Leita í fréttum mbl.is

Jón Sigurðsson (Össuri) á Rás 2: ,,Mótsagnakennt að reka alþjóðlegt fyrirtæki í lokuðu hagkerfi, aðild að ESB jákvæð"

Jón SigurðssonAðgerðir Össurar (þ.e.a.s að flytja fyrirtækið úr Kauphöllinni, til Danmerkur) hafa vakið athygli.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var á Rás 2 í morgun og spjallaði þar um þessi mál.

En það kom fram í viðtalinu að það yrði að vera "hreint borð" og að það sé varla hægt að reka alþjóðleg fyrirtæki hér á landi, í ástandi því sem nú ríkir, þ.e.a.s. með krónu í höftum!

Hann sagði vera ,,lítil merki um bata."

Hann sagði að aðild að ESB væri mjög jákvæð til að laga ástandið. Hann sagði Ísland ekki geta tekið þátt í alþjóðasamskiptum með því að "skella í lás" eins og hann orðaði það.

Hlustið á viðtalið: http://dagskra.ruv.is/morgunutvarpid/thattafaerslur/ahrif_icesave_slaem_islensk_fyrirtaeki_erlendis_16959/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Alþjóðasamfélagið hefur því ekki gert athugasemdir við þau höft sem sett voru á fjármagnshreyfingar á Íslandi og framkvæmd þeirra hefur verið samþykkt af stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hins vegar er ljóst að erfitt verður að viðhalda svo viðamiklum gjaldeyrishöftum án þess að þau teljist brot á þessum alþjóðlegu sáttmálum þegar frá líður og gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppan er að baki.

Eins viðamikil höft á fjármagnshreyfingar og sett voru á hér á landi í kjölfar kreppunnar þekkjast hins vegar ekki víða, að minnsta kosti ekki meðal þróaðra ríkja."

Seðlabanki Íslands - Peningamál í maí 2010, sjá bls. 16-17

Þorsteinn Briem, 17.11.2010 kl. 20:27

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Viðskipti með krónuna á aflandsmarkaðnum hafa verið lítil frá síðasta fundi peningastefnunefndar og hafa viðskipti farið fram á gengi 225-245 gagnvart evru."

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands - Nóvember 2010

Þorsteinn Briem, 17.11.2010 kl. 20:39

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

En Nei sinnar vilja það.... að skella bara í lás.

Sammála Jóni. ESB verður kjarabót fyrir almenning á Íslandi.

Það hefur margoft komiið fram.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.11.2010 kl. 21:28

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Magnað hjá Jóni að fá undanþágu frá gjaldeyrishöftunum hjá Seðlabankanum án þess að það væri rökstutt á nokkurn hátt.

Þessir starfshættir bankans og gjaldeyrishöftin sem (ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG styðja) eru bestu rök fyrir aðild að ESB!  Með aðild losnum við undan ráðríki og fáfræði þessa fólks og getum farið að lifa eins og fólk aftur.

Lúðvík Júlíusson, 19.11.2010 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband