, annað stærsta eggjabú landsins og annað stærsta kjúklingabú landsins og voru með mikil umsvif í kjötvinnslu.


Með sameiningu Móabúsins og Reykjagarðs hefðu Brautarholtsfeðgar verið komnir með nærri 70% markaðshlutdeild á kjúklingamarkaði. Samkeppnisyfirvöld lögðust gegn sameiningunni.

Útþensla Brautarholtsfeðga var fjármögnuð með lánsfé en skuldir þeirra voru fimm milljarðar í árslok 2002.

Sumar fjárfestingar þeirra þóttu misráðnar og þeir sagðir tilbúnir að borga óhóflega hátt verð fyrir þau fyrirtæki sem þeir keyptu en kaupverðið á bæði Nesbúinu og Síld og fiski þótti óeðlilega hátt og vandséð hvernig rekstur fyrirtækjanna átti að geta staðið
undir afborgunum af lánum sem Brautarholtsfeðgar tóku til að fjármagna kaupin.

Í júlí 2001 tóku Brautarholtsfeðgar í notkun stórt og öflugt sláturhús og kjötvinnslu fyrir Móa í Mosfellsbæ. Fasteignafélagið Landsafl, sem var í eigu Landsbankans, EFA og Íslenskra aðalverktaka, átti húsið og leigði Móabúinu.

Framleiðslugeta hússins var slík að það hefði getað annað allri kjúklingaframleiðslu landsins og því nauðsynlegt fyrir Móa að stórauka framleiðslu sína til að nýta fjárfestinguna.

Um skeið lét Reykjagarður slátra í kjötvinnslu Móa í Mosfellsbæ
en haustið 2002, eftir að slitnaði upp úr samvinnu búanna, ákvað Móabúið að auka framleiðslu sína. Í kjölfarið sigldi verðstríð á kjúklingamarkaði.

Tap var á rekstri Reykjagarðs á meðan Búnaðarbankinn átti búið. Tap á árinu 2001 nam 313 milljónum en árið áður nam tapið 71 milljón.


Um áramótin 2001-2002 var eigið fé Reykjagarðs neikvætt um 146 milljónir króna en árið 2000 hafði það verið jákvætt um 72 milljónir króna. Rekstur annarra stórra kjúklingabúa gekk sömuleiðis illa.

Tap Móa á árinu 2001 var 241 milljón og eigið fé neikvætt í lok ársins um 244 milljónir. Íslandsfugl á Dalvík tapaði líka miklu - 54 milljónum en eigið fé var þó jákvætt.

Ísfugl var eina fyrirtækið sem var rekið með hagnaði og var hagnaðurinn 14,2 milljónir króna. Ísfugl hafði farið hvað rólegast í fjárfestingar.

Afleiðing verðstríðsins og offjárfestinga var sú að bæði Móabúið og Reykjagarður voru nálægt gjaldþroti árið 2002.

Haustið 2003 keypti Sláturfélag Suðurlands Reykjagarð af Búnaðarbankanum og Matfugl eignaðist þrotabú Móa, sem var úrskurðað gjaldþrota í nóvember 2003.

Offjárfesting í kjúklingarækt
þýddi að offramboð var á kjöti.

Verðstríð kjúklingaframleiðenda kom einnig niður á svínakjötsframleiðslu.

Árið 2002 hættu tíu svínabú rekstri og árið 2003 voru aðeins 17 bú starfandi. Mörg búanna voru þó tengd og því voru í raun
ekki nema 10 sjálfstæðir framleiðendur árið 2004.
"

Rannsóknarskýrsla Alþingis - Viðauki 5, bls. 91-92

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 22:08

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Neysla á kindakjöti á öðrum Norðurlöndum er mjög lítil og engin ástæða til að reikna hér með innflutningi á kindakjöti í einhverjum mæli, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Og Sjálfstæðisflokkurinn myndi kaupa hér áfram íslenskt nautakjöt, enda þótt það yrði dýrara en innflutt.

Þar að auki yrði tæpast mikið flutt hér inn af mjólk. Of dýrt yrði að flytja mjólkina hingað með flugvélum, þannig að flytja þyrfti hana hingað til Íslands langa leið með skipum og mjólk hefur ekki mikið geymsluþol.


Innflutningur á svínakjöti, kjúklingum og eggjum gæti hins vegar orðið töluverður en hér eru einungis um tíu svínabú, kjúklinga- og eggjaframleiðendur og hörmungarsaga þeirra undanfarin ár er rakin hér að ofan.

Eitt svínabú í Danmörku gæti nú annað allri eftirspurn okkar Íslendinga eftir svínakjöti.

Héðan voru fluttar út landbúnaðarvörur fyrir átta milljarða króna í fyrra og þar af 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.


Við flytjum út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum á ári, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.

Í fyrra voru flutt hér út 1.589 lifandi hross og þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Hagtölur landbúnaðarins 2010

Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 22:10

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Íslenskir bændur hafna aðild að ESB.Það gera 70% Íslendinga samkvæmt skoðanakönnunum.Íslenskir bændur hafa farið í gegnum kosti og galla ESB aðildar og komist að þessari niðurstöðu.Framtíð íslensks landbúnaðar fellst í heiminum öllum ekki einokunartilburðum ESB.Sala á íslenskum landbúnaðarafurðum er stöðugt að aukast erlendis og árið 2009 fékkst hærra verð fyrir lambakjöt á markaði erlandis en innanlands.Með ESB aðild mun framtíð íslensks landbúnaðar frjósa.Ísland er landmikið og með hlýnun jarða er hægt að auka framleiðslu landbúnaðarvara hér.Íslensk landbúnaðarafurð er í sérflokki hvað varðar gæði og hreinleika.Með aðild að ESBríkinu þar sem allar landbúnaðarafurðir í ESB ríkjunum verða seldar undir merkjum ESB, mun íslensk landbúnaðarafurð missa sérstöðu sína og verða hluti af landbúnaðarafurðum ESB, þar sem aukaefni eru allsráðandi.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 27.9.2010 kl. 08:35

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera hlýnun jarðar.

Sigurgeir Jónsson, 27.9.2010 kl. 08:38

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Héðan voru fluttar út landbúnaðarvörur fyrir átta milljarða króna í fyrra og þar af 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Við flytjum út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum á ári, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.

Í fyrra voru flutt hér út 1.589 lifandi hross og þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

En hérlendis eru einungis um tíu svínabú.

Hagtölur landbúnaðarins 2010

Þorsteinn Briem, 27.9.2010 kl. 08:50

15 identicon

Það verður að koma í ljós hvort bændur hafna aðild. Útkoma í skoðanakönnunum er breytileg og alltaf háð óvissu. Þær koma ekki í staðinn fyrir kosningar. Íslenska landbúnaðarkerfið er mjög dýrt en mjög margir bændur eru ekki ofsælir af sínum kjörum. Tollverndin sem íslenskar landbúnaðarvörur njóta er afar mikil. Erlendar vörur eru gerðar það dýrar að útilokað er að kaupa þær. Þetta á t.d. við um osta. Rétt er að halda því til haga að auðvitað flytur landið inn mjög mikið af landbúnaðarvörum eða sem svarar helming af næringarþörf. Beingreiðslur til bænda eru með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Það hefur lengi verið ljóst að hluti þeirra 3000 býla sem rekin eru í landinu eru ekki hagkvæmar rekstrareiningar. Á hverju býli eru gífurlegar fjárfestingar sem einfaldlega geta ekki skilað sér nema vegna mikils stuðnings hins opinbera og of háu verði afurða. með ESB aðild fengi íslenskur landbúnaður tollfrjálsan aðgang að risastórum markaði. Hvernig getur það verið að frjósa í hel? landbúnaður og styrkir við hann eru mikilvægur þáttur í samningum á vegum WTO-Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Ísland er aðili að þessum samningum sem hafa haft og munu hafa mikil áhrif á landbúnað hér. Bændasamtökin eru mjög öflug, þau njóta ríkisstyrkja og þau eru að mörgu leyti ígildi ráðuneytis. Það er afar óeðlilegt að þau séu notuð í einhliða áróðri gegn ESB.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 09:06

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalaldur búfjáreigenda hérlendis er 54 ár og margir þeirra eru með mjög lítil sauðfjárbú, þannig að ÞEIR VINNA EINNIG UTAN BÚANNA, sem verða sumarbústaðir þegar þeir bregða búi.

Fastur kostnaður
meðalsauðfjárbús árið 2008 var 249 þúsund krónur á mánuði AÐ MEÐTÖLDUM LAUNUM EIGENDANNA.

Þá voru hér 1.318 sauðfjárbú, þar af 1.083, eða 82%, með færri en 400 ærgildi.

Blönduð bú voru 138 og kúabú 581.

Hagtölur landbúnaðarins 2010

Þorsteinn Briem, 27.9.2010 kl. 09:17

18 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Bóndi er bústólpi.Bú er landstólpi.Íslenskir bændur hafa komist að þeirri niðurstöðu,eftir að hafa skoðað allt varðandi aðild að ESB, og með framtíðarhagsmuni Íslands í huga að hag Ílands í nútíð og ekki síður framtíð sé best borgið utan ESB. 70% íslendinga er þeim sammála.

Sigurgeir Jónsson, 27.9.2010 kl. 10:29

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

SKOÐANAKANNANIR.

"24. October 2005

Least corruption in Iceland


Iceland ranks #1 of 159 countries
included in the Transparency International Corruption Perceptions Index 2005. Iceland's CPI 2005 score of 9.7 and CPI 2004 score of 9.5 is the top score overall."

News - Least corruption in Iceland

Þorsteinn Briem, 27.9.2010 kl. 10:55

20 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Árangursríkasta leið til þess að fá bloggara til þess að lesa ekki athugasemdir er að skrifa margar athugasemdir við innleggi. Ef þetta er gert ítrekað er hægt að eyðileggja bloggsíður.  Slíkir eru stundum kallaðir blogghryðjuverkamenn. Steini Briem er einn slíkur og hann vill þar með eyðileggja fyrir Evrópusamtökunum. Þrátt fyrir að ég sé ekki sammála forráðamönnum Evrópusamtakanna finnst mér framganga Steina vera honum til vansa.

Sigurður Þorsteinsson, 27.9.2010 kl. 11:02

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

SKOÐANAKANNANIR.

Í alþingiskosningunum 25. apríl í fyrra fengu Vinstri grænir um 20% færri atkvæði í kosningunum en skoðanakönnun Capacent Gallup á fylgi flokkanna sýndi í sama mánuði og kosningarnar voru haldnar.

Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar um 40% fleiri atkvæði í kosningunum og Borgarahreyfingin um 140% fleiri atkvæði en skoðanakönnunin sýndi.

Þar af leiðandi er ÚTILOKAÐ að einhver geti núna FULLYRT hvort samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður samþykktur hér í þjóðaratkvæðagreiðslu EFTIR TVÖ ÁR.

Kosningar til Alþingis 25.4.2009


Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna í mars

Þorsteinn Briem, 27.9.2010 kl. 11:06

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurður Þorsteinsson,

Lestur á þessu bloggi hefur STÓRAUKIST eftir að ég byrjaði að birta hér STAÐREYNDIR um aðild Íslands að Evrópusambandinu og fjöldi fólks hefur þakkað fyrir þær, meðal annars í athugasemdum hér, EINS OG DÆMIN SANNA.

Andstæðingar aðildarinnar, þar á meðal þú og Sigurgeir Jónsson, birtið hér hins vegar STÖÐUGAN ÞVÆTTING og vitnið nær ALDREI í heimildir máli ykkar til stuðnings.

Ef einhver hefur hins vegar EKKI áhuga á að lesa mínar athugasemdir hér er viðkomandi það í lófa lagið, rétt eins og ENGINN les allar fréttir í dagblaði.

Birting STAÐREYNDA í dagblöðum er EKKI "hryðjuverkastarfsemi".

EN AÐ SJÁLFSÖGÐU KALLIÐ ÞIÐ ALLAR STAÐREYNDIR HRYÐJUVERK!!!

Þorsteinn Briem, 27.9.2010 kl. 11:36

23 identicon

Áfram Steini:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 12:35

24 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Tek undir með Rögnu, veit hins vegar áhrifn á þessari tegund af bloggi. Stuðningur við inngöngu í ESB verður kominn undir 20% innan 6 mánuða. Þá verður Steina þakkað.

Sigurður Þorsteinsson, 27.9.2010 kl. 12:45

25 identicon

Þar er ég ekki sammála þér Sigurður því að margir vinir mínir eru að lesa síðuna. Þeir hafa haft á orði að menn eins og Steini sem koma fram með staðreyndir vekji einmitt fólk til umhugsunar um ESB. Það er fullt af fólki sem kann ekki að nota netið sér til upplýsinga. Þá á ég bæði við um kosti ESB og galla. Steini er flottur.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 13:04

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Upp'á þaki oft í stuði,
allt gotterí kom frá Guði,
lagði saman tvo og tvo,
túkallana þurfti að þvo.

Þorsteinn Briem, 27.9.2010 kl. 13:54

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gaupnir vestra góndi,
grænn og vinstri bóndi,
rauðar átti rollur tvær,
riðuveikar báðar þær.

Þorsteinn Briem, 27.9.2010 kl. 14:19

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einum kennt og öðrum bent,
undir hundrað fór prósent,
allt er mér nú um það kennt,
aumur Siggi datt í tvennt.

Þorsteinn Briem, 27.9.2010 kl. 15:00

29 identicon

3 í einu.I like this

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 15:07

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Farinn í spásséritúr niður að höfn, elskurnar mínar.

Þorsteinn Briem, 27.9.2010 kl. 15:10

31 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

steini br.Þær "staðreyndir" sem þú segist vera að birta eru ekkert nýtt, hvorki fyrir mér né öðrum.Og örugglega ekki fyrir Bændasamtökum Íslands. Þess vegna fynst mér ágætt að þú étir þetta upp eins og þú gerir og helst sem oftast.Og það mun örugglega verða til þess að sem flestir sjá að við eigum ekkert erindi í ESB, það muni skaða hagsmuni okkar í nútíð og framtíð.Og komdu nú með sama uppétningin og þú  hefur verið með og hafðu hann nógu langan.Þú mátt gjarnan birta ársreikninga ESB síðastliðin tíu ár. 

Sigurgeir Jónsson, 27.9.2010 kl. 17:21

32 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og þú ert stórskáld steini.br.Bæði í bundnu máli sem óbundnu.Settu nú eitthvað saman í bundnu máli um Evrópusambandið.Það gengur ekki að þú yrkir bara um það óbundið.

Sigurgeir Jónsson, 27.9.2010 kl. 17:27

33 identicon

Sigurgeir:  Sérðu ekki að Steini Briem kemur alltaf með link á það sem hann vitnar í.

Hvar hefur þú gert það hjá þínum skrifum?

Spurning hver er að skálda hérna.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 19:17

34 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Var ég ekki að hrósa steina br.Stefán.Og er hann ekki maður til að taka hrósinu.Og ræð ég því ekki sjálfur hvort ég sit link við skáldskap steina.br. eða ekki, eða eitthvað.Mér finnst að þú vanmetir steina br. og mér líkar satt að segja ekki að þurfa að eiga orðastað við þig um hann.Og ég hvet steina að koma með sem mest og hafa það sem lengst og hafa sem flesta linka.Bið að heilsa til þíns heimalands í ESB, Þýskalands.

