Leita í fréttum mbl.is

Magnús Bjarnason: Ástæðulaust að flýta sér - mikilvægt að ná góðum ESB-samningi

Magnús BjarnasonDr. Magnús Bjarnason vakti mikla athygli í "Silfrinu" á sunnudaginn, þegar hann ræddi ESB-málið. Eins og fram hefur komið hér á blogginu verður hann með fyrirlestur í HR á laugardaginn, var í HA í dag.  

RÚV birti frétt og viðtal við hann í dag, þar sem hann leggur á það áherslu að mikilvægt sé að flýta sér ekki í aðildarviðræðunum, eða eins og segir í fréttinni; ,,Magnús segir mikilvægt að flýta sér ekki í aðildarviðræðum og að auðvitað skipti miklu máli að ná góðum samningum um sjávarútvegsmál."

Varla er hægt að vera meira sammála Magnúsi. Það skal vanda málið og það er t.d. markmið samninganefndar Íslands að ná sem bestum samningi.

ESB-málið er ekkert "flýti-verkefni" og það er heldur ekki bara efnahagslegt verkefni, aðildin snýst t..d. um stöðu Íslands í alþjóðakerfinu og pólitísk áhrif. Svo eitthvað sé nefnt.

Í fréttinni segir einnig ...,,ef Íslendingar ákvæðu að ganga í Evrópusambandið mætti gera ráð fyrir að kosið yrði um samninga árið 2015 og hægt að ganga í myntbandalagið árið 2020, að því gefnu að efnahagsmál hér á landi yrðu komin í lag." 

En Íslendingar eru í þeirri stöðu að aðildarviðræður geta tekið mun skemmri tíma, gangi þær vel, vegna aðildar okkar að EES-samningnum. Framhjá því verður ekki litið.

ESB-málið er ekki bara mál fyrir núverandi kynslóð(ir) heldur einnig fyrir kynslóðir framtíðar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Göngum hægt um gleðinnar dyr.

Þorsteinn Briem, 27.10.2010 kl. 20:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu í ársbyrjun 1994.

Formaður Vinnuveitendasambands Íslands í árslok 1997:


"SÍÐUSTU þrjú árin hafa lífskjör landsmanna batnað til muna og kaupmáttur launa farið ört vaxandi.

Skattframtöl fyrir árið 1996 sýna að kaupmáttur atvinnutekna í heild hafi aukist um rúm 6% og verður að fara áratug aftur í tímann til að finna sambærilega hækkun.


Nýjustu upplýsingar Kjararannsóknarnefndar benda til þess að kaupmáttaraukinn verði enn meiri á þessu ári.

Á þremur árum hefur því kaupmáttur tekna landverkafólks hækkað um 15-20%.


Þetta eru miklu meiri breytingar launa og kaupmáttar en í öðrum Evrópuríkjum. Þar eru tekjubreytingar um þessar mundir 3,5-4% að jafnaði og árleg kaupmáttaraukning um 2%.

Kaupmáttaraukningin er mun meiri en búist var við fyrirfram.


Laun hafa hækkað nokkuð umfram samninga en miklar kostnaðarhækkanir hafa ekki leitt til samsvarandi hækkunar á verði vöru og þjónustu.

Verðbólgan hefur með öðrum orðum verið mun minni en vænta mátti.

Skýringin liggur í aukinni framleiðni sem orsakast meðal annars af harðri samkeppni, svo og miklu betri nýtingu afkastagetu í atvinnurekstri samfara mikilli veltuaukningu.

Fyrirtækin hafa þannig brugðist við af mikilli snerpu og staðið undir miklu meiri vexti en vænst var."

Evrópska efnahagssvæðið
- Wikipedia

Þorsteinn Briem, 27.10.2010 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband