Leita í fréttum mbl.is

Nýr og Evrópusinnaður formaður SUF

SUF"Orðið á götunni" á Eyjunni skýrir frá því að Evrópusinni kosinn formaður Sambands Ungra Framsóknarmanna (SUF) á þingi þess í Borgarnesi um helgina. Sá heitir Sigurjón Norberg Kjærnestd.

Hér er frétt SUF um málið og fögnum við þessu að sjálfsögðu.

Á Eyjunni segir svo þetta um málið:

,,Orðið á götunni er að Evrópuandstæðingar í röðum ungra framsóknarmanna – og ekki síst Skagfirðingar – hafi lagt mikið á sig í að reyna að taka yfir SUF. Þannig voru 40 nýskráningar í FUF í Skagafirði fyrir SUF-þingið, en það virðist ekki hafa skilað sé inn á þingið.  Evrópusandstæðingarnir urðu því illilega undir – og munurinn mun meiri en menn töldu að gæti orðið, því nýi formaðurinn var kjörinn með 50 atkvæðum gegn 32.

Orðið á götunni er að Evrópusinnar í Framsóknarflokknum líti ekki aðeins á þetta sem sigur innan ungra framsóknarmanna, heldur telji sumir þetta áminningu til meirihluta þingflokksins, en sex af níu þingmönnum voru andvígir því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið í fyrra. Telja Evrópusinnar í Framsókn að andstaða við aðildarviðræðurnar nánast einskorðist við Skagafjörðinn og að þingmenn flokksins í Reykjavík og víðar ættu að hugsa sinn gang. (Leturbreyting ES-blogg)
 

Evrópuandstæðingar í Framsókn benda þó á að þingið um helgina hafi ekki fjallað um Evrópumál og því hafi enginn unnið eða tapað í þeim málaflokki. Þeir beri því fullt traust til hins nýja formanns SUF."

Framsóknarflokkurinn setti fram metnaðarfullt "prógramm" varðandi Evrópu á sínum tíma. Lítið hefur hinsvegar heyrst í formanni flokksins um Evrópumál. Kannski SUF taki sig til og kíki aftur á "prógrammið."

Samkvæmt  könnun hefur Framsókn tapað um helmingi fylgis miðað við síðustu kosningaúrslit, er nú aðeins með rúmlega 7% fylgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þegar öll atkvæðin í alþingiskostningum fer að gilda JAFNT þá þurkast þessi Skagfjarðararmur út.

Mér líst í raunar vel á Framsóknarflokkin með Guðmund Steingrímsson í broddi fylkingar..... og allt afturhalds - þjóðernisremur fylgja Bjarna Harðars til VG.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.9.2010 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband