Leita í fréttum mbl.is

Bóndi ber í borðið!

IIngimundur Bergmannngimundur Bergmann bóndi skrifar áhugaverða grein í Fréttablaðið í dag. Þar kveður við annan tón en venjulega hjá bændum eða amk bændaforystunni. Ingimundur segir meðal annars:

 ,,Komið hefur fram að eitt af því sem ESB hefur sett út á varðandi landbúnaðarkerfið íslenska sé að ekki sé auðvelt að sjá hvernig því fjármagni sem ráðstafað er til að styrkja íslenskan landbúnað sé varið. Við lestur bréfsins læðist að sá grunur, að það fari dálítið fyrir brjóstið á bændaforustunni að hugsanlega verði þar gerð breyting á: að greiðslur verði auðraktari og kerfið gert opið og gegnsætt. Það er nefnilega kunnara en frá þurfi að segja að í millifærslukerfinu íslenska, er þá ekki eingöngu átt við landbúnaðarkerfið, leynist mörg matarholan, sem þeim einum er kunnugt um sem innvígðir eru í viðkomandi kerfi."

Jafnframt bendir Ingimar á rökleysuna í tengslum við matvælaöryggið sem Bændaforystan leggur að miklu leiti til grundvallar því að Ísland geti ekki gengið í ESB en hann bendir á í grein sinni að mestu sé fóður innflutt :

,,Í málflutningi sínum hefur BÍ meðal annars haldið því fram að tryggja verði matvælaöryggi íslensku þjóðarinnar og talið að það verði best gert með því að halda Íslandi utan við ESB. Það er svo gjarnan látið fylgja með: að ef samgöngur til landsins einhverra hluta vegna stöðvist, þá sé gott að eiga matvælaframleiðslu sem duga muni þjóðinni í slíkum þrengingum.
Málflutningur af þessu tagi stenst ekki skoðun. Ef svo færi að samgöngur til landsins stöðvuðust, þá háttar þannig til að eitt það fyrsta sem færi úr skorðum er landbúnaðurinn. Ekki yrði flutt inn korn, olía, vélar, né varahlutir til þeirra. Engin áburðarverksmiðja er í landinu og ekki kæmi hann án samgangna. Þá má einnig geta þess, að ekki er vansalaust hve lítt hefur verið hugsað um að nýta búfjáráburð, en vonandi stendur það til bóta, þó ekki sé nema vegna þess hve áburðarverð hefur rokið upp að undanförnu. Landbúnaðarframleiðsla myndi sem sagt, nær stöðvast, fyrir nú utan allt annað sem úr skorðum gengi við slíka uppákomu."


Ingimundur lýkur grein sinni á þessum orðum:

,,Það er því ljóst að málflutningur Bændasamtaka Íslands stenst ekki hvað þetta varðar og kominn er tími til að BÍ snúi sér frekar að því að huga að hagsmunum íslenskra bænda innan Evrópusambandsins, ef til þess kemur að Ísland verði eitt af ríkjum þess, en að mála Bændasamtökin út í horn með málflutningi sem ekki þjónar hagsmunum umbjóðenda sinna, né íslensku þjóðarinnar."


Hér má finna grein Ingimundar Bergmann í heild sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband