Leita í fréttum mbl.is

Aðild að ESB lykilatriði fyrir sprotafyrirtæki, segir Iðnaðarráðherra

Katrín JúliusdóttirIðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, setti svokallaða Athafnaviku fyrr í vikunni. Í sambandi við það birtist frétt í Fréttablaðinu, en þar sagði:

Iðnaðarráðherra telur aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) algert lykilatriði til þess að nýsköpunar- og sprotafyrirtæki geti vaxið í alvöru stærðir hér á landi."Þetta eru oftar en ekki útflutningsfyrirtæki sem eru að flytja út hugverk og þá skiptir stöðugur gjaldmiðill gríðarlegu máli," segir hún. "Innan ESB eru gríðarlega mikil tækifæri fyrirnýsköpun og sprota. Mikil áhersla og sívaxandi og þá ekki síst tengt loftslagsmarkmiðum.Ég held að það verði öllum ljóst sem skoða þetta. Þar er markvisst og flott starfsem ég held að muni gagnastokkur gríðarlega vel,"segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. (Mynd VF.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á árinu 2009 var seld þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en keypt var þjónusta frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.

Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."

Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009


Á
rið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Þorsteinn Briem, 17.11.2010 kl. 20:51

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Framtíðin liggur í hugverki... ekki ál og fiskur.

Þar kemur aðild að ESB sterkt inn.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.11.2010 kl. 21:26

3 identicon

Já ég rek sprotafyrirtæki sem vantar fjármagn. Hvað gerir ESB nákvæmlega fyrir mig sem ekki stendur til boða í dag og hvað tekur það langan tíma

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 21:56

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

 Marel var sprotafyrirtæki. Nú er það framsækið fyrirtæki.

Þetta er það sem þeir segja. Gæti passað við hvaða sprotafyrirtæki sem er.

"Innganga í Evrópusambandið myndi auka rekstraröryggi fyrirtækisins og auðvelda því að langtímafjármagna rekstur félagsins, hvort heldur með hlutafé eða langtíma lánsfé."

http://evropumal.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Marel.pdf

Sleggjan og Hvellurinn, 17.11.2010 kl. 22:43

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 18.11.2010 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband