12.11.2010 | 00:33
Um reikninga ESB og Morgunblaðið
Nei-sinnar láta öllum illum látum, bæði niðri á Alþingi og uppi í Hádegismóum, þ.e.a.s, bæjarendanna á milli!
Leiðari Morgunblaðsins í gær fjallaði um endurskoðun á reikningum ESB, en daginn áður voru fyrrum Mogga-mennirnir Styrmir og Björn (les: Evrópuvaktin), búnir að tæpa á þessu.
Þessir aðilar reyna s.s. að mál upp eins dökka mynd af reikningshaldi ESB og hægt er. Allt er gert til þess að gera málið tortryggilegt. Í MBL stendur að ...sambandið er orðlagt fyrir fjármálaleg lausatök, ef ekki hreint sukk. Hefur það leitt til þess að 16 ár í röð hafa endurskoðendur neitað að skrifa undir reikninga þess og hafa vísað til faglegra skyldna sinna og heiðurs. Hefur ESB ekki vílað fyrir sér að reka án haldbærra skýringa suma þessara heiðarlegu endurskoðenda. Forsprökkum ESB hafa ekki líkað hreinskilnislegar ábendingar þeirra um vafasama umgengni um stórkostlega fjármuni sem sogaðir eru út úr skattgreiðendum aðildarlandanna."
Hér bera að taka fram: Allt síðan 1994 hafa endurskoðendur sagt að bókhaldið sé "áreiðanlegt"
Mun meiri kröfur eru gerðar hjá ESB en hjá einkageiranum, sjá hér , en á þessari síðu segir:
,,The Court of Auditors has given last year, as it did in previous years, a clean bill of health on the EU accounts. The Court confirms these accounts faithfully reflect how the EU budget was spent."
Og: ,,The EU test is much more rigorous than that of the private sector, where only book-keeping records are audited."
Í ræðu sem æðsti yfirmaður endurskoðunar ES, Vito Caldeira hélt þ. 9.11. 2010 segir hann: ,,The Court concludes that the accounts of the European Union give a fair presentation or true and fair view - of the financial position and the results of operations and cash flows.This is now the third consecutive year that the Court has found the accounts to be free from material misstatements, and hence reliable."
Hann gefur s.s. reikningum sambandsins umsögnina "áreiðanlegir"!
Í þessu samhengi ber einnig að taka fram að stór hluti á þessum málaflokki liggur hjá viðkomandi aðildarríkjum, en ekki sjálfu ESB, eða framkvæmdastjórninni. Þær villur sem koma upp eru því mest hjá aðildarríkjunum.
En það er staðreynd sem að Morgunblaðið er ekkert að velta sér upp úr.
Aðalatriðið er að láta þetta líta eins illa út og hægt er!
Ps. Ritari fann eitt tilvik frá 2001, þar sem endurskoðandi var látinn fara, en það vara kona að nafni Marta Andreasen, sem taldi reikningana þá vera í ólagi. EITT TILVIK, fyrir áratug síðan! Það getur varla talist mikið hjá batteríi sem velti um 120 milljörðum Evra árið 2008. Hún situr nú á Evrópuþinginu fyrir UK Independence Party.
Eldri frétt sem tengist þessu.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Árvakur rekinn með 667 milljóna króna tapi
Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 00:46
jÁ það kostar að birta sannleikann.
Helga Kristjánsdóttir, 12.11.2010 kl. 00:50
Skuldir Árvakurs hf., útgáfufélags Moggans, 4,4 milljarðar króna:
Skýrsla Árvakurs um skuldir fyrirtækisins og fjölmiðlamarkaðinn
Steini Briem, 22.1.2009 kl. 16:54
Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 00:51
Lánasamsetning Árvakurs hf.:
Glitnir: Lán vegna prentsmiðju 2,76 milljarðar króna, veðlán.
Glitnir: Önnur veðlán 444 milljónir króna.
Glitnir: Fjárfestinga- og rekstrarlán 332 milljónir króna, óveðtryggt með ábyrgð eignarhaldsfélaga hluthafa.
Landsbankinn: Fjárfestinga- og rekstrarlán 897 milljónir króna, óveðtryggt með ábyrgð eignarhaldsfélaga hluthafa.
Samtals 4,433 milljarðar króna.
Steini Briem, 22.1.2009 kl. 17:07
Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 00:53
Þórsmörk ehf. - Litla Ísland.net
25.2.2009: "Þórsmörk ehf., félag í eigu Óskars Magnússonar og fleiri, hefur gengið frá samkomulagi við Íslandsbanka [áður Glitni] um kaup á útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Auk Óskars eru Gísli Baldur Garðarsson, Gunnar B. Dungal, Pétur H. Pálsson, Þorgeir Baldursson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Guðbjörg Matthíasdóttir hluthafar í Þórsmörk."
Þorsteinn Már Baldvinsson á sjávarútvegsfyrirtækið Samherja á Akureyri og var síðasti stjórnarformaður Glitnis, sem varð gjaldþrota.
Skattakóngur Íslands
"Þorsteinn Már var nokkuð áberandi í upphafi bankahrunsins haustið 2008 þegar Seðlabankinn yfirtók Glitni en Þorsteinn Már var mjög ósáttur við þá atburðarás og sagði meðal annars í viðtölum að það hefðu verið stærstu mistök lífs síns að leita til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra.
Sagt er að Þorsteinn Már hefði verið því mjög mótfallinn þegar Davíð var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins árið 2009 en Þorsteinn Már er einn af eigendum blaðsins."
Guðbjörg Matthíasdóttir á sjávarútvegsfyrirtækið Ísfélag Vestmannaeyja og er nú einn af eigendum Moggans, sem einnig varð gjaldþrota.
Heppnasta kona hrunsins
Steini Briem, 21.7.2010 kl. 03:23
Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 00:57
Lestur Morgunblaðsins hefur aldrei mælst minni
Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 01:05
Davíð verður Morgunblaðinu dýr. Enda er Morgunblaðið á hraðleiðinni á hausinn með ritstjóra og hluthöfum.
Hvað reikninga ESB varðar þá hafa þeir alltaf fengið undirskrift frá ECA. Sem er sjálfstæð stofnun innan ESB og ráðamenn innan ESB hafa ekkert um mannaval þeirrar stofunar að segja. Hvork í dag eða fyrr á tímum.
Það er áhugaverð staðreynd að andstæðingar ESB á Íslandi hafi ekki nein rök fyrir máli sínu. Þeir einfaldlega blekkja fólk með svona rugli eins og kemur fram í Morgunblaðinu núna í dag.
Jón Frímann Jónsson, 12.11.2010 kl. 01:27
Hérna er tilkynning Framkvæmdastjórnar ESB um dóm endurskoðenda ESB um reikninga ESB. Þessi tilkynning er mjög nýleg (2010).
Jón Frímann Jónsson, 12.11.2010 kl. 01:37
Sælir piltar.
Segið mér. Hvaða hag hafið þið persónulega af því að Ísland verði innlimað í ESB? Vona að það sé ekki leyndarmál.
Með kærri kveðju og þökk.
Heiðar Sigurðarson, 12.11.2010 kl. 01:43
Heiðar, Það er ekkert ríki "innlimað" í ESB. Þegar þú hættir að tala á þessum nótum. Þá er hægt að ræða málin, ekki fyrr.
Jón Frímann Jónsson, 12.11.2010 kl. 01:51
Nú? Afsakið. Prófa aftur.
Segið mér piltar. Hvaða hag hafið þið persónulega af því að Ísland gangi í ESB? Vona að það sé ekki leyndarmál.
Með kærri kveðju og þökk.
Heiðar Sigurðarson, 12.11.2010 kl. 02:00
Heiðar, Hvað þennan hérna lista.
Lægri vexti.
Stöðugt hagkerfi.
Stöðugan gjaldeyri (evran).
Engin verðtryggð lán.
Stöðugt verðlag á matvælum osfrv.
Litla verðbólgu (0 - 2%).
Þetta eru helstu ástæður hjá mér, og þetta er bara toppurinn á listanum sem ég get talið upp. Verð hinsvegar að gera það við betra tækifæri, þar sem klukkan er orðin seint og svefnin kallar.
Jón Frímann Jónsson, 12.11.2010 kl. 02:05
Við Íslendingar græðum mun meira á aðild Íslands að Evrópusambandinu en Evrópusambandslöndin á aðild Íslands að sambandinu, til að mynda UPPTÖKU EVRU, STÓRLÆKKAÐ MATVÖRUVERÐ, AUKNA ERLENDA FJÁRFESTINGU, SAMKEPPNI Í BANKASTARFSEMI OG MATVÖRUVERSLUN, NIÐURFELLINGU TOLLA Á ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM OG LANDBÚNAÐARVÖRUM í Evrópusambandslöndunum, MUN MINNI VERÐBÓLGU, MIKLU LÆGRI VEXTI OG ENGA VERÐTRYGGINGU.
Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 02:50
Þið hafið misskilið mig piltar. Eða ég hef ekki verið nægilega skýr. Ég átti ekki við almennan ávinning af inngöngu Íslands í ESB heldur ykkar persónulega ávinning af slíkri inngöngu.
Eruð þið t.d. á launum við að skrifa um málið, halda úti vefsíðum eða vænkast ykkar persónulegi hagur eftir inngöngu, t.d. vegna vinnu?
Eða eruð þið í þessari baráttu algjörlega launalaust og þá aðeins af hugsjóninni einni saman?
Heiðar Sigurðarson, 12.11.2010 kl. 04:07
@Heiða Sigurðsson: Þegar rökin þrýtur, þá fara menn kannski út í þessa sálma. Hvernig líst þér annars á þessi atriði sem JF nefnir. Væri ekki sniðugt að velta því fyrir sér?
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 12.11.2010 kl. 07:47
Heiðar, það er fjölmargir sem hafa mikinn áhuga á stjórnmálum. Þeir skrifa greinar eða taka þátt í flokksstarfi. Margir leggja fram mikla vinnu í kringum kosningar. Þetta gildir um stuðningsmenn allra flokka og hreyfinga en í mismiklum mæli. Kosningastarf sjálfstæðismanna hefur jafnan skilað árangri vegna starfs sjálfsboðaliða. Sem betur fer er margt heðarlegt fólk í stjórnmálum, hvort sem það er á móti eða með ESB.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 07:49
Hmmm ... þetta eru einkennileg svör við einfaldri spurningu ... ef svör skyldi kalla því þau svara alls ekki spurningunni.
Heiðar Sigurðarson, 12.11.2010 kl. 08:08
Það er eins gott að ástandið á Íslandi er betra.
Ég þekki ekki eitt einasta dæmi að ríkisendurskoðun hafi sett út á reikninga ríkisins eða stofnana þess.
Persónulega hefur EES samningurinn gert mikið fyrir mig. Ég hef ekki grætt á því nema þægindi. Án fjárhagslegrar aðsoðar.
Þess vegna vil ég ganga í ESB.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 08:54
Heiðar.
Innan ESB: Ég kaupi íbúð fæ 30 milljóna lán. Ég borga samtals 37milljónir fyrir íbúðina.
Utan ESB: Ég kaupi íbúð fæ 30milljóna verðtryggt lán. Ég borga samtals 90milljónir fyrir íbúðina.
Ég persónulega græði 53 milljónir í því að vera í ESB.
Sleggjan og Hvellurinn, 12.11.2010 kl. 13:00
Komið þið öll sæl, Þruma, Sleggja, Hvellur og Hamar.
Enn eruð þið að misskilja þrátt fyrir útskýringar. Er ég ekki að tala við fullorðið fólk hér?
Ég var ekki að spyrja um hugsanlegar hagsbætur almennings á því að ganga í ESB heldur hvort þeir Jón Frímann og Steini Briem fái greitt persónulega fyrir áróðurstarf sitt fyrir ESB eða hvort þeim hafi verið lofað einhverju starfi eða verkefnum fyrir ómakið?
Eða er öll sú vinna sem þeir leggja í þennan áróður fyrir ESB sjálfboðastarf?
Með kveðju,
Heiðar Sigurðarson, 12.11.2010 kl. 13:31
Gunnlaugur I.:
"Almennileg og ítarleg og afdráttarlaus svör frá honum við þessu hafa aldrei fengist fram."
Eins og þú veist mætavel hefur margsinnis komið fram hér á þessu bloggi að ég þigg engin laun og hef aldrei þegið laun fyrir að skrifa athugasemdir á bloggsíðum og ég veit ekki til að nokkur maður í heiminum hafi fengið laun fyrir að skrifa slíkar athugasemdir.
Ég hef heldur ekki þegið laun fyrir að skrifa blogg, hvorki hér á Moggablogginu, né annars staðar.
Hins vegar eru afrit af fréttum, opinberum upplýsingasíðum og bloggsíðum ekki skrif af minni hálfu, heldur beinar tilvitnanir í þau skrif.
En þú krefst þess væntanlega að ég sýni bankareikninga mína og skattframtalið mitt hér á þessu bloggi, eða á öðrum opinberum vettvangi, til að allir viti nákvæmlega hvaðan ég fæ mínar tekjur.
Ég hef skrifað þúsundir athugasemda hér á Moggablogginu um alls kyns málefni frá ársbyrjun 2007, til að mynda hjá Eygló Harðardóttur, nú þingmanni Framsóknarflokksins, Stefáni Friðriki Stefánssyni og Hirti Guðmundssyni í Sjálfstæðisflokknum, Jens Guðmundssyni í Frjálslynda flokknum, Ómari Ragnarssyni, fyrrverandi formanni Íslandshreyfingarinnar, Eiði Guðnasyni, fyrrverandi sendiherra, og Ólínu Þorvarðardóttur, nú þingmanni Samfylkingarinnar.
Það er nú harla ólíklegt að allt þetta fólk hafi greitt mér fyrir að skrifa athugasemdir á bloggsíðum þeirra.
Þar að auki er ég ekki félagi í stjórnmálaflokki.
Hins vegar hef ég margra ára reynslu í blaðamennsku á Morgunblaðinu og mun birta hér athugasemdir næstu árin, rétt eins og ég hef skrifað athugasemdir á bloggsíðum hjá fjöldanum öllum af fólki síðastliðin fjögur ár.
Ég geri hins vegar fastlega ráð fyrir að Páll Vilhjálmsson þiggi laun sem framkvæmdastjóri Heimssýnar.
2.3.2010: Fundað um ESB-mál á Ísafirði
Steini Briem, 31.7.2010 kl. 15:25
Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 15:46
AFRITIST EFTIR ÞÖRFUM FYRIR HÁLFVITA.
Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 15:52
Heiðar.
Þú spurðir:
"Segið mér. Hvaða hag hafið þið persónulega af því að Ísland verði innlimað í ESB? Vona að það sé ekki leyndarmál.?"
Ef þú vilt vita hvort einhverjir einstaklingar hafa fengið greitt fyrir að upplýsa fólk um ESB þá hefðir þú átt að spurja á þennan hátt:
"Þið sem eruð að skrifa athugasemndir og áróður fyrir ESB einsog t.d Steini Briem og Jón Frimann. Eruð þið að fá greitt fyrir þessi skrif?"
Fullorðið fólk mundi skilja þannig spurningu.
Sleggjan og Hvellurinn, 12.11.2010 kl. 15:58
Þruman neglir þetta vel með sleggjunni :)
Óskar Þorkelsson, 12.11.2010 kl. 16:51
ESB- Valdaelítu-apparatið og þeirra ólýðræðislegi valdastrúktúr allur er stórkostleg gróðrarstíja spillingar, mútuþægni og skelfilegrar sjálftöku og sóunar fjármuna.
Sjá nokkur mjög gróf dæmi um spillingu og mútuþægni ESB valdalítunnar og þeirra nóta á þessum vinsæla vef:
htp://www.democracymovementsurrey.co.uk/dyk waste.html
Nú eru yfir 400 spillingar- og mál í sérstakri sakamálarannsókn gagnvart ESB elítunni og spillingu þeirra og misnotkun á fjármunum og sérstakri valda aðstöðu sinni.
Talið er að ef ESB Valdaelítan væri ekki svona eins og hún er þ.e. svona eins og sjálfvarin sjálfseignarstofnun spilltrar og makgráðugrar elítunnar sjálfrar með sínar eigin yfirþjóðlegu reglur og valdapósta reglubræðra sem hampa hvorir öðrum þá væri staðan öðru vísi og enn verri.
Ef þetta væri eins og hvert annað venjulegt almenningsfyrirtæki sem ætti að gæta hagsmuna hluthafanna á heiðarlegan hátt þá væru þessir kónar í Commízara-ráðum ESB Elítunnar og þeirra undirsátar flestir ef ekki allir fyrir löngu komnir á bak við lás og slá !
ESB- apparatið er alltaf að breytast og það því miður alltaf til hinns verra.
ESB apparatið minnir alltaf meir og meir og verr á USSR og Æðstu ráðin þeirra óskeikulu, þar sem hver klappaði öðrum í nafni einhvers málstaðar sem engum var lengur ljós.
Sjálfur bý ég nú í ESB landinu Spáni þar sem vesöldin er yfirþyrmandi með um 20% atvinnuleysi og lítilli atvinnuþátttöku og helfrosti efnahagslífsins.
Gæti líka sagt og hef reyndar sagt nokkrar krassandi spillinarsögur af ESB apparatinu og glæpastarfssemi þeirra hér samtvinnuðu með embættisaðli- og atvinnulífi þessa annars fallega og sögufræga lands.
Gunnlaugur I., 12.11.2010 kl. 17:01
Ísland á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og því getur Íslendingurinn Gunnlaugur I. búið og starfað hvar sem er á svæðinu.
Og tæpast byggi hann og starfaði nú á Spáni og þar áður í Bretlandi ef það væri eins hryllilegt eins og hann gapir hér um daglega.
Ekki myndi ég kjósa að búa á Raufarhöfn ef mér þætti það skelfilegt.
Og kvartaði svo undan því opinberlega á hverjum degi.
Enginn myndi taka mark á slíkum furðum.
Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 17:10
Gunnlaugur
Nú hefur komið fram að gjaldeyrishöft kosta milljarða á ári... er það ekki sóun á fjármunum??
Sleggjan og Hvellurinn, 12.11.2010 kl. 17:40
Reyndar góður punktur hjá steina
Sleggjan og Hvellurinn, 12.11.2010 kl. 17:41
Heyrðu Steini B.
Næsti nágranni minn og góðvinur er Rússi og býr hér góðu lífi.
Annar vinur minn og verslunareigandi er Kínverji og grekur hér vinsælan og góðan veitingastað og þeir eru margir hér og þó eru Rússland og Kína hvorugt í ESB.
Hinns vegar er ESB kerfið hér og skrifræði og seinagangur þeirra ekki hjálplegt eða góður eða fyrir framsækinn fyrir lítil fyrirtæki eins og mitt og því hef ég nú ákveðið að skrá mitt litla en alþjóðlega fyrirtæki á litla Íslandi þar sem það er miklu betra og þægilegra þó svo að ég sjálfur búi annars staðar alla vega um stund. Svona vonlaust og ómögulegt er ESB systemið sem þú dásamar sem mest !
Gunnlaugur I., 12.11.2010 kl. 18:19
Stundum er skrifræði af því góða. Það tryggir það að fólk fer eftir settum reglum... það hefði kannski verið betra að hafa aðeins meira skrifræði á Íslandi í góðærinu.
Sleggjan og Hvellurinn, 12.11.2010 kl. 18:28
Gunnlaugur ætlar sem sagt að vera með fyrirtækið í skattaskjóli íslands en nýta hagnaðinn á spáni.. ég hef heyrt svona áður.. bara í stærra mæli :)
Óskar Þorkelsson, 12.11.2010 kl. 18:44
Gunnlaugur I. flytur trúlega inn kynlífsdúkkur til Spánar frá Kína.
Ekta.
"Komið, sjáið og sannfærist!!!"
Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 18:47
Þú ættir nú kannski að fá þér eina kínverska úr gúmmí Steini minn og gefa blessuðum kindunum dálítið frí. Nógu mikið hafa þær þurft að þola síðan þessi uppblásna sem þú hirtir uppi í Gufunesi sprakk.
Heiðar Sigurðarson, 12.11.2010 kl. 19:05
þetta var mikilvægt innlegg í umræðuna Hreiðar.. þá hefur maður fengið smá innsýn í þitt innra eðli
Óskar Þorkelsson, 12.11.2010 kl. 19:09
TEPOKASKRÍLL.
Þorsteinn Briem, 12.11.2010 kl. 19:14
Verði þér að góðu, Óskar minn ... og Guð blessi þig.
Heiðar Sigurðarson, 12.11.2010 kl. 20:32
Þetta er ein þekktasta svokölluð EU mýtan. Reikningshaldið eða endurskoðun reikninga.
Þeir sem fitja uppá þessu núna, sko 2010, eru að gera sig að algjörum fíflum og lýsa því yfir að þeir séu í própganda en ekki í málefnalegum umræðum.
Því miður er þetta allt svona hjá andsinnum. því miður.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.11.2010 kl. 22:57
Það er nú eitt sem Gunnlaugur kemur inn á og er alveg frábært.
Það er hægt að búa í útlöndum án þess að hafa atvinnu. Það er aðeins vegna EES.
Við mættum ekki búa í öðru landi ef við hefðum ekki atvinnu þar.
Þetta eru frábær þægindi sem ég nýti mér óspart sjálfur.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 00:39
Og ættir að skammast þín fyrir Stefán að viðurkenna, eins gott að þú sért ekki á spena íslenska ríkisins, vegna skammarlegs hugsunargangs þíns!!!
Guðmundur Júlíusson, 13.11.2010 kl. 04:04
Guðmundur: Getur þú skýrt þetta betur?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 04:21
Já, þú segir :
Það er hægt að búa í útlöndum án þess að hafa atvinnu. Það er aðeins vegna EES."
Aðeins þessi setning segir allt sem segja þarf, og lýsir týpískum manneskjum sem annað tveggja flýja sökkvandi skútu eða nenna ekki að vinna og fara á sósíalinn hjá öðrum ríkjum!!! bara til að þurfa ekki að vinna, eins og þú segir það!
Guðmundur Júlíusson, 13.11.2010 kl. 04:45
Atvinnuleysi hefur verið svipað undanfarið í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum, eða 9,6% í Evrópusambandinu og 9,7% í Bandaríkjunum í maí síðastliðnum.
Atvinnuleysi í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum í maí 2010
Vinnumálastofnun - Atvinnuleysi hérlendis í maí 2010
Ísland er hins vegar örlítill vinnumarkaður miðað við Evrópusambandslöndin og Bandaríkin.
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 05:45
Verðbólga á Íslandi 1940-2008
Og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi, til dæmis á síðasta áratug.
Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58
Þorsteinn Briem, 13.11.2010 kl. 05:46
Guðmundur: Þú ert eitthvað að misskilja mig. Ég var að benda á að það þarf ekki atvinnuleyfi til að búa til skemmri eða lengri tíma í öðru EES landi. Þú getur búið í Berlín en búið á Íslandi alveg eins og verið Þjóðverji sem býr í Þýskalandi en ferð yfir landið til að vinna.
Allir hafa vinnu;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.