Leita í fréttum mbl.is

Össur vill fá bændur að ESB-borðinu

Össur SkarphéðinssonSvo segir í frétt á Eyjunni í dag: ,,Ég geri mér fyllilega grein fyrir mikilvægi sveitanna fyrir þjóðmenningu Íslands, og atvinnusköpun í dreifbýli. Ég hef hvorki vilja né hug til þess að selja frumburðarrétt þeirra fyrir baunadisk einsog Esaú forðum.“

Svo skrifar Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, til bænda en ráðherrann hefur sent Bændasamtökunum bréf þar sem hann vill fá bændur að borðinu varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Talar hann til þeirra sem „gamall Mýrarmaður.“

Hefur Össur bréf sitt á formála um hversu vel hann þekki bændur og kjör þeirra eftir að hafa sjálfur dvalist í sveit lengi vel. Svo bætir ráðherrann við að enginn þekki landbúnað eins og bændur og því sé það þeim mjög í hag að taka þátt í að móta framhaldið í samstarfi. Segir hann engan vafa leika á að margt muni falla Íslands megin við samninga við ESB."

Öll frétt Eyjunnar

Bréf Össurar til bænda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

íslenskir bændur hafa í gegnum 100 ár með kaupfélög og nokkur hundruð ár með einokunarverslur þar á undan vanist því að vitið komi að ofan.. það er lítil von til þess að þessi stétt vilji, geti eða hafi nokkurn áhuga á því að bæta kjör sín eða hafa áhrif á þau a´nokkurn hátt nema að biðja ríkið um meiri aur.. en vonandi tekst Össuri að breyta þessum hugsunarhætti íslenskra bænda.

Óskar Þorkelsson, 7.10.2010 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband