28.10.2010 | 16:30
Smugan: Oddur Ástráðsson svarar Hjörleifi Guttomrssyni um ESB
Eins og fram hefur komið hélt VG málþing um utanríkismál um helgina. Eiginlega vara bara eitt utanríkismál sem þar var rætt, eða fékk athygli fjölmiðla, en það var ESB.
Í kjölfar þessa málþings geystist svo Hjörleifur Guttormsson fram á ritvölinn í Morgunblaðinu(!) og birti þar grein. Hana má lesa hér, Mogginn er jú læstur fyrir alla nema áskrifendur, er varðar aðsendar greinar.
Nú, Hjörleifi er svarað af ungum manni, Oddi Ástráðssyni (mynd), á Smugunni, en Oddur er liðsmaður VG. Oddur skrifar:
,,Hjörleifur Guttormsson skrifaði þann 26. október á Smuguna grein undir fyrirsögninni VG í blindgötu vegna umsóknar um ESB-aðild. Þar staðhæfir ráðherrann fyrrverandi að Vinstrihreyfingin grænt framboð sé í innbyrðis mótsögn vegna þeirrar stöðu sem uppi er; að VG sem aðili að ríkisstjórn standi að umsókn um aðild að ESB á sama tíma og yfirlýst stefna flokksins er gegn aðild. Í grein sinni beitir Hjörleifur klækjum og óræðu, gildishlöðnu orðalagi til að renna stoðum undir þessa staðhæfingu sína. Ég mun hér leitast við að sýna fram á galla í röksemdafærslu Hjörleifs og færa rök fyrir gagnstæðri niðurstöðu.
Um aðdraganda aðildarumsóknar
Það er hárrétt ábending hjá Hjörleifi að þingsályktun um að leggja inn umsókn um aðild að ESB var samþykkt með fulltingi átta þingmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. En hvað grundvallaði þá afstöðu? Hér er á tvennt að benda:
1. Í ályktun landsfundar VG, sem haldinn var í Reykjavík 20.-22. mars 2009 segir: Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.
2. Í stjórnarsáttmála VG og Samfylkingar sem varð til að undangegnum stjórnarmyndunarviðræðum eftir síðustu Alþingiskosningar segir: Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur á flokksráðsfundi VG sem veitti forystu flokksins þar með umboð til að mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni.
Að fyrrgreindu má sjá að ákvörðun um að mynda ríkisstjórn á vordögum 2009 var tekin í fullu samræmi við landsfundarályktun um Evrópusambandsmál. Eins er vert að benda á að það skilyrði Samfylkingarinnar fyrir ríkisstjórnarsamstarfi að lögð yrði inn umsókn um aðild að ESB var samþykkt af almennum flokksmönnum á flokksstjórnarfundi. Ákvörðunin var tekin með vitund og vilja meirihluta flokksmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs."
Og í lokin segir Oddur:
,,Aðild eða ekki aðild
Rétt er að árétta að með því sem hér er skrifað er undirritaður ekki að taka afstöðu með eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Tilgangur þessarar greinar er miklu frekar að benda á tvennt: Annars vegar að umræða um kosti og galla aðildar verður að vera bæði gagnrýnin og án fyrirfram gefinna gildisdóma til að niðurstaða umræðunnar geti orðið uppbyggileg fyrir þjóðina til framtíðar. Hins vegar að sú staða sem uppi er er tilkomin með fyrirfram vitund og vilja flokksmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og mun að lokum leiða til lýðræðislegrar niðurstöðu sem þjóðin öll ber jafna pólitíska ábyrgð á.
Ég tel það löngu tímabært að íslensk þjóð fái tækifæri til að taka efnislega afstöðu til kosta og galla aðildar að Evrópusambandinu og hlakka til að fá að taka slíka afstöðu sjálfur. Eins kvíði ég ekki lýðræðislegri niðurstöðu, sama hver hún verður. Það held ég hins vegar að Hjörleifur Guttormsson geri."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það þarf mælskusnilling til að skrifast á við Hjörleif Guttormsson og þar er Oddur réttur maður. Hann er rökviss og málefnalegur sem er frábært. Hið besta mál
Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.10.2010 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.