Leita í fréttum mbl.is

Báknið - mannekla hjá ESB?

rinus_schendelen_01.gifRitari var að fara í gegnum gömul dagblöð, því oft er jú ekki tími til að lesa allt sama dag og blaðið kemur út.

Í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins frá 5. september er grein eftir Baldur Arnarson sem ber heitið MACHIAVELLI Í BRUSSEL. Greinin er viðtal við hollenskan prófessor í stjórnmálafræði, sem þjálfar s.k. hagsmunaverði í Brussel.

Það er þeir aðilar sem gæta ákveðinna hagsmuna, t.d. eins og forvarsmenn LÍU, Samtaka iðnaðarins og Bænda, hér á landi. Prófessorinn heitir Rinus Van Schendelen. (mynd)

En eitt er afara athyglisvert í greininni. Andstæðingar ESB hamast eins og rjúpan við staurinn að segja okkur frá því hvað ESB sé mikið BÁKN. En lítum nú á brot úr texta Baldurs, en það er svona:

,,Brussel er borg margra tungumála og hvetur Van Schendelen hagsmunaverði til að velja þau orð af kostgæfni sem mest ber á í málafylgjunni með tilliti til þess hvernig þau verði þýdd á helstu tungumál.

Einnig geti vísvitandi ögranir í formi rangrar hugtakanotkunar komið andstæðingnum úr jafnvægi og byrgt honum sýn á ögurstundu.Andstætt því sem margir halda er skrifræðisbáknið í Brussel lítið að umfangi í samanburði við mörg evrópsk ríki og segir Van Schendelen manneklu í framkvæmdastjórninni fela í sér einstakt tækifæri fyrir hagsmunahópa, enda þurfi stjórnin að reiða sig á utanaðkomandi ráðgjöf." (Leturbr. ES-blogg)

Maður trúir varla sínum eigin augum! Að þetta standi í Morgunblaðinu er með hreinum ólíkindum!

Samkvæmt tölum frá danska þinginu voru rúmlega um 37.000 manns á launaskrá hjá ESB árið 2008.

Þetta þýðir um 0.0007384 embættismenn pr. ESB-íbúa (500 milljónir).

Hjá Bændasamtökum Íslands starfa (skv. www.bondi.is) 59 manns, eða 0.0001966 starfsmenn pr. íbúa. Uppreiknað í milljón íbúa væri þetta um 180 manna starfslið.

Uppreiknað í 500 milljónir samsvarar þetta um 90.000 manns.

Hjá LíÚ starfa 9 manns og Samtökum Iðnaðarins 18, samkvæmt heimasíðum.

Hvar er þá mesta (skrifræðis)báknið?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

FIMM MILLJARÐAR KRÓNA AF STUÐNINGI VIÐ ÍSLENSKAN LANDBÚNAÐ ERU GREIDDIR HÉR ÁRLEGA Í MATARVERÐI.

"Árin 1986-1988 nam opinber stuðningur við íslenska bændur (PSE) 75% af framleiðslu þeirra en hlutfallið lækkaði í 63% á árunum 2000-2002.

Þessum stuðningi má skipta í tvennt. Annars vegar eru bein fjárframlög frá hinu opinbera til bænda og hins vegar er framleiðslan vernduð gegn erlendri samkeppni.

Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

TÆPAN HELMING GREIÐA LANDSMENN Í MATARVERÐI en rúman helming með sköttum.


Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum EN INNFLUTNINGSBANN ER NÚ EINGÖNGU SETT Á AF HEILBRIGÐISÁSTÆÐUM.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."


Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9


Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári, 2010, eru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.

Og við þá upphæð bætist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.

Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar eru því um 11,3 milljarðar króna á þessu ári, 2010.


Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69


En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006, borið saman í evrum,
eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.

Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki

Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 03:10

2 Smámynd: Andrés.si

Það er óhætt að þýða reiði foseta Slóveníu.  Smá ríki sem fæ hvergi aðgang í díplómata ráði EB. 

 Ég tek mér  ekki tíma að þýða þetta. Hins vega má Google hjálpa.

http://www.rtvslo.si/evropska-unija/tuerk-evropska-unija-se-bo-morala-zelo-temeljito-zamisliti/239436#comments

Andrés.si, 28.9.2010 kl. 04:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Laun þingmanna á Evrópuþinginu:

"The monthly pre-tax salary of MEPs under the single statute is, in 2009, €7,665.31.

The salary is from Parliament's budget and is subject to an EU tax and accident insurance contribution, after which the salary is €5,963.33. Member States can also subject the salary to national taxes."

European Parliament - Salaries and allowances


Laun þingmanna á Evrópuþinginu eru því um 918 þúsund krónur á mánuði á núvirði
, eftir skatt til Evrópusambandsins, en væru um 543 þúsund krónur á mánuði, miðað við gengi krónunnar í maí 2006.

Og launin eftir skatt í til íslenska ríkisins væru nú um 586 þúsund krónur á mánuði
, miðað við núgildandi skattþrep.

Laun þingmanna á Alþingi
voru hins vegar lækkuð úr 562 þúsund krónum í 520 þúsund krónur á mánuði frá 1. janúar 2009.

Laun alþingismanna og ráðherra


Starfskjör alþingismanna

Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 04:34

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:

"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.

Um 45% renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum,
1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingasjóða.

Um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í
samkvæmt EES-samningnum."

"Nefndin fjallaði um mögulegan kostnað Íslands við aðild að Evrópusambandinu og í því samhengi hvernig greiðslum aðildarríkja til sambandsins er háttað.

Við mat á kostnaði er nauðsynlegt að taka tillit til greiðslujöfnuðar við ESB en með því er átt við svokallaðar nettógreiðslur. Nettóframlag aðildarríkja eða nettógreiðslur eru greiðslur hvers aðildarríkis til ESB að frádreginni heildarfjárhæð styrkja sem koma til baka úr sjóðum ESB til verkefna í aðildarríkinu."

"Meirihlutinn telur rétt að benda á að Ísland greiðir árlega háar fjárhæðir til stofnana EES-samningsins og í þróunarsjóð EFTA-ríkjanna."

"Beinn kostnaður árið 2007 var áætlaður rúmlega 1,3 milljarðar króna. Vegna gengisbreytinga telur meiri hlutinn raunhæft að tvöfalda þá upphæð og því megi segja að rúmlega 2,5 milljarða króna útgjöld falli niður á ári verði af aðild Íslands að Evrópusambandinu."

Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 07:11

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 51:

Samtök iðnaðarins
töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu MINNKAÐI um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.

"Vergar þjóðartekjur (GNI) á Íslandi árið 2005 voru 977 milljarðar króna og því má ætla að ef Ísland gengi í Evrópusambandið gætu heildargreiðslur ríkissjóðs til sambandsins orðið um 10,5 milljarðar króna á ári (þ.e. 1,07% af 977 milljörðum króna) en að HÁMARKI um 12,1 milljarðar króna á ári."

"En hafa verður í huga að stór hluti þess fjármagns sem greitt er til Evrópusambandsins mun SKILA SÉR TIL BAKA til þjóðarbúsins í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingarverkefna og rannsóknar- og þróunarverkefna.

Í því sambandi má nefna að 86% af tekjum Evrópusambandsins árið 2002 skiluðu sér aftur til aðildarríkjanna í styrkjum og þar af fóru 46% til landbúnaðar, 34% til uppbyggingarverkefna og 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra innri málefna."

[Af 12,1 milljarði króna (HÁMARKSgreiðslu Íslands) eru 86% um 10,4 milljarðar króna og mismunurinn, eða NETTÓgreiðslur Íslands, hefðu því  verið 1,7 milljarðar króna AÐ HÁMARKI árið 2005.]

En nýju aðildarríkin, auk Portúgals, Grikklands, Írlands og Spánar, fá MEIRI greiðslur frá Evrópusambandinu en þau greiða til sambandsins."

Þar að auki var BEINN KOSTNAÐUR Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið rúmlega 1,3 milljarðar króna árið 2007, eða um 2,5 milljarðar króna á núvirði, að mati meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis.

Og
árið 2002 var kostnaður í íslenska hagkerfinu talinn minnka um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru, sem er að sjálfsögðu mun hærri upphæð nú.

Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 07:15

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.9.2010 (í dag):

"Tæplega TVEIR ÞRIÐJU ÞJÓÐARINNAR VILJA LJÚKA VIÐRÆÐUM UM AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU en rúmur þriðjungur vill að umsóknin verði tekin aftur, samkvæmt könnun sem Fréttablaðið birtir í dag.

Þetta er mikil viðhorfsbreyting frá því í júní en þá sögðust 57,6 prósent áfram um að umsóknin yrði tekin aftur, samkvæmt könnun Markaðs- og miðlunarrannsókna.

Í könnun Fréttablaðsins vilja 83,8 prósent fylgismanna Samfylkingarinnar ljúka viðræðunum, 63,6 prósent fylgismanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, 47,8 prósent fylgismanna Framsóknarflokksins og 46,4 prósent fylgismanna Sjálfstæðisflokksins.

Þá vill 65,1 prósent karla og 63,2 prósent kvenna ljúka umsóknarferlinu.

Hringt var í 800 manns og 88,9 prósent tóku afstöðu."

Tveir þriðju Íslendinga vilja ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 07:33

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þegar EES samningurinn var samþykktur töldu margir að hann bryti í bága við stjórnarskrá Íslands og telja en.Samt var talið að lítið mál yrði að segja sig frá samningnum ef til þess kæmi.En hver er staðan nú.Varla nokkur maður þorir að ympra á því að segja samningnum upp.Svo mikill er aumingjagangurinn, og fara fram á heiðarlegan tvíhliða viðskiptasamning við ESB stórveldið.Fyrst fáir telja að þorandi sé að segja upp EES samningnum, hvernig heldur fólk þá að staðan verði eftir að við erum kominn inn í ESBstórríkið, sem segist reyndar en ekki vera ríki, þótt það sé bæði með flagg og þing.Dettur einhverjum í hug að við munum eiga útgönguleið þaðan fyrst staðan er nú þessi með EES samninginn.Enginn leið verður til útgöngu þaðan eftir að inn er komið.Þetta ættu ungir framsóknarmenn sem og aðrir að hafa í huga.Með EES samningnum var stigið fyrsta skrefið að þeim efnahagshörmungum sem nú eru að sliga Ísland.Það sem bjargaði Íslandi var að við vorum ekki í ESB, jafnvel þótt við höfum verið pínd til að taka stærsta hluta reglugerðerplágu þeirra upp með EES samningnum.Burt með EES samninginn og gerum heilbrigðan viðskiptasamning við ESB, byggðan á gagnkvæmri virðingu og vináttu tveggja ríkja hvort fyrir öðru. Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 28.9.2010 kl. 07:38

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

GENGI EVRU er nú 50% HÆRRA gagnvart Bandaríkjadal og 37% HÆRRA gagnvart breska sterlingspundinu en í ársbyrjun 2002 þegar evruseðlar voru settir i umferð.

Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 07:52

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Grikkland, Spánn, eiga þessi lönd útgönguleið úr ESB.Nei. Ísland mun ekki eiga það heldur, eftir að inn er komið.Inðnaðarstórveldið Þýskaland makar krókinn á kostnað hinna ríkjanna.Nei við inngöngu í Evrópska stórríkið, arftaka Evrópuríkis Napóleons og Hitlers.

Sigurgeir Jónsson, 28.9.2010 kl. 09:33

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Myndi Bretland eiga útgönguleið úr ESB ef því skyldi detta það í hug nei.Þrátt fyrir óánægju margra breta með veru Bretlands í ESB hefur hvergi komið fram að það sé í alvöru möguleiki á því fyrir Breta að fara út, þrátt fyrir að á yfirborðinu eigi Bretland að geta sagt sig úr ESB hvenær sem því sýnist.Innganga Íslands þýðir veru í  ESB svo langt sem byggð er í landinu.Nei við ESB.Ef við viljum ganga í ríkjabandalag sem ríki getum við allt eins gengið í Bandaríkin eða Canada.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 28.9.2010 kl. 09:43

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The only member state to hold a national referendum on withdrawal was the United Kingdom in 1975, when 67.2% of those voting voted to remain in the Community."

Withdrawal from the European Union

Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 09:52

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In 1963, Norway and the United Kingdom applied for membership in the European Economic Community (EEC). When France rebuffed the UK's application, accession negotiations with Norway, Denmark, Ireland and the UK were suspended. This happened twice.

Norway completed its negotiations for the terms to govern a Norwegian membership in the EEC on 22 January 1972.

Following an overwhelming parliamentary majority in favour of joining the EEC in early 1972, the government decided to put the question to a popular referendum, scheduled for September 24 and 25.

The result was that 53.5% voted against membership and 46.5% for it."

"Norway entered into a trade agreement with the community following the outcome of the referendum. That trade agreement remained in force until Norway joined the European Economic Area in 1994.

On 28 November 1994, yet another referendum was held, narrowing the margin but yielding the same result: 52.2% opposed membership and 47.8% in favour, with a turn-out of 88.6%."

"Norway experienced rapid economic growth [...] from the early 1970s, a result of exploiting large oil and natural gas deposits that had been discovered in the North Sea and the Norwegian Sea.

Today, Norway ranks as the third wealthiest country in the world in monetary value, with the largest capital reserve per capita of any nation. Norway is the world’s fifth largest oil exporter, and the petroleum industry accounts for around a quarter of its GDP.

Following the ongoing financial crisis of 2007–2010, bankers have deemed the Norwegian krone to be one of the most solid currencies in the world."

Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 09:54

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Er Ísland olíuríki eins og Bretland og Noregur? - Nei.

Er Ísland með sterkan gjaldmiðil eins og Bretland og Noregur? - Nei.

Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 09:55

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

"AÐILDARSAMNINGARNIR sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en Í VIÐAUKA VIÐ ÞÁ eru sett fram SKILYRÐI AÐILDAR OG AÐLAGANIR Á STOFNSÁTTMÁLUM ESB, SEM ERU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF AÐILDARSAMNINGNUM.

Samanber til dæmis 2. gr. AÐILDARSAMNINGS BÚLGARÍU OG RÚMENÍU."

"HVER AÐILDARSAMNINGUR FELUR EINNIG Í SÉR BREYTINGU Á STOFNSÁTTMÁLUNUM [EVRÓPUSAMBANDSINS]."

Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 10:09

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:

Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands. Tímabundnar eða varanlegar veiðiheimildir, bls. 199-204:


"Þótt AÐILDARLÖGIN GETI vissulega FALIÐ Í SÉR BREYTINGAR Á RÓMARSAMNINGNUM eða öðrum grundvallarreglum verður ávallt að hafa í huga að SVO ER EKKI NEMA SKÝRT SÉ AÐ ORÐI KVEÐIÐ.

FRÁ ÁKVÆÐUM SAMNINGSINS VERÐUR AÐEINS VIKIÐ SAMKVÆMT ÓTVÍRÆÐRI HEIMILD.
"

"VIÐAUKAR OG BÓKANIR TELJAST HLUTI AÐILDARLAGANNA EN YFIRLÝSINGAR HINS VEGAR EKKI.

Saman mynda þessi skjöl eina heild SEM ER BINDANDI AÐ BANDALAGSRÉTTI."

Þorsteinn Briem, 28.9.2010 kl. 10:15

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigurgeir.

Ekkert af því sem þú ert að röfla tengist fréttinni.

Ekkert af því sem þú varst að bulla tengist raunveruleikanum heldur.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.9.2010 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband