Leita í fréttum mbl.is

Dr. Magnús Bjarnason: ESB-aðild jákvæði fyrir þjóðina í heild

Magnús BjarnasonDr. Magnús Bjarnason hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur í HR í morgun um doktorsritgerð sína, The Political Economy of Joining the European Union: Iceland‘s Position at the Beginning of the 21st Century.

Þar rakti Magnús helstu niðurstöður sínar og í máli hans koma fram að vel mögulegt væri að landsframleiðsla (VLF) myndi aukast um allt að 5-6% með aðild að ESB. Hann tók það þó skýrt fram að það tæki tíma. Hann nefndi einnig að áætluð af aðild áhrif á VLF myndu verða 8-9% í Króatíu, sem stendur í aðildarviðræðum. 

Hann sagði einnig um áhrif sameinginlegrar myntar, en að sögn Magnúsar er viðskiptaaukning að meðaltali um 25% á milli aðildarlanda á sameiginlegu myntsvæði ESB.

Magnús fjallaði ítarlega um bæði landbúnað og sjávarútveg og kom þar m.a. inn á matarverð, sem var 60% hærra hér á landi á árunum 2003-2006. Hann segir að tölur eftir þetta séu nánast ónothæfar, m.a vegna hruns krónunnar og bankakerfisins árið 2008.

Magnús sagði einnig að með aðild að sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB (CAP) væri hægt að áætla að ráðstöfunartekjur á íslandi myndu aukast um 1.5 – 4%. Þetta myndi m.a. gerast með hagræðingu og flutningi starfskrafta yfir í betur launuð störf.

Magnús ræddi möguleika í samningaviðræðum í sjávarútvegi. Hann telur erfitt, en þó ekki útilokað að fá undanþágur. Að hans mati er besta lausnin til frambúðar að fara mun betur (harðar) eftir tillögum fiskifræðinga í fiskveiðimálum í Evrópu.

Magnús telur aðild vera jákvæða fyrir þjóðina í heild en hann lagði á það mikla áherslu að menn yrðu að "girða fyrir hluti“ eins og hann orðaði það og átti þá við ýmis hagsmunamál Íslands í aðildarsamningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband