Leita í fréttum mbl.is

Björg Eva Erlendsdóttir á Smugunni: Heimssýn - VG og blámennirnir - Vonast eftir að Bjarni Harðar biðjist afsökunar

Björg Eva ErlendsdóttirBjörg Eva Erlendsdóttir, skrifar hvassan pistil á vefritið Smuguna um málþing VG, sem haldið var um helgina. Greinilegt er að þar hefur sitthvað gengið á, enda Nei-sinnar argir og fúlir eftir hina háðuglegu útreið Heimssýnar-tillögunnar svokölluðu, sem lög var fram á Alþingi um daginn.

Björg Eva segir m.a.: ,,Heimssýn leyfir ekki að þjóðin kynni sér Evrópusambandið. Enda er það óþarfi, því sannleikur Heimssýnar liggur fyrir og efist menn um hann er stutt í landráðastimpilinn. Heilagur sannleikur Heimssýnar er eftirfarandi:

Umsókn um aðild að Evrópusambandinu er aðför að fullveldi landsins. Þeir sem styðja hana vilja varpa sjálfstæði þjóðarinnar fyrir róða. Evrópusambandið ætlar að sölsa undir sig auðlindir Íslendinga. Evrópusambandið mútar Íslendingum og flækir þjóðina í aðlögunarferli sem ekki verður aftur komist út úr. Forysta VG liggur flöt fyrir Samfylkingunni og hefur svikið kjósendur sína. ESB-umsókn jafngildir landsölusamningi.

Heilagur sannleikur Heimssýnar er yfirlýsing um að Danmörk, Svíþjóð og Finnland séu ekki fullvalda ríki. Hann er yfirlýsing um að Eva Joly sé útsendari markaðsafla í Evrópu en ekki umhverfissinni sem hvetur Íslendinga til inngöngu í ESB. Heilagur sannleikur Heimssýnar felur í sér skilgreiningu á orðinu mútur sem er ný á Íslandi, því engir peningar hafa verið taldir blóðpeningar fyrr en evrópskir nú. Heilög Heimssýn lýsir því líka yfir að samþykktir VG séu ekki pappírsins virði. Þótt stofnanir flokksins hafi samþykkt að gert yrði út um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu gildir það einu. Heimssýn hefur uppgötvað að umsóknin ein er landssölusamningur."

Síðan gerir Björg Eva að umtalsefni, að því er virðist, kostuleg ummæli Bjarna Harðarsona, nýliða í VG og nýráðinn upplýsingafulltrúa Jóns Bjarnasonar.

Björg skrifar: ,,Sorglegt er fylgjast með umræðum í þessum gæðaflokki. En það er þó ekki það versta. Sorglegast af öllu er að geta ekki með góðri samvisku varist árásum ESB-sinna í Samfylkingunni sem segja Evrópuandstöðu VG byggja á öfgaþjóðernishyggju. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi þingmaður Framsóknar, hefur nú sannað að þjóðernisöfgatal Samfylkingarmanna er ekki úr lausu lofti gripið.

Enginn veit hvort Bjarni ætlaði að vera fyndinn eða hvort hann meinti það sem hann sagði í pallborði VG um helgina. Sem brandari var yfirlýsingin glötuð og sem alvara var hún skuggaleg. Fyrst þrumaði Bjarni heimsendaspá Heimssýnar um endalok fullveldis og fór fögrum orðum um Heimssýn. Síðan sagði Bjarni  gagnrýni á þjóðernishyggju í Heimssýn ómaklega, þótt vissulega væri þar ákveðinn hópur sem byggði andstöðu sína við Evrópusambandið á að vilja ekki mæta blámönnum á götu í Reykjavík. En það gerði nú ekkert til, Bjarni gæti vel unnið með slíku fólki líka.

Vonandi fór Bjarni framúr sér í forneskjulegum auladraugahúmor. Vonandi biðst hann afsökunar, eins og hann hefur verið maður til áður. Bjarni ætti að vera nógu víðsýnn til að sjá að sér og skilja að á tímum þar sem öfgaþjóðernisflokkar styrkjast hratt er svona gaman grátt. Því miður eru sjónarmiðin sem Bjarni lýsti svo ósmekklega raunverulega til í Heimssýn. Í VG, sem styður jafnrétti og bræðralag þjóða, vinnur fólk ekki að betra samfélagi með þjóðernissinnum sem vilja ekki sjá blámenn á götunum. Pistill Bjargar Evu í heild sinni

Eyjan er einnig með frétt um málið

AF ÖFGUNUM SKULUÐ ÞÉR ÞEKKJA ÞÁ!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Um þetta verður ekki sagt annað en það, að Björg Eva þekkir ekki Bjarna Harðarson ,ef hún heldur það að hann sé Nazisti. Það er ekki annað hægt en að hlæja að þessu.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 25.10.2010 kl. 22:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sómalaus og sauður,
Sigurgeir ei rauður,
slyppur hann og snauður,
snoðinkollur auður.

Þorsteinn Briem, 25.10.2010 kl. 22:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sóma engan sýnir hann,
Sigurgeir hér lygar spann,
í löngum bunum ræpan rann,
raun er fyrir Skaparann.

Þorsteinn Briem, 25.10.2010 kl. 23:02

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Stórskáld ESB yrkir.Nú í bundnu máli.Hann fær örugglega ESB verðlaunin fyrir skáldskap.

Sigurgeir Jónsson, 26.10.2010 kl. 00:38

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir er elliær,
engin ljós í kolli skær,
úldinn fisk hann át í gær,
asni feitur sem vanfær.

Þorsteinn Briem, 26.10.2010 kl. 00:58

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Spáni fann loks spilltan mann,
en Spanjólana elskar hann,
á spænskum pæjum rassinn rann,
raunasögur margar kann.

Þorsteinn Briem, 26.10.2010 kl. 13:58

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini Briem í bragarflím

bindur hugsun ljóta,

yrkir í vímu ræpurím,

sem reyndar fáir njóta.

Jón Valur Jensson, 26.10.2010 kl. 15:03

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Undarleg er Eva Björg,

ekki' eru hennar rökin mörg,

sem bitlaus brýnið nuddar.

Illt er það og allt svo satt:

Ísland sjálft fer harla flatt,

eignist það evrópskir tuddar.

Jón Valur Jensson, 26.10.2010 kl. 15:23

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón er flón og Jón er Valur,
Jón er fyrir krónu falur,
frjáls er án hans fjallasalur,
forn í tali tómur malur.

Þorsteinn Briem, 26.10.2010 kl. 15:47

10 Smámynd: Ragnar Arnalds

Stundum er furðulegt hvernig fólk getur skynjað sama atburðinn með gjörólíkum hætti. Ég var þátttakandi í umræðum á málefnaþingi VG um helgina og hlýddi þar á panelumræður sem Bjarni Harðarson tók þátt í. Að mínu áliti er það hrapallegur misskilningur, ef ekki vísvitandi rangtúlkun, að halda því fram að Bjarni hafi sagt þar um Heimssýn að „vissulega væri þar ákveðinn hópur sem byggði andstöðu sína við Evrópusambandið á að vilja ekki mæta blámönnum á götu í Reykjavík“, eins og Björg Eva Erlendsdóttir fullyrðir í vefritinu Smugan. Þetta sagði Bjarni alls ekki. Hann sagði að vísu að til væri fólk sem andvígt væri ESB og bæri það fyrir sig að það vildi ekki sjá blámenn á hverju götuhorni. En framsetningin bar þess skýr merki að orðfærið væri tekið úr munni þessa fólks og hann væri síður en svo ánægður með þess háttar málflutning. Þvert á móti! Það þarf mikla illkvittni í garð Bjarna til að leyfa sér að snúa út úr ummælum hans og kenna þau við „þjóðernisöfgatal“ eins og Björg Eva gerir. Ekki er síður ósvífið að kenna þess háttar viðhorf við Heimssýn, því að málflutningur Heimssýnar hefur aldrei snúist um þjóðerni fólks heldur um fullveldi landsins og þau fullveldisréttindi sem þjóðin afsalar sér til ESB, ef til aðildar kemur, t.d. rétti sínum til að gera fiskveiðisamninga við önnur ríki. Ég hef starfað í Heimssýn frá stofnun fyrir átta árum og hef aldrei heyrt þar nokkurn mann tala af óvirðingu um fólk af öðrum litarhætti. Röksemdir okkar snúast um framsal fullveldisréttinda, auðlindamál og efnahagsmál. Björg Eva á margt ólært ef hún ímyndar sér að Íslendingar séu eina þjóðin sem óttast verulega skerðingu fullveldis síns við ESB-aðild. Bráðum eru fjórir áratugir liðnir síðan Bretar og Danir gengu í ESB og í báðum ríkjum er enn mjög sterk andstaða gegn frekari samrunaþróun; sem sagt þar hefur fólk uppi öflug mótmæli gegn frekari skerðingu fullveldisréttinda. Margsinnis hafa Danir hafnað því í þjóðaratkvæði að taka upp evru og Bretar hafa aldrei léð máls á því. Ástæðan er sú að þessar þjóðir telja það mikilvægan þátt í fullveldi sínu að hafa eigin gjaldmiðil. Satt að segja er nú orðið leitun á fólki sem leyfir sér að afneita því blákalt að ESB-aðild feli í sér skert fullveldi, eins og Björg Eva reynir þó að gera í pistli sínum.                                               Ragnar Arnalds

Ragnar Arnalds, 26.10.2010 kl. 16:17

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flott innlegg frá Ragnari Arnalds, slær í 1. lagi blámanns- og rasistaröksemd Bjargar Evu algerlega út af laginu (og af borðinu!), þarna hefði hún mátt vinna vinnuna sína betur, og í 2. lagi heldur hann uppi góðri sókn fyrir þau fullveldisrétindi, sem hér eru í húfi fyrir okkur Íslendinga.

Voldug ríki, hvað þá þau sem vilja verða stórveldi, setja aldrei alvarlegar réttindakröfur fram í samningum og sáttmálum án þess að þar búi full meining að baki. En aðildarsamningar ESB við einstök ríki, m.a. Svíþjóð, Austurríki og Finnland, finnihalda ákvæði um fortakslaust löggjafarvaldsafsal, þar sem samþykkt er fyrir fram að taka við ÖLLUM lögum og reglum frá ESB, þar komi þjóðþingin hvergi að málum og verði jafnvel að sætta sig við, að þeirra eigin lög geti ógilzt, ef þau rekast á við (are in conflict with) ESB-lög. Niðurstaðan í okkar tilfelli yrði, að Alþingi yrði breytt í 3. flokks undirþing.

Það er harla aumt að hugga sig við, að í krafti 0,06% atkvæðavægis í ráðherraráðinu og 0,8% vægis á Evrópuþinginu í Strassborg gætum við reynt að sporna á móti broddunum! Jafnvel með samanlögðum atkvæðastyrk Dana, Svía og Finna (alls 4,02%), hefðum við ekki stoð af nema 4,08% atkvæða í ráðherraráðinu (frá 2014). Frá ráðherraráðinu kom t.d. "reglan" óstöðuga um hlutfallslegan stöðugleika, og í ráðherraráðinu yrði hún endurskoðuð og henni jafnvel skipt út fyrir nýtt skipulag. Þá er nú ekki ónýtt að hafa þar 0,06% atkvæða til að fella það!!!

Neitunarvald einstakra ríkja hefur líka verið á útleið, gleymum því ekki. Samruna- og miðstýringarþróunin er í gangi, m.a. með Lissabonsáttmálanum.

Að leggja fjöregg íslenzks löggjafarvalds og fullveldis í hendurnar á ESB-valdhöfum er ótrúleg skammsýni og alger höfuðsynd gegn Jóni Sigurðssyni forseta og öllum þeim sem börðust fyrir sjálfstæði lands og þjóðar.

Jón Valur Jensson, 26.10.2010 kl. 17:16

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Margsinnis hafa Danir hafnað því í þjóðaratkvæði að taka upp evru og Bretar hafa aldrei léð máls á því.

Ástæðan er sú að þessar þjóðir telja það mikilvægan þátt í fullveldi sínu að hafa eigin gjaldmiðil."


DANSKA KRÓNAN ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.


"Denmark: the Danish kroner joined ERM II on 1 January 1999, and observes a central rate of 7.46038 to the euro with a narrow fluctuation band of ±2.25%."

Þorsteinn Briem, 26.10.2010 kl. 17:53

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"FÆREYSKA KRÓNAN" ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.

"Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.

Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.
"

Þorsteinn Briem, 26.10.2010 kl. 17:54

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

FÆREYJAR.

"20% of Faroe Islands' national budget comes as economic aid from Denmark, which is about the same as 50% of Faroe Islands' total expense budget."

The Faroe Islands
- Wikipedia

Þorsteinn Briem, 26.10.2010 kl. 17:55

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

SJÁLFSTÆÐUR ÍSLENDINGUR.

"Guðmundur Jóhannesson ellilífeyrisþegi fær á bilinu 48 til 69 þúsund krónur á mánuði frá Tryggingastofnun.

Þá fær hann um þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóðnum Gildi og 53 þúsund krónur frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna.

Flesta mánuði þarf Guðmundur að draga fram lífið á 121 þúsund krónum á mánuði. Eiginkona hans er öryrki.

Hann á að baki 56 ára starfsferil á vinnuvélum og í erfiðisvinnu og segist aldrei hafa tekið sér svo mikið sem sumarfrí um ævina. Ekki einu sinni farið til útlanda.


Síðasta starf Guðmundar áður en hann fór á eftirlaun var hjá verktakafyrirtæki sem varð gjaldþrota árið 2008.

Hann átti inni fjögurra mánaða laun hjá fyrirtækinu og fékk á endanum hluta þeirrar kröfu greiddan, alls um 593 þúsund krónur.

Lepur dauðann úr skel eftir 56 ára erfiðisvinnu

Þorsteinn Briem, 26.10.2010 kl. 17:57

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

RAGNAR ARNALDS Á ÍSLANDSMET Í VERÐBÓLGU OG ER ÞÁ MIKIÐ SAGT!

Verðbólga á Íslandi 1940-2008


Og hér hefur áður verið töluvert
atvinnuleysi, til dæmis á síðasta áratug.

Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58

Þorsteinn Briem, 26.10.2010 kl. 18:02

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pínlegt undir pilsi falds,
póstinn sendi hér Arnalds,
kapítalsins krappur dans,
kominn er til Andskotans.

Þorsteinn Briem, 26.10.2010 kl. 18:43

18 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Flott að fá RA til að koma fram með stefnu Heimssýnar sem fór eithvað í munnskolum hjá Bjarna Harðar.

Fullveldistal Heimssýnar er þó afar óljóst enda meira í ætt við slagorð eða spuna. Það eru fáir sem þekkja sig í þeirri ímynd þjóðarinnar að hún sé núna fullvalda og án ytri skilyrða.

Saga utanríkisstefnu Íslendinga er á eina lund saga smáþjóðar sem hefur orðið að deila fullveldi sínu. Fyrst með Dönum og síðan Bandaríkjamönnum.

Þegar Bandaríkin misstu áhugann á Íslandi sem endaði með brottför hersins komst þjóðin í fullveldissamstarf með ESB í gegnum EES samninginn. Þar var öllu veldi deilt nema fiskveiðistjórnun og nyt í kúm. Þar sem eigin gjaldmiðill þjóðarinnar var á tímabili talinn gjaldgengur sofnuðu stjórnvöld á verði sínum og misstu völd fjármála og gjaldmiðils í hendur AGS sem við deilum fullveldinu með.

Unnum við ekki þorskastríðið? Tja það er spurning. Við urðum á endanum að afsala "fullveldi yfir frekari útfærslum" fyrir Hafréttarsáttmálann. Hendur okkar eru bundnar. Nú er ekkert svigrúm lengur.

Þjóðin á ekki lengur neina vísa vini nema með skilyrðum. Við fáum ekki lán til bankastarfseminnar nema með skilyrðum um verklega fræðslu hjá AGS.

Allar þjóðir heims munu um alla framtíð eiga í baráttu við að halda sínum hlut. Sínum hlut já en ekki annara. ESB er hugsað til að allir aðilar geti haldið sínum hlut en það gerist ekki passíft á þeim vettvangi frekar en öðrum. Ef Danir og Bretar hafa ástæðu til að verja sinn hlut þá gera þeir það og geta það þrátt fyrir ESB. Viðkomandi þjóðir eru ekki á leiðinni út.

Niðurlægingin er alsber. Fyrir þessari niðurlægingu stóð Ragnar Arnalds ekki og er ómaklega sakaður hrunið um það þó hann hafi einhverntíman þótt slakur fjármálaráðherra. Hins vegar hafa arkítektar íslenska efnahagshrunsins tekið yfir Heimssýn og er átakanlegt að sjá hvernig fyrrum stoltir ráðamenn Alþýðubandalagsins eru teymdir fyrir vagninn og att á foraðið á meðan Styrmir og Björn Bjarna halda um taumana enda milliliðir útgerðarinnar sem hellir bensíni á áróðursvélina.

"Vinstri" menn á Íslandi töpuðu þegar herinn fór því þá var ekkert eftir af "hugsjónum" þeirra. Ekkert til að berjast fyrir nema að snúa sér gegn ESB. Þvílík tímaskekkja og sjálfseyðingarhvöt. Þetta er afsakanlegt af "gömlum" mönnum að skynja ekki tækifærin sem skapast þegar þau sem áður fundust hafa glatast. En að gera það í félagi og fullri sátt við "hin myrku öfl" Sjálfstæðisflokksins get ég ekki fyrirgefið. Það sýnir forherðingu á háu stigi og mjúkmælgi og útúrsnúningar duga skammt.

Gísli Ingvarsson, 26.10.2010 kl. 20:52

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er hlálegt að sjá Steina-eða-hvað-hann-nú-heitir Briem voga sér að gefa í skyn, að atvinnuleysi hafi verið hér eitthvað verulegt á síðustu áratugum. Tvö stutt tímabil atvinnuleysis hafa komið þar fyrir bankakreppuna (síldarleysisárin á 7. áratugnum það lengra), annars verið rífandi full vinna fyrir nánast alla og oft skortur á vinnuafli. "Og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi, til dæmis á síðasta áratug." Hlálegt að segja þetta með það í huga, að Evrópubandalagið hefur verið með nánast stöðugt mikið atvinnuleysi í 20 ár a.m.k. Farðu í læri um það til Gunnars Rögnvaldssonar, Steini, hann gæti kennt þér margt, og vertu ekki svona hortugur og ónæmur fyrir lærdómi.

Jón Valur Jensson, 26.10.2010 kl. 21:18

20 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það kemur mér ekkert á óvart að Jón Valur taki Gunnars Rögnvaldssonar trúarlegan. Gunnar Rögnvaldsson lýgur til ESB með því að blekkja lesendur sína með því að ljúga tölfræðilega.

 @Ragnar Arnalds, 26.10.2010 kl. 16:17, Þú hefur staðið fyrir samtökum sem stefna að algerri einangrun Íslands og þú stefnir að því að reka utanríkisstefnu sem byggir á umræddri einangrun. Enda varstu og ert á móti EFTA aðild Íslands, EES aðild Íslands og núna í dag hugsanlegri ESB aðild Íslands. Svona heimóttarlegir menn eins og þú starfið á grunni kynþáttahyggju og rasisma. Gildir einu þó svo að þú reynir að þræta fyrir það hérna eða annarstaðar þetta er staðreynd og Bjarni Harðar missti sannleikan óvart útúr sér á málefnaþingi Vinstri Grænna um síðustu helgi.

 Það er ennfremur ljóst að fullveldi Íslands er lítil virðis ef það tekur ekki þátt í samfélagi þjóðana og með ESB aðild Íslands þá er fullveldi íslendinga styrkt í sessi á alþjóðavísu og til framtíðar.

Það eru menn eins og þú sem eru til skammar, enda ertu ekkert nema talsmaður fortíðar og hugsunarháttar sem er best geymdur á þjóðminjasafninu sem viðvörun til komandi kynslóða á Íslandi.

Það er ekki Eva sem á margt ólært hérna. Það ert þú Ragnar sem á margt ólært um samskipti þjóða. Þá sérstaklega smáþjóða eins og íslenskra þjóða. Það er ennfremur ljóst að sú einangrun sem þú aðhyllist yrði íslensku þjóðinni dýr og ekkert nema hrein hörmung.

@Jón Valur, Þú vitnar í sjálfan þig = ómarktækt bull.

Jón Frímann Jónsson, 26.10.2010 kl. 23:08

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Margt er það sem þú þvælir, Frímann, á ekki að verða neinn endir á því?

Ragnar Arnalds hefur lengi talað opinskátt og skorinort um utanríkis- og viðskiptastefnu sem er fjarri því að miðast við einhverja einangrun. Hann er rétt eins og ég og sennilega allir fullveldissinnar fylgjandi þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu samstarfi. En ESB er bæði sjálfselskt tollmúrasamfélag 7,29% jarðarbúa sem og lútandi forsjá gamalla stórvelda og nýlenduvelda (sbr. hér) og krefur hverja nýja þjóð formlega um uppgjöf mikilvægustu og æðstu löggjafarvalds-réttinda. Þetta gerir engin alþjóðastofnun nema þetta Esb, ef það þá verðskuldar heitið alþjóðastofnun.

Táningar eiga sízt að vera með aðhrópan að rosknum virðingarmönnum eins og Ragnari, sem safnað hefur í sjóð mikilli lífs- og veraldarvizku og býr yfir mikilli þekkingu einmitt á þessu sviði (sbr. 11 ára gamla bók hans: Sjálfstæðið er sístæð auðlind (að mestu um Esb), auk þess sem þetta er líka listrænn hæfileikamaður.

Umsjónarmenn síðunnar eiga að koma í veg fyrir svona dónalegt aðkast pilts þessa fyrir norðan.

Jón Valur Jensson, 27.10.2010 kl. 00:44

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Geta má þess, að Ragnar er góður íþróttamaður, afar öflugur skriðsundsmaður og gæti auðveldlega tekið pjakkinn í ærlega bóndabeygju.

Jón Valur Jensson, 27.10.2010 kl. 00:47

23 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Komdu með staðreyndir máli þínu stuðnings. Hingað til hafa "heimildir" þínar verið ekkert annað en tómt bull og lítið hald í þeim.

Stefna Ragnar Arnalds er mjög einföld og hún er að setja Ísland í þá efnahagslegu stöðu eins og það var fyrir aðild Íslands að EFTA árið 1970 (fríverslunarsamningur Íslands og ESB er frá árinu 1972 og er ennþá í gildi).

Ragnar Arnalds á enga virðingu skilið, enda hefur maðurinn ekki gert neitt sem er virðingarvert við hans störf. Þær ákvarðanir sem hann tók í kringum 1980 eru ekkert annað en alvarleg afglöp í starfi og Ragnar Arnalds hefði með réttu átt að kæra fyrir Landsdóm og dæma hann þar fyrir afglöp í starfi sem ráðherra.

Ísland er ennfremur tollmúraland. Þar sem tollmúrar eru reistir til þess að vernda hagsmuni hinna fárru á kostnað hinna mörgu.

Ég er ennfremur ekki táningur eins og þú heldur fram hérna. Þessi fullyrðing þín hérna sýnir bara hversu fáránlega heimskur þú í rauninni ert og hefur alltaf verið.

Ég tek ekki mark á því þegar þú vitnar í sjálfan þig. Enda eru það ekki heimildir og hafa aldrei verið.

Jón Frímann Jónsson, 27.10.2010 kl. 01:52

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það ráða' ekki allir við rausið í sér

né rétta þekkja tímann.

Bjúgverpill reynist hvað ofmælt er ...

örðug er lífsins glíman.

Svo ruglast enginn á þvengmjóum þér

og þéttingsvöxnum Heman.

"Það tekur víst enginn mark á mér!"

mæddur stynur Frímann.

Jón Valur Jensson, 27.10.2010 kl. 02:12

25 identicon

Og þessi þjóð á að koma sér saman um stjórnarskrá...

Stjórnmál á Íslandi þessa dagana og umræðan, er svona eins og að setja nokkra apa inní búr með einn banana og láta þá svo komast að samkomulagi um að deila honum sanngjarnt.

Stærsta vandamálið er að við höfum engan leiðtoga.

H. Valsson (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 16:52

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stalín át bananann sjálfur í sínu apabúri, eins og aðrir "sterkir leiðtogar".

Þorsteinn Briem, 27.10.2010 kl. 17:21

27 identicon

Já, eins og sósíalisminn er nú falleg hugmynd, þá eru verstu birtingarform hans ekki falleg. Var Hitler sósíalisti?

Þegar allir eiga að fá jafn mikið, enda oft allir með að fá jafn lítið. Nema náttúrulega þeir sem segja að allir fái jafn mikið, þeir fá of mikið.

H. Valsson (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 18:10

28 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Ritstjórn bloggsins vill beina því til þátttakenda í umræðum hér að vera MÁLEFNALEGIR, hvort sem menn eru með eða á móti aðild og aðildarviðræðum.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 27.10.2010 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband