Leita í fréttum mbl.is

Lettland: Stjórnin fékk endurnýjað umboð

Riga í LettlandiRíkisstjórn Lettlands hélt velli í kosningum, sem haldnar voru um helgina. RÚV segir frá þessu og þar stendur: ,,Stjórnarflokkarnir í Lettlandi fengu öruggan meirihluta á þingi í kosningunum í gær. Þegar búið var að telja þorra atkvæða voru flokkarnir með um 60% atkvæða og og allt að 2/3 þingsæta. Dombrovskis, forsætisráðherra, sagði í yfirlýsingu í nótt að hann ætli í dag að ræða um stjórnarmyndun við núverandi samstarfsflokka." Öll fréttin

 Lettar lentu illa í fjármálakreppunni, en úrslit kosninganna sýna að Lettar vilja ekki snúa við tímanum, heldur hafa gefið núverandi stjórn nýtt umboð til að halda áfram vinna landið út úr kreppunni.

Lettland stefnir á að taka upp Evruna sem gjaldmiðil árið 2014, en landið gekk í ESB árið 2004 og er því á fullu á ,,Evrópubrautinni."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Og 20% atvinnuleysi, og það mest á meðal rússneska minnihlutans í landinu. Frábært. Evran bjargar málunum  Ég endurtek, það sem ég hef áður sagt, Evrusinnar eru eins og áhangendur nasismans forðum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.10.2010 kl. 07:51

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nazizminn útrýmdi atvinnuleysi..

Óskar Þorkelsson, 3.10.2010 kl. 07:55

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson,

"Evrusinnar eru eins og áhangendur nasismans forðum."

DANSKA KRÓNAN ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.


"Denmark: the Danish kroner joined ERM II on 1 January 1999, and observes a central rate of 7.46038 to the euro with a narrow fluctuation band of ±2.25%."

Þorsteinn Briem, 3.10.2010 kl. 15:53

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga á Íslandi 1940-2008

Og hér hefur áður verið töluvert
atvinnuleysi, til dæmis á síðasta áratug.

Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58

Þorsteinn Briem, 3.10.2010 kl. 15:57

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Atvinnuleysi hefur verið svipað undanfarið í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum, eða 9,6% í Evrópusambandinu og 9,7% í Bandaríkjunum í maí síðastliðnum.

Atvinnuleysi í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum í maí 2010


Vinnumálastofnun - Atvinnuleysi hérlendis í maí 2010


Ísland er hins vegar örlítill vinnumarkaður miðað við Evrópusambandslöndin og Bandaríkin.

Þorsteinn Briem, 3.10.2010 kl. 16:02

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

GENGI EVRU er nú 52% HÆRRA gagnvart Bandaríkjadal og 39% HÆRRA gagnvart breska sterlingspundinu en í ársbyrjun 2002 þegar evruseðlar voru settir i umferð.

Þorsteinn Briem, 3.10.2010 kl. 16:19

10 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@ Vilhjálmur: Þar sem þú býrð í Danmörku, verslar þú næstum því í Evrum, þar sem danska krónan er beintengd henni. Er það ekki hræðilegt?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 3.10.2010 kl. 20:54

11 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Verðlag er hvergi hærra en í Evrópu en í Danmörku. Ég keypti um daginn íslenskan lambabóg frá Goða í verslun á Amager (til að styðja íslenskt). Hann kostaði 700 krónur á Íslandi, en 120 danskar hér. Það er hræðilegt, þegar kaupmenn verða að leggja svona mikið á í ESB. Maður fengi reyndar hvergi í Danmörku 1 kg. bóg fyrir tæpar 700 íslenskar krónur.

ESB kostaði Danmörku 55.000 störf á síðasta ári. Það er hræðilegt. Ég er líka atvinnulaus, og það í ESB. Það er auðvitað mjög hræðilegt.

Þið verðið að fara að gera ykkur grein fyrir því, ESB-limar, að það eru aðrar leiðir til að komast út úr kreppunni á Íslandi en að leita á náðir ESB.

Skari píla (Óskar Þorkelsson) er greinilega nasisti sem hlakkar til að komast í ESB til að drepa fleiri til að skapa minna atvinnuleysi. Er það þess vegna að hann býr í Noregi? Manni er bara spurn.

Úr Össuri í Eldinn

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.10.2010 kl. 06:15

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.

Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)."

"Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga OG SAMEIGINLEGAN VINNUMARKAÐ.

Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl."

Evrópska efnahagssvæðið
- Wikipedia

Þorsteinn Briem, 4.10.2010 kl. 07:16

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef einhver vill kvarta undan íslenskri aðlögun að Evrópusambandinu geta þeir hringt í Morgunblaðið.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Þorsteinn Briem, 4.10.2010 kl. 07:19

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"1.10.2010:

Atvinnuleysi ungs fólks í norrænu ríkjunum hefur aukist mikið.


Mest er atvinnuleysið í Svíþjóð eða 29%, 27% í Finnlandi, 16% á Íslandi, 13% í Danmörku en minnst í Noregi eða 9%.


Í ljósi þessarar þróunar ákváðu norrænu atvinnu- og menntamálaráðherrarnir á síðasta ári að láta framkvæma greiningu á aðgerðum ríkjanna til að sporna gegn atvinnuleysi ungs fólks.

Niðurstaða skýrslunnar Nordiska länders insatser mot ungdomsarbetslöshet er að vandamálin séu lík í öllum ríkjunum og hagkvæmt geti verið að nota sams konar lausnir til að taka á þeim.

Efst á óskalistanum eru aðgerðir gegn brottfalli úr skóla, einstaklingsbundin aðlögun náms og ekki síst aukin samþætting á milli atvinnulífs og skóla til að auðvelda aðlögun frá skóla út í atvinnulífið.

Í skýrslunni er mælt með nánara samstarfi ríkjanna og aukinni miðlun reynslu.

Þar er einnig fjallað um starfsmenntun og niðurstaðan er sú að námsframboð mætti gjarnan aðlaga betur að þörfum vinnumarkaðarins."

Norrænt samstarf varðandi vinnumarkaðinn á Norðurlöndunum

Þorsteinn Briem, 4.10.2010 kl. 07:43

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Frá árinu 1957 hafa Norðurlandabúar getað ferðast á milli Norðurlandanna án vegabréfs.

Vinnumarkaður
Norðurlandanna hefur verið sameiginlegur frá árinu 1954 og nú ferðast um 40 þúsund manns á viku milli landanna vegna vinnu.

Og álíka margir flytjast búferlum á milli Norðurlandanna á hverju ári.
"

Sameiginlegur norrænn vinnumarkaður frá árinu 1954

Þorsteinn Briem, 4.10.2010 kl. 08:20

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Skari píla (Óskar Þorkelsson) er greinilega nasisti sem hlakkar til að komast í ESB til að drepa fleiri til að skapa minna atvinnuleysi. Er það þess vegna að hann býr í Noregi? Manni er bara spurn.

Jöss.. 

Óskar Þorkelsson, 4.10.2010 kl. 11:01

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

verðlag í DK er samt mun lægra en í noregi þótt laun séu svipuð.. að vísu borga danir meira í skatt en norðmenn en.. það er rétt hjá Villa, DK er dýrt land. en verðlagið í dk kemur ekki ESB við því næsti nágranni dana í suðri er með mun lægra verðlag ..

Óskar Þorkelsson, 4.10.2010 kl. 11:03

18 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nei, Skari er enginn nasisti. Ljótt af mér að vera að segja þetta. Hann er bara smáöfgakenndur og greinilega flóttamaður frá sínu góða landi, sem hægt er að bæta án þess að ganga í ESB og án núverandi stjórnar á Íslandi.

Steini, ég legg til að þú hringir í Dabba og að þið ræðið málin. Ísland er reyndar búið að segja sig úr EES, með því að margbrjóta reglur. Maður nokkur, íslenskur, sem vildi kaupa sér fjölskyldubíl í Malmö, fyrir fé sem hann átti upp sparað á Íslandi, fékk ekki að taka út peningana sína á Íslandi og flytja til Svíþjóðar. EES er rugl og óskhyggja. Þeir einu sem EES hefur gagnað eru farands- og flóttamenn eins og Óskar Þorkelsson og allir Pólverjarnir og hinir rómuðu Litháar sem hafa reynst frekar mismunandi happafengur á Íslandi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.10.2010 kl. 13:26

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson,

Við Davíð Oddsson erum Snjáldruvinir.

Útlendingar halda uppi íslenskum sjávarútvegi og Pólverjar, sem eru í Evrópusambandinu, hafa lánað okkur Íslendingum háar upphæðir til að við getum greitt gömul erlend lán með raunverulegum gjaldeyri.

Þú ert hins vegar atvinnulaus í Danmörku og heldur þar engu gangandi, gyðingurinn. Smyrð ekki hjól atvinnulífsins. Koppafeitin ekki þín sterka hlið.

Þúsundir útlendinga starfa hér á Íslandi í til að mynda fiskvinnslu, verslun og ræstingum og halda því íslensku þjóðfélagi gangandi.

Þannig vinna þeir störf sem Íslendingar vilja ekki vinna, þar sem þau eru ekki nógu fín fyrir Mörlandann eða nógu vel launuð.

Enda ekki hægt að hækka hér laun í sjávarútvegi endalaust. Fjárfesta þurfti í bönkum og öðrum mikilvægari málefnum en að hækka hér launin. Erlent fiskvinnslufólk traust undirstaða í bankaútrásinni. Greiðir reikninginn með bros á vör.

Geir Haarde var forsætisráðherra þegar gjaldeyrishöftunum var komið hér á koppinn og þau verða tekin af næturgagninu þegar forsætisráðherrann fyrrverandi deilir töluvert minni koppi með öðrum happafeng. Haftalaust.

Og frúin hlær í betri bíl.

Þorsteinn Briem, 4.10.2010 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband