Leita í fréttum mbl.is

Birgitta baðst afsökunar - ætti að vera öðrum fyrirmynd

Birgitta JónsdóttirAnnað sem vakti mikla athygli í "Silfrinu" var afsökunarbeiðni Birgittu Jónsdóttur á hinni "mögnuðu" þingsályktunartillögu Vigdísar Hauksdóttur og Ásmundar Daða Einarssonar, sem miðar að því að stöðva umsóknarferlið að ESB, og ekkert annað!

Eyjan birtir m.a. frétt um þetta, en í lok hennar segir; ,,Málið var rætt í Silfri Egils í dag. Þar sagðist hún viðurkenna að það hafi verið mistök að styðja tillöguna, því slík atkvæðagreiðsla yrði til þess að varpa skugga á kosningu til stjórnlagaþings. Baðst hún jafnframt afsökunar á því að hafa stutt tillöguna, en sagðist draga stuðning sinn hér með til baka.

„Það er fatalt. Ég verð að viðurkenna að ég gerði mistök og ég biðst afsökunar á því. Ég kvittaði undir þetta án þess að hugsa alla leið. Ég mun ekki leggja til breytingu á þessu með styttingu á frestinum eða eitthvað slíkt. Mér finnst að stjórnlagaþingið eigi bara að fá að vera í friði,“ sagði Birgitta í Silfrinu."

Birgitta hefur manndóm í sér til þess að viðurkenna mistök sín og það er gott. Hún fær "kredit" fyrir það.

En það eru fleiri sem ættu að taka sér hana til fyrirmyndar! Arfaslök vinnubrögð, sem þessi, hafa vart sést á Alþingi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér verður aldrei haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort hér eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þorsteinn Briem, 24.10.2010 kl. 23:44

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það sem hvorki rúv né Eyjan segja frá er það, að Birgitta sagði að fólk hefði verið blekkt þegar samþykkt var að sækja um aðild að ESB.Það er að sjálfsögðu rétt hjá Birgittu.Það fólk sem samþykkti á Alþingi að sækja um ,á þeim forsendum að fá það sannreynt hvað ESB væri að bjóða,það fólk var blekkt og hefur nú Birgitta Jónsdóttir sagt að það sé skoðun sín.Til þess að koma í veg fyrir að landið verði í frosti næstu árin, vegna þess að vofa ESB hangir yfir Íslandi verður að setja tímamörk á viðræðurnar strax.ESB ætlar ekki að sína sitt rétta andlit fyrr því bíður við að horfa.ESB ráðherrann kingir því að sjálfsögðu.Að afstöðnum kosningum til stjórnlagaþings er að sjálfsögðu ekkert því til fyrirstðu að Alþingi setji tímamörk á "aðlögunarferlið"til að stöðva það, og það verði kosið um það sem ESB hefur lagt á borðið og því verði hafnað Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 25.10.2010 kl. 10:04

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fólk á Alþingi sem segist vera á móti aðild að ESB, á að hafa manndóm í sér og viðurkenna mistök sín, og hugsanleg brot á stjórnarskránni með því að kjósa gegn sannfæringu sinni á Alþingi.Það gerðu þingmenn VG. Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 25.10.2010 kl. 10:11

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 25.10.2010 kl. 14:24

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!

ÁFRAM STELPUR!!!

Þorsteinn Briem, 25.10.2010 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband