21.11.2010 | 21:21
Þorsteinn um "villta vinstrið" í FRBL
Þorsteinn Pálsson ritaði bréf af Kögunarhóli sínum í Fréttablaðið í gær. Þar segir m.a.:
,,VG spratt upp úr Alþýðubandalaginu sem áður óx af meiði Sósíalistaflokksins. Þessir flokkar voru lengst af einangraðir í afstöðunni til þátttöku Íslands í vestrænni efnahags- og varnarsamvinnu. Vatnaskil urðu þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins ákvað á liðnu sumri að skipa flokknum við hliðina á vinstri væng VG varðandi kröfuna um að afturkalla aðildarumsóknina að ESB.
Í síðustu kosningum byggðist neikvæð afstaða Sjálfstæðisflokksins þó á hagsmunamati sem endurskoða þyrfti á hverjum tíma. VG var á grundvelli hugsjóna alfarið andvígt aðild en sagði jafnframt að málið myndi ekki koma í veg fyrir stjórnarmyndun. Framsóknarflokkurinn, Borgarahreyfingin og Samfylkingin voru hins vegar með aðildarumsókn.
Þeir þrír flokkar sem höfðu aðildarumsókn á dagskrá fengu hreinan meirihluta þingmanna. Í atkvæðagreiðslu um umsóknina gekk meirihluti þingmanna Framsóknarflokksins og Borgarahreyfingarinnar úr skaftinu. Á hinn bóginn var meirihluti þingmanna VG fylgjandi. Þrátt fyrir þessa víxlun atkvæða var niðurstaðan í samræmi við skýran vilja meirihluta kjósenda.
Fyrr á þessu ári fundu forystumenn Heimssýnar upp á því að fullyrða að Alþingi hefði alls ekki samþykkt að sækja um aðild. Það hefði aðeins heimilað könnun á þeim möguleika. Ríkisstjórnin hefði því farið út fyrir umboð sitt og rétt væri að afturkalla umsóknina.
Allir læsir menn vita að þessi röksemdafærsla á enga stoð í raunveruleikanum. Hún er hrein hugarleikfimi. Í pólitík getur áróðursskáldskapur af þessu tagi þó orðið að raunverulegu vandamáli. Flokksráð VG glímir við það á fundi í dag.
Vandi VG liggur ekki í því að hafa gert málamiðlun um hugmyndafræðilegt grundvallaratriði. Hann skýrist miklu fremur af þeirri tvöfeldni að byggja málamiðlunina á því að vera bæði með og á móti."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þorsteinn er yfirleitt flokkur.
Ef náhirðirnir ná tökum á 365 þá verður Þorsteinn sparkaður í burtu á no time.
"var niðurstaðan í samræmi við skýran vilja meirihluta kjósenda" sammála þessu.
Sleggjan og Hvellurinn, 22.11.2010 kl. 01:16
eg var reyndar að blogga um "vilta vestrið í dag"
Fyrir áhugasama
http://thruman.blog.is/blog/thrumusleggjan/entry/1118716/
Sleggjan og Hvellurinn, 22.11.2010 kl. 01:18
Hér skeikar ykkur um 4 atkvæði þar sem að það var aldrei á stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar nein afstaða til umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.
Munið, vanda sig í skrifum.
bkv
Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 16:15
Jú Gunnar minnn.
Það var þeirra kosningaloforð.
Og Hreyfinginn var ekki lengi að svikja þetta fyrir Icesave atkvæði... hrossakaup að verstu gerð... sjálfur flokkurinnn sem var að lofa að vera ekki einsog hinir.
Sleggjan og Hvellurinn, 22.11.2010 kl. 17:08
Borgarahreyfingin og umsókn um aðild að Evrópusambandinu.
"Barátta fámenns hóps með enga fjármuni nema smáklink frá mörgum velviljuðum aðilum skilaði fjórum frambjóðendum inn á Alþingi, þar sem þeir sitja enn, en þrír þeirra hafa stofnað nýjan stjórnmálahóp sem þeir nefna Hreyfinguna og sagt skilið við Borgarahreyfinguna.
Fjórði þingmaðurinn varð viðskila við þremenningana, meðal annars vegna þess að strax í upphafi kom í ljós að yfirlýsing um að veita þjóðinni tækifæri til að kjósa um aðild að Evrópusambandinu var ekki kosningaloforð í huga þremenninganna, heldur pólitísk skiptimynt.
Og meira að segja kom í ljós að sumir þremenningana kváðust samvisku sinnar vegna, og þess eiðs sem þeir höfðu unnið að stjórnarskránni við að taka sæti á þingi, útilokaði að þeir gætu stutt aðildarviðræður við Evrópusambandið - eins og þeir voru þó búnir að lofa í sínum flokki og komnir á þing til að standa við það loforð."
Þráinn Bertelsson - Krafa um að stokka og gefa upp á nýtt
Þorsteinn Briem, 22.11.2010 kl. 17:14
Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra:
"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.
Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."
Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra, sjá bls. 4
Þorsteinn Briem, 22.11.2010 kl. 17:16
17.11.2010:
Lausn á Icesave skiptir miklu varðandi lánshæfismat Íslands
Þorsteinn Briem, 22.11.2010 kl. 17:18
17.11.2010:
"Í heimi viðskiptanna eru menn á því að endurreisn atvinnulífsins hefði gengið betur hefðu Íslendingar samið um Icesave-skuldina strax.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, velkist ekki í vafa um það mál, eins og fram kom í viðtali Morgunútvarpsins við hann í dag.
Og umræðan í viðskipta- og hagfræðideildum háskólanna hefur verið á þeim nótum allt frá hruni."
Icesave og endurreisn
Þorsteinn Briem, 22.11.2010 kl. 17:21
copy/paste Briem,
Evreópusambandsumsókn var aldrei á stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar, þarf eitthvað að vera að þræta um staðreyndir?
Hefur þú ekki eitthvað þarfara að gera með fullri virðingu fyrir mikilfengleik þínum í copy/paste fræðum.
Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 18:06
Gunnar Waage,
Ég sagði akkúrat ekkert um þetta mál.
Þráinn Bertelsson var hins vegar þingmaður Borgarahreyfingarinnar og veit því mun meira um málið en þú, elsku kallinn minn.
Mogginn er gefinn út í nokkrum eintökum og þau líta öll eins út.
Með engri virðingu fyrir þér, hvorki fyrr né síðar.
Þorsteinn Briem, 22.11.2010 kl. 18:25
Nei Þráin veit ekkert meira um þetta mál en ég. Ég er stofnandi Hreyfingarinnar og átti minn þátt í að kljúfa Borgarahreyfinguna, beinlínis út af þessu máli.
Ég legg því til að þú takir hér með réttum upplýsingum.
Gangi þér síðan betur í þinni heimilda - copy/paste - öflun. Það er ekki eins og að réttar uppl. liggi ekki frammi
"Virðingu" hehe, fyrir mömmu þinni eða?
Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 18:34
Gunnar Waage,
Það stenst að sjálfsögðu ekki að þú vitir meira um málið en Þráinn Bertelsson, sem var þingmaður Borgarahreyfingarinnar.
Sama hvað þú hefur klofið fyrr og síðar, elsku kallinn minn.
Þorsteinn Briem, 22.11.2010 kl. 19:08
Þú ræður náttúrulega hvort þú ferð með rangt mál ef það er það sem þú vilt.
Ég veit hið rétta í þessu máli enda eins og ég benti þér á þá liggja þessar upplýsingar frammi og eiga fæsir uplýstir menn i vandræðum með að hafa upp á þeim.
Ég, Þór Saari, Birgitta og Margrét sem og aðrir sem starfað hafameð eða fylgst með þeirra störfum, vitum vel hvað er hvað.
Ég sé að þú ert mikill aðdáandi Þráins Bertelssonar sem ég man reyndar ekki lmennilega í hvaða flokki er um þessar mundir, er ekki viss um að hann viti það sjálfur.
En 3 þingmenn studdu ekki tillöguna um aðildarumsókn að ESB. Þau munu sýnist mér ekkert frekar styðja málið í framtíðinni, því ætti höfundur að spá í framsetningu sína.
Það er rangt að X-O hafi hlotið kosningu með ESB aðildarumsókn á sinni stefnuskrá og er það því rangt að lýðræðislega hafi verið staðið að umsóninni til að byrja með.
En ég sé að menn fara hér lauslega með og óvarlega með staðreyndir eins og fyrri dagin. Það er allt í lagi og hverjum manni í sjálfs vald sett hvort þeir fara rétt eða rangt með.
Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 19:19
Gunnar Waage,
Þú getur þvargað um þetta við Þráin Bertelsson.
Þráinn var hins vegar þingmaður Borgarahreyfingarinnar EN EKKI ÞÚ, elsku kallinn minn.
Þú þarft ekkert að kenna mér í heimildavinnu og blaðamennsku, þar sem ég skrifaði nokkur þúsund fréttir og fréttaskýringar í Morgunblaðið og ekki var kvartað undan einni einustu þeirra.
Og sjálfsagt að birta sumar fréttir mörg hundruð sinnum, þar sem SUMIR er fljótir að gleyma þeim.
Þorsteinn Briem, 22.11.2010 kl. 19:37
Nú, var svona copy/paste gæi að vinna á mogganum, hvað í dánartilkynningum eða?
Ég hef aldrei sóst eftir þingmennsku maður minn enda hef ég engan tíma í slíkt. Af hverju vitnar þú ekki beint í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar með alla þína reynslu af "blaðamennsku" ?
Það væri aðeins meira pro
Bottom line, þú ferð með rangt mál en það er ekkert nýtt.
bestu kveðjur
Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 20:04
Gunnar Waage,
Undirritaður var í innlendum fréttum á Morgunblaðinu og fjölmargar þeirra birti Styrmir Gunnarsson á útsíðum blaðsins.
Þar að auki gaf ég þar vikulega út sérblað um sjávarútveg, Úr verinu, við annan mann, Hjört Gíslason, og gaf blaðið einn út þegar Hjörtur var erlendis og í sumarfríum.
Og ég get ENGAN VEGINN farið hér með rangt mál, þar sem ég vitna BEINT í skrif Þráins Bertelssonar um málið og hann var þingmaður Borgarahreyfingarinnar EN EKKI ÞÚ, elsku kallinn minn.
Þú heldur því hins vegar blákalt fram að Þráinn sé að ljúga að allri þjóðinni.
Þorsteinn Briem, 22.11.2010 kl. 20:26
Ég legg til að þú vitnir beint í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar, ef þú kannt það,,,
Ég bíð spenntur.
Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 20:31
Gunnar Waage,
Hvernig var KOSNINGASTEFNUSKRÁ Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar og hvernig kusu þingmenn Framsóknarflokksins á Alþingi varðandi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu?
Úr KOSNINGASTEFNUSKRÁ Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra:
"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.
Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."
Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra, sjá bls. 4
Þorsteinn Briem, 22.11.2010 kl. 20:43
"Fjórði þingmaðurinn varð viðskila við þremenningana, meðal annars vegna þess að strax í upphafi kom í ljós að yfirlýsing um að veita þjóðinni tækifæri til að kjósa um aðild að Evrópusambandinu var ekki kosningaloforð í huga þremenninganna, heldur pólitísk skiptimynt.
Og meira að segja kom í ljós að sumir þremenningana kváðust samvisku sinnar vegna, og þess eiðs sem þeir höfðu unnið að stjórnarskránni við að taka sæti á þingi, útilokaði að þeir gætu stutt aðildarviðræður við Evrópusambandið - eins og þeir voru þó búnir að lofa í sínum flokki og komnir á þing til að standa við það loforð."
Þráinn Bertelsson - Krafa um að stokka og gefa upp á nýtt
Þorsteinn Briem, 22.11.2010 kl. 20:45
Þetta er ekki úr stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar Steini.
Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 20:53
Gunnar Waage,
Ég var ekki að vitna í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar, heldur Þráin Bertelsson.
En þú heldur því fram að hann sé að ljúga.
Þorsteinn Briem, 22.11.2010 kl. 21:10
Ég segi vitnaðu í stefnuskránna,,,er það eitthvað vandamál?
Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 21:14
Gunnar Waage,
Ég var ekki að vitna í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar, heldur Þráin Bertelsson.
En þú heldur því fram að hann sé að ljúga.
Steini Briem, 22.11.2010 kl. 21:10
Þorsteinn Briem, 22.11.2010 kl. 21:17
Ég er einungis að óska eftir að þú vísir í frumheimildir, það er eðlileg krafa.
By the way ertu lærður blaðamaður eða?
Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 21:21
Gunnar Waage,
Ég var ekki að vitna í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar, heldur BEINT í Þráin Bertelsson.
Og þú heldur því fram að hann sé að ljúga.
Þorsteinn Briem, 22.11.2010 kl. 21:28
Við þurfum ekki að ræða Þráin, mergurinn málsins er að þú ferð með rangt mál.
Það að þú kýst að styðjast við vafasamar heimildir þrátt fyrir að frumheimildin sé fyllilega aðgengileg á netinu fyrir alla, er ófaglegt og stenst engar kröfur.
Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 21:40
Jæja, mér sýnist ég hafa kennt þér þó nokkra "virðingu".
kv. til Evrovision
g
Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 21:53
Gunnar Waage,
Þú heldur því fram að Þráinn Bertelsson sé að LJÚGA að allri þjóðinni varðandi aðra þingmenn Borgarahreyfingarinnar.
STEFNUSKRÁ Borgarahreyfingarinnar segir EKKERT um að Ísland eigi EKKI að sækja um aðild að Evrópusambandinu, enda var ég EKKI að vitna í stefnuskrána, heldur BEINT í Þráin Bertelsson varðandi aðra þingmenn Borgarahreyfingarinnar.
Og Þráinn Bertelsson var þingmaður Borgarahreyfingarinnar en EKKI ÞÚ, elsku kallinn minn.
29.3.2009: Stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar
Þorsteinn Briem, 22.11.2010 kl. 22:10
Þú segir;
"STEFNUSKRÁ Borgarahreyfingarinnar segir EKKERT um að Ísland eigi EKKI að sækja um aðild að Evrópusambandinu"
Þráinn fer rangt með, já. Hann gengdi aldrei þingflokksformannsstöðu og var engin sérstakur talsmaður þingflokksins. Hann er aftur á móti að tala fyrir sjálfan sig og sinn skilning á málinu. Hann var einn um þennan skilning í þingflokki, nú Hreyfingarinnar.Það sem greinarhöfundur vísar til er að stuðningur hafi verið við málið í X-o í flokknum, svo var ekki og gekk flokkurinn óbundinn til kosninga í málinu. Þetta breytir all miklu í inntaki greinar Þirsteins Pálssonar.
Að öðru leyti ætla ég ekki að fjalla hér neitt sérstaklega um Þráin Bertelsson en óska honum alls hins besta.
bkv
Gunnar Waage, 22.11.2010 kl. 22:39
Gunnar Waage,
"Í atkvæðagreiðslu um umsóknina gekk meirihluti ÞINGMANNA Framsóknarflokksins og Borgarahreyfingarinnar úr skaftinu."
Pistill Þorsteins Pálssonar
ÞÚ STAÐHÆFIR hins vegar að Þráinn Bertelsson sé að LJÚGA varðandi aðra ÞINGMENN Borgarahreyfingarinnar.
Og STEFNUSKRÁ Framsóknarflokksins varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu skiptir flesta ÞINGMENN Framsóknarflokksins greinilega ENGU máli.
Þorsteinn Briem, 22.11.2010 kl. 23:31
Hér fer Þráinn eð rangt mál að sjálfsögðu;
"Fjórði þingmaðurinn varð viðskila við þremenningana, meðal annars vegna þess að strax í upphafi kom í ljós að yfirlýsing um að veita þjóðinni tækifæri til að kjósa um aðild að Evrópusambandinu var ekki kosningaloforð í huga þremenninganna, heldur pólitísk skiptimynt."
ath: rautt letur er mitt.
Nei, eins g þú hefur nú sjálfur séð Steini þá var málið ekki á stefnuskrá framboðsins og gat því engan vegin verið kosningaloforð".
Hann fer því með rangt mál þarna. Þú getur kallað það því nafni sem þú vilt en þetta eru mín orð.
Gunnar Waage, 23.11.2010 kl. 00:07
Ef gæta á fullrar sanngirni þá er reyndar Þorsteinn Pálsson að vísa til stjórnarsáttmálans en ekki útkomu kosninganna.
Gunnar Waage, 23.11.2010 kl. 00:12
Nokkuð óskýr framsetning á málinu þó hjá Þorsteini, þeim annars ágætismanni. Ekki fyrir alla að skilja og er slíkur málflutningur varasamur.
Gunnar Waage, 23.11.2010 kl. 00:14
Nei tek til baka,,,,, þetta segir Þorsteinn;
"Í síðustu kosningum byggðist neikvæð afstaða Sjálfstæðisflokksins þó á hagsmunamati sem endurskoða þyrfti á hverjum tíma. VG var á grundvelli hugsjóna alfarið andvígt aðild en sagði jafnframt að málið myndi ekki koma í veg fyrir stjórnarmyndun. Framsóknarflokkurinn, Borgarahreyfingin og Samfylkingin voru hins vegar með aðildarumsókn."
Þetta er náttúrulega della.
Gunnar Waage, 23.11.2010 kl. 00:19
Fyrir alþingiskosningarnar í fyrra voru 38% vinstri grænna hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu og 56% hlynnt viðræðum um aðild að sambandinu.
Viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra
Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 00:41
SKOÐANAKANNANIR nú skipta hins vegar engu máli varðandi umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, enda liggur umsóknin nú þegar fyrir og hefur legið fyrir frá því 17. júlí í fyrra, studd af fólki í flestum eða öllum stjórnmálaflokkum hér.
Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 00:47
þetta hefur aldrei verið kosningamál Steini eins og Þorsteinn Pálsson vill meina og reyndar margir fleiri, þar a meðal ríkisstjórnin. Stuðningur var þvingaður fram í stjórnarsáttmála.
Það lyktar ákafleg illa.
Gunnar Waage, 23.11.2010 kl. 00:51
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 00:56
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu, og hún var VARAFORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 2005-2010.
Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 00:57
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS frá árinu 2007, er einnig FYLGJANDI aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 00:58
Þingmenn framsóknarmanna sem greiddu atkvæði með þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.
Þorsteinn Briem, 23.11.2010 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.