27.10.2010 | 22:39
Engar krónur hjá CCP - bara Evrur!
Á heimasíðu Samfylkingarinnar birtist þetta:
,,Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP sagði á hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar í gær um Evru eða krónu, að fyrirtæki hans væri í raun búið að leggja krónuna einhliða niður, þar sem þau nota hana ekki.
Allir starfsmenn fyrirtækisins fá greitt í Evru í dag. Nú eru tæplega 300 starfsmenn hjá fyrirtækinu hér á landi þar af hafa 80 manns flust til Íslands til að starfa hjá CCP. Alls starfa um 600 manns hjá CCP og bara á þessu ári hafa verið ráðnir um 200 manns til starfa. Fram kom hjá Hilmari að árið 2005 hafi horfið 150 milljón króna hagnaður CCP þegar krónan styrktist uppúr öllu valdi. Hann telur gjaldeyrishöftin sturluð og það sé afar flókið að reka alþjóðlegt fyrirtæki í þessu örmyntakerfi sem við búum við nú. Hilmar fór síðan yfir hið mikilvæga framlag sprotafyrirtækja og hugbúnaðariðnaðarins í hagkerfi landsins."
CCP framleiðir einn besta netleik heims: EVE-Online
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Sammála Veigari, gjaldeyrishöftin eru í raun „sturluð“. Veit það af eigin raun.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 22:49
Auðvitað eiga fyrirtæki að gera upp í þeim gjaldmiðli sem þau vilja.Hvort sem það er evra,króna eða dollar.En er ekki meirihluti tekna CCP í dollar.CCP gengur vel þótt Ísland sé ekki í ESB.Ekki voru það aðilar innan ESB sem komu til íslands og stofnuðu CCP. Það voru Íslendingar sem stofnuðu CCP og hafa sýnt það að ESB er ekki nafli Alheimsins.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 27.10.2010 kl. 22:50
"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."
Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Um 300 manns starfa nú í höfuðstöðvum CCP í 101 Reykjavík
Þorsteinn Briem, 27.10.2010 kl. 23:18
Stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi
Þorsteinn Briem, 27.10.2010 kl. 23:19
CCP á Grandagarði í Reykjavík selur áskrift að tölvuleiknum (Netleiknum) EVE Online fyrir um 15 evrur á mánuði og erlendir áskrifendur eru nú tæplega 300 þúsund talsins.
Tekjur CCP af EVE Online eru samkvæmt því um 600 milljónir króna á mánuði, eða um sjö milljarðar króna á ári, miðað við núverandi gengi, og jukust að sjálfsögðu í krónum talið með gengishruni krónunnar nú í haust. Gengi krónunnar mun hins vegar hækka frá því sem nú er en áskrifendunum fjölgar jafnt og þétt.
Um sjö milljarða króna gjaldeyristekjur á ári af þessum eina tölvuleik nægja til að greiða laun um tvö þúsund manna með 300 þúsund króna tekjur á mánuði, til dæmis í álveri.
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu hins vegar um 500 manns í lok síðastliðins árs, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, fái þar nú 308.994 króna mánaðarlaun.
En Norðurál þarf að sjálfsögðu að flytja inn gríðarmikið hráefni til framleiðslu sinnar.
Steini Briem, 19.10.2008 kl. 23:22
Þorsteinn Briem, 27.10.2010 kl. 23:20
Samtök iðnaðarins:
"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.
Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.
Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.
Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.
Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.
Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% flyst úr landi."
Þorsteinn Briem, 27.10.2010 kl. 23:22
3.10.2009:
"Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi [Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins,] tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi. Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi.
Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP.
"Hvert starf í þessum geira, sem við fjárfestum í, kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki.
Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti einn milljarð króna.
Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar.""
Stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi
Þorsteinn Briem, 27.10.2010 kl. 23:24
"Á þriðja ársfjórðungi 2010 fæddust 1.300 börn en 490 einstaklingar létust. Og á sama tíma fluttust frá landinu 510 einstaklingar umfram aðflutta.
Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 920 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 410 fleiri en þeir sem fluttust brott frá landinu."
Landsmönnum fjölgar ekki
Þorsteinn Briem, 27.10.2010 kl. 23:26
Sigurgeir: Erum við sammála núna? Ég held það nú bara;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 23:28
Sigurgeir er ALLTAF sammála!!!
Þorsteinn Briem, 27.10.2010 kl. 23:31
Framtíð Íslands er björt án ESB aðildar.steini br. stórskáld ESB, hefur komið með rök fyrir því. Og það í óbundnu máli.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 27.10.2010 kl. 23:46
Í Evrópuna stífa steypum,
stafkarlana hér í reipum,
ljótan á þeim túlinn teipum,
tilberunum á þá hleypum.
Þorsteinn Briem, 27.10.2010 kl. 23:52
Hagnaður Marels 2,4 milljónir evra
Þorsteinn Briem, 27.10.2010 kl. 23:59
Sigurgeir. Þú varst greinilega ekki á fundinum þar, sem Hilmar hjá CCP flutti sitt erindi. Það er alveg rétt hjá þér að það voru ekki aðilar innan ESB, sem komu og stofnuðu fyrirtækið. Hann sagði hins vegar að það væri mjög erfitt að reka alþjóðlegt fyrirtæki í landi með sveiflukennda örmynt. Það er aðalástæðan fyrir því að til dæmis hefur starfsemi Össurar og Marels að mestu farið úr landi.
Hann sagði einnig að þetta gerði þeim erfitt fyrir með að fá þá erlendu sérfræðinga, sem þeir þyrftu til Íslands. Það er ástæðan fyrir því að mesta fjölgun starfsmanna hjá þeim síðustu tvö ár hefur verið í starfsstöðum þeirra erlendis.
Hann sagði einnig að gjaldeyrishöftin geri það að verkum að það er mjög erfitt að reka alþjóðlegt fyrirtæki frá Íslandi. Vegna skilaskyldu þurfa þeir að skipta öllum sínum tekjum erlendis í íslenskar krónur en þurfa síðan að sækja um gjaldeyri hér á landi til að greiða kostnaðinn erlendis. Með öðrum orðum þá þurfa fyrirtæki með tekjur og kostnað í erlendum gjaldeiri að skipta erlendu tekjunum í íslenskar krónur og síðan að sækja um gjaldeyri til að greiða erlenda kostnaðinn.
Þetta gerir það að verkum að þegar fyritæki hér á landi fara að vera alþjóðleg þá færa þau höfuðstöðvarnar úr landi. CCP er eina fyrirtækið í þeim hópi, sem enn er með höfuðstöðvar sínar hér á landi og er það vegna hreinnar þrjósku forráðamanna þess en ekki hagkvæmni. Meðan við erum með íslensku krónuna þurfum viuð að hafa gjaldeyrishöft þó vissulega sé eitthvað hægt að létta á þeim.
Hilmar nefndi það einnig að það væri verulega erfitt að reka fyrirtæki þegar kostnaður við rekstur þess væri mjög óviss stærð í þeirri mynt, sem tekjurnar eru í. Slíkt geri menn yfirleitt ekki ef kostur er á öðru.
Því er það ljóst að á meðan við erum með krónuna þá munum við ekki vera með fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi hér á landi nema í þeim tilfellum, sem forráðamenn þeirra eru tibúnir til að færa miklar fórnir í hagnaði til þess að geta verið hér á landi.
Sigurður M Grétarsson, 28.10.2010 kl. 10:34
Sammála Sigurði.
Ef við værum í ESB þá mundi CCP vegna enn betur.
Sleggjan og Hvellurinn, 28.10.2010 kl. 11:58
Velgengi CCP er staðreynd þrátt fyrir krónuna ekki vegna hennar.
Sleggjan og Hvellurinn, 28.10.2010 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.