27.9.2010 | 21:53
Jóhannes Gunnarsson: Háir tollar hluti af verndarstefnu
Mörgum er kunnugt um að tollamál varðandi landbúnaðarafurðir hafa verið nokkuð til umræðu. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna skrifar áhugaverða grein um þetta í Fréttablaðið í dag og þar segir hann m.a.:
,,Háir tollar eru lagðir á flestar innfluttar landbúnaðarvörur og er það hluti af verndarstefnu íslenskra stjórnvalda. Þessi stefna skerðir valfrelsi neytenda og ekki verður séð að rök eins og matvælaöryggi réttlæti á nokkurn hátt himinháa tolla á vörum eins og ostum, m.a. ostategundum sem eru ekki framleiddar hér á landi.
Innfluttir ostar bera háa tolla, eða 30%, auk þess sem lagt er 430 til 500 kr. gjald á hvert kíló. Það þarf því ekki að koma á óvart að úrvalið af þeim er afar lítið. Samkvæmt tvíhliða samningi við Evrópusambandið er heimilt að flytja inn allt að 100 tonn af ostum frá löndum sambandsins án tolla. Þessi kvóti er hins vegar boðinn út og því bætist útboðskostnaður við innkaupsverðið. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þessa leið og lagt til að kvótanum verði úthlutað samkvæmt hlutkesti. Samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar skal hvert aðildarland heimila innflutning á 3-5% af innanlandsneyslu, í þeim tilgangi að tryggja ákveðinn lágmarksaðgang erlendra landbúnaðarafurða á lægri tollum en ella gilda. Til skamms tíma voru þessir lægri tollar miðaðir við ákveðna krónutölu sem lagðist á hvert kíló og var um tiltölulega lága upphæð að ræða. Með reglugerð landbúnaðarráðherra frá árinu 2009 var tollum á smjöri og ostum breytt úr krónutölu í prósentu og eru tollarnir nú 182%-193% á ostum og 216% á smjöri."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Til hvers eruð þið, ESBéingarnir, að birta þessar kvartanir formanns Neytendasamtakanna yfir tollum á osti? Eiga lesendur að taka það sem grænt ljós á að láta innlima lýðveldið Ísland í þetta klóklega stórveldabandalag, af því að þá fái fína fólkið og millistéttirnar ódýrari gourmet-osta? Eiga menn að hafna okkar löggjafarréttindum og raunverulega "the rule of law" – í merkingunni: að íslenzk skuli lögin vera hér á landi og allt æðsta vald í þeim efnum í höndum Alþingis og forsetans (og vegna synjunarvalds hans: í höndum þjóðarinnar líka) – eiga menn að hafna þessu, en samþykkja gígantískt löggjafarvalds-afsal til Evrópubandalagsins og setja jafnframt fjöregg sjávarútvegs okkar í hendurnar á tröllunum í Brussel, bara vegna þess að það kostar líka sitt á ýmsum sviðum að halda uppi sjálfstæðu samfélagi?
Höfum við ekki komizt ágætlega af fram á haustið 2008, jafnvel betur en meirihluti ESB-þjóða, og ættu menn ekki að hætta þessu auvirðilega prangi með fullveldi þjóðarinnar í skiptum fyrir meinta gróðavon í formi lægra ostaverðs o.s.frv.?
Jón Valur Jensson, 28.9.2010 kl. 00:27
"Höfum við ekki komizt ágætlega af fram á haustið 2008, jafnvel betur en meirihluti ESB-þjóða."
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:07
Sauðfjárbúum HEFUR FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR.
Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:09
Verðbólga á Íslandi 1940-2008
Og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi, til dæmis á síðasta áratug.
Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:11
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:15
Vextir og verðbólga í Danmörku
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:16
DANSKA KRÓNAN ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.
"Denmark: the Danish kroner joined ERM II on 1 January 1999, and observes a central rate of 7.46038 to the euro with a narrow fluctuation band of ±2.25%."
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:17
HÚSNÆÐISLÁN Í SVÍÞJÓÐ:
Handelsbanken - Aktuella boräntor
Stýrivextir í Svíþjóð eru nú 0,75% og verðbólgan 0,9% en verðbólgumarkmið sænska seðlabankans er 2%.
Stýrivextir á evrusvæðinu eru 1% en verðbólgan 1,6% og því nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu, sem er 2%.
Sveriges Riksbank
Euro area inflation estimated at 1.6%
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:18
ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.
"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.
Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."
Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:19
VERÐTRYGGT 20 MILLJÓNA KRÓNA JAFNGREIÐSLULÁN TEKIÐ HJÁ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI TIL 20 ÁRA MEÐ 5% VÖXTUM, MIÐAÐ VIÐ 5% VERÐBÓLGU Á LÁNSTÍMANUM OG MÁNAÐARLEGUM AFBORGUNUM:
ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:
Lánsupphæð 20 milljónir króna.
Lántökugjald 200 þúsund krónur.
Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.
Opinber gjöld 301 þúsund krónur.
Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.
HEILDARENDURGREIÐSLA:
Afborgun 20 milljónir króna.
Vextir 11,7 milljónir króna.
VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.
Greiðslugjald 18 þúsund krónur.
SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.
Meðalgreiðslubyrði Á MÁNUÐI allan lánstímann 224 þúsund krónur.
EFTIRSTÖÐVAR BYRJA AÐ LÆKKA EFTIR 72. greiðslu, eða SEX ÁR.
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:21
VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.
"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.
Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.
ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.
Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."
"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."
RÚV 21.6.2009: Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:23
"Hekla Dögg á skemmtilegt og seiðandi verk í sundlauginni sjálfri, þar sem hún hefur fleytt þúsundum álkróna, sem voru í umferð hér sællar minningar á verðbólguárunum.
Krónurnar voru hæddar á sínum tíma fyrir smæðina og efniviðinn og kallaðar flotkrónur.
Í sundlauginni sökkva þær annaðhvort til botns eða fljóta og grúppa sig saman í lítil eylönd úr áli.
Það má segja að peningarnir leiti þangað sem þeir eru fyrir og verkið sýni fram á að það er hreint og klárt náttúrulögmál sem stjórnar þessu.
Gunnhildur Hauksdóttir er með óvenju nærgöngula innsetningu sem fjallar um "ástandið", meintar kanamellur og ástandsbörn.
Hún dregur upp mynd af Íslandi sem litlu (ástands)barni með túttu og naflastreng sem er enn fastur við Bandaríkin í hinni langdregnu fæðingu þjóðarinnar inn í samtímaveruleika kapítalisma Vesturlanda."
Grein - Flotkrónur og fæðing þjóðar - mbl.is
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:26
Meðalaldur búfjáreigenda hérlendis er 54 ár og margir þeirra eru með mjög lítil sauðfjárbú, þannig að ÞEIR VINNA EINNIG UTAN BÚANNA, sem verða sumarbústaðir þegar þeir bregða búi.
Fastur kostnaður meðalsauðfjárbús árið 2008 var 249 þúsund krónur á mánuði AÐ MEÐTÖLDUM LAUNUM EIGENDANNA.
Þá voru hér 1.318 sauðfjárbú, þar af 1.083, eða 82%, með færri en 400 ærgildi.
Blönduð bú voru 138 og kúabú 581.
Hagtölur landbúnaðarins 2010
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:30
KJÚKLINGARÆKT HÉRLENDIS - RANNSÓKNARSKÝRSLA ALÞINGIS.
"Þróunin í átt að stórbúum hófst fyrr í kjúklingarækt en svínarækt en um aldamótin stefndu Brautarholtsfeðgar að því að ná undir sig bróðurpartinum af kjúklingamarkaðnum.
Þeir höfðu keypt hlut í Móabúinu 1985. Þá var búið með aðeins 8% markaðshlutdeild en hóf þegar stórfelldar fjárfestingar og árið 2000 var það komið í þriðjungs markaðshlutdeild.
Helsti samkeppnisaðili Móabúsins var Reykjagarður sem lengst af var stærsti framleiðandinn.
Árið 2001 keypti Fóðurblandan, sem þá var í eigu GB Fóðurs, Reykjagarð en seldi hann svo til Búnaðarbankans sem hugðist sameina Reykjagarð Móabúinu.
Brautarholtsfeðgar voru þá orðnir mjög umsvifamiklir, áttu annað stærsta svínabú landsins, annað stærsta eggjabú landsins og annað stærsta kjúklingabú landsins og voru með mikil umsvif í kjötvinnslu.
Með sameiningu Móabúsins og Reykjagarðs hefðu Brautarholtsfeðgar verið komnir með nærri 70% markaðshlutdeild á kjúklingamarkaði. Samkeppnisyfirvöld lögðust gegn sameiningunni.
Útþensla Brautarholtsfeðga var fjármögnuð með lánsfé en skuldir þeirra voru fimm milljarðar í árslok 2002.
Sumar fjárfestingar þeirra þóttu misráðnar og þeir sagðir tilbúnir að borga óhóflega hátt verð fyrir þau fyrirtæki sem þeir keyptu en kaupverðið á bæði Nesbúinu og Síld og fiski þótti óeðlilega hátt og vandséð hvernig rekstur fyrirtækjanna átti að geta staðið
undir afborgunum af lánum sem Brautarholtsfeðgar tóku til að fjármagna kaupin.
Í júlí 2001 tóku Brautarholtsfeðgar í notkun stórt og öflugt sláturhús og kjötvinnslu fyrir Móa í Mosfellsbæ. Fasteignafélagið Landsafl, sem var í eigu Landsbankans, EFA og Íslenskra aðalverktaka, átti húsið og leigði Móabúinu.
Framleiðslugeta hússins var slík að það hefði getað annað allri kjúklingaframleiðslu landsins og því nauðsynlegt fyrir Móa að stórauka framleiðslu sína til að nýta fjárfestinguna.
Um skeið lét Reykjagarður slátra í kjötvinnslu Móa í Mosfellsbæ
en haustið 2002, eftir að slitnaði upp úr samvinnu búanna, ákvað Móabúið að auka framleiðslu sína. Í kjölfarið sigldi verðstríð á kjúklingamarkaði.
Tap var á rekstri Reykjagarðs á meðan Búnaðarbankinn átti búið. Tap á árinu 2001 nam 313 milljónum en árið áður nam tapið 71 milljón.
Um áramótin 2001-2002 var eigið fé Reykjagarðs neikvætt um 146 milljónir króna en árið 2000 hafði það verið jákvætt um 72 milljónir króna. Rekstur annarra stórra kjúklingabúa gekk sömuleiðis illa.
Tap Móa á árinu 2001 var 241 milljón og eigið fé neikvætt í lok ársins um 244 milljónir. Íslandsfugl á Dalvík tapaði líka miklu - 54 milljónum en eigið fé var þó jákvætt.
Ísfugl var eina fyrirtækið sem var rekið með hagnaði og var hagnaðurinn 14,2 milljónir króna. Ísfugl hafði farið hvað rólegast í fjárfestingar.
Afleiðing verðstríðsins og offjárfestinga var sú að bæði Móabúið og Reykjagarður voru nálægt gjaldþroti árið 2002.
Haustið 2003 keypti Sláturfélag Suðurlands Reykjagarð af Búnaðarbankanum og Matfugl eignaðist þrotabú Móa, sem var úrskurðað gjaldþrota í nóvember 2003.
Offjárfesting í kjúklingarækt þýddi að offramboð var á kjöti.
Verðstríð kjúklingaframleiðenda kom einnig niður á svínakjötsframleiðslu.
Árið 2002 hættu tíu svínabú rekstri og árið 2003 voru aðeins 17 bú starfandi. Mörg búanna voru þó tengd og því voru í raun
ekki nema 10 sjálfstæðir framleiðendur árið 2004."
Rannsóknarskýrsla Alþingis - Viðauki 5, bls. 91-92
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:30
"Svínabúum hefur fækkað mikið á undanförnum árum og búin hafa stækkað."
"Á Íslandi eru 20 svínabú dreifð um landið. Eitt sæmilega stórt bú í Danmörku gæti séð Íslendingum fyrir öllu því svínakjöti sem við neytum."
Svínarækt á Íslandi árið 2008
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:32
6.3.2010:
"Arion banki hefur tekið yfir rekstur tveggja stórra svínabúa, Brautarholts á Kjalarnesi og Hýrumels í Borgarfirði.
Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka voru búin tekin yfir vegna skuldavanda en bankinn gefur ekki upp um hversu háar skuldir hafi verið að ræða.
Samkvæmt ársreikningi Brautarholts fyrir árið 2008 námu skuldir 919 milljónum króna og voru þá 278 milljónum króna hærri en eignir."
Arion banki tekur yfir svínabú
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:33
4.8.2010:
"Arion-banki sem átti tvö af stærstu svínabúum landsins eftir gjaldþrot þeirra hefur selt þau Stjörnugrís, stærsta svínaræktanda landsins.
Á meðan bankinn rak svínabúin þurfti hann að greiða á annað hundrað krónur með hverju kílói af kjöti frá búunum.
Formaður Svínaræktarfélags Íslands segir að STAÐA SVÍNABÆNDA HAFI SJALDAN EÐA ALDREI VERIÐ EINS ALVARLEG OG NÚ, þar sem framboð af svínakjöti sé miklu meira en eftirspurn.
Í DAG ERU REKIN UM TÍU SVÍNABÚ Í LANDINU með um fjögur þúsund gyltum."
Arion-banki selur svínabú
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:34
21.4.2010:
Salmonella í kjúklingi frá Matfugli
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:35
9.3.2009:
Salmonella í kjúklingi frá Reykjagarði
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:36
8.12.2008:
Salmonella í kjúklingi frá Matfugli
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:37
Kreppan hefur þurrkað út kaupmáttaraukningu áranna 2004-2008
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:44
SJÁLFSTÆÐUR ÍSLENDINGUR.
"Guðmundur Jóhannesson ellilífeyrisþegi fær á bilinu 48 til 69 þúsund krónur á mánuði frá Tryggingastofnun.
Þá fær hann um þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóðnum Gildi og 53 þúsund krónur frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna.
Flesta mánuði þarf Guðmundur að draga fram lífið á 121 þúsund krónum á mánuði. Eiginkona hans er öryrki.
Hann á að baki 56 ára starfsferil á vinnuvélum og í erfiðisvinnu og segist aldrei hafa tekið sér svo mikið sem sumarfrí um ævina. Ekki einu sinni farið til útlanda.
Síðasta starf Guðmundar áður en hann fór á eftirlaun var hjá verktakafyrirtæki sem varð gjaldþrota árið 2008.
Hann átti inni fjögurra mánaða laun hjá fyrirtækinu og fékk á endanum hluta þeirrar kröfu greiddan, alls um 593 þúsund krónur.
Lepur dauðann úr skel eftir 56 ára erfiðisvinnu
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 02:59
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008."
Jöklabréf - Wikipedia
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 03:02
HVERS VEGNA VAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN EKKI LÖNGU BÚINN AÐ FELLA HÉR NIÐUR INNFLUTNINGSTOLLA OG LÆKKA VEXTI, FYRST ÞAÐ VAR OG ER SVONA SVAKALEGA AUÐVELT?!
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir upp í 18% haustið 2008 þegar Davíð Oddsson var seðlabankastjóri og höfðu þá verið MJÖG HÁIR undir hans stjórn í bankanum NÆSTLIÐIN ÁR VEGNA MARGRA ÁRA OFÞENSLU HÉR Í EFNAHAGSLÍFINU!!!
OG HVERJUM VAR HÚN AÐ KENNA?!
RÆSTINGAKONUM HÉR KANNSKI?!
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 03:05
11.12.2009:
"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.
"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.
Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.
"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.
Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."
Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 03:06
FIMM MILLJARÐAR KRÓNA AF STUÐNINGI VIÐ ÍSLENSKAN LANDBÚNAÐ ERU GREIDDIR HÉR ÁRLEGA Í MATARVERÐI.
"Árin 1986-1988 nam opinber stuðningur við íslenska bændur (PSE) 75% af framleiðslu þeirra en hlutfallið lækkaði í 63% á árunum 2000-2002.
Þessum stuðningi má skipta í tvennt. Annars vegar eru bein fjárframlög frá hinu opinbera til bænda og hins vegar er framleiðslan vernduð gegn erlendri samkeppni.
Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.
TÆPAN HELMING GREIÐA LANDSMENN Í MATARVERÐI en rúman helming með sköttum.
Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.
Verndin felst einkum í tollum EN INNFLUTNINGSBANN ER NÚ EINGÖNGU SETT Á AF HEILBRIGÐISÁSTÆÐUM.
Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."
Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9
Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári, 2010, eru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.
Og við þá upphæð bætist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.
Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar eru því um 11,3 milljarðar króna á þessu ári, 2010.
Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69
En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006, borið saman í evrum, eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.
Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki
Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 03:09
Neytendasamtökin hafa aldrei gert neina samþykkt varðandi kosti þess að Ísland gerist aðili að ESB, skrif formanns neytendasamtakanna um eitthvað annað, ef Evrópusamtökin kjósa að túlka þau svo, eru alfarið á hans eigin ábyrgð.Þetta staðfesti Þuríður Hjartardóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna í símtali við undirritaðan í dag,og geta Evrópusamtökin fengið það staðfest já henni.
Sigurgeir Jónsson, 28.9.2010 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.