Sigurgeir Jónsson, 27.9.2010 kl. 20:01

35 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þegar ég tala um skáldskap, þá lít ég ekki síður til bundins skáldskapar steina.

Sigurgeir Jónsson, 27.9.2010 kl. 20:03

36 identicon

Sigurgeir:  í Hvað vitnar þú þegar þú ert að skrifa hérna?  Það væri áhugavert að fá að vita það.  Þá er hægt að taka meira mark á þér.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 20:19

37 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigurgeir, Það er varla mikill bústólpi í bónda þegar landsbyggðarstefna stjórnvalda veldur því að mörg bændabýli á Íslandi eru að þurrkast hægt og rólega út um þessar mundir.

Það er alveg ljóst að efnahagskreppan á Íslandi mun flýta þessari þróun mjög mikið núna.

Það er ennfremur ljóst að íslenskur landbúnaður er staðnaður og eftir því sem á sér stað í nágrannalöndunum og þannig ástand hefur núna varað í íslenskum landbúnaði um nokkura áratuga skeið.

Eina leiðin til þess að breyta þessu virðist vera aðid Íslands að ESB. Þar sem engin áhugi eða vilji virðist vera til þess að laga íslenskan landbúnað hjá stjórnvöldum og Bændasamtökum Íslands.

Jón Frímann Jónsson, 27.9.2010 kl. 20:19

38 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Er það ekki rétt Stefán, ert þú ekki með lögheimili í Berlin.Og er ekki ESB landið Þýskaland þar með þitt heimaland.

Sigurgeir Jónsson, 27.9.2010 kl. 20:29

39 identicon

Sigurgeir:  Það er hægt að segja að skipið (í eigu íslenskrar útgerðar) sem ég starfa á sé mitt heimaland;)  Ég er með lögheimili í Þýskalandi.  Ég er íslenskur ríkisborgari. 

Ég barasta veit ekki hvað mitt heimaland er.  Evrópa;)

En þetta eru möguleikarnir sem EES býður okkur.  Ég hef nýtt mér þá möguleika og sé ekki eftir því.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 20:35

40 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég vitna í þig Stefán.Og ég sé ekki að þú hafir gert neina tilraun til að hrekja það sem ég hef sagt.En að sjálfsögðu ræður þú hvort þú tekur mark á því.

Sigurgeir Jónsson, 27.9.2010 kl. 20:39

41 identicon

Sigurgeir:  Þú skrifar eftirfarandi:

Með aðild að ESBríkinu þar sem allar landbúnaðarafurðir í ESB ríkjunum verða seldar undir merkjum ESB, mun íslensk landbúnaðarafurð missa sérstöðu sína og verða hluti af landbúnaðarafurðum ESB, þar sem aukaefni eru allsráðandi.Nei við ESB.

Hvaða heimildir hefur þú hérna?  Hvaða aukaafurðir eru notaðar í ESB sem eru ekki leyfilegar á Íslandi? 

Heldur þú virkilega að framleiðendur innan ESB selji afurðir sýnar undir merkjum bandalagsins?  Ég hef aldrei nokkurn tíma séð mjólkurvörur eða aðrar landbúnaðarvörur seldar undir merkjum ESB.  Eða þá nokkra framleiðslu innan ESB selda undir merkjum bandalagsins.  

Geturðu komið með dæmi um landbúnaðarvörur sem eru seldar undir merkjum ESB?

Þú veist líklega að á öllum landbúnaðarvörum innan EES verður uppruni þeirra að koma fram.  

Talandi um aukaefni.  Veistu að sykur er notaður hérlendis við bjórframleiðslu.  Þú veist líklega að það er ekki leyft í Þýskalandi.

En, Sigurgeir, ég skal trúa þér ef þú segir mér hvaða heimildir þú hefur fyrir þessu.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 21:56

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eins og hinn skáldlegi Steini sagði hér einu sinni: "BY VIRTUE OF Article 142 OF THE ACCESSION TREATY, the Commission HAS AUTHORISED FINLAND AND SWEDEN TO PAY LONG-TERM NATIONAL AID to ensure that agriculture is maintained also in the northern regions."

Sem sé: "Fullkomlega fullvalda" ríki þurftu að þiggja þiggja LEYFI frá Eessbéinu til þess að ÞAU SJÁLF mættu BORGA langtíma styrki til landbúnaðar á norðursvæðunum! Þetta er háð leyfi Esb, að þessi ríki pungi sjálf út 70 prósentunum af slíkum styrkjum. Þvílík náð!

Þeir ESBéingar, sem HNEYKSLAST á styrkjum íslenzka ríkisins til landbúnaðar hér á landi, eru hins vegar alveg til í að láta okkur borga slíka styrki (70% af norðurslóðastyrkjum til "harðbýlla svæða" = alls Íslands!) og bugta sig eflaust og beygja fyrir þeim 30% sem komi þá frá Brussel – af því að þau komi frá Brussel.

Það er fyrir neðan virðingu bænda og annarra Íslendinga að segja "já" við því að láta innlima land sitt í þetta stórveldabandalag.

Okkur leyfist það ekki gagnvart komandi kynslóðum landsins.

Okkur leyfist það ekki gagnvart foreldrum okkar og öðrum forfeðrum og formæðrum sem studdu sjálfstæði Íslands.

Hér getið þið lesið um réttinda-afsalið sem yfirlýst og staðfest yrði með aðildarsamningi við Evrópubandalagið, og hér eru YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA afhjúpuð! (ráðherra Íslands hefði t.d. 0,06% atkvæðavægi í ráðherráðinu, en ráðherra Þýzkalands 16,41% atkvæðamagns, þ.e. 273 sinnum meira vægi en við hefðum, og Bretland hefði 205 sinnum meira vægi en við!

Þeir þrá reyndar ekki sauðfjár- né nautgripabúskap, heldur miðin okkar.

Jón Valur Jensson, 27.9.2010 kl. 23:00

43 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB hefur verið í stöðugri þróun í átt að ríki allt frá stofnun.Allar landbúnaðarvörur sem seldar eru ESB löndum nú þegar eru teknar út samkvæmt regluverki ESB og ekkert bendir til annars en að ESBríiðð verði að veruleika og þá verða allar ESBvörur seldar undir ESB flagginu.Ekki þarf að vitna í neinar heimildir hvað það varðar, þetta vita allir, og ég trúi vart öðru en að það gildi um þig líka.En þú getur væntanlega fengið þetta staðfest sjálfur í Þýskalandi.Þetta gildir líka á EES svæðinu.Aðildin að EES hefur orðið íslenskum landbúnaði til bölvunar.Sölumöguleikar Íslenskra landbúnaðarvara hafa ekki verið á ESB svæðinu, heldur í Ameríku og nú eru að opnast sölumöguleikar á Íslensku lambakjöti í muslimaheiminum.Þetta hefur ítrekað verið í blöðum sjónvarpi og útvarpi hér á Íslandi svo ég tel að ég þurfi ekki að fara að linka þig á þetta jafnvel þótt Þýskaland sé þitt heimaland mér sýnist að þú fylgist að vel með hér  á Íslandi.En að sjálfsögðu verðum við að komast í sömu aðstöðu og Sviss svo að enginn utan Evrópu þurfi að velkjast í vafa um að þetta séu algjörlega Íslenskar afurðir án auka og eiturefna ESB.Burt með EES samningin og gerum tvíhliðasamning við ESB eins og Sviss.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 27.9.2010 kl. 23:05

44 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera ESB ríkið.

Sigurgeir Jónsson, 27.9.2010 kl. 23:07

45 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigurgeir, Þetta er rangt hjá þér. Það eru ekki upp nein áforum um að ESB verði eitthvað ríki. Samvinnan er vissulega að aukast á mörgum sviðum, í takt við breytingar á alþjóðlega sviðinu. Mikið af þessu er samvinna sem íslendingar taka þátt í núna. Þrátt fyrir að vera ekki aðili að ESB í dag.

Jón Valur: Hættu þessu bulli.

Þess má geta að danskar gúrkur eru betri en þær íslensku. Þær gúrkur sem ég fæ á Íslandi eru ekki nærri því eins ferskar og þær dönsku gúrkur sem ég borðað. Það sama gildir um papriku og fleiri hluti.

Þessar matvörur fara eftir matvælakröfum ESB. Sem Bændasamtök Íslands hafa neitað að taka upp undanfarið í gegnum EES samninginn. Jafnvel þó svo að íslenskir bændur vilji flytja inn sína vöru á ESB markaðinn. 

Jón Frímann Jónsson, 28.9.2010 kl. 00:23

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það þýðir ekkert að hvæsa á mig, Jón Frímann, það kemur ekki í raka stað, ekki frekar en sífelldar og hlálegar endurtekningar Steina Briem, þegar hann er orðinn of syfjaður í rökræður.

Jón Valur Jensson, 28.9.2010 kl. 01:04

47 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

ENGINN byggir afstöðu sína til aðildar Íslands að Evrópusambandinu á því sem ÞÉR FINNST um aðildina, heldur STAÐREYNDUM.

Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 01:50

48 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er sífellt að upplýsa um mál og benda m.a. á samþykktir ESB, sem t.d. þeim mönnum, sem tala um að við vitum ekki neitt fyrr en við "fáum að sjá samninginn", er títt að láta eins og þeir þekki ekki eða að ekkert verði vitað um þá afarkosti sem í þeim sáttmálum og reglugerðum felst né um þau valdaapparöt sem við fengjum SAMA SEM ENGU að ráða um (0,06% í ráðherraráðinu og 0,6% á Esb-þinginu í Strassborg). Ég er einnig með nýlega gein um sjávarútvegsmálin í tilefni áróðursheimsóknar Joes Borg og vert fyrir ykkar lesendur að taka eftir henni: Malta fræðir okkur ekkert um að óhætt sé að sogast inn í Evrópubandalagið.

Vegna orða þinna, Steini, vil ég taka það skýrt fram, að ég er maður sem játar auðmjúklega ást sína á þekkingu, staðreyndum og rökhyggju og ber sjaldan eða aldrei virðingu fyrir því, að menn tali bara út frá tilfinningum um það, sem þeim "finnst". – Sumir gætu jafnvel átt það til að kenna þessa afstöðu mína við hroka, en ég minni þá á hitt, að virðingarleysi fyrir slappri gerð af skoðanamyndun er ekki það sama og virðingarleysi fyrir viðkomandi persónum.

Góða nótt.

Jón Valur Jensson, 28.9.2010 kl. 02:15

49 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef einhver vill kvarta undan íslenskri aðlögun að Evrópusambandinu getur viðkomandi hringt í Morgunblaðið.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:51

50 Smámynd: Þorsteinn Briem

Núna semjum við Íslendingar EKKI þau lög sem við tökum upp samkvæmt aðildarsamningi okkar að Evrópska efnahagssvæðinu.

Í EVRÓPUSAMBANDINU TÖKUM VIÐ HINS VEGAR ÞÁTT Í AÐ SEMJA LÖG SAMBANDSINS.


Og það er EKKI meirihluti á Alþingi fyrir því að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Hins vegar er MEIRIHLUTI á Alþingi fyrir því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hér verði greidd atkvæði um aðildarsamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:53

51 identicon

Sigurgeir:  Þú ferð með rangt mál.  Þess vegna kemur þú ekki með nein dæmi.

Furðulegt að allar þessar matvörur eru framleiddar, en þú getur ekki nefnt eina einustu.

Það dæmir sig sjálft.

Það eru engar landbúnaðarafurðir framleiddar undir merkjum ESB.  Annað er ekki rétt.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 06:33

52 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lög og reglugerðir (sumar mjög áhrifamiklar) renna út i löngum bunum frá Evrópubandalaginu og á ýmsum fundunum hratt eins og á færibandi án teljandi umræðna. Við hefðum enga aðstöðu til að hafa þar mikil áhrif, enda með SÁRALÍTIÐ ATKVÆÐAVÆGI (sjá ofar). En EES-aukalöndin þrjú funda um aðhæfingu Esb-laga á vissum sviðum (ekki þeim, sem varða mestu hagsmuni okkar) og geta og hafa breytt ýmsum þeirra til að henta okkur betur eða skár en ef þau lög hefðu verið sett á okkur fyrirvaralaust*; það eru þau ekki, og tekur oft mörg ár að taka hér upp Esb-lög, og Alþingi hefur þá valdið til þess endanlega og getur þá allt eins fellt þau. Þetta þýðir, að í princípinu er æðsta löggjafarvaldið ennþá hér og ekki beinlínis brotið á ákvæðum stjórnarskrárinnar þar um. Samt eru þetta óviðunandi aðstæður að mínu mati og annarra andstæðinga EES-samningsins, enda gætu menn þar staðið frammi fyrir því að þurfa að samþykkja lög, sem þeir vilja ekki í raun, eða að EES-samningnum verði ella sagt upp, og virkar hann þá og meintir ávinningar hans sem þumalskrúfa á þingmenn að kjósa gegn sannfæringu sinni, en það virðist í ósamræmi við 48. gr. stjórnarskrárinnar. Hins vegar er ekki rétt, að við uppsögn samningsins myndu allir tollasamningar okkar við ESB falla burt; það gera ekki þeir samningar, sem gerðir voru fyrir tilkomu EES-samningsins.

Meirihluta kann að vanta til uppsagnar EES-samningsins á Alþingi nú, en sem betur fer situr það ekki endalaust, og fylgið hefur hruni af þeim flokkum, sem þar eru í meirihluta. Gervallur Fimmflokkurinn höfðar ekki til nema annars hvers kjósanda nú um stundir!

* Ef Ísland væri eitt Esb-ríkjanna, væri allt annað ástand í þessum lagaefnum. Þá yrðu Esb-lög og reglugerðir STRAX GILD HÉR, áður en þau væru komin til landsins, já, um leið og þau væru prentuð úti á meginlandinu. Þar með væri sagt skilið við það fyrirkomulag, sem nú er, að samþykki Alþingis og forseta Íslands þurfi til lagasetningar hér á landi og að löggjöf öll verði borin upp í ríkisráði Íslands, en stjórnarskrá lýðveldisins kveður á um þetta í mörgum greinum, og þess vegna vill Esb-flokkurinn Samfylkingin þá stjórnarskrá feiga. – Þess ber einnig að geta, að þá yrðu öll löggjafarsvið háð, þ.e. sett undir, löggjöf frá Brussel og Strassborg, þ. á m. sjávarútvegsmál okkar (ólíkt ástandinu undir EES-samningnum). Þjóðverjar fá nú um 86% allrar löggjafar sinnar frá Brussel og Strassborg og eru þó sjálfir með 650 manna þing í Berlín! – ESBéingar eru ekki menn, sem standa sem góðir fulltrúar fyrir sjálfstæði Íslands, svo mikið er víst, og sumir þeirra líta nú þegar fremur á sig sem ESB-borgara ...

Jón Valur Jensson, 28.9.2010 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